Þjóðviljinn - 15.10.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.10.1982, Blaðsíða 3
Föstudagur 15. október 1982 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 3 Vítaverð og fordæmislaus umfjöllun í fjölmiðlum um Garð- veislu s.l. vor, segir höfundurinn, Guðmundur Steinsson ,Jíg er mjög ánægður með uppsetningu Þjoðleikhússins á Garðveislu“, sagði Guðmundur Steinsson á blaðamannafundi í gær. Ljósm. gel. kallar á spurninguna um upphaf. Hér feta ég leið sem hundruð lista- manna hafafarið á undan mér - að leita fanga, kalla á samlíkingar úr sögu sem er sameiginleg menningararfleifð allra þjóða - sagan um sköpunina, hinn fyrsta mann og konu og hið heilaga tré. - Þá sögu er ekki aðeins að finna í biblíunni sem er þó okkur skyldust, heldur einnig í goðafrœði okkar fs- lendinga þar sem Askur og Embla og tréð Yggdrasill eru upphafið. Fullyrðingar um guðlast í þessu sambandi eru því ekki aðeins mis- vísandi heldur rangar. - Það sama er að segja um Skaparann eða hina miklu Móður, hans er víða getið. - Hér tengi ég Skaparann þeirri hug- mynd sem margir kirkjunnar menn aðhyllast, að framleiðsla og notkun kjarnorkusprengjunnar sé táknrœn krossfesting hans og okkar. Ég vil nota tækifœrið til að þakka íslenskum áhorfendum fyrir hve vel þeir hafa sótt verk mín undanfarin ár - Og ástœðan fyrir þessari grein- argerð ersú einlœga ósk mín að þeir kynni sér afeigin raun Garðveislu í Þjóðleikhúsinu sem einsog ég gat um í upphafi liggur núfyrir í bókar- formi. Garðveisla er annað leikrit Guð- mundar, sem Lystræninginn gefur út. Hið fyrra var Stundarfriður. Þá hafa bæði Sólarferð og Þjóðhátíð birst í tímaritinu Lystrænjnginn. Um mánaðarmótin munu tvær nýjar bækur koma út hjá Lystræn- ingjanum: Viðburðarríkt sumar eftir Þorstein Marelsson og Einka- mál eftir unglingabókahöfundinn Hans Hansen, sem Vernharður Linnet hefur þýtt úr dönsku. -ólg. Rjúpnaveiðin hefst í dag: Helmings aukning frá fyrra ári, segir Arnþór Garðarson, fuglafræðingur - Ég hef unnið að þessu leikriti í rúm þrjú ár, gerði að því 32 upp- köst og hef ekki gefið eins mikið af sjálfum mér í nokkurt annað verk, sagði Guðmundur Steinsson leikritahöfundur á blaðamanna- fundi í gær í tilefni þess að leikrit hans, Garðveisla, er nú komin út á bók hjá bókaforlagi Lystræningj- ans. Guðmundur sagðist vera mjög ánægður með uppfærslu leikritsins í Þjóðleikhúsinu, en sagði jafn- framt að það væri vítavert og for- dæmislaust að búin væri til mynd af leikhúsverki í fjölmiðlum áður en það væri fullskapað eins og gerst hefði með Garðveisluna í vor. Aðspurður um gagnrýni fjöl- miðla á verkinu eftir að það var tekið til sýninga sagði Guðmundur að hún hefði verið með svipuðum hætti og gagnrýni á fyrri verk hans. „Það eru áhorfendur sem ráða úr- slitum og þau áhrif sem þeir verða fyrir á sýningunni." Hann sagðist ekki vera vanur að túlka það sem gagnrýnendur segðu um verk sín, en sagði jafnframt að Garðveisla gerði meiri kröfur til áhorfenda en þau verk sem hann hefði áður samið. Guðmundur afhenti fjölmiðlum fjölritaða yfirlýsingu á blaða- mannafundinum, og fer hún'hér á eftir: Leikrit mitt Garðveisla sem hér liggur fyrir í bókarformi var frum- synt í Þjóðleikhúsinu 30. sept. s.l. í upphafi œfinga þess gerðist sá ein- stæði atburður að einhverjir aðilar töldu sér hag í því að gera verkið tortryggilegt í fjölmiðlum. Þetta tókst svo vel, að áður en nokkur mótandi stefna hafði verið tekin í uppsetningu verksins né endanleg gerð handrits lá fyrir, hafði mönnum heppnast að skapa það andrúmsloft meðal þjóðarinnar, að hér væri verksem hlaðið væri klámi og guðlasti. Ahorfendur komu því með ákveðnar væntingar og höfðu fyrir- fram mótaða afstöðu til verksins þegar þeir mættu í leikhúsinu í haust. Þetta höfum við aðstandend- ur sýningarinnar ekki aðeins skynjað sérhvert leikkvöld, heldur hefur það líka staðfestst í umrœðu okkar viðfólk og íþeirri miklu um- rœðu sem á sér stað um verkið útí þjóðfélaginu. - Leikhúsfólki er það vissulega alltaf gleðiefni efþví tekst, að hræra við hugum manna. - Það er eitt af hlutverkum leikhússins að vekja menn til umræðu um mál er við teljum að séu okkur öllum nokkurs virði. En ég hefði kosið að það hefði verið með öðrum hœtti, því ég tel mig eiga brýnt erindi við áhorfendur í þessu verki. Ég hefði óskað að umræðan beindist að meginkjarna verksins en ekki að þeim hlutum sem eru því og mér alveg óskyldir og liggja óraleiðir frá mér og markmiðum sýningarinnar. Sagan um manninn og konuna, Adam og Evu, upphaf ástar þeirra, uppgjöf þeirra gagnvart ástinni, þátttaka þeirra í veislunni miklu og hörmuleg endalok þeirra sem ná hámarki í táknrœnni krossfestingu. Skaparans - tengist sköpunarsög- unni, því spurningin um endalok Ef veður helst gott er allt útlit fyrir að rjúpur verði víða á borðum um hátíðarnar í vetur, en í dag, 15. október má hefja rjúpuveiðar. Að sögn Arnþórs Garðarssonar,. pró- fessors, varð í vor fyrsta raunveru- lega fjölgunin í rjúpustofninum um langan tíma og ertaliðað hún hafi numið um 50% miðað við síðasta ár. Arnþór sagðist þó ekki vilja full- yrða, að rjúpustofninn væri nú að fara í sveiflu. Til þess þyrfti meira að koma til en fjölgun eitt ár þar sem slíkt gæti verið tilviljun. Ef hins vegar er um byrjandi sveiflu að ræða má ætla að rjúpustofninn nái hámarki næstu 4-5 árin. Að sögn Arnþórs hefur haust- veiðin engin áhrif á stnfnstærð rjúpunnar og sagði hann að veiðin mætti að skaðlausu vera miklu meiri. Bestu veiðisvæðin eru sem fyrr í útköntum hálendisins, að austan og vestan en þegar snjólétt er eins og nú, má búast við rjúp- unni norðarlega og ofarlega. Stofnstærð rjúpunnar hefur löngum verið deiluefni land- eigenda, veiðimanna og vísinda- manna. Arnþór sagði að nú mætti ætla að um 300 rjúpur væru á besta landinu en í síðasta hámarki, árið 1966, var fjöldinn á sömu svæðum þrisvar- fjórum sinnum meiri, eða 20 - 50 pör á ferkílómetra. MIÐNÆTURHA TIÐ 1 léttum dúr og moll í Háskólabíói í kvöld kl. 23.30 \ Unöirleikari'. Guðrún k- Kns^öowr Miðasala í Háskólabíói frá kl. 4 fimmtudag og föstudag. Lyftum okkur upp í skammdegisbyrjun!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.