Þjóðviljinn - 15.10.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.10.1982, Blaðsíða 7
Föstudagur 15. oktöber 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 ' Sævar Friðþjófsson að störfum um miðnæturbil þegar Saxhamar er á förum í fyrsta róðurinn á línu í haust. Gera Saxhamar kláran álínu Sævar Friðjónsson var að gera bátinn Saxhamar kiáran fyrir fyrsta róðurinn í haust þegar við hittum hann á bryggjunni í Rifs- höfn. Hann hefur gert Saxhamar út i 13 ár og skipið er jafngamalt. Sævar sagði að sex bátar væru gerðir út frá Rifshöfn af svipaðri stærð. Allir væru þeir yfirbyggðir og nyti mannskapurinn þess vel. Skipstjóri á Saxhamri er Reynir Benediktsson. -óg ulsins. Nokkur byggð hefur mynd- ast í kringum Lóranmastrið. Nú er þó svo komið að heil blokk (rað- hús) stendur auð og tóm á Gufu- skálum. Póstur og Sími rekur stöð- ina sjálfa, og Islendingar vinna þarna eingöngu. Þó er reksturinn enn að einhverju leyti í blend við tröllin, og margir vilja meina að þarna sé „varnarsvæði". En það er víst lögfræðilegt túlkunaratriði hvenær landssvæði þetta er íslenskt og hvenær natóskt, eins og er um önnur svæði, sem óðum eru að hætta að vera á íslensku lögráða- svæði. Vilji aðkomumenn móðga Sand- ara, þá er góð aðferð að spyrja þá hvernig sé að búa bakvið Jökul. Það gerði undirritaður og mátti þola jökulkalt augnaráð heima- manna lengi á eftir. Og það vísar margt til þessarar nálægðar við jök- ulinn á Hellissandi. í þorpinu fyrir framan gamla sjóbúð sem gerð hef- ur verið að eins konar minjasafni stendur forkunnarskemmtilegur heiðursvarði eftir Ragnar Kjart- ansson og heitir Jöklarar. Hann er til heiðurs sjómönnum lífs og liðn- um. Það fer heldur ekki á milli mála hvert Sandarar sækja lífs- björgina; þarna byggist allt á sjónum. Höfnin á Rifi Byrjað var á hafnargerð fyrir byggðarlagið á Rifi á sjötta ára- tugnum og farið að róa þaðan árið 1956. Uppúr því tóku menn einnig að byggja hús sín í kringum höfn- ina, auk þess sem nokkur fyrirtæki hafa þar aðsetur. Á milli Sands og Rifs er um tveggja mínútna akstur, en þetta er óvefengjanlega sama byggðin. Höfnin er lífæð Sandara með sama lagi. Frá því að róðrar hófust frá Rifshöfn hefur byggðar- lagið á Hellissandi stöðugt verið í vexti og mega menn líta með nokkru stolt yfir farinn veg. Rúm- lega þrjú hundruð manns bjuggu hérna fyrir þrjátíu árum, en í dag munu búa á Hellissandi 600 manns. Þegar við ókum veginn frá Enni til Sands var okkur sagt að við værurn að aka á fyrsta bundna slitlaginu sem hefði verið sett á vegi vestan Hvítár. Töfrar sjávarþorpsins Margir verða til þess að segja manni úti á landi, að forsenda byggðar sé að hlúð sé að sjávar- útvegi. Það sé segin saga, að blóm- stri útgerðin dafni plássin. Og út- þenslan í sjávarútvegi og fiskiðnaði á undanförnum árum sést máski best á því, að mörg hús eru nýleg vestur á Hellissandi. Hin skipu- lagða byggð er í vissri mótsögn við gömul hús á Sandi, þar sem hþs- stæðið hefur verið valið með tilliti til skjólsældar og eins og af handa- hófi. Enn eru til þröngar götur með töfrum fortíðar í þessu plássi. Og fjöruangan leggur fyrir vitin í gönguferð um þorpið. Meira að segja eru til minjar um kreppu og fátækt. Og þarna má líka láta sér detta í hug að víðar sé offjárfest heldur en í sjávarútvegi. Landsbankinn er með í byggingu mikið hús fyrir útibú. Eitt frystihús er á staðnum, sem mun vera í eigu Agnars í Kassagerðinni. Lítið fer nú fyrir samvinnuhreyfingunni á þessum stað. Þó er þarna starfrækt útibú frá Kaupfélagi Borgfirðinga, en viðmælendur blaðamanna vildu fá meiri þjónustu en í verslun. Margir fleiri reka fiskverkunar- stöðvar á Sandi og í Rifi. Auk Skúla Alexanderssonar héraðshöfð ingja á Sandi rekur fyrirtæki Sig- urður Ágústssonar í Stykkishólmi fiskverkunarstöð í Rifi. Og fleiri koma við sögu fiskverkunar. Flestir bátanna eru gerðir út af einstaklingum, sem vinna sjálfir við útgerðina. Gerðir eru út sex stórir bátar frá Rifi. Allir eru þeir yfirbyggðir og þykja búa sjó- mönnum góða vinnuaðstöðu. Það er fallegt í haustsólinni undir jökli þessa dagana, og menn mega vita það í Vesturbænum að lífið skiptir líka máli bak við Jökul. -óg Texti: Óskar Guðmundsson Myndir: Gunnar Elísson íslenskir Aðalverktakar á Keflavíkurflugvelli: V iðskiptin rannsökuð Hver er ágóðinn af starfsemi ís- lenskra Aðalverktaka á Keflavík- urflugvelli og hvernig er þeim á- góða skipt? Vilmundur Gylfason og fleiri þingmenn. Alþýðuflokksins hafa lagt fram tillögu tii þingsálykt- unar um að gerð verði úttekt á verktakastarfsemi við Keflavíkur- flugvöll. Ágóði Og skipting arðs Ályktunin er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela sérstakri rannsóknarnefnd, sem skipuð sé 7 mönnum og kosin af Alþingi, að láta fara fram ítarlega úttekt á fyrirtækinu íslenskir aðalverk- takar, enda hafi nefndin vald til þess að kalla þá fyrir sig sem hún telur eiga hlut að máli. Nefndin skal kanna viðskipti félagsins og dótturfyrirtækja þess frá upphafi, umfang viðskipta, verðákvarðanir, ágóða og skiptingu arðs. Þá skal Virðisauka- skattur í stað söluskatts? í athugasemdum með fjárlaga- frumvarpi ársins 1983 er greint frá því, að nú sé verið að semja frum- varp um virðisaukaskatt í stað söiuskatts. Er stefnt að því, að frumvarpið verði tilbúið í byrjun næsta árs. Segir ennfremur að þessum frumvarpsdrögum sé ætlað það hlutverk að leggja grundvöll að umræðum um endanlega stefnu- mótun á þessu sviði. Telja margir að virðisauka- skattur skili sér betur en sölu- skattur, sem vægt til orða tekið hef- ur skilað sér illa fram til þessa, en á þessu ári voru gefin út ný lög um söluskatt, sem miða að því að bæta innheimtu hans. Þess má að lokum geta að öll Norðurlöndin, nema lsland hafa tekið upp virðisaukaskatt í stað söluskatts. - S.dór. nefndin kanna öll önnur viðskipti við varnarliðið. Úttektin skal fara fram fyrir opn- um tjöldum þannig að öllum al- menningi gefist kostur á að fylgjast með þessari upplýsingaöflun. Tilgangur úttektarinnar er að kanna hvort þessum viðskiptum Þingsjá verði komið haganlegar fyrir en nú er og hvort ágóða af þeim verði með öðrum hæti haganlegar og réttlátar skipt en nú er. Talsmaður nefndarinnar skal gefa sameinuðu þingi skýrslu að úttektinni lok- inni.“ Einkaleyfí í aldarfjórðung í greinargerð segja flutnings- menn m.a.: „íslenskir aðalverktakar og fyrirtæki í tengslum við þá hafa starfað í rúman aldarfjórðung. Þeir hafa haft einkaleyfi á margháttuð- um viðskiptum við varnarliðið. Þessi skipan mála þótti eðlileg á sínum tíma, en þó segir það sig sjálft, að margt hefur breyst síðan. Þykir því fyllilega tímabært að gera á því nákvæma úttekt, hvort þessi skipan mála sé ekki orðin úrelt og hvort ekki sé breytinga þörf. Umræður um íslenska aðalverk- taka hafa á undanförnum árum og áratugum mjög blandast saman við almennar umræður um utanríkis- mál. Gagnrýnendur þessa rekstrar hafa jafna verið - mjög gjarnan að minnsta kosti - andstæðingar markaðrar stefnu íslendinga í varnar- og öryggismálum. Af þess- um sökum hefur umræða um þessi viðskipti jafnan koðnað niður. Flutningsmenn telja að þessu þurfi að breyta, úttekt á þessum rekstri þurfi að fara fram óháð almennum skoðunum á utanríkismálum. Flutningsmenn eru raunar fylgj- endur aðildar íslands að Atlants- hafsbandalaginu og náinni sam- stöðu og samvinnu Islendinga með öðrum lýðræðisþjóðum. En flutn- ingsmenn telja að það sé beinlínis í þágu þessarar samvinnu að öll við- verði skipti við varnarliðið séu gersam- lega hafin yfir allan grun og að allir fslendingar geri sér ljósa grein fyrir því, hvernig hátti efnahagslegum samskiptum okkar og Bandaríkja- manna í tengslum við varnarliðið svokallaða. Þegar úttekt sem þessi skal fara fram á vegum Alþingis skiptir það auðvitað máli, að menn felli ekki efnisdóma áður en úttektin hefur farið fram. Tilgangurinn er einmit að afla fáanlegra upplýsinga og á grundvelli þeirra ber síðan Alþingi að taka ákvarðanir um aðra skipan mála þykir því fengnar upplýsingar gefa tilefni til. Langvarandi einokun viðskipta býður ævinlega hættum heim og vekur ávallt spurningar. Það er í þágu allra aðila að slíkum spurn- ingum verði svarað. Á grundvelli slíkra upplýsinga er unnt að taka skynsámlegar og réttar ákvarðanir. Liggi litlar eða engar upplýsingar fyrir er slíkt auðvitað vart mögu- legt og jafnvel ógerlegt." Tillaga svipaðs efnis var til meðferðar þingsins árið 1979, en þá greiddu þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks atkvæði gegn því, að slík úttekt færi fram. -óg. ✓ Island í 15. sæti af 80 þjóðum Á fréttamannafundi þeim er fjármálaráðherra Ragnars Arnalds efndi til daginn, sem hann lagði fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1983 fram, var nokkuð rætt um erlendar skuldir ríkissjóðs. Ragnar greindi þá frá því, að nýverið hefði verið gerð könnun á lánakjörum 80 þjóða víðsvegar um heim, sem tek- ið hefðu lán á alþjóðlegum lána- markaði og kom þá í ljós að ísland var í 15. sæti hvað varðar góð lána- kjör. - S.dór. Bygging brotajámsverksmiðju: Rætt um fjánnögnun frá breskum aðllum Mikil aukning á útflutningi brotajárns Viðræður hafa farið fram milli Stálfélagsins hf. og breskra aðila um að fjármagna og byggja stálbræðslu hér á landi, og er gert ráð fyrir að rísi verksmiðja er geti framleitt um 20.000 tonn á ári af steypu- styrktarjárni og vissum tegund- um stangajárns. Viðræður þessar fóru fram dag- ana 6.-8. október sl., og auk fyrr- greindra aðila tóku þátt í þeim full- trúar iðnaðarráðuneytis, fjármála- ráðuneytis og Seðlabanka íslands. Verksmiðja þessi, ef af verður, mun nær eingöngu nota rafmagn til reksturs, og er áætlað að rekstrar- kostnaður verði mun lægri en áður hefur verið áætlað. Þess má geta að á síðasta ári var flutt út brotajárn fyrir um 3.7 miljónir króna og á þessu ári hefur brotajárn að magni til þegar aukist um 52%, sam- kvæmt upplýsingum Útflutnings- miðstöðar iðnaðarins. Viðræður fyrrgreindra aðila munu halda áfram um næstu mán- aðamót. Þegar hafa verið ræddar hugmyndir sem munu auðvelda innlendum aðilum að gerast hlut- hafar í fyrirtækinu. - v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.