Þjóðviljinn - 15.10.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.10.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. október 1982 ✓ Italski kommúnistaflokkurinn ViÍl opna nýjar leiðir til lýðræðis og sósíalisma ítalski kommúnistaflokkurinn gegnir að mörgu leyti lykilhlutverki í evrópskum stjórnmálum: með af- dráttarlausu og málefnalegu upp- gjöri við arfleifð Októberbyltingar- innar og þýðingu hennar fyrir evrópska verrkalýðshreyfingu hef- ur hann opnað dyrnar fyrir nýrri stefnumótun í þróun lýðræðisins í Evrópu. Jafnframt hefur flokkur- inn sýnt ríkari skilning en aðrir v-evrópskir kommúnistaflokkar á breyttri aðstöðu verkalýðsstéttar- innar heima fyrir og með því skapað sér þá stöðu í ítölskum stjórnmálum, að ekki verður fram- hjá honum gengið við þróun lýð- ræðisins á Italíu. „Ég fæ ekki séð að það sé nokkur ástæða til að við breytum afstöðu okkar til þróunar mála í Póllandi. Einmitt það sem nú á sér stað staðfestir, að afstaða okkar var mótuð á traustum grunni", sagði Enrico Berlinguer, formaður flokksins nýlega á miðstjórnar- fundi, þar sem hann átti skörp orðaskipti við Armando Cossuta, en Cossuta er fulltr. þess flokks- brots innan PCI, sem haldið hefur fullri tryggð við stefnu Sovétríkjanna-í gegnum sætt og súrt. Flokksbrot þetta er í miklum minnihluta, og vænta menn að til uppgjörs muni koma á landsþingi flokksins, sem haldið verður í byrjun næsta árs. Berlinguer var hvassyrtur á mið- stjórnarfundinum og sagði að mál- flutningur Cossuta bæri þess vitni, að hér væri um aðför að flokks- einingunni að ræða, og væri henni greinilega stýrt utan frá. Hann vitnaði síðan til „biturrar reynslu nokkura Austurevrópulanda“ og sagði: „Við tilheyrum þeim sem láta ekki lítillækka sig og við mun- um sjá til þess að verja okkur“. Þótt flokksformaðurinn hafi ekki nefnt Sovétríkin á nafn var auðvelt að skilja, hverjum skeytið var ætlað. Það sem vakti hin hvössu við- brögð Berlinguers voru m.a. til- raunir Cossuta til þess að tengja „hina kolröngu afstöðu flokksins til Sovétríkjanna" við stefnu flokksins í launamálum og of mikla „þjónkun við atvinnurekendur“. Er talið að Berlinguer óttist nú að Cossuta og fylgismenn hans kunni að ná til fylgis við sig þeim hluta flokksfélaga sem eru óánægðir með þá stefnu flokksins , sem birt- ist í samvinnuvilja við Kristilega flokkinn og hin borgaralegu öfl. Söguleg málamiðlun Sú stefna á sér rætur allt aftur til ársins 1973, þegar Enrico Berling- uer boðaði hina „sögulegu mála- miðlun" sem lausn á hinni stöðugu kreppu, sem ríkt hefur í stjórnmál- um um áratuga skeið. Hin sögulega málamiðlun skyldi felast í stjórnar- skrifaði einnig þá hugmynd vinstri- armsins, sem stefndi að stjómar- samstarfi allra vinstri flokkanna og hugsanlegs flokksbrots úr kaþólska flokknum. Hugmynd Berlinguers um hina sögulegu málamiðlun byggðist á því, að allur Kristilegi flokkurinn tæki þátt í henni. Kommúnistar skyldu slá af ýmsum „sósíalískum" kröfum sínum gegn því að Kaþólski flokkurinn tæki ótvíræða afstöðu gegn hægri öfl- unum og stefndi heils hugar að lýð- ræðislegri samvinnu við kommún- istaflokkinn. Kaþólikkar hafa ver- ið klofnir í afstöðunni til hugmynda Berlinguers, en þeir sem tóku iák- atkvæðum í kosningunum 1979, en það var í fyrsta sinn frá stríðs- lokum, sem flokkurinn hafði tapað kosningum. Umskiptin 1980 Eftir jarðskjálftana miklu á S- Ítalíu 1980 stóð ríkisstjórn kristi- lega flokksins ráðþrota gagnvart Enrico Beriinguer, formaður ítalska kommúnistaflokksins, og Ciraco de Mita formaður Kristilega lýðræð- isflokksins takast í hendur. Ýmislegt þykir benda til þess að nýir möguleikar tii samstarfs á milli þessara höfuðpóla í ítölskum stjórnmálum hafi opnast eftir stjórnarkreppuna í sumar. samvinnu kommúnista og kristi- lega lýðræðisflokksins, hinna tveggja andstæðu póla í ítölskum stjórnmálum, sem löngum hafa staðið í eins konar pattstöðu, hver andspænis öðrum. Hugmynd Berlinguers var m.a. sprottin upp af reynslunni í Chile: tilraun til að einangra kristilega flokkinn gat ýtt undir fasíska lausn kreppunnar. Berlinguer dró þá á- lyktun að þróunin í átt til lýðræðis og sósíalisma yrði að gerast með samvinnu kommúnista, sósíalista og kaþólikka, og örlög Ítalíu væru undir því komin að þetta tækist. Hann afskrifaði þá hugmynd hægri arms flokksins, að mynda ríkis- stjórn með sósíalistum án þátttöku kaþólska flokksins, og hann af- vætt undir þær, með Aldo Moro í broddi fylkingar, lentu í minni- hluta innan flokksins. Aido Moro var sem kunnugt er tekinn af lífi af „Rauðu herdeildunum“, og er talið að þessi afstaða hans hafí ráðið því, að hann var tekinn af lífi. Ekkja hans lýsti yfir fyrir rétti í sumar að hún teldi, að Rauðu herdeildirnar hafi verið verkfæri hægri aflanna á Ítalíu við morðið. Vegna hins alvarlega ástands, sem ríkti á Ítalíu, tóku kommúnist- ar þann kostinn að styðja minni- hlutastjórn Kaþólska flokksins, m.a. til baráttunnar gegn hryðju- verkastarfsemi og til að fram- kvæma tilteknar umbætur. Sá stuðningur kostaði flokkinn tals- vert fylgi, því hann tapaði 500 þús. þeim mikla vanda er hundruð þús- unda misstu heimili sín. Það var lyrst eftir að hjálp tók að berast erlendis frá, sem ríkisvaldið tók eitthvað við sér. Kommúnistar réðust þá heiftarlega að stjórninni, og svo virtist sem allar hugmyndir um sögulegar sættir væru úr sög- unni. Sett var fram krafan um „heiðarlega ríkisstjórn" og „lýðræðislegan valkost“. Brátt tók afstaða flokksins þó að skýrast, og hann ítrekaði kröfuna um að stjórnmálakreppan á Ítalíu yrði leyst án uppgjörs við valda- kerfi Kristilega flokksins sem hinn vaxandi Sósíalistaflokkur væri í rauninni hluti af, en sósíalista- flokkurinn hefur undanfarin ár verið í stjórnarsamstarfi við Kristi- lega flokkinn ásamt þrem öðrum borgaralegum smáflokkum. Sósí- alistar hafa í reynd tekið þá afstöðu að útiloka kommúnista frá stjórn- arsamstarfi og hafa verið ákaft gagnrýndir af kommúnistum fyrir hentistefnu. Nýjar leiðir Það gerðist svo á liðnu sumri, að kaþólikkar tóku undir þá gagnrýni kommúnista. Er sósíalist- ar sögðu sig úr stjórninni til þess að reyna að þvinga fram kosningar voru þeir stöðvaðir í þeim fyrirætl- unum af kommúnistum og kristi- legum í sameiningu. Stjórnar- kreppunni lyktaði þannig með, að sama stjórnin var mynduð á nýjan leik og hafði einungis orðið al- menningi til aðhláturs. Síðan hefur það gerst, að Ciriaco de Mita, for- maður Kristilega flokksins, hefúr með endurteknum yfirlýsingum imprað á möguleikum á hugsan- legu samstarfi kommúnista og ka- þólikka, Sósíalistaflokknum til mikillar hrellingar. De Mita sagði í viðtali við dag- blaðið il Manifesto að „Kommún- istaflokkurinn ætti að endurvinna það sjálfstraust sem gerði honum kleift að taka pólitískt frumkvæði." Og í vikuritinu L’Éspresso sagði hann, að hann hefði aldrei skilið þá, sem krefðust þess af Kommún- istaflokknum að hann sverði af sér ákveðna hugmyndafræði. „í hinni sögulegu framvindu stjórnmála- aflanna getur lokuð eða kreddu- bundin hugmyndafræði orðið hvati til vaxtar á sama hátt og hún hættir að skipta máli þegar flokkurinn hefur vaxið. Ég vil því eins og Jó- hannes páfi gera greinarmun á vill- unni og þeim sem gerir hana.“ ítalskir stjórnmálamenn tala oft í gátum og þeir geta verið jafn hálir og þeir eru kurteisir. Það er nú eftirlætisviðfangsefni ítalskra stjórnmálaskýrenda að ráða í rúnir sem þessar, og margir þeirra telja að stjórnarkreppan í sumar hafi opnað nýjar dyr til aukins sam- starfs á milli Kristilega flokksins og kommúnistanna. Það dylst að minnsta kosti engum, að framhjá þeim verður ekki gengið við lausn hinnar pólitísku kreppu á Ítalíu. - ólg tók saman. Vinstrimeim fá völdin Hernan Silez Suazo, hinn nýi for- seti Bólivíu, er 69 ára gamall leið- togi kosningabandalags vinstri manna. Mun Reagan fordæma hann sem útsendara frá Moskvu eins og Sandinistastjórnina í Nicar- agua? Það telst til tíðinda í Rómönsku Ameríku, þegar herforingjar fara sjálfviljugir frá völdum og iíklega er það einsdæmi, sem nú hefur gerst í Bóiivíu, að hin alræmda ein- ræðisstjórn hersins færir kosninga- bandalagi vinstri manna völdin að frjálsum vilja. Ástæðan er augljós: Efnahags- öngþveitið og óstjórnin í landinu hafði leitt þjóðina á barm borgara- styrjaldar og herforingjastjórnin stóð ráðþrota gagnvart vandanum. Síðast nú í september þurfti ríkisstjórnin að semja um gjald- frest við 128 erlendar bankastofn- anir vegna 450 milljón dollara skuldaafborgunar, og skuldirnar voru komnar upp í 3,5 miljarða dollara. Það var í júlí 1980, sem Garcia Meza herforingi tók völdin og kom þannig í veg fyrir að Hernan Siles Suazo og Lýðræðislega alþýðu- bandalagið (UDP) næðu völdum eftir sigur í þingkosningum. Síðan hafa 3 ríkisstjórnir herforingja set- ið við völd í Bólivíu, og hafa þær allar beitt mikilli grimmd í ofsókn- um sínum á hendur vinstri mönnum, jafnframt því sem her- foringjarnir hafa notað valdaað- stöðu sína til þess að komast inn í hinn arðbæra kókaínútflutning, sem á valdatíma þeirra varð að ein- ni mikilvægustu útflutningsvör- unni. Atvinnuleysi, versnandi lífskjör og óðaverðbólga, sem talin er vera á milli 150-200%, hefur haft í för með sér að stór hluti þjóðarinnar Iifir nú á hungurmörkunum. Það var við þessar aðstæður, sem Vild- osa herforingi kallaði á Hernan Si- les Suazo úr útlegðinni í Perú um leið og hann fól völdin í hendur þingsins sem var kjörið 1980. Siles Suazo Siles Suazo var áður forseti Bóli- víu frá 1956-64. Hann er leiðtogi UDP, sem er bandalag Vinstrisinn- aða þjóðlega byltingarflokksins (MNRI), Vinstri-byltingarflokks- ins (MIR) og kommúnistaflokks Bólivíu (PCB). Bandalagið hlaut flest atkvæði í kosningunum, sem haldnar voru 1978,1979 og 1980 og nýtur nú auk þess stuðnings sósíal- istaflokksins (PS-1). Samanlagí hafa þessir flokkar 68 þingsæti, en þeir munu eiga í höggi við harð- snúna borgaralega stjórnarand- stöðu, því miðjuflokkurinn og hægri flokkurinn hafa samanlagt 74 þingsæti. Engu að síður hlaut Siles Suazo meirihluta stuðning á þing- inu til forsetaembættisins, og mun borgaraflokkunum vart þykja fýsi- legt að takast á við þau hrikalegu vandamál, sem hin nýja ríkisstjórn stendur frammi fyrir. Sambúðar- vandamál Hin hrikalegu vandamál heima fyrir tengjast einnig sambúðinni við nágrannaríkin, Bandaríkin og ekki síst Alþjóðabankann, en væntanlega mun ríkisstjórnin þurfa að leita til hans eða annarra alþjóð- legra lánastofnana vegna efnahags- vandans. Kommúnistar munu taka sæti í hinni nýju ríkisstjórn Suazo, og verður fróðlegt að sjá hvort Reagan Bandaríkjaforseti muni fordæma hana sem útsendara Mos- kvu og skera á aðstoð eins og gert var við byltingarstjórnina í Nicar- agua. Samskiptin við Bandaríkin munu hafa mikla þýðingu fyrir lausn efnahagsvandans í landinu. Lýðræði endurreist 1 Bólivíu Suazo hefur þegar sagt að hann muni lýsa yfir efnahagslegu neyðarástandi og að hann muni láta fara fram hreinsun í hernum og skera upp herör gegn hinni ólög- legu eiturlyfjaverslun, sem herfor- ingjarnir hafa lagt undir sig að stór- um hluta. Athyglisvert er að eitt fyrsta verk hinnar nýju stjórnar var að handtaka og fr'amselja ítalskan hryðjuverkamann og eiturlyfja- sala, sem talinn er hafa átt þátt í sprengingunni á járnbrautarstöð- inni í Bologna á Italíu fyrir tveim árum, sem banaði 85 manns. Þótt Siles Suazo, sem nú er 69 ára gamall, njóti stuðnings námu- verkamanna og Alþýðusambands- ins, þá mun stjórnarandstaðan, herinn og herforingjastjórnirnar í nágrannalöndunum sjálfsagt eiga eftir að gera honum erfitt fyrir við að reisa landið úr efnahagslegri rúst. ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.