Þjóðviljinn - 02.10.1982, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 2.-3. október 1982
Utboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í
eftirfarandi:
RARIK—82044. 132 kV Suðurlína, fors-
teyptar undirstööur svæöi O.
í verkinu felst framleiösla á forsteyptum
undirstööum og stagfestum ásamt flutningi á
þeim til birgöastööva.
Fjöldi eininga er 875, magn steypu 420 m3 og
járna 44 tonn.
Verkið er hluti af byggingu 132 kV línu frá
tengivirki við Hóla í Hornafirði aö tengivirki í
Sigöldu.
Verki skal Ijúka 1. apríl 1983.
Opnunardagur: Mánudagur 18. október
1982 kl. 14:00
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagn-
sveitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykja-
vík, fyrir opnunartíma og veröa þau opnuð aö
viöstöddum þeim bjóöendum er þess óska.
Útboösgögn verða seld á skrifstofu Raf-
magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105
Reykjavík, frá og meö mánudeginum 4. októ-
ber 1982, og kosta kr. 200 - hvert eintak.
Reykjavík 30. september 1982
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Minning:
Maren Petersen
Jónsson
Fœdd 16.9 1909. Dáin 27.9. 1982
Barnagæsla
Tek börn í gæslu. Hef leyfi, bý í Árbæjar-
hverfi. Upplýsingar í síma 86951.
Pinadoy! Ég held að þetta hafi
verið fyrsta færeyska orðið sem ég
heyrði. Ég nam það af vörum Mar-
enar Petersen, þeirrar margbrotnu
konu sem þessarfátæklegu kveðju-
setningar fjalla um.
Maren fæddist árið 1909 í Mikia-
dal á Kallsoy í Færeyjum. Foreldr-
ar hannar voru Poul Andreas Pet-
ersen, annálaður útvegsbóndi og
bátasmiður og Poulina Petersen
húsfreyja.
Foreldrar mínir sem bjuggu í
Pórshöfn á árunum 1933-45, hafa
sagt mér, að þau hafi fyrst séð til
Marenar á fjórða áratugnum en þá
var hún stofustúlka hjá þeim ágæta
heiðursmanni Thorstein Petersen,
bankastjóra Sjóvinnubankans.
Það vakti snemma furðu og
aðdáun bankastjórahjónanna hve
réttu hitastigi nýja vinnukonan hélt
á morguntei herra Petersens.
Anna, kona hans, kom eitt sinn að
máli við Maren og spurði hana
hvernig hún tempraði þennan
mæta drykk af slíkri snilld. Maren
horfði á frúna blíðhvössu augnaráð
i sínu og sagði: „Ég sting puttan-
um í bollann!“
Maren var nefnilega óhrædd við
að segja sannleikann. Lífið var í
hennar augum ekki jafnflókið og í
vitund margra, vegna þess að hún
WfffiHPæ
NÝKOMID
Hollensk eikarbordstofuhúsgögn í háum
gœdaflokki og ýmsir smáhlutir úr eik.
1*1 4W
■ ilfl Ír
1 35. SB
íl I f 4
OPIÐ:
Mánud.-miövikud. kl. 9-18.
Fimmtudaga 9-20.
Föstudaga 9-22.
Laugardaga 9-12.
Jón Loftsson hf.
nrv
i......................i
JT
ÍA
oauaTj-j-
*
HRINGBRAUT121 - SÍM110600
HÚSGAGNADEILD. SÍMI 28601
skildi hinar einföldu leikreglur
þess; annað hvort ertu heill í per-
sónu þinni eða ekki. Ég hef aldrei
fyrirhitt manneskju á þessari jörð
sem orð Shakespeares eiga betur
við er hann leggur Flamlet eftirfar-
andi setningu í munn: „To be or
not to be that is the question.“
Maren var, því hún skildi nauð-
syn þess að vera.
Nýverið tjáðu foreldrar mínir
mér að umræddur Thorstein Pet
ersen bankastjóri hafi verið ívið
ærukær maður sem ætlaðist til þess
að þjónustulið hans ávarpaði hann
„direktör Petersen." Maren, sem
fyrirleit yfirborðsmennsku, braut
ávallt þá reglu og nefndi hann alltaf
„Thorstein.“ Önnu, konu hans,
leist ekki á blikuna er fram liðu
tímar og sagði eitt sinn við Maren:
„Maren mín, þú mátt kalla mig
Önnu hvenær sem er, en þú verður
að kalla hann Thorstein minn „dir-
ektör Petersen", og sér í lagi í
mikilvægum veislum þar sem
metnir menn eru til staðar.“ Maren
horfði blíðhvössu augnráði á frúna
og sagði ekkert. Nokkru síðar var
haldið glæsilegt boð hjá banka-
stjórahjónunum. Maren bar fram
veitingar og um leið og hún rétti
direktörnum kampavínsglasið,
sagði hún: „Gjörðu svo vel Thor-
stein!” Hann hreytti lágt út úr sér:
„Ég heiti direktör Petersen!" Pá
gall í Maren yfir alla veisluna: „Pin-
adoy! Tú heytir Thorstein!"
Að loknu stríði fóru foreldrar
mínir aftur til íslands. Þremur
árum síðar eða vorið 1948 gekk
móðir mín með undirritaðan undir
belti og átti örfáar vikur eftir í fæð-
ingu. Hún kom að máli við fær-
eyska vinkonu sína, Agnesi Iver-
sen frá Kvivik og bað hana um að
útvega sér húshjálp þessar vikur.
Agnes sagðist þekkja gamla vin-
konu frá Færeyjum sem nýkomin
væri til íslands. Næsta dag stóð
Maren á stofugólfi foreldra minna
á Brávallagötunni og hófst þegar
handa við hússtörf. Ég kom í
heiminn í fyllingu tímans en Maren
tók slíku ástfóstri við föðurhús mín
upp frá þessu að hún flutti aldrei
framar út, í dýpstu merkingu þeirra
orða. Hún var þá trúlofuð Ragnari
Jónssyni bifvélavirkja sem fyrstur
manna k^nndi mér gildi sósíalism-
ans og sýndi mér síður Þjóðviljans
áður en ég var orðinn læs, hvað þá
farinn að fletta dagblöðum.
Þau giftust árið 1952, varð aldrei
barna auðið en bjuggu ætíð undir
þaki foreldra minna, ýmist uppi í
risi eða niðri í kjallara. Þau voru
því annað hvort upplyfting hússins
eða grundvöllur þess.
Maren vann sjálfstæða vinnu allt
sitt líf. Störf hennar voru margvís-
leg en lengst af var hún starfskona á
elliheimilinu Grund, og rækti þau
störf af skyldurækni og dugnaði.
Maren var eins ko'nar fóstra okk-
ar barnanna í húsinu og síðar meir
hef ég oftsinnis þakkað mínum
sæla að hafa kynnst slíkum persón-
uleika. Hún var ómenntuð alþýðu-
kona en dómgreind hennar sem
ávallt skildi hismið frá kjarnanum
var merkari en mörg sú háspeki
sem kennd er í æðri skólum. Með
framkomu sinni, hispurslausri,
frakkri og stoltri sýndi hún okkur
gildi sæmdar og reisnar en samtím-
is varð góðvild hennar, hjálpfýsi og
blíða okkur vegvísir að nauðsyn
mannúðar og ekki síst: húmorinn
hennar gerði það að verkum að ég
byrjaði að hlæja fyrr en ella og
sennilega lengur en hitt.
Maren, í líkingu við marga út-
lendinga, glataði tungu sinni, fær-
eyskunni, án þess að eignast ís-
lenskuna alfarið. Hún bjó til
tungumál sem var á mörkum
beggja málanna og sem gerði
talanda hennar sérstæðan og
heillandi.
Pinadoy! Þetta skemmtilega
blótsyrði hennar sem endurhljóm-
aði um alla ganga og tröppur húss-
ins okkar er nú aðeins fjarlægt
bergmál í huganum. Skammaryrði
sem þýddi pínu og dauða; nú er
pínu Marenar létt og dauðinn hefur
veitt henni lausn. Og skyndilega er
komið að kveðjustundu. Augun
hennar, sterk og stórbrotin, full
þori og gáska eru nú brostin. I þeim
fólst viska heimsins, afl hans og
gróandi.
Landi hennar, T.N. Djurhuus,
túlkar sólsetur sjáaldranna betur
en aðrir menn í ljóðinu „Jarðar-
eygað”:
J0rðin drýpur Iwvur niður,
dimmist longu milli heyga,
lágt í vestri letist aftur
troytt av degi jarðareygað.
Eina l0tu enn í havshrún
loga fjarar dreymalindir
undir tungum eygnahvarmi.
- dagsins síðstu, dýru myndir.
Men so evsti sólargeislin
undan eygnaloki dregur,
eygað fellur í, og jprðin
undir kvirrum stjðrnum svevur.
Ingólfur Margeirsson.
Blikkiðjan
Ásgarði 7, Garðabæ
Önnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SIMI 53468