Þjóðviljinn - 01.10.1982, Síða 12

Þjóðviljinn - 01.10.1982, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. október 1982 ALÞVÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Hafnarfírði Aðalfundur - Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði verður haldinn n.k. þriðjudagskvöld, 5. október. Fundurinn verður haldinn að Strandgötu 41 (Skálanum) og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. 2. 3. 4. lnntaka nýrra félaga. Venjuleg aðalfundarstörf. Geir Gunnarsson og Svavar Gestsson mæta á fundinn og ræða stjórnmálaástandið. Onnur mál. Geir Svavar Kaffi á könnuiíni. mennið. - Sjórnin. Félagar fjöl- Alþýðubandalagsfélag Keflavíkur Aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haldinn á mánudagskvöldið 4. október í Stangveiðifélagshúsinu og hefst kl. 20.30. Dagskrá:l. Inntak nýrra félaga. 2. Venjuleg aðálfundarstörf. 2. Umræður og tillögugerð um vetrarstarfið. Félagar eru eindregið hvattir til að mæta. Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík - Umræðufundaröð um efnahagsmál Annar fundur í fundaröð Alþýðubandalagsins um efnahagsmál verður haldinn n.k. fimmtudag 7. október í Sóknarsalnum, að Freyju- götu 27. Hefst hann kl. 20.30. Þröstur Ragnar Arn- alds Björn - Efnahagskerfið á Islandi er umfjöllunarefni fundarins. Frummælandi: Þröstur Ólafsson. Valkostur í efnahagsmálum - Tillögur Alþýðubandalagsins er yfirskrift þriðja og síðasta fundarins í þessari röö. Hann veröur haldinn fimmtudag- inn 14. október á sama stað og tíma. Frummælendur: Ragnar Arnalds og Björn Arnórsson. Fundirnireru opnir, og hveturstjórn ABR flokksmenn til að bjóða vinum og kunningjum með á fundina. - Stjórn ABR. Kjördæmisráð Vesturlandi Ráðstefna um dreifbýlismál veröur haldin laugardag og sunnudag 9. og 10. október n.k. í samkomuhúsinu í Grundarfirði. Dagskrá ráðstefnunnar er þessi: Laugardag kl. 14-19: Samgöngumál og orkumál. Sunnudag kl. 13-18: Skólamál og atvinnumál. Nánar auglýst síðar. — Stjórn kjördæmisráðs. Alþýðubandalagið í Kópavogi - Aðalfundur Aðalfundur ALþýðubandalagsins í Kópa- vogi verður hajdinn miðvikudaginn 6. október nk. í Þinghóli og hefst hann kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjulcg aðalfundarstörf: a) skýrsla fráf. stjórnar, b) reikningar starfsársins, c) kosning blaðnefndar „Kópavogs“, d) kosning fulltrúa í hæjarmálaráð, e) kosn- ing blaðnefndar „Kópavogs“, f) kosning Björn I leiðrún fulltrúa í kjördæmisráð, g) kosning full- trúa á flokksráðsfund, h) tekin ákvörðun um félagsgjald næsta starfsár. 2. Bæjarmál! Bæjarfulltrúarnir Björn Ólafsson og Heiðrún Sverrisdóttir segja frá því markverðasta á sviði bæjarmálanna á hinu nýbyrjaða kjör- t ímabili. 3. Önnur mál. Félagar, sem enn eiga ógreidd félagsgjöld, eru vinsamlegast beðnir um að gera skil á þeim á skrifstofu félagsins en hún verður sérstaklega opin í því skyni laugard. 2. okt. kl. 14 - 16 og sunnud. 3. okt. kl. 13 - 17. Félagar, vetrarstarfið er þegar hafið. Það liófst með ágætum fundi 20. septTsl. um stjórnmálaviðhorfið og þá gcngu inn nokkrir nýir félagar. - Fjölmennum á aðalfundinn - Kaffiveitingar - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Borgarnesi og nærsveitum - Félagsfundur Alþýðubandalagið í Borgarnesi og nærsveitum heldur almennan fé- lagsfund fimmtudaginn 7. október n.k. í Hótel Borgarnesi. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Starfið framundan. 3. Stjórnmálaviðhorfið, fram- sögumenn Svavar Gestsson og Skúli Alexandersson. - Stjórnin. Skúli Svavar Greiðum félagsgjöldin Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík skorar hér meö á þá Alþýðuband- alagsmenn sem enn skulda gjaldfallin félagsgjöld að greiða þau sem fyrst Stöndum í skilum með félagsgjöldin og eflum þannig starf Alþýöubanda- lagsins í Reykjavík. Stjórn ABR Orðsending til styrktarmanna Alþýðubandalagið hvetur styrktarmenn flokksins til að greiða útsenda gíróseðla hið allra fyrsta. — Alþýðubandalagið. Alþýðubandalagið Akureyri Opið hús laugardaginn 2. október kl. 15 í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18. - Kaffiveitingar. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur n.k. mánudag kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Fundarefni: Atvinnu- og orkumál. - Alþýðubandalagið Akureyri. Alþýðubandalagið, Egilsstöðum. Hreppsmálaráð Fundur verður í hreppsmálaráði mánudaginn 4. október kl. 20.30 að Tjarnarlöndum 14. - Allir velkomnir. - Stjórnin. Útboð Skólabygging Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í byggingu 3. áfanga Öldutúnsskóla, sem ertvö hús ásamt tengibyggingu samtals um 1500 m2. Grunngreftri og girðingu er lokið. Byggt er úr forsteyptum einingum sem verk- taki lætur í té. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar- verkfræðings, Strandgötu 6 gegn 2000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtu- daginn 14. október n.k. kl. 11 f.h. Bæjarverkfræðingur. |ff | FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Lausar stöður Staða sálfræðings er laus til umsóknar. V2 starf. Staða forstöðumanns við dagheimilið Efri- hlíð er laus frá næstkomandi áramótum. Fóstrumenntun áskilin. Laun samkvæmt kjarasamningi borgarstarfsmanna. Umsókn- arfrestur er til 14. október. Umsóknir um stöðurnar sendist skrifstofu dagvistunar Fornhaga 8, en þar eru veittar nánari upplýsingar. Barnagæsla Tek börn í gæslu. Hef leyfi, bý í Árbæjar- hverfi. Upplýsingar í síma 86951. Haloarljörður • Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garöabæ Önnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 Allur akstur krefst varkárni Ytum ekki barnavagni á undan okkur við aðstæður sem þessar yU^ERÐAB Lögfræðlnga- félagið efnir til málþings Lögfræðingafélag íslands hefur nú um nokkurra ára skeið efnt til málþings á hausti hverju um ýmis lögfræðileg álitaefni, er ofarlega hafa verið á baugi hverju sinni eða haft hafa sérstaka þýðingu fyrir lögfræðinga í störfum þeirra. Málþing þessi hafa að jafnaði verið haldin utan Reykjavíkur og þótt vel takast. Laugardaginn 2. október n.k. efnir Lögfræðingafélagið til mál- þings um bótaábyrgð sjálfstætt starfandi háskólamanna. Verður málþingið haldið að Fólkvangi á Kjaiarnesi og hefst kl. 9:45. Um- ræðustjóri á málþinginu verður prófessor Sigurður Líndal. Á málþinginu munu eftirtaldir flytja erindi: 1) Benedikt Sigurjónsson, fyrr- verandi hæstaréttardómari, flytur erindi um ábyrgð lögmanna. 2) Logi Guðbrandsson, hrl., flytur erindi um ábyrgð lækna. 3) Othar Örn Petersen, hrl., flytur erindi um ábyrgð ráðgefandi verk- fræðinga, tæknifræðinga og arki- tekta. 4) Ragnar Aðalsteinsson, hrl., flytur erindi um ábyrgðartrygg- ingar sjálfstætt starfandi háskóla- manna. I lok málþingsins mun prófessor Arnljótur Björnsson ræða helstu niðurstöður framangreindra er- inda. Kattavina- félagiö fékk stóra lóð Á fundi borgarráðs s.l. þriðju- dag var Kattavinafélaginu úthlutað 1900 fermetra lóð í Ártúnsholti. Sigurjón Pétursson sat hjá við af- greiðslu málsins. Kattavinafélagið hyggst reisa á lóðinni vist- og hjúkrunarheimili fyrir ketti. Á sama fundi var lóð Dýraspítalans við Elliðaár stækkuð. Samkoma aö Úlfljóts- vatni Nú stendur fyrir dyrum sam- koma að Úlfljótsvatni þar sem hin- ir svokölluðu Gilwellskátar munu koma saman til endurfunda. Er þetta samkoma þeirra sem lokið hafa hinni alþjóðleguGilwell-þjálf- un, sem er veigamikill þáttur í starfi skátahreyfingarinnar um víða veröld. Auk þess sem skátar koma santan og rifja upp gamlar minningar verður sérstaklega fjall- að um Ölfljótsvatn og framtíð þess, einkum þátt Gilwelld-skáta í vexti og viðgangi staðarins. Mjög mikilvægt er, að allir þeir sem sótt hafa Gilwellnámskeið komi að Úlfljótsvatni 2. október. Dagskrá hefst kl. 17.00 með helgi- stund í Úlfljótsvatnskirkju og tal- ar þá Jónas B. Jónsson fyrrum skátahöfðingi. Verðbætur á innlán hækka úr 3% í 3,7% Seðlabankinn hefur ákveðið að frá og með 1. október skuli verð- bætur af verðtryggðum innláns- reikningum hækkaðar úr 3% í 3.75%. Þetta þýðir að verðbætur á heilu ári af innlánsreikningum sem eru verðtryggðir, verða 55,5% í stað 42.6% eins og verið hefur.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.