Þjóðviljinn - 02.10.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.10.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 2.-3. október 1982 Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. AuStysingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Viðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Pökkun: Anney 8. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavik, sími 8 13 33 Umbrot óg setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. ritstjórnargrcin úr almanakínu Engin sunnudagsferð fram- undan, segir Svavar Gestsson. Kynþáttahatur i Evrópu og mesta skattahækkun i Banda- rikjunum á friðartimum. Neyöarástand ríkir sunnan Shara og rikisstjórnin ákveður að verja 10 miljónum króna til að fækka islensku sauðfé. En hún Helga litla hélt áfram að dafna og var von bráðar komin heim. Þá var að mörgu að hyggja: kaupa bleyjur og nær- ' föt, útbúa vöggu, útvega bað- kar, kaupa smyrsl og hrein- lætisvörur og það sem var mikilvægast af öllu, gefa mæðg- unum ró og næði þannig aö brjóstagjöfin gengi vel. Herfor- ingjastjórin i Chile hefur komið þriðjungi vinnufærra manna á vergang og NATO hefur komið fyrir eiturvopnabirgðum i | Þýskalandi er nægja til þess að tortima allri þýsku þjóðinni. Sjöundi hver vinnufær maöur i Bretlandi gengur atvinnulaus og 30—40% allra ungmenna á aldrinum 18—25 ára ganga at- vinnulaus i löndum Efnahags- bandalagsins. Og þá fór Helga litla loksins að ókyrrast. Það er loft i mag- anum, sögðu ömmurnar, sem ekki máttu sjá af litla auga- steininum. Fátt er erfiðara en að halda á litlu ómálga barni sem engist af kvölum, hristist og skelfur i verstu gráthviö- unum. Allir voru tilbúnir að gefa ráð: — Gefðu henni létta sveiflu yfir öxlina, sagði félagi Óskar. Nuddaðu á henni bakið, sagði ein vinkonan. Legðu hana á magann yfir hnén og gefðu henni bank i bakið,sagði önnur. Nuddaöu á henni magann sagöi sú þriðja. Allt voru þetta góð ráð og vel meint, en fátt virtist þó koma að gagni. Lifið snérist nú um aö koma svolitlum ropa upp úr þessum litla búk. Allt annað varð að vikja, jafnvel heims- fréttirnar. Hvers vegna er ekki skrifað um svona vandamál I blaðið? hugsaði ég og sá fyrir mér fyrirsögnina: Vandinn að láta brjóstabörn ropa. Eða var þetta kannski þarmastifla? Hún hafði ekki gert á sig i heila viku. Af hverju fékk hún þessar litlu bólur á kinnarnar? Af hverju voru hægöirnar ýmist gular eöa grænar þegar þær loksins komu? Mátti gefa henni þurr- mjólkurbland með brjóstagjöf- inni? Og ef svo var, hvað mátti hún fá mikið? Hvers vegna minnkaöi mjólkin i brjóst- unum? Og svo skrifaði ég um barna- morðin i Beirut. Þau fylltu mig heift sem ég reyndi að bæla niður. Ég fór ekki á Austurvöll til þess að drúpa höfði með biskupnum. Ég hefði heldur kosið að standa i heitingum viö almættiö eins og Bólu-Hjálmar. En jafnvel heiftin stafar af van- máttarkennd, og einmitt það gerir hana óþolandi. Greiðsluþrot þróunarrikjanna gagnvart alþjóðlegum lána- stofnunum ógnar hinu alþjóð- lega peningakerfi og kippir grundvellinum undan lánsfjár- markaðnum. Kinverjar eru orðnir 1070 miljónir. Og Helga litla er tekin að hressast á nýjan leik. Okkur hefur tekist að skilja betur þarfir hennar. Hvað verður annars i erlendu frétt- unum á morgun? Á síðasta ári nam lán frá Byggingarsjóði ríkisins 32,7% af byggingarkostnaði vísitöluíbúðarinnar og hefur það lánshlutfall aldrei verið hærra. Þetta lánshlutfall mun haldast óbreytt í ár. Sé hins vegar miðað við mjög stórar íbúðir þá er lánshlutfallið auðvit- að lægra og þannig hefur það alltaf verið. • Heildarupphæð íbúðalána frá opinberum sjóðum, lífeyrissjóð- um og bönkum er talin hafa hækkað um 16% að raungildi á síðasta ári og samtals um yfir 20% á síðustu tveimur árum. • Langstærst er þó það átak sem gert hefur verið í sambandi við verkamannabústaðina, en frá því hin nýju lög um verkamanna- bústaði tóku gildi fyrir hálfu öðru ári hefur verið byrjað á um 600 nýjum verkamannabústöðum, en til þeirra er nú lánað 90% af byggingarkostnaði og til mun lengri tíma en almennt gerist. Þess- ara kjara nýtur það fólk. sem lágaj hefur tekjur og á því erfitt með að ráða fram úr sínum húsnæðismálum á almennum markaði. Verkamannabústaðakerfið þarf að efla enn frekar, og að því er stefnt, að á þess vegum verði um þriðjungur íbúðabygginga í landinu. • A síðasta ári var lánað úr Byggingarsjóði ríkisins til nær 2.200 eldri íbúða, þrisvar sinnum fleiri slík lán heldur en fimm árum fyrr. • Svona mætti halda áfram að telja upp, en auðvitað fer því samt fjarri að allur vandi hafi verið leystur á þessu mikilvæga sviði. • Breytt vaxtastefna hefur valdið því, að nú verða menn að greiða þau lán til baka að fullu sem tekin hafa verið en fá þau ekki niðurgreidd. Þetta kallar á enn meira fjármagn til húsnæðismál- anna svo hægt verði að lengja lánstíma almennu lánanna, auka þau og efla verkamannabústaðakerfið. • Skyldusparnaður á hæstu tekjur til að tryggja nokkurt fjármagn í þessu skyni ætti að vera sjálfsagt mál, en því miður hafa tillögur Alþýðubandalagsins í þeim efnum enn ekki náð fram að ganga. • Hér skal að lokum minnt á þá tillögu Alþýðubandalagsins frá umræðunum um efnahagsráðstafanir í ágústmánuði s.l. að greiðslur af verðtryggðum lánum fylgi kaupgjaldsvísitölu í stað hinnar svonefndu lánskjaravísitölu, þannig að tryggt verði að af- borganir af lánum hækki ekki örar en svarar til hækkunar almenn- ra launa. Þá kröfu þarf að knýja fram, ásamt aukinni tekjuöflun til hins opinbera húsnæðislánakerfis. k. Heimsfréttirnar á fæðingardeildinni Klukkan var ekki orðin 6 þegar Una vakti mig; það er eitthvaö að gerast, ég er komin meö verki. Ég snéri mér við i rúminu, rauk i símann og hringdi á fæö- ingardeildina. — Takið það bara rólega, það liggur ekkert á fyrr en komnar eru 5 minútur á milli hriða. Það er auðvelt að segja manni að taka það rólega á svona stundum. — Þetta er allt i lagi, sagði Una, faröu bara i vinnuna. Ég rauk i bæinn til að gera nauð- synlegar útréttingar, hentist upp á blað og sagði við ritstjór- ann: heimsfréttirnar veröa að sitja á hakanum i dag, hún Una er að fara að fæða. — Hafðu engar áhyggjur sagði Einar Karl af sinni al- kunnu ljúfmennsku, — við björgum þessu. Það var komið fram yfir há- degi þegar Una kallar til min fram i eldhús: hún var búin aö missa legvatnið og allt var á floti. Ég hentist i simann og 20 minútum siðar vorum við konin I sjúkrabil upp á fæðingardeild. Klukkan 18.28 var Helga litla fædd og mér fannst ég standa vanmáttugur gagnvart krafta- verki lifsins. Þarna sátum við orölaus með litinn hvitvoöung i fanginu sem horfði út i heiminn dimmbláum rökum augum og heimtaði hlýju, ástúð og mat. Mikiö erum við orðin rik, Óli, sagði Una er hún hafði jafnaö sig eftir átökin. Ég komst einhvern veginn heim um kvöldið og spilaði Miles Davis og Charles Mingus á grammófóninn alla nóttina. Þegar ég kom á blaðið morguninn eftir sá ég að Einar Karl hafði bjargað heimsfrétt- unum: „Sigur i atómstriði orðin opinber stefna” stóð i 5 dálka fyrirsögn. Ekki er það nú fallegur heimur sem hún Helga litla fæðist i, hugsaði ég og settist niður viö að skrifa frétt morgundagsins: samkomulag hefur náðst um brottflutning Ólafur Gislason skrifar hermanna PLO frá Beirut. Um kvöldið fékk ég að skipta á bleyjum i fyrsta skiptiö. Við pabbarnir vorum kiæddir i hvitar skyrtur og aldrei hafði ég kynnst jafn undarlegum heimi: börnin komu eins og á færibandi akandi i glærum plastkössum og mæðurnar kjöguöu um gangana með alveg sérstöku göngulagi sem einungis tilheyrir ný- orönum mæðrum. — Er hún ekki falleg, sagði ég og kom mér þó ekki að þvi að segja það sem mér i rauninni fannst: hún Helga litla er falleg- asta barn i heimi. Og þó var hún ekki nema 2600 grömm! Þjóðartekjur íslendinga lækka um 6% og efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar er i veði stóð i blaðinu daginn eftir. • Nú í haust eru nýjar íbúðir, sem gerðar hafa verið fokheldar síðasta árið um 12% fleiri en á sama tíma í fyrra, og reiknað er með álíka aukningu á næsta ári. • Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir, að í ár verði varið til íbúðalána um 1400 miljónum króna. Þar af koma um 40% frá hinum opin- beru byggingarsjóðum, Byggingarsjóði ríkisinsog Byggingarsjóði^ verkamanna, en um 60% frá lífeyrissjóðum og innlánsstofnunum. • Aö dómi Seðlabankans ættu þessi lán að duga til þess að standa undir um 70% af byggingarkostnaði, og eru það þá um 30%, sem menn þurfa að jafnaði að afla með öðrum hætti, þ.e. með eigin aflafé, eigin vinnuframlagi, sölu eldri íbúða o.s.frv. • Ýmsir tala og skrifa á þann veg, eins og hér hafi allt þokast aftur á bak í húsnæðismálum á þeim tveimur og hálfu ári, sem Svavar Gestsson hefur skipað sæti félagsmálaráðherra. • Ekki benda tölurnar hér að ofan til þess aö svo sé. Sannleikur- inn er sá, að ráðstöfunarfé hinna tveggja opinberu byggingarsjóða hefur aukist um 27% að raungildi á síðustu tveimur árum. Og nú þegar hefur verið ákveðið að tvöfalda framlag ríkisins til bygging- arsjóðanna á næsta ári. Þak yfir höfuð Á hálfum öðrum áratug, frá 1965-1980 voru byggðar hér á Islandi 30.376 íbúðir. Þetta eru álíka margar nýjar íbúðir yfir landið og nemur heildartölu allra íbúða í Reykjavík nú. Nærri lætur að á þessum árum hafi komist ein ný íbúð á sérhvern einstak- ling, sem hér bættist í heildartölu landsmanna, og má mikið vera ef slíkt er ekki heimsmet á friðartímum. DJÚÐVUJINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóöfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Álfheiður Ingadóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.