Þjóðviljinn - 15.10.1982, Blaðsíða 11
Föstudagur 15. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15
Suðumesja-
slagur á
morgun
Þýðingarmikill leikur fer fram í
1. deild karla í handknattleik á
sunnudagskvöldið. í Hafnarfirði
leika Stjarnan og Valur kl. 20.
1 úrvalsdeildinni í körfuknatt-
leik verður leikin þriðja umferð
og þar vekur mesta athygli viður-
eign nágrannanna, Keflvíkinga
og Njarðvíkinga, í íþróttahúsinu í
Keflavík kl. 14 á laugardag. Á
sama tíma leika Valur og Fram í
Hagaskóla og kl. 19 á sunnudag
mætast ÍR og KR á sama stað.
Fatlaðir til
Stokkhólms
íþróttafélag fatlaðra í Reykja-
vík sendir þátttakcndur á Solna-
leikana, alþjóðlega íþróttaleika
fatlaðra, sem fara fram í Stokk-
hólmi dagana 6. og 7. nóvember.
Á þessa leik mætir yfirleitt allt
besta íþróttafólk úr röðum fatl-
aðra á Norðurlöndum.
íþróttafélag fatlaðra hefur
nokkrum sinnum sent þátttak-
endur á þessa leika og hefur náðst
mjög góður árangur, meðal ann-
ars sigraði Elísabet Vilhjálms-
dóttir í sínum flokki í bogfimi
1981 og Guðbjörg Eiríksdóttir í
borðtennis 1980.
Ryðvarimi
borðtennis
Firmakeppni borðtennisdeild-
ar KR 1982 var haldin í KR-heim-
ilinu þann 26. september. Saut-
ján fyrirtæki tóku þátt og sigraði
Ryðvarnarskálinn, en keppandi
fyrir hans hönd var Tómas Sölva-
son. í öðru sæti varð Morgun-
blaðið (Jóhannes Hauksson),
þriðja Landsbankinn (Kristinn
Már Emilsson) og fjórða Kristinn
Guðnason (Guðmundur Maríus-
son).
KR vfll fá
Gunnar
og Ragnar
KR-ingar, sem höfnuðu í þrið
ja sæti í 1. deildarkeppninni í
knattspyrnu í sumar, hafa nú alla
anga úti til að styrkja lið sitt fyrir
næsta keppnistímabil. Þeir eru
með tvo landsliðsmenn í sigtinu,
Ragnar Margeirsson frá Kefla-
vík, sem er að vísu að athuga að-
stæður í Belgíu sem stendur, og
Akureyringinn Gunnar Gísla-
son, sem var einn helsti burðarás
KA í sumar og vann sig inn í
landsliðið. KA féll í 2. deild og
það gæti orðið erfitt fyrir Gunnar
að halda landsliðssæti sínu með
því að leika á þeim vettvangi.
- VS.
Gunnar Gíslason.
íþróttir Víðir Sigurðsson
Sigurður Svavarsson, Fram og Alfreð Gíslason, KR stíga dans.
Algert skipbrot Framara í
síðari hálfleiknum gegn KR
Það er alltaf sama sagan hjá
Fram í 1. deild karla í handknatt-
leik. Liðið nær aldrei að halda full-
ri einbeitingu heilan leik og í gær-
kvöldi hrundi leikur þess algerlega i
síðari hálfleik gegn KR. Eftir að
staðan hafði verið 14-12 í leik-
hléi KR í hag, skoruðu Framarar
aðeins fimm mörk í síðari hálf-
leiknum, það þriðja þegar sjö mín-
útur voru til leiksloka, en KR-ingar
héldu sínu striki. Þeir bættu öðrum
14 við og sigruðu með ellefu marka
mun, 28-17.
Leikurinn var jafn framan af en
KR komst þó fljótlega yfir. Fram-
arar voru alltaf skammt undan en
mestu munaði fjórum mörkum,
13-9. Síðan var 14-12 í leikhléi en
KRskoraði þrjú fyrstu mörkin í síð-
ari hálfleik. Fram minnkaði mun-
inn í 17-14 en þá komu sex KR-
mörk í röð, 23-14, og eftir það var
hreinlega um leikleysu að ræða.
Alls konar furðulegir tilburðir litu
dagsins ljós og þegar upp var staðið
voru lokatölurnar 28-17.
Haukur Ottesen naut þess svo
sannarlega að Anders Dahl og Al-
freð Gíslason voru rneira og minna
teknir úr umferð í leiknum. Hann
átti stórleik og var besti maður vall-
arins ásamt Jens Einarssyni mar-
kverði KR, sem varði ein 18 skot.
Haukur skoraði 5 og Anders 4.
Hjá Fram komst Hannes Leifs-
son einna best frá leiknum og þá
varði Ragnar Kristinsson vel loka
kaflann. Hannes og Gunnar
Gunnarsson skoruðu 4 mörk hvor
fyrir Fram, Erlendur Davíðsson,
Jón Árni Rúnarsson og Sigurður
Svavarsson 2 hver.
-VS
Fréttlr af fýluferð
Jón Kr. Valdimarsson formað-
ur Handknattleiksdeildar Vík-
ings hafði samband við blaðið í
gær vegna leiks Víkings og Þrótt-
ar í 1. deild karla, sem samkvæmt
mótabók HSÍ átti að fara fram í
Laugardalshöllinni í fyrrakvöld.
Eins og fram hefur komið var
talsvert af fólki mætt við Höllina
og fór fýluferð því í Ijós kom að
leiknum hafði verið frestað.
Að sögn Jóns var þessi frestun
ákveðin fyrir hálfuni mánuði
vegna Evrópuleikja Víkings í
Færeyjum um síðustu helgi. Það
sem HSÍ og stjórn Víkings láðist
að gera var að láta fjölmiðla og
aðra vita um þessa breytingu.
í tilfellum sem þessum er
nauðsynlegt að þeir aðilar sem í
hlut eiga láti fjölmiðla vita. Það-
an fá flestir upplýsingar um leiki,
en þær upplýsingar eru einmitt
fengnar úr mótabók HSÍ.
íþróttafréttaritarar gera ráð fyrir
að allar dagsetningar og tíma-
setningar í því riti standist og í
þeim tilfellum sem svo er ekki er
það fyrst og fremst skylda HSÍ að
greina fjölmiðlum frá þeim breyt-
ingum með eins góðum fyrirvara
og hægt er. Annars er hætt við að
fýluferðirnar, með allri þeirri óá-
nægju sem þær hafa í för með sér,
verði fleiri, handknattleiksíþrótt-
inni til skammar og skaða.
- VS
TBR gegn
norskum
í kvöld
TBR, Tennis- og badmintonfé-
lag Reykjavíkur, tekur þátt í Evr-
ópukeppni félagsliða i badminton
sem hefst í Antwerpen í Belgíu f
dag. TBR leikur í riðli með Co-
unty Club frá Skotlandi, Kristi-
ansand Badminton Klubb frá
Noregi og Jezica B.C. frá Júgó-
slavíu.
í kvöld mætir TBR norska fé-
laginu, í fyrramálið Júgóslövun-
um og Skotunum seinni partinn á
morgun. Sigurvegarinn í riðlin-
um mætir B.C. Duinwijck frá
Hollandi og sá sem stendur uppi
eftir þá viðureign kemst í fjög-
urra liða úrslit.
Landslelkur
í Belgíu
ísland og Belgía leika landsleik
í badminton í Antwerpen á sunn-
daginn. Landsliðsnefnd hefur
valið keppendur en kínverski
badmintonþjálfarinn, You Zuor-
ong, sem verður á vegum TBR í
Antwerpen, mun raða niður í li-
ðin. Þetta verður fyrsti landsleik-
ur þjóðanna.
Islenska unglingalandsliðið
leikur við færeyska jafnaldra sína
í TBR-húsinu á sunnudaginn og
hefst keppni kl. 14.
opið hús
Knattspyrnudeild ÍK mun hafa
móttöku og sölu á getraunaseðl-
um í vetur í ÍK-húsinu við Mela-
heiði í Kópavogi á hverjum laug-
ardegi kl. 10 - 12.30.
Þar verður meðal annars boðið
upp á knattspyrnumyndir af
myndböndum, kaffiveitingar og
gosdrykki á vægu verði.
Sedov
skrifar u
þjáifun
11
Youri Sedov, hinn kunni þjálf-
ari íslandsmeistara Víkings í
knattspyrnu hefur skrifað leið-
beiningabók um þjálfun knatt-
spyrnumanna og nefnir hana:
„Nútíð og framtíð íslenskrar
knattspyrnu". Bókinni er skipt í
þrjá hluta og heita þeir Upphit-
un, Líkamsþjálfun og Tæknileg
taktisk þjálfun. f henni er fjöldi
skýringamynda og er bókin tilval-
in fyrir þá sem vilja lesa sér til um
þjálfun. Forsíðuna prýðir lit-
mynd af Arnóri Guðjohnsen. Út-
gefandi er Bókhlaðan h.f.
Youri Sedov