Þjóðviljinn - 02.10.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 2.-3. október 1982
Vinir og kunningjar hvíslast á um ástandið.
Leikritiö Skilnaöureftir Kjartan
Ragnarsson veröur frumsýnt í lönó
á morgun, sunnudag. Blaöamanni
Þjóöviljans gafst kostur á að
fylgjast með einni æfingu i vikunni
og það veröur aö segjast eins og er
að hér er á feröinni verk sem er
ákaflega sterkt og magnað og
fjallar um vandamál sem er inni á
gafli hjáflestum íslendingum.
Sjálfurer Kjartan leikstjóri aö
verkinu og hann sagöi í samtali að
hann væri meö þessu verki aö
reyna aö búa til áleitna mynd af
nærtæku vandamáli. Leikritiö er
ekki fært upp á sviöinu í lönó
heldur er leikið á miöju gólfi og
áhorfendur sitja allt í kring.
Kjartan sagði að hann væri búinn að
fá nóg af gamja leiksviðinu í bili og því
vildi hann vinna til að breyta um form þó
að það kostaði það að færri áhorfendur
kæmust á hverja sýningu en húsið
tekur 55 færri með þessu móti.
Kjartan sagði að svona leiksvið byði
Uþþ á ákveðna tilfinníngu, hann væri að
færa upp leikrit sem fjallaði um ágengt
þema og hann reyndi vísvitandi að
brjóta niður öryggiskennd áhorfandans
um leið og hann gengi inn í salinn.
- Á þetta ieikrit þá aö vera eins konar
„shock effect"?
- Hugmyndin er ekkert meiri „shock
effect" en gerist í lífinu sjálfu. Skilnaði
fylgir ákveðið fótfestuleysi og óöryggi.
Leikritið Skilnaður fjallar um konu á
miðjum aldri sem stendur skyndilega
og óvænt frammi fyrir þvi eftir 20 ára
hjónaband að maðurinn hennar fer frá
henni til að búa með yngri konu. Það
lýsir viðbrögðum hennar og umhverfis-
ins og hvernig hún vinnur úr þessum
aðstæðum. Hún verður að lokum sjálf-
stæð - en kannski jafnframt einmana.
Að því er sþurt í leikritinu hvort sjálf-
stæði og einmanaleiki fari ekkí alltaf
saman.
Jafnframt sögu Kristínar og Árna fer
öðrum sögum fram. Stúlkan sem þrífur
hjá Kristínu, Baddí, býr með manni sem
drekkur og misþyrmir henni og dóttirin,
Sif, fer að heiman til að búa með öðrum
krökkum. Einnig kemur við sögu Sól-
borg, vinnufélagi Kristínar, sem leyst
hefur sín sambúöarmál með öörum
hætti en þeim að búa með karlmanni.
Þó aö sýningin sé raunsæ er upp-
færslan mjög stílfærð á köflum og er
brugðið upp ýmsum myndum með lát-
bragðsleik t.d. frá diskóteki og úr ferm-
ingarveislu. Þá er Ijósum og hljóðum
skemmtilega beitt. Effektar og tónlist
sem koma úr öllum áttum eru eftir Áskel
Másson en Daníel Vilhjálmsson sá um
lýsingu. Leikmyndin er eftir Steinþór
Sigurðsson.
Hjónin Kristínu og Árna leika þau
Guðrún Ásmundsdóttir og Jón Hjartar-
son. Sigrún Edda Björnsdóttir er í hlut-
verki dótturinnar, Sifjar. Valgerður Dan
og Aðalsteinn Bergdal leika hjónin,
Baddí og Odd, en Soffía Jakobsdóttir
fer með hlutverk Sólborgar.
Þetta nýjasta leikrit Kjartans Ragn-
arssonar á áreiðanlega eftir að vekja
mikla athygli, umtal og jafnvel deilur.
Þreytt, vonsvikin og rugiuð
Hversdagsleg mynd af venjulegri
konu.
Sif, dóttirin, fer ekki varhluta af
erfiðleikunum. Hana leikur Sigrún
Edda Björnsdóttir.
Á að grafa hana lifandi?
Oddur gefur Baddí, konu, sinni tiltal á heimili Kristínar. Valgerður Dan,
Aðalsteinn Bergdal og Guðrún Ásmundsdóttir.