Þjóðviljinn - 15.10.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.10.1982, Blaðsíða 6
6 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. október 1982 Ilmurinn af sjávarplássi Neshreppur utan Ennis er í dag- legu tali sunnanmanna kallaður Hellissandur. í rauninni nær þessi hreppur frá Loðnugjá í Enni út fyrir Gufuskála. Byggðarlagið samanstendur af húsþyrpingum á Rifi, Keflavík, Sandi og Gufu- skálum, og hægt er að skipta byggðinni enn frekar niður, til að mynda skiptist Sandur í Móa og Vitinn áTösku við Rifshöfn - reistur 1981. Brekkur. Þess utan eru svæðin oft nefnd eftir fornum naustum eins og til dæmis Keflavík á Hellissandi. „Mér er sama úr hvorri (hverri) Keflavíkinni ég ræ“ segir í máltæk- inu. Þá mun vera átt við Keflavík undir Jökli (á Hellissandi) og Kefla vík undir Bjargi vestra. Hvað sem því líður, þá hafa þeir vestanmenn ekki farið varhluta af hersetunni. Herinn mun hafa staðið fyrir byggingu hinnar miklu Lóran- stöðvar á Gufuskálum, sem einnig tilheyrir sveitarfélaginu, þó nokk- ur spölur sé frá hinum eiginlega Hellissandi út að Gufuskálum. Þar gnæfir mastrið mikla yfir byggðum, en bliknar þó hjá stórfengleik jök- Jöklarar heitir þessi fallegi heiðursvarði Ragnars Kjartanssonar um sjómenn. Heiðursvarðinn stendur á hlaðinu á sjóbúð, sem er vísir að byggðasafni á Hellissandi. Það er sjómannadagsráð Hellissands sem hefur haft forgöngu um þessi menningarmálefni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.