Þjóðviljinn - 15.10.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.10.1982, Blaðsíða 1
DJQÐVHHNN ítalski kommúriistaflokk- urinn vill opna nýja ieið til aukins lýðræðis og sósía- lismaíEvrópu. Sjá 8. október 1982 föstudagur 233. tölublað 47. árgangur Bankaíbúðir víða irnianlands og utan? „Ég hef heyrt að svo sé”, segir Albert Guðmundsson formaður bankaráðs Útvegsbankans Vegna þeirrar uppljóstrunar Vilmundar Gylfa- sonar alþingismanns um aö Framkvæmdastofn- un, eða kommissar hennar Sverrir Hermanns- son, hafi gert kauptilboð í íbúð á Akureyri, án þess að tala við stjórn stofnunarinnar, hefur Þjóð- viljinn fengið ábendingar um að bankar landsins ættu íbúðir víðsvegar um land, en flestir á Akur- eyri. Okkur var sagt að Útvegs- bankinn ætti íbúð á Akureyri og við leituðum til formanns bankaráðs, Alberts Guð- mundsonar og spurðum hann um málið. Albert sagði að starfsmannafélag Utvegs- bankans ætti íbúð á Akureyri, en ekki bankinn sjálfur. „Ég kannast ekki við að Út- vegsbankinn eigi íbúðir, en ég hef heyrt að ísienskir bankar eigi íbúðir víðsvegar um landið og erlendis," sagði Al- bert. Hér er að vísu um að ræða „ég hef heyrt" en menn mega heldur ekki gleyma því að hér talar maður sem veit lengra nefi sínu í þessum efnum og mun Þjóðviljinn kanna þetta mál betur á næstunni.-S.dór Sverrir Hermannsson gerði skriflegt kauptilboð í íbúð á Akureyri Sjá 20. Var banka- í dag og næstu daga birtast i blaðinu viðtöl og frásagnir frá heimsókn Þjóðviljamanna á Hellisand. Á myndinni má sjá Sæmund Kristjánsson hafnarvörð og menn frá Vita- og hafnarmálastofnuninni að störfum í höfninni á Rifí. „Hef ekki geflð eins mikið af sjálfum mér í nokkurt annað verk“ segir Guðmundur Steinsson um Garðveislu í tilefni þess að leikritið er komið útábók. 20 Alþýðubandalagið vill að traustur þingmeirihluti glími við vandann, bráðabirgðalögin verði tekin til af- greiðslu strax, og efnt verði til viðræðna við stjórnarandstöðuna um afmörkuð mál. Framlag til Húsnæðisstofnunar ríkisins 1983: Er tvöfalt meira en á „Það er ekki nýtt að dagblaðið Tíminn fari með ósannindi um mig og félagsmálaráðuneytið, og því kippi ég mér upp við þessa frétt. En þeir sem eru læsir á íslensku og kynna sér Ijárlagafrumvarpið fyrir árið 1983 ættu að geta séð að fram- lög til Húsnæðisstofnunar ríkisins hækka ekki um 33% eins og Tíminn segir, heldur er um tvöföldun að ræða frá þessu ári,“ sagði Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra í samtali við Þjóðviljann í gær, vegna fréttar í Tímanum um 33% hækkun á þessu framlagi. í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir beinni fjárveitingu til Byggingasjóðs ríkisins að upphæð 71,5 miljónum króna, sem er 33% þessu Ekki nýtt að Tíminn fari með ósannindi um mig og félags- málaráðuneytið, segir Svavar Gestsson / • an hækkun frá síðasta ári, en einnig er gert ráð fyrir 85 miljón króna fjár- veitingu til sjóðsins, samkvæmt efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar frá því i ágúst sl. Þessi upphæð er tvöföldun á fram- lagi til sjóðsins frá þessu ári. Þessum 85 miljónum, sem ákveðið var að veita til sjóðsins í ágúst sl. er einkum ætlað að veita til þeirra, sem byggja eða kaupa íbúðarhúsnæði í fyrsta sinn að sögn Svavars og það kemur til greina að taka eitthvað af þessari upphæð til úthlutunar í ár. Þessar upplýsingar allar liggja fyrir í athugasemdum með fjár- lagafrumvarpinu fyrir árið 1983. -S.dór stjórinn í Grundar-- firði ráðinn á fölskum forsendum? Allar líkur benda tii þess að bankaráð Búnaðarbankans hafí samþykkt ráðningu útibú- stjóra á Grundarfirði á fölskum forsendum. í bréfi frá stjórn Sparisjóðs Eyrarsveitar til bankaráðs var talið meðal skil- yrða ábyrgðarmanna sparisjóð sins að Árni Emilsson fyrrver- andi hreppsnefndarmaður Sjálfstæðisflokksins á staðnum yrði ráðinn útibústjóri. Ábyrgðarmenn Sparisjóðs Eyrarsveitar gerðu aldrei slíka samþykkt. Þjóðviljinn greinir frá þessu máli á baksíðu í dag. Sjá 20. Megum engan tíma missa segir Svavar Gestsson Þriggja manna ráðherranefnd kemur saman í dag kl. 10 árdegis til þess að ræða nánar fyrirkomulag og efni viðræðna við stjórnar- andstöðuna í framhaldi af ákvörð- un ríkistjórnarinnar frá í gær þar um. Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, sagði í gær að hann legði áherslu á að slíkar við- ræður tækju engan óratíma. Vandamálin eru svo stór, sagði hann, að það er ekki við hæfi að stjórnmálamenn eyði löngum tíma til slíkra viðræðna. Enda ætti stjórnarandstaðan að geta svarað því fljótt hvað hún telur sig geta samið um. Alþýðubandalagið hefur lagt áherslu á að viðræðurnar snúist um afgreiðslu bráðabirgðalaganna, stjórnarskrármálið og hugsanlegar kosningar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.