Þjóðviljinn - 02.10.1982, Blaðsíða 30
30 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 2.-3. október 1982
Ráðsteina um
öldrunarmál
í gær hófst í salarkynnum fjármálaráðuneytisins, að Borgartúni 6,
námsstcfna um öldrunarmál, sem hin þingkjörna Áanefnd stcndur fyrir
ásamt Öldrunarráði íslands. Námsstefnan kemur í kjölfar aðalfundar
Félags stjórnenda í öldrunarþjónustu sem haldinn var síðastliðinn fimm-
tudag.
Þessari tveggja daga ráðstefnu
lýkur í dag, og eru fjölmörg mál á
dagskrá. Igærflutti Lýður Björns-
son erindi um þróun íslenskra öldr-
unarmála, dr. Jón S. Sigurjónsson
flutti erindi um tryggingarmál aldr-
aðra, Guðjón Magnússon að-
stoðarlandlæknir ræddi um dagvi-
stunarmál aldraðra, Sveinn Ragn-
arsson flutti erindi um samhæfingu
og stjórnun öldrunarþjónustu og
Dögg Pálsdóttir fulltrúi í heilbrigð-
isráðuneytinu ræddi um gildandi
löggjöf um öldrunarmál og kynnti
frumvarp til laga um málefni aldr-
aðra. Að lokum flutti Paul Bert-
hold ráðgjafi danskra stjórnenda í
öldrunarþjónustu stutt ávarp þar
sem hann ræddi stjórn öldrunar-
mála.
í dag heldur ráðstefnan áfram og
þar munu taka til máls Jörgen Buch
ritstjóri, en hann ræðir um fjöl-
miðla og aldraða. Jan Helander
flytur tvö erindi um andlega
umönnun í heimahúsum og á
stofnunum auk þess sem hann
mun í máli sínu leita svara við
þeirri spurningu hvar þörfin sé
mest í öldrunarmálum og að lok;-
um mun Pétur Sigurðsson tala
Poul Berthold, ráðgjafi danskra
stjórnenda í öldrunarþjónustu í
ræðustól í gær. Námstefna um öld-
runarmál hófst þá að Borgartúni 6.
Henni lýkur í dag. Ljósm. -eik-.
um Öldrunarráðstefnuna í Vínar-
borg. Að loknum almennum
umræðum verður móttaka fyrir
þátttakendur í námsstefnunni hjá
félagsmálaráðherra Svavari i
Gestssyni. -hól.
Útvarpslaganefndin:
Afnám einkaréttar
Afnám einkaréttar ríkisútvarpsins á scndingum sjónvarps og hljóðvarps
er í nefndaráliti útvarpslaganefndar sem skilaði áliti í gær.
I álitsgerðinni er að finna drög
að frumvarpi sem ráöherra leggur
trúlega fyrir alþingi í vetur. Sam-
kvæmt þessum drögum verður sér
stö'k nefnd sett á laggirnar til að
veita útvarpsstöðvum leyfi og hafa
eftirlit með framkvæmd laganna.
Samkvæmt drögunum verða
Ótrúlega hagstæðir
greiðsluskilmálar
.20%
Allt niður
útborgun
og eftirstöðvar allt að
C mánuðum
• FLÍSAR • HREINLÆTISTÆKI •
• BLÖNDUNARTÆKI • BAÐHENGI •
• BAÐTEPPI • BAÐMOTTUR
• MÁLNINGARVÖRUR • VERKFÆRI •
• HARÐVIDUR • SPÓNN •
• SPÓNAPLÖTUR • GRINDAREFNI
• VIÐARÞILJUR •
• PARKETT • PANELL • EINANGRUN
• ÞAKJÁRN I* ÞAKRENNUR •
• SAUMUR • RÖR • FITTINGS O.FL., O.FL.
1
01
ID
OPIÐ
mánudaga — fimmtudaga kl. 8—18.
Föstudaga kl. 8—19. Laugardaga 9—12.
IU
Hringbraut 120 — sími 28600
(aðkeyrsla frá Sólvallagötu).
1
10
leyfðar auglýsingar í þráðlausum
sendingum (hljóðvarps og sjón
varps) en ekki í kapalútsendingum.
Tekið er fram í álitinu að ríkisút-
varpið haldi sínum tekjum þrátt
fyrir þetta. Sumir nefndarmanna
munu hafa talið alltof langt gengið
með þessu nefndaráliti.
V erkf all
mjólkur-
fræðinga
9. október
Mjólkurfræðingar hafa boðað
verkfall frá og með 9, október n.k.
og mun það gilda um land allt.
í fyrradag héldu mjólkurfræð-
ingar félagsfund þar sem ASÍ-
samkomulagið frá í sumár var fellt
og ákveðið að boða til verkfalls
eins og áður sagði. Höfðu þá verið
haldnir tveir samningafundir hjá
ríkissáttasemjara án árangurs.
Næsti fundur í deilunni verður
kl. 15 á mánudag.
-v.
Sigríður
Friðríks-
dóttir
látin
Sigríður Friðriksdóttir, verka-
kona, lést 30. september s.l. að
Hrafnistu í Reykjavík á 97. aldurs-
ári.
Sigríður var Húnvetningur að
ætt, fædd á Þorgrímsstöðum á
Vatnsnesi 12. mars 1886. Hún
fluttist til Reykjavíkur á þrítugs-
aldri og var ein af stofnendum
Þvottakvennafélagsins Freyju og
gjaldkeri þess um árabil. Sigríður
sat mörg þing Alþýðusambands ís-
lands sem fulltrúi verkakvenna í
Reykjavík. Hún var áhugasamur
liðsmaður í stjórnmálahreyfingu ís-
lenskra sósíalista. allt til hinsta
dags.
Fullyrðingar Morgunblaðsins hraktar:
Alls engin
elgnaupptaka
segir Gunnar Rafn Sigurbjörnsson
í félagsmálaráðuneytinu
Hér er ekki um neinskonar eignaupptöku að ræða, sagði Gunnar Rafn
Sigurbjörnsson fulltrúi í félagsmálaráðuneytinu aðspurður um frétt í
Morgunblaðinu í gær þess efnis að þrjár sjálfseignarstofnanir (Sólheimar í
Grímsnesi, Sólborg á Akureyri og Skálatúnsheimilið í Mosfellssveit) verði
lagðar undir ríkið. Hér er ekki um annað að ræða en það, sagði Gunnar að
lagt er til að þessar stofnanir, sem fjármagnaðar hafa verið af ríkinu með
daggjaldakerfi, verði fjármagnaðar með öðrum hætti í gegnum fjárlög
beint.
Félagsmálaráðhera hefur að
fengnu áliti nefndar og í ljósi
reynslunnar lagt til að þessar stofn-
anir verði teknar inn á fjárlög. Síð-
an er alþingis að fjalla um það mál
samkvæmt venju. í þessari tillögu
felst ekki neins konar önnur breyt-
ing en um fjármögnun. Þær verða
áfram sjálfseignarstofnanir með
sömu stjórnun o.s.frv.
Ástæða þessarar tillögu er m.a.
sú , að nokkrar stofnanir sem tekn-
ar hafa verið af daggjaldakerfinu
og færðar inn á fjárlög hafa 'sýnt
mun betri útkomu en áður, sem
þýðir að kostnaðarhækkanir verða
minni en ella. Þetta hefurt.d. kom-
ið í ljós í sambandi við Landsspít-
alann. Það gefur auga leið að auð-
veldara er að halda uppi aðhaldi og
eftirliti hjá slíkum stofnunum held-
ur en þeim sem hafa daggjaldakerf-
ið. En ég vil undirstrika það að
ekki er um neina eignaupptöku að
ræða í þessu sambandi, sagði
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson full-
trúi í félagsmálaráðuneytinu að
lokum. —óg
íslensk strengjasveit i alþjóða keppni:
Hreppti f jórða sætið
íslenska strengjasvcitin frá Tónlistarskólanum í Reykjavík varð í 4 sæti í
alþjóðlegri keppni strengjasveita sem haldin er í Belgrad. Er þetta mjög
góður árangur, ekki síst þegar tekið er tillit til þess, að þctta var eina
nemcndahljómsveitin sem tók þátt í keppninni. Aðrar sveitir voru skipað-
ar atvinnuhljóðfæraleikurum, eftir því sem Hólmfríður Sigurjónsdóttir
hjá Tónlistarskólanum sagði í viðtali við blaðið í gær
Strengjasveitin fór utan 21.þ.m. sveit frá skólanum tekur þátt í
en í hópnum eru 11 nemendur auk keppni sem þessari, en meðlimir
stjórnandans, Mark Reedman. eru væntanlegir heim til fslands í
Þetta er í fyrsta sinn sem strengja- dag. þs
Myndlist
Framhald af bls. 3
furða þótt Helmtrud sé í tækni-
brögðum undir áhrifum annars
Svisslendings, málarans Paul
Klee. Líkt og hann notar hún fín-
gerð og næm handtök hins siðfág-
aða manns, til að framkalla
barnslegan og frumstæðan mynd-
heim, verk sem minna um margt
á lýsingar úr miðaldahandritum.
Sýningu Helmtrud Nyström
lýkur 3. október.
Halldór Runólfsson
Listasafn Einars
Það er margt fagurra verka í Listasafni Einars Jónssonar.
Nýverið tók gildi nýr opnunartími í Listasafni Einars Jónssonar,
og eru myndir Einars til sýnis tvo daga vikunnar, miðvikudaga og
sunnudaga frá kl. 13.30 til kl. 16.00. Á efstu hæð Listasafnsins við
Njarðargötu er íbúð listamannsins og konu hans, svo til óbreytt frá
I því er þau skildu við hana. Er íbúðin einnig til sýnis gestum.
Eru luktir
og glitmerki
í lagi á hjólinu
þínu?