Þjóðviljinn - 02.10.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.10.1982, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN ; Helgin 2.-3. október 1982 Amsterdamferð með Arnarflugi í verðlaun Hér kemur fyrsti hluti nýrrar getraunar sem verður á hverjum sunnudegi og verða glæsi- legir vinningar í boði í hverjum mánuði. Getr- aunin er með því sniði að spurt verður úr fréttum Þjóðviljans undanfarna daga. Þeir sem hyggjast senda svör til blaðsins verða að safna saman svörunum alla sunnudaga í hverjum mánuði og senda þau til blaðsins í mánaðarlok, merkt: Þjóðviljinn, Síðumúla 6, áskrifendagetraun. Dregið verður úr réttum svörum í októbermánuði og verður vinnin- gurinn FERÐ TIL AMSTERDAM MEÐ ARN- ARFLUGI. Tekið skal fram að getraunin er aðeins fyrir áskrifendur. a Beljavski b Kasparov c Tal Beljavski Kasparov Tal Nylega er lokið millisvæðaskákmóti í Moskvu. Hver varð efstur á mótinu? Áslaug Brynjólfsdóttir Bessí Jóhannsdóttir Sigurjón Fjeldsted Áslaug Bessí Sigurjón Menntamálaráðherra skipaði í vikunni nýjan fræðslustjóra í Reykjavík. Hver er hann? fóstrur sem vinna hjá Reykjavíkurborg starfsmenn virkjunarframkvæmda í Tungnaársvæðinu yfirmenn á kaupskipum Voruþaðfóstrur.. eðavirkjunarmenn.. eðakannskiyfirmenná kaupskipum Löngu verkfalli lauk í vikunni. Hverjir háðu það? Samþykkt var vantrausttillaga á Michael Foot Flægri menn innan flokksins gengu út í fússi og sögðu skilið viðhann T rotskíistar voru reknir úr flokknum Hvað gekk á í breska Verkamannaflokknum? Ársfundur breska Verkamannaflokksins var hald- inn fyrir skömmu. Þar urðu sviptingar? 'mrrrrr rrrrrtrrr rrrrrrrrrj Frá Hafnarfirði að seljahlutsinní fiskmjölsverksmiðjunni Lýsi og mjöl að sekta hvern þann sem segir Hafnarfjarðarbrandara innan lögsagnarumdæmisins að kaupa verksmiðjutogara fyrirBæjarútgerð Hafnarfjarðar Meiri hluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur tekið eftirfarandi ákvörðun: Samkeppni um bestu lygasöguna Það er gömul íþrótt á íslandi að segja lygasögur og nú hyggst Þjóðviljinn efna til samkeppni um það hver getur sagt bestu lygasög- una. Ætlunin cr að birta aðsend- ar lygasögur í hverju Sunnudags- blaði á næstunni og í lok mána- ðarins verður útnefndur LVGA- LAUPUR MÁNAÐARINS. Best vaeri að sögurnar væru sem styst- ar, ekki lengri en eitt til tvö vélrit- uð blöð. Þær geta verið birtar hvort sem er undir fullu nafni eða dulnefni en engar sögur verða þó birtar nema höfundar láti nafn sitt fylgja með. Jæja, góðir ís- lendingar, setjist nú niður og segið eina góða. Sendið hana til Þjóðviljans, Síðumúla 6, merkt c/ o Guðjón Friðriksson, trúnaðar- mál. Til gamans cr hér í upphafi birt ein af sögum mesta lygalaups allra ííma, nefnilcga Munch- hausens baróns. Sagan af snjónum og kirkjuturninum Einu sinni ferðaðist ég frá Rómaborg til Rússlands. Ég hélt af stað um hávetur, af því að ég vissi, að frost og snjór bættu mjög vegina, sem öllum ferðamönnum bar saman um, að væru sérstak- lega vondir um norðurhluta Þýskalands, Pólland, Kúrland og Lífland. Ég vildi ferðast mér sem allra þægilegast og fór ríðandi. Nú lenti ég í nótt í myrkri. Ekkert þorp sá ég; allt landið var snævi þakið og ég ókunnugur veg- unum. Ég var orðinn þreyttur og steig af baki og tyllti hestinum við eitthvað, sem stóð upp úr snjón- um og líktist uppmjóum trjá- toppi. Til vonar og vara stakk ég skammbyssunum mínum í hand- arkrika minn og lagðist svo niður í snjóinn, og sofnaðist mér þar svo vært, að ég opnaði ekki augu fyrri en kominn var glaðbjartur dagur. Það er enginn hægðar- leikur að hugsa sér það, hvernig mér varð við, þegar ég sá, að ég var þá inni í miðju þorpi og lá þar í kirkjugarðinum. Hestinn minn sá ég hvergi, en iitlu síðar heyrði ég hann hneggja einhvers staðar uppi yfir mér, og þegar ég leit upp í loftið, sá ég hvar hann hékk á beislistaumunum við vindhanann á kirkjuturninum. Nú skildi ég hvernig á öllu lá. Það hafði verið fennt yfir þorpið um nóttina; hann hafði allt í einu skipt um áttir og gert hláku, og ég hafði sigið þarna niður sofandi hægt og hægt eftir því sem snjórinn þiðn- aði, og það sem ég hafði haldið í myrkrinu um nóttina, að væri toppurinn á trjárenglu, sem stæði upp úr snjónum hafði reyndar verið vindahaninn á turninum. Ég var nú ekki lengi að hugsa mig um. Ég greip aðra skamm- byssuna og skaut sundur beislis- tauminn og náði hestinum niður og hélt svo áfram ferðinni. Svör við spurningaleik 12 Rétt svör við spurningaleik 12 fara hér á eftir en nafn þess sem verðlaunin hlýtur birtist ekki fyrr en að viku: 1. Hjalti Kristgeirsson hag- fræðingur er föðurbróðir Olafs Ragnars Grímssonar alþingismanns. 2. Níels Dungal og Sveinn Val- fells voru systrasynir. 3. Einar Benediktsson gaf út fyrsta dagblað á Islandi. Það hét Dagskrá. 4. 5 vindstig á máli veðurfræð- inga eru kölluð kaldi. 5. Klausturhólar í Grímsnesi eru kallaðir svo vegna þess að Viðeyjarklaustur átti þá á miðöldum. 6. Thailand var ekki dönsk ný- lenda. Hinar fullyrðingarnar voru réttar. 7. þetta var upphafserindið úr Arnljóti gellini eftir Grím Thomsen en því miður var reyndar fyrsta Ijóðlínan mis- rituð. Hún átti að vera „lausamjöll á skógi skefur” en ekki Lausamjöll í skógi sefur. 8. Kvikmyndaleikkonan Maureen O’Sullivan var móðir Miu Farrow. 9. Málverkið var eftir Miro. 10. Myndin var tekin í Kaup- mannahöfn. Verðlaunin Verðlaun fyrir spurningaleik 11 hlaut Jóna Eggertsdóttir, Dunhaga 20, Reykjavík og eru þau Kona sjómannsins og aðrar sögur eftir Tryggva Emilsson. Þess skal getið að í síðasta Sunnu- dagsblaði voru birt svör við spurningaleik 11 og þar var talið að Merkúr væri minnsta plánet- an. Örnólfur Thoriacius hringdi og sagði að skv. nýjustu mæling- um væri Plútó nú talinn minnsta plánetan og er réttara að hafa það er sannara reynist.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.