Þjóðviljinn - 12.10.1982, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 12.10.1982, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. október 1982 DMVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. , Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn:.Álfheiður Ingadóttir, HelgiÓlafsson, LúðvíkGeirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Glslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Simavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, simi 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Hver eru þeirra svör? • Viö íslendingar erum óvanir að búa við minnihlutastjórn- ir, nema þá um skamma hríð, og margir óttast að annars um margt ágætri ríkisstjórn geti reynst örðugt að ráða málum farsællega til lykta án öruggs meirihluta í báðum deildum þingsins, einkum þegar við er að etja óbilgjarna stjórnar- andstöðu, sem líkleg er til að skcyta cngu um þjóðarhag. • Fari fram sem horfir hlýtur því sú spurning að veröa ásækin, hvort ekki sé skynsamlegast að leggja málin í dóm þjóöarinnar, og fá úr því skorið, hvort stjórnin hafi það traust sem til þarf. • Hn fyrst verður stjórnarandstaðan, að sýna lit, ekki bara í oröi, heldur einnig á borði við atkvæðagreiðslur á Alþingi. • Fróölegt verður að sjá, hvort stjórnarandstæðingar á Alþingi, allir sem einn, skella skollaeyrum við öllum aðvör- unum m.a. úreigin röðum utan þingsins, og steypi þjóðinni út í efnahagslegt öngþveiti. • Það er athyglisverð áminning til stjórnarandstæðinga, sem borin er fram í forystugrein Dagblaðsins og Vísis í gær, en þar segir m.a.: • „Þótt þeir (þ.e. stjórnarandstæðingar á Alþingi) hugsuðu - eingöngu um eigið skinn, er þeim hollast að hindra ekki aðgerðir og standa síðan gagnvart kjósendum sem ábyrgðar- menn þess mikla vanda, sem á eftir kemur“. • Enginn vafi er á því, að fjöldamargir fyrri kjósendur Sjálfstæöisflokksins og Alþýðuflokksins telja efnahagsráð- stafanir þær sem felast í bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinn- ar og boðaðar eru í yfirlýsingu hennar frá 21. ágúst s.l. bæði nauösynlegar og sjálfsagðar. • Þetta vita þingmenn stjórnarandstöðunnar jafnvel og allir aðrir, nema þeir hafi iokað öllum skilningarvitum og stjórn- ist eingöngu af óviðráðanlegri pólitískri heift. Við skulum vona að móðurinn renni af mönnunum í tíma, og þeir fáist til að hugsa sæmilega yfirvegað, - þó ekki væri nema um sitt eigið „pólitíska skinn" svo sem leiðarahöfundur síðdegis- blaðsins bendir þeim á. • Hvaða þættir eru það í efnahagsráðstöfunum ríkisstjórn- arinnar, sem stjórnarandstæðingar geta með engu móti unað? • Er það lækkun verslunarálagningar um 8 - 10%? Vildu mennirnir þá ekki vera svo góðir að taka það skýrt fram? • Er það skerðing verðbóta á laun þann 1. des. n.k.? Sé svo vildu mennirnir þá ekki láta svo lítið að gera þjóðinni grein fyrir því hvort þeir telji þá skerðingu of mikla eða of litla. Þeirra fyrri gerðir og tillögullutningur sýna reyndar svart á hvítu, að sjáltlr myndu stjórnarandstæðingar ganga mun lengra í kaupskerðingu, ef þeir aðeins hefðu völdin í sínum höndum. • Eru það ákvæðin um láglaunabætur og lengingu orlofs, sem fara svo mjög fyrir brjóstið á stjórnarandstæðingum á Alþingi? - Það væri fróðlegt að heyra svarið við því. • Eru það ákvæðin um tímabundna hækkun vörugjalds á nokkrar inntluttar vörur í því skyni að hamla gegn háska- legum viðskiptahalla og styrkja stöðu innlends iðnaðar? 4 • Vilja mennirnir ekki tala hreint út? Eru það ákvæðin um jöfnun lífskjara, með sérstökuni úrbótum í húsnæðismálum og lækkun upphitunarkostnaðar úti um land, sem kom til framkvæmda þann 1. okt. í samræmi við yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar? • Þannig mætti lengi telja, og fólkið í landinu vill heyra svörin. • Það er ekki nóg að vísa bara í gamlar tillögur. Við vitum að „viðreisnarstjórn“ Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins bannaði allar verðbætur á laun í nær fimm ár. Við þekkjum líka kjaraskerðingarferil þessara flokka á síðari árum. • En hverjar eru tillögurnar nú?Eru þær máske engar nema hinar gömlu lummur Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins um langvarandi meiriháttar niðurskurð verðbóta á laun og svo söngurinn um fleiri erlend álver en færri íslensk fiski- skip? k. einkenntokleddM stúlkur » Hin opinber.f-Wo-n, omol-þingmu. Moskvu. v'« ekkTganKa'Mjr,mÍÖg SV0 vesl«n í klw.rT" 1 -——•^saasL- m Tk w . RussnesK . æsksL 1 reyndl Almennt sérstakt og hinsegin. Það er vinsæl iðja hjá gestum og gangandi að velta því fyrir sér, hvernig Rússar séu „í raun og veru“, hvaða þjóðarsál felst á bak við andlitin sem túristi eða gestur sér. Túlkanirnar eru svo gífurlega misjafnar: sumir þykjast sjá nán- ar hliðstæður við vestræn neytendafélög við hvert fótmál - aðrir taka mjög bókstaflega þann háværa pólitíska áróður sem hangir uppi um landið allt, jafnt á vegamótum sem á verksmiðju- veggjum. Aðalgallinn á þessum sainan- burðarfræðum er sá, að ekki gefst svigrúm né heldur áhugi til þess að lesendur slíkra greina geti átt- að sig á því hver eru sérkcnni þeirra vandamála sem þuklað er á, hvað það er sent er í raun og veru sérstakt og einstakt við þjóðfélög eins og hið sovéska. Tökum dæmi af grein sem núna um helgina birtist í Lesbók Morg- unblaðsins. Þar segir: „Gefur sovézk æska orðið frat í kommúnistaflokkinn en dýrkar efnishyggju, iðkar hugsunarhátt, sem beinist mest að auknum kaupum á varningi, aukinni neyzlu og diskógleði, en sýnir sí- vaxandi sjálfselsku, lætur óspart í ljós nöprustu kaldhæðni og á- hugaleysi á allri hugmyndafræði? Sovézk æska, sem núorðið hefur helst vestræn fataplögg, stereo- tæki, eigin íbúð, bíl sem aðaltak- mark í lífinu? Ungmenni, sem segja: „Látið okkur bara í friði!““ Hver gefur frat íhvað? Þetta er reyndar mjög fróðleg ' tilvitnun í grein bandarísks blaða- • manns um sovéska æsku. Ef les- endur ekki vilja trúa því, skal þeint ráðlegt að gera smátilraun: Takið tvö orð burt úr tilvitnun- inni, „sovéskur" og „kommúnist- aflokkurinn“. Þegar það hefur verið gert, stöndum við uppi með heldur dapurlega lýsingu á á- hugamálum heillar kynslóðar - og er engu líkara en sú lýsing sé saman sett af vinstrisinnum sem eru að gagnrýna „sjálfselsku“ og „áhugaleysi“ samferðarfólks síns í frjálsu neyslusamfélagi! Ekki nóg með það. Við gætum gert aðra tilraun með þá tilvitnun sem áður er notuð. Sett orðin „vestræn æska“ fyrir „sovésk æska“ og látið æsku þessa gefa „frat“ í t.d. skikkanlegan krist- indóm, í staðinn fyrir „kommún- istaflokkinn". Útkoman verður óneitanlega dálítið skrýtin. Hún er svona: „Gefur vestræn æska orðið frat í kristindóminn en dýrkar efnis- hyggju , iðkar hugsunarhátt, sem beinist mest að auknum kaupum á varningi, aukinni neyslu og diskógleði, en sýnir sívaxandi sjálfselsku, lætur óspart í ljós nöprustu kaldhæðni og áhuga- leysi á allri hugmynda- fræði?...Ungmenni sem segja: Látið okkur bara í friði“. og skorið Danskir kommúnistar / Kommúnistar Evrópu hafa með mjög misjöfnum hætti brugðist við þessari spurningu: Hvaða sess skipa Sovétríkin í þeirra hugntyndaheimi? í svör- unum, sem þeir eru líklegir til að gefa, blandast ótal margt santan: endurminningin um bandamann- inn eina gegn Hitler sem hafði raunverulegt afl á bak við sig kemur þvert ofan á miklar og óhrekjanlegar bókmenntir um þá glæpi og þá spillingu sem valda- einokun Kommúnistaflokksins hafði í för með sér -og þá sérstak- íega á margumtöluðum Stalíns- tímum. Einn þeirra kommúnistaflokka í Evrópu sem lengst hefur sýnt Sovétríkjunum trúnaðartraust og fyrirvaralitla velvild er Kommún- istaflokkur Danmerkur, DKP. Og þó hefur það gerst í þessurn flokki, sem hefur lítið fylgi, en er feikilega vel skipulagður og fórn- fús ef þvi er að skipta, að einnig þar vilja menn taka fyrri trúnað til endurskoðunar. Nokkrir llokksmenn komu sér saman um gagnrýni á flokk sinn og sögðu þá meðal annars: „Staða flokksins á alþjóöavett- vangi er ekki trúverðug. Gjör- samlega blæbrigðalaus og gagn- rýnislaus afstaða flokksins til þeirra samfélagsgerða sem hafa þröast í sósíalískum ríkjum hefur skapað vantrú meðal almennings að því er varðar raunveruleg áform flokksins í dönsku samfé- lagi“. Þetta sýnast ekki háværar, djarfar né heldur ókurteislegar formúlur. Engu að síður greinir Lars Bonnevie, einn þeirra með- lima Danska kommúnistaflokks- ins sem að gagnrýninni standa frá því, hvernig blað flokksins, Land og Folk, breyttist á skömmum tíma í öflugan lesendavettvang, þar sem frumkvæði þess litla hóps sem haföi reynt að skilgreina „so- vétáráttuna" í flokknum. var fordæmt með hörðum orðurn, og þó fvrst og síðast með þeim, að Lars Bonnevie og félagar hans væru að hella vatni á frægar myllur borgarastéttarinnar. Mér gat ekki skjátlast Lars Bonnevie svarar þessari gagnrýni í nýlegri grein í Inforrn- ation fyrir skömmu. Þar er m.a. að finna eftirfarandi lýsingu á sovéttryggð rnargra ágætra manna í kommúnistaflokknum danska, manna sem voru dug- legir vel í andspyrnuhreyfingu gegn nasistum, og hafa lengst af síðan verið reiðubúnir til að leggja margt á sig gegn því órétt- læti sem þeir urðu varir við í kringum sig. Þrautseigju sovét- tryggðarinnar lýsir Lars Bonne- vie með svofelldum hætti: „Það getur ekki verið, að allar þærfórnirsem maðurfærði, bæði í einkalífi og í opinberum störfum hafi verið til einskis. Sú stað- reynd að við gerðum allt til að lofa „raunverulegan sósíalisma" (hér er átt við Sovétríkin) hlaut að skipta máli, og meiningin gat þá ekki verið önnur en sú að mað- ur hefði rétt fyrir sér. Aðeins með því móti er hægt að þola það, að meirihluti manns eigin þjóðar annað hvort skilur alls ekki hvað við erum að segja, eða fær hláturskrampa ef hann skilur hvað við erum að segja".... ,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.