Þjóðviljinn - 15.10.1982, Blaðsíða 16
adwiijmm Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins f þessum sfnum: Ritstjórn 81382,81482og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663
Föstudagur 15. október 1982 81333 81348
r~ 1
Sv^rrir Hermannsson um ráðgerð íbúðarkaup Framkvæmdastofnunar:
Eg gerði málamyndatilboð
„Sverrir gerði skriflegt kauptilboð”, segir Árni Gunnarsson alþingismaður
- Þetta mál er þannig vaxið, að
starfsfólk Framkvæmdastofnun-
ar hefur verið að óska eftir orlofs-
heimili og við könnun kom í Ijós
að það vildi frekar að keypt yrði
íbúð á Akureyri en orlofshús utan
þéttbýlis. Þess vegna gerði ég
málamyndatilboð í ákveðna íbúð
á Akureyri með fyrirvara um
samþykki stjórnar stofnunarinn-
ar, sagði Sverrir Hermannsson,
kommissar Framkvæmdastofn-
unar ríkisins aðspurður um fyrir-
huguð íbúðarkaup stofnunarinn-
ar á Akureyri. Sverrir bætti því
við, að mönnum hefði þótt málið
þannig vaxið að ástæða væri til að
bíða með það. Árni Gunnars-
son, alþingismaður, segir öðru-
vísi frá máiinu, sem hann þekkir
vel til, þar sem hann leigði þessa
umræddu íbúð á sínum tíma, en
eigendur hennar eru kunningja-
fólk hans, búsett í Kanada.
Árni sagði að Sverrir Her-
mannsson hafi gert skriflegt til-
boð í íbúðina uppá 750 þúsund
krónur með fyrirvara um sam-
þykki stjórnar. í sínu skriflega til-
boði bauðst Sverrir til að stað-
greiða íbúðina og einnig að
kaupa þau húsgögn sem í henni
voru og var tilboð í þau 100-150
þúsund krónur.
„Mér er kunnugt um að Sverrir
talaði þannig að eigendur íbúðar-
innar töldu kaupin full frá gengin
og það gerði ég raunar líka. Þau
litu svo ákveðið á þetta að þau
tóku sér 50 þúsund króna víxil til
að komast aftur til Kanada, sem
nú er vitaskuld kominn í óreiðu,
þar sem Sverrir hætti við kaupin,
þegar við Vilmundur Gylfasor;
fórum að kanna málið“, sagði
Árni.
Hann sagði ennfremur að í ljós
hefði komið að stjórnarmenn
Framkvæmdastofnunar vissu
ekkert um þetta tilboð Sverris og
það var ekki rætt á stjornarfundi
fyrr en í þessari viku. Sverrir
sendi hinsvegar skeyti til Gunn-
ars Sólnes, lögmanns á Akureyri
sem annaðist samningagerð í
þessum viðskiptum, þar sem
hann afturkallar tilboð sitt. Árni
sagðist ekki hafa séð afrit af þessu
skeyti og því ekki geta sagt til um
hvernig það var nákvæmlega
orðað.
Gunnar Sólnes neitaði í gær að
skýra Þjóðviljanum frá því
hvernig skeytið var orðað, sagð-
ist bundinn þagnarskyldu.
Þjóðviljinn hefur fregnað að í
skeytinu segi að það hafi ekki
fengist samþykki frá stjórn Fram-
kvæmdastofnunar að kaupa
íbúðina. Hinsvegar er ljóst að ef
þetta er rétt, þá fer Sverrir ekki
með rétt mál þar, því að þetta var
ekki borið undir stjórnina fyrr en
í þessari viku.
- S.dór
Ráðlnn útibússtjóri
á fölskum forsendum?
Rangar upplýsingar frá stjórn Sparisjóðs Eyrarsveitar
Framsóknar-
flokkurinn
Viðræður
við stjórnar-
andstöðuna
„Þingflokkur Framsóknar-
manna felur formanni flokksins að
b( ita sér fyrir því að ríkisstjórnin
hefji nú þegar könnunarviðræður
við stjórnarandstöðuna um fram-
gang bráðabirgðalaganna, fylgi-
frumvarpa og annarra nauðsyn-
legra þingmála". Svona hljoðar
samþykkt þingflokks Framsóknar-
flokksins sem afhent var fjölmiðl-
un í gær. Tekið var fram að hún
hefði verið samþykkt með atkvæð-
um allra fundarmanna.
Staðgreiðslukerfi
skatta:
Að hrökkva
eða stökkva
Oft hefur á liðnum árum verið
rætt um að taka upp staðgrciðslu-
kerfi skatta hér á landi, en ein-
hverra hluta vegna hefur aldrei
orðið af því. Við samningu og sam-
þykkt síðustu skattlaga var stefnt
að þessu, en málinu var frestað.
í fjárlagafrumvarpinu segir að
vegna þessa ríki mikið óvissuá-
stand um framtíðarskipulag inn-
heimtu opinberra gjalda. Það hafi
staðið í vegi fyrir vélvæðingu og
hagræðingu á þessu sviði.
Nú hefur verið skipaður starfs-
hópur, sem á að kanna til þrautar
hvort hægt sé að ná almennri sam-
stöðu um texta staðgreiðslufrum-
varps, sem dugir til að tryggja mál-
inu brautargengi. Takist það ekki
er ljóst að leggja verður hugmynd-
ina að staðgreiðslukerfi á hilluna, í
bili að minnsta kosti. _ S.dór.
Allar líkur benda til þess að
bankaráð Búnaðarbankans hafi
samþykkt ráðningu útibússtjóra á
Grundarfirði á fölskum forsend-
um. í bréfi frá stjórn Sparisjóðs
Eyrarsveitar til bankaráðs, var tal-
ið meðal skilyrða ábyrgðarmanna
að Arni Emilsson fyrrverandi
hreppsnefndarmaður Sjálfstæðis-
flokksins á staðnum yrði ráðinn
útibússtjóri. Abyrgðarmenn Spari-
sjóðs Eyrarsveitar gerðu aldrei
slíka samþykkt, sem er þó talin upp
á meðal skilyrða fyrir því að Bún-
aðarbankinn fái leyfi til að setja úti-
bú á laggirnar á Grundarfirði.
Forsaga þessa máls er sú, að
Sparisjóður Grundarfjarðar hefur
átt við mikla rekstrarerfiðleika að
etja að undanförnu. Var svo komið
að ekki þótti annað sýnt en að ann-
að hvort Landsbankinn eða Bún-
aðarbankinn tækju yfir starfsemi
Sparisjóðsins. Fljótlega var sam-
þykkt að Búnaðarbankinn myndi
setja þarna útibú á laggirnar.
Á fundi ábyrgðarmanna Spari-
sjóðsins var samþykkt samhljóða
að Búnaðarbankinn tæki yfir starf-
semi Sparisjóðsins með þeim skil-
yrðum eingöngu, að þarna yrði um
sjálfstætt útibú að ræða og að úti-
búið sinnti ákveðnum skyldum við
sveitarfélagið.
Næst gerist það að stjórn Spari-
sjóðsins sendir bréf til bankaráðs
Búnaðarbankans, þarsem skilyrð-
in eru upptalin. Til viðbótar áður-
nefndum skilyrðum ábyrgðar-
mannafundar, var nú komið skil-
yrði um að Árni Emilsson yrði ráð-
inn útibússtjóri. í bréfinu er þetta
Sparisjóður Eyrarsveitar í Grund-
arfirði verður senn leystur af hólmi
með útibúi Búnaðarbankans, en
kurr er kominn upp vegna ráðn-
ingar nýs útibússtjóra. Ljósm. gel.
sett fram einsog um skilyrði á-
byrgðarmanna væri að ræða, sem
það ekki var. Virðist stjórn spari-
sjóðsins hafa bætt þessu við skil-
yrði ábyrgðarmanna.
Á þessum grundvelli, að um ein-
lægan vilja heimamanna væri að
ræða, tók bankaráð síðan afstöðu
með því að þessi maður yrði ráðinn
útibússtjóri. Á áðurnefndum hlut-
hafafundi mun sú hugmynd ekki
einu sinni hafa komið fram.
Árni Emilsson mun hafa verið
ein af stærri viðskiptavinum Spari-
sjóðs Eyrarsveitar og eiga sem slík-
ur verulegan þátt í núverandi fjár-
hagsaðstöðu hans. Árni hefur m.a.
gegnt störfum sveitarstjóra á Hell-
issandi og gegnt ýmsum öðrum
trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn. - óg
Alþýðubandalagið vill traustan þingmeirihluta:
Bráðabirgðalögintil afgreiðslu strax
Falli frumvarpið
Þingflokkur Alþýðubanda-
lagsins hefur lagt áherslu á að
bráðabirgðalögin verði afgreidd
strax í samþykkt sem ráðherrar
flokksins kynntu ríkisstjórninni í
gær. Jafnframt samþykkti þing-
flokkurinn að standa að viðræð-
um stjórnaraðila við stjórnar-
andstöðuna um afmörkuð mál,
þ.e. framgang bráðabirgðalag-
anna, stjórnarskrármálið og
er rétt að rjúfa þing og efna til kosninga
hugsanlegar kosningar.
I frétt sem send var frá Alþýðu-
bandalaginu í gær segir svo:
„Þingflokkur Alþýðubanda-
lagsins telur nauðsynlegt aðfrum-
varp til staðfestingar á bráða-
birgðalögum um efnahagsað-
gerðirnar í ágúst s.l. verði lagt
fram á Alþingiþegar ístað, þann-
ig að sem fyrst fáist niðurstaða í
þeirri óvissu sem nú er í stjórn-
málum landsins. Félli frumvarp-
ið, sem yfirlýsingar formanna
þingflokka stjórnarandstöðunnar
benda til, er rétt að rjúfa þing þeg-
ar í stað og efna til kosninga svo
tímanlega fyrir lok nóvember að
ríkisstjórn með skýran meirihluta
að baki gœfist tími til að gera þœr
ráðstafanir sem hún teldi nauð-
synlegar fyrir 1. des.
Þingflokkurinn bendir á að sú
óvissa sem núer um að rœða getur
haft í för með sér að ýrnis mál
ríkisstjórnarinnar stöðvist eða
tefjist í þinginu. Jafríframt er
hœtta á að þingstörf verði í heild
ekki jafn markviss og skyldi við
þessar aðstæður.
Með tilliti til framanritaðs
leggur þingflokkurinn áherslu á
að bráðabirgðalögin verði af-
greidd strax. “
Þessa samþykkt lögðu ráðherr-
ar flokksins fyrir ríkisstjórnina í
morgun.
Jafnframt samþykkti þing-
flokkurinn ígœr að standa að við-
rœðum stjórnaraðila við stjórnar-
andstöðuna um afmörkuð mál,
þ.e. framgang bráðabirgðalag-
anna, stjórnarskrármálið og
hugsanlegar kosningar.
Hugsanlegar viðrœður við
stjórnarandstöðuna eru nú til
meðferðar milli stjórnarflokk-
anna. “