Þjóðviljinn - 15.10.1982, Blaðsíða 15
RUV <9
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Gull í
mund. 7.25 Leikfimi.
8.00 Frcttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun-
orð: Guðmundur Hallgrímsson talar.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.)
9.00 Morgunstund barnanna: „Barna-
sögur'" eftir Peter Bichsel í þýðingu
Franz Gíslasonar. Sigrún Björnsdóttir
lýkur lestrinum.
10.30 „Pað er svo margt að minnast á“ Um-
sjón: Torfi Jónsson.
11.00 Morguntónleikar Sinfóníuhljóm-.
sveit íslands leikur „Pétur og úlfinn"
tónverk með frásögn eftir Sergej
Prokofjeff; Páll P. Pálsson stj. Sögu-
maður: Þórhallur Sigurðsson.
.11.30 Frá Norðurlöndum Umsjónarmaö-
ur: Borgþór Kjærnested.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Til-
kynningar. A frívaktinni Sigrún Sigurð-
ardóttir kynnir óskalög sjómanna.
14.30 „Ágúst“ eftir Stefán júlíusson Höf-
undurinn les (10)
15.00 Miðdegistónleikar Gidon og Elena
Krerner leika fiðlulög eftir Sarasate, Si-
belius, Chopin, Strauss, Ravel ogTsja-
íkovský / Walter og Beatrice Klien leika
fjórhent á píanó Ungverska dansa eftir
Jóhannes Brahms.
16.20 „Á reki með hafísnum“ eftir Jón
Björnsson Nína Björk Árnadóttir les (3)
16.40 Litli barnatíminn Stjórnandi:
Heiðdís Norðfjörð. í þættinum verður
fjallað um samskipti barna og aldraðra.
Lesin sagan „Gerður og Gísli blindi"
eftir Margréti Jónsdóttur og kaflinn um
það þegar afi í Ólátagarði varð áttræður
úr bókinni „Börnin í Ólátagarði" eftir
Astrid Lindgren í þýðingu Eiríks Sig-
urðssonar. Einng verða fluttar gamlar
þulur. Lesari með stjórnanda er Gréta
Ólafsdóttir. (RÚVAK)
17.00 Átak gegn áfengi Umsjón: Karl
Helgason og Árni Einarsson.
17.15 Nýtt undir nálinni
20.00 Lög unga fólksins. Hildur Eiríksdótt-
ir kynnir.
20.40 Sumarvaka a) Einsöngur: María
Markan syngur lög eftir íslensk tón-
skáld. b) „Segðu ERR, strákur!“ Erling-
ur Davíðsson rithöfundur llytur frásög-
ur, sem hann skráði eftir Erik Kondrup
á Akureyri. c) „Segðu það engum“ Guð-
rún Svava Svavarsdóttir les úr ljóðabók-
um Þorsteins frá Hamri. d) Af Lang-
húsa-Gísla Rósa Gfsladóttir frá Kross-
gerði á Berufjarðarströnd les þátt úr
þjóðsagnasafni Sigfúsar Sigfússonar. e)
Kórsöngur: Karlakórinn Hcimir syngur
Söngstjóri: Árni Ingimundarson.
22.35 „!sland“, eftir livari Leiviská Þýð-
andi: Kristín Mántyla. Arnar Jónsson
les (7).
23.00 Danslög
RUV
■Q.
ff
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Ádöfinni. Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson. Kynnir Birna Hrólísdóttir.
20.45 Prúðuleikararnir. Gestur þáttarins
er söngvarinn Paul Simon. Þýðandi
Þrándur Thoroddsen.
21.10 Kastljós. Þáttur um innlend og er-
lend málefni. Umsjónarmenn: Ólafur
Sigurðsson og Margrét Heinreksdóttir.
22.10 Pabbi (Popi). Bandarísk bíómvnd
frá árinu 1969. leikstjóri Arthur Hiller.
Aðalhlutverk: Alan Arkin, Rita Mor-
eno, Miguel Alejandro og Ruben Figu-
ero. Abraham Rodriguez óar við því að
láta drengina sína alast upp í fátækra-
hverfi spænskumælandi manna í New
York. Hann vill allt til vinna að þeir
komist í betra umhverfi og þykist hafa
fundið ráð til þess. Þýðandi Guðrún Jör-
undsdóttir.
00.00 Dagskrárlok.
Sjónvarp kl. 22.10
Pabbi
Kvikmyndin í sjónvarpinu í
kvöld er Popi eins og hún
heitir á frummálinu eða
Pabbi. Hún fjallar um Abra-
ham Rodriquez, sem óar við
því að láta ungan son sinn
ganga í skóla og alast upp í
fátækrahreysum spænsku-
mælandi manna í New York.
Setur hann allt í gang til þess
að afstýra því og telur sig hafa
fundið ráð sem dugar.
Mynd þessi er frá árinu
1969 óg er leikstjóri Arthur
Hiller, en með aðalhlutverk
fara Alan Arkin, Rita Mor-
östudagur 15. október 1982 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 19
Aðalleikarinn í föstudagsmynd sjónvarpsins cr Alan Arkin.
Hann er hér í hlutverki sínu í myndinni.
eno, Miquel Alejandro og
Ruben Figuero.
í kvikmyndahandbókinni
fær myndin frekar lága ein-
kunn eða eina stjörnu, þó þess
megi geta að handbókin sú er
mjög kröfuhörð. Hún fjallar á
fremur léttan hátt um vanda-
mál innflytjenda í „landi tæki-
færanna" og sem slík er hún
góð,. er vitnisburður bók-
arinnar.
Útvarp kl. 22.35:
w
Island
Annálar finnsks prófessors
frá íslandsferðum í kringum 1930
Undanfarið hefur Arnar
Jónsson leikari lesið þýðingu
Kristínar Mántylá á frásögn-
um finnska prófessorsins Ii-
vari Leiviská um íslandsferðir
sínar í kringum 1930. Finninn
skrifaði bók um þessar ferðir
sínar og kom hún út í Finn-
landi fyrir Alþingishátíðina
1930. Kristín þýddi bókina í
fyrra og mun það vera eina
þýðingin á þessari bók, sem
var ætluð Finnum til hollrar
lesningar og kynningar á ís-
landi og íslendingum.
Kristín sagði að frásögnin
væri byggð á tveim ferðum
finnska prófessorsins senni-
lega á árunum 1927 og 1928.
Iivari Leiviská fór ríðandi um
landið og gerði sér mjög far
um að kynnast fólki. Hann fór
í nokkrar jöklaferðir og segir
frá þeim í bókinni. Dómar
hans um íslendinga og ísland
eru að sögn Kristínar jákvæð-
ir, og af bókinni má ráða að
hann hafi orðið margs vísari
Arnar Jónsson, leikari, les
þýðingu Kristínar Mántylá á
frásögnum Finnans.
um lífsskilyrði almennings, en
þau voru kröpp á þessum ár-
um.
Sjónvarp
kl. 21.10:
Málefni
Mið-
Ameríku
og Póllands
Kastljós verður á sínum
stað í dagskrá' sjónvarps á
föstudaginn og það eru frétta
mennirnir Ólafur Sigurðsson
og Margrét Heinreksdóttir
sem sjá um þáttinn að þcssu
sinni. Þjóðviljinn hafði sam-
band við annan umsjónar-
mannin, Margréti Heinreks-
dóttur, og kvaðst hún ætla að
tala um Pólland og um ástand-
ið í Mið-Ameríku hinsvegar í
sínum hluta þáttarins.
Margrét sagði að útgangs-
punkturinn í umræðunni um
Mið-Ameríku yrði sú stað-
reynd að Hondúras væri æ
meira að dragast inn í þau sí-
felldu átök sem eiga sér stað í
Mið-Ameríkuríkjunum, bæði
með tilliti til ástandsins heima
fyrir og einnig gagnvart ná-
grannalöndunum.
Pólland og málefni þess
verða tekin út frá því að
samtök óháðu verkalýðsfélag-
anna, Samstaða, hafa nú verið
bönnuð.
Hinn umsjónarmaður Kast-
Ijóss er Ólafur Sigurðsson en
Þjóðviljanum tókst ekki að
hafa uppá honum þegar þetta
var ritað. Hann mun fjalla um
þau mál sem hvað hæst ber
hérlendis.
frá lesendum
Elias Mar og Þorsteinn frá Hamri:
Ljóðið er eftir Hallgrím Pétursson
Elías Mar, rithöfundur og
prófarkalesari Þjóðviljans,
hafði samband við lesenda-
dálkinn vegna ljóðsins sem
birtist á lesendasíðunni. Elías
sagði að ljóðið væri eftir séra
Hallgrím Pétursson og jafn-
framt það að Hallgrímur væri
þarna e.t.v. lýrískari en hann
aétti vanda til.
Kannast einhver viö höfundinn
I joArlskur nuíur ur spyrja Irvndur hsorl þeir Sohn lil fiullti |//«»
Austurha-num hafði samhand kannist vift holundinn og «-( frr uð \/«nuri/i/ur/iring.
«ift hlaftiA vegna Ijóðs vem hrf- svo er. |>a aA srnda hlaAinu irkur «<) nálnaM niHI.
ur komift honum þrátt i hug hugmyndir sinar. l.joAift rr nrvtiin rr ulll uin knnR,
,um skrift. Ilann Ungar til aft svona:
Þorsteinn frá Hamri hringdi,
og var hann einnig með svarið
við spurningunni um höfund
ljóðsins, Hallgrím Pétursson.
Páll Bergþórsson:
Vegna Ijóðs Hallgríms sendi
Páll Bergþórsson veðurfræð-
ingur okkur eftirfarandi bréf
og það sem mcira er; hann hef-
ur nú samið lag við Ijóðið.
Ég er ekki hissa á því þó að
þetta yndislega kvöldvers hafi
leitað á huga lesandans. Þetta
er ein dýrasta perlan í skáld-
skap Hallgríms, enda sýnilega
vakið af mikilli persónulegri
reynslu. Það gæti til dæmis
verið ort um sólarlag, þegar
Hallgrímur er að koma úr hús-
vitjun í harðindum og hallæri
á Hvalfjarðarströnd.
í sálmabókinni er iagboð
inn „Upp hef ég augu mín“
Ein dýrasta perlan í
skáldskap Hallgríms
við þetta vers. En eins og
mörg lög í sálmasöngbókum
okkar, til dæmis hjá Sigfúsi og
Páli, fellur það alls ekki vel að
hrynjandi og stuðlasetningu
Hallgríms. Eg hef leikið mér
að því að umskrifa lagið svo
að unaðsleg hrynjandi þessa
ljóðs njóti sín dálítið betur, og
bið óþekktan (íslenskan?)
höfund lagsins velvirðingar á
því. En hér er þessi tilraun
mín á nótum. Það væri gaman
ef einhver af okkar ágætu
kirkjukórum léti þetta vers
hljóma við messur, því að það
hefur það sjaldan gert eftir því
sem ég veit best.
En eins og ástatt er víða um
lönd, er þetta ljóð ennþá
'Páll Bergþórsson.
tímabært eins og allur góður
skáldskapur.
Páll Bergþórsson.
4/Jnjef/Va*. /letnýSím
siá/qaj/ lá//
Wzfú
rs
T
rttyifsi- rt. t2lí/um «
JJJ-Lua
r
iTr/nnt/
m
i
J-
f
. r-t-cr