Þjóðviljinn - 02.10.1982, Blaðsíða 27
Helgin 2.-3. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 27
um hclgina
Akureyri:
Stofnfundur félags aldraðra
Biskup ogforseti flytja ávörp
Stofnfundur Félags aldraðra á Akurcyri verður haldinn næstkom-
andi sunnudag klukkan þrjú í Sjálfstæðishúsinu að viðstöddum forseta
Islands Vigdísi Finnbogadóttur og Pétri Sigurgeirssyni biskup. Þau
flytja einnig ávörp á fundinum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Sigríði Stefánsdóttur formanni
Félagsmálaráðs á Akureyri mun
verða haldin framsaga af ein-
hverjum úr undirbúningshóp að
stofnun félagsins. Karl Jónatans-
son mun þenja harmonikku og
Kristján frá Djúpalæk mun flytja
bundið og óbundið nrál, auk
þess sem fleira verður til skemmt
unar.
Sigríður Stefánsdóttir sagði, að
félagsmálaráð hefði viljað standa
að einhverju verkefni í tilefni árs
aldraðra sem skilaði varanlegum
árangri. Hefði ráðið haft for-
göngu um að fullorðið fólk kæmi
Eldri Eyfirðingum á Reykja-
víkursvæðinu er sérstaklega
boðið og er þess vænst að sem
allra flestir Eyfirðingar þiggi boð
félagsins að þessu sinni eins og
Frummælendur eru Guð-
mundur Sigurðsson frá Verðlags-
stofnun og Árni Árnason frá
Verslunarráði íslands. Að því
loknu verður tekið fyrir vísitölu-
kerfið og áhrif þess á stöðu
kaupenda og seljanda. Jónas
Bjarnason verkfræðingur og Jó-
hannes Siggeirsson hagfræðingur
Þetta er annað erindið í röð um
umhverfismál sem Verkfræði- og
raunvísindadeild HÍ gengst fyrir.
Átta næstu erindi verða flutt á
sama stað og tíma á mánudögum
frani í lok nóvember. Aðrir fyrir-
lesarar verða: Unnsteinn Stef-
ánsson, prófessor í haffræði, Jak-
ob Jakobsson, fiskifræðingur,
hópurinn komist að þeirri niður-
stöðu að nauðsynlegt væri að
stöfna samtök til að auðvelda fé-
Iagslíf og annað sem þyrfti að
hrinda í framkvæmd.
Hópurinn fékk rn.a. fornrann
samtaka aldraðra í Reykjavík til
fundar við sig. Félagar í nýja fé-
laginu verða þeir sem eru sex-
tugir og eldri. Félag aldraðra
verður hagsmunafélag, unrsagn-
araðili, stendur fyrir félagslífi,
auk þess sem hugmyndir eru uppi
um stærri verkefni, jafnvel bygg-
ingar. Sigríður sagði að mikill
hugur væri í fólki nyrðra vegna
þessarar félagsstofnunar og verk-
efna sem biðu úrlausnar.
- óg
ætíð áður.
Eins og venjulega verður op-
inn basar þar sem margvíslegir
hlutir verða til sölu.
ASI eru frummælendur um þau
mál. Að loknu verður fjallað um
matvælaeftirlit, verðlagningu og
framboð. Jón Óttar Ragnarsson
dósent og Þórhallur Halldórsson
Hollustuvernd ríkisins hafa fram-
sögu um þau mál. Ráðstefnan
sem haldin er á Hótel Borgar-
nesi, er öllum opin. - óg
Arnþór Garðarsson, prófessor í
líffræði, Jakob Björnsson, orku-
málastjóri, Ingvi Þorsteinsson,
MS, Þorleifur Einarsson, pró-
fessor í jarðfræði, Árni Reynis-
son, fyrrverandi framkvæma-
stjóri Náttúruverndarráðs og
Einar B. Pálsson, prófessor í
byggingarverkfræði.
Kamalakanta
ífyrirlestraferð víða
um landið:
Jóga og
hugleiðsla
Jógakennarinn Ac. Kamalakanta
Brc. ernýkominn til landsins í boði
Amanda Marga hreyfingarinnar en
hér mun hann halda nokkra fyrir-
lestra víða um land og kenna
þcim sem óska hugleiðslu.
Fyrsti fyrirlestur jógans var á
Akureyri sl. fimmtudagskvöld en
n.k. þriðjudagskvöld heldur
hann fyrirlestur í Reykjavík, Að-
alstræti 16, 2. hæð og hefst fyrir-
lesturinn kl. 20:30.
Á miðvikudag verður Kamal-
akanta á ferðí Keflavík og heldur
fyrirlestur í Félagsheimilinu Vík
kl. 20:00. Á fimmtudag heldur
hann síðan fyrirlestra á Selfossi
og Stokkseyri. Á Hótel Selfossi
verður hann kl. 20:30 en kl. :7:00
í Félagsheimilinu á Stokkseyri.
Fyrirlestrarnir og kennsla er
ókeypis og allir velkomnir.
Útimarkaður
og fjor við
Fellaskólann
í dag kl. 13 efnir Nemenda-
félag Fellaskólans í Breiðholti til
flóa ntarkaðar, kaffisölu og
skemmtunar í og við skólann
og stcndur markaðurinn
fram til kl. 19.
Hefst húlllumhæið með skrúð-
göngu um hverfið að skólanum,
þar sem tjaldi útimarkaðarins á
Lækjartorgi verður komið fyrir.
Þar verður fjöldi eigulegra muna
á boðstólum fyrir gjafverð.
Skólinn sjálfur verður lika undir-
lagður og Fellahellir opinn. Þá
mun Alþýðuleikhúsið sýna „Súr-
mjólk með sultu" og ekki sakar
að geta þess að kaffiþorstanum
verður svalað.
Norræna húsið
Málari frá
Álandseyjum
í dag laugardaginn 2. október,
kl. 15 verður í Norræna húsinu
opnuð yfirlitssýning á vcrkum
áíenska málarans Guy Frisk. Á
sýningunni eru 95 verk, olíumál-
verk, vatnslitamyndir, teikningar
og vcrk unnin með blandaðri
tækni. Nýskipaður sendihcrra
Finnlands á íslandi, Martin Is-
aksson, scm er frá Álandscyjum,
flytur ávarp við opnunina.
Guy Frisk kom hingað til lands
fyrir ári og setti þá upp sýningu á
samtímalist frá Álandseyjum í
Norræna húsinu. Hann er fæddur
1943 og stundaði nám við Listiðn-
aðarskólann og Listaakademíuna
í Helsingfors. Hann hefur rekið
eigin sýningarsal á Lumparlandi
frá 1980.
Sýningin verður opin daglega
frá kl. 14-19 fram til 17. október.
saman til að fjalla sjálft um það
sem væri hægt að gera. Hefði
Eldri Eyfirðingar:
Kaffiboð á Hótel Sögu
EyFirðingafélagið í Reykjavík hefur vetrarstarfið með kaffisam-
komu á Hótcl Sögu, Súlnasal, nú á sunnudag kl. 1:30.
Neytendasamtökin með ráðstefnu:
Vísitala og verðlag rædd
á laugardag í Borgarnesi
Á laugardaginn verður í Borgarnesi ráðstefna á vegum Neytcnda-
samtakanna undir heitinu vísitala og verðlag. Ráðstefnan hefst kl.
11:00 og lýkur um kl. 18:00 sama dag. Fjallað verður um hvernig
vöruverð er niyndað og hvernig má lækka það.
Erindi um vistfrœði
Næstkomandi mánudag 4. október heldur Agnar Ingólfsson, prófess-
or í vistfræði fyrirlestur um „Ýmis undirstöðuatriði í vistfræði“. Fyrir-
lesturinn sem er öllum opinn hefst kl. 17:15 í stofu 158 í húsi Verkfræði-
og raunvísindadeildar Háskólans, Hjarðarhaga 2-6.
Hassið í Austurbœjarbíó
Ærslaleikur Dario Fo „Hassið hennar mömmu“, flyst nú um helgina
inn í Austurbæjarbíó og verður leikurinn sýndur þar á miðnætursýn-
ingu. Sýningunni var mjög vel tekið í Iðnó í fyrra og aðsókn svo mikil að
flytja verður verkið í stærra húsnæði.
Eins og nafnið bendir til koma
fiknilyf mjög við sögu í verkinu
og er blandað saman gríni og al-
vöru á þann hátt sem Dario Fo er
einum lagið. I hlutverkunum eru
Gísli Halldórsson, Margrét Ól-
afsdóttir, Kjartan Ragnarsson,
Emil G. Guðmundsson, Aðal-
steiún. Bergdal, Ragnheiður
Steindórsdóttir, Guðmundur
Pálsson, en leikstjóri er Jón Sig-
urðsson og leikmynd gerir Jón
Þórisson.
Fyrsta sýningin er í Austurbæj
arbíó í kvöld laugardagskvöld
kl. 11.30.
Fyrsta einkasýning
Þorvaldar
Þorsteinssonar:
Teikningar
og vatnslita-
myndir
í dag, laugardaginn 2. október,
opnar ungur Akurcyringur,
Þorvaldur Þorsteinsson, sýningu
á verkum sínum í Listsýninga-
salnum Glerárgötu 34 á Akur-
eyri. Á sýningunni verða 50
vatnslitamyndir og tcikningar
flestar unnar á þcssu ári.
Þorvaldur hefur lengi lagt
stund á myndlist, cinkum
teikningar og hefur notið þar
handleiðslu kennara við Mynd-
listaskólann á Akureyri, þar sem
hann sótti námskeið í fjögur ár.
Leirlist i Listmunahúsinu
í Listmunahúsinu, Lækjargötu 2, verður í dag opnuð sýning Kol-
brúnar S. Kjarval. Á sýningunni eru um hundrað leirmunir en þetta er
sölusýning sem opin verður fram til 24. október. Listmunahúsið er
opið á virkum dögum frá 10 - 18, um helgar kl. 14 - 18 en lokað á
mánudögum.
Jónas sýnir á Akranesi
Jónas Guðmundsson, opnar
málverkasýningu í Bókasafninu á
Akranesi í dag laugardag 1. októ-
ber kl. 16.0. Á sýningunni eru
rúmlega 30 myndir, málaðar á
þessu og seinasta ári. Eru við
fangsefnin sjósókn, atvinnulíf
•og þorpið.
Sýningin verður opin í 10 daga.
Sýningatími um helgar er frá
14.00-22.00 en á virkum dögum á
venjulegum safntíma.
Grafíksýning framlengd
Grafiksýning Helmtrud Nyström í anddyri Norræna hússins hefur
verið framlengd til 7. október.
„Búum til óperu”
í dag, laugardag 2. október, verður frumsýndur í Gamla bíói söng-
lcikurinn „Búum til óperu“ og verður önnur sýning á morgun á sama
tíma. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir og hljómsveitarstjóri er Jón
Stcfánsson.
Efni óperunnar er sótt í tvö kvæði enska skáldsins Williams Blake
um lítinn sótarastrák. Fyrri þáttur leiksins lýsir þvíþegar hópur barna
og fullorðinna setur saman óperu en í síðari þættinum er óperan síðan
flutt undir heitinu „Litli sótarinn". Tónlist er eftir Benjamin Britten en
Eric Crozier samdi textann sem Tómas Guðmundsson skáld þýddi á
íslensku. 12 leikarar og söngvarar koma fram í óperunni, 5 fullorðnir
og 7 börn.
„Bið“ heitir þessi tússmynd efitir
Þorvald.
Þetta er fyrsta einkasýning hans,
en hann hefur tekið þátt í nokk-
rum samsýningum á Norður-
landi.
Sýningin verður opin til 10.
október frá kl. 20.00-22.00 alla
virka daga en kl. 15.00-22.00 um
helgar.