Þjóðviljinn - 15.10.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.10.1982, Blaðsíða 9
Föstudagur 15. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Hvaö vitum viö um grænlenskt verkafólk? Hvaö eru Grænlendingar margir? Hvað vinna þeir einkum viö? Hvenær stofnuöu þeir meö sér verkalýössamtök? Hvar standa þeir í lífsbaráttunni? Allt eru þetta spurningar, sem einungis örfáir íslendingar kunna viöhlítandi svör viö, og er þaö til vansa ekki síst þar sem íslensk verkalýðshreyfing hefur nýlega bundist þeirri grænlensku böndum meö stofnun Verkalýðshreyfing- arinnar í N-Atlantshafi. Hér veröur gerð tilraun til aö bætaofurlítið úrog rakin saga samtaka launafólks í ' örfáumoröum. Örstutt ágrip af sögu samtaka grænlensks verkalýðs Samkvæmt manntali 1. janúar 1980 bjuggu á Grænlandi 49.773 menn. Þar af voru fæddir á Græn- landi 40.947 en utan Grænlands 8.826. Varðandi skiptingu í verka- lýðsfélög þá er nteginreglan sú að innfæddir eru í græniénsku verka- lýðshreyfingunni en þeirsem fædd- ir eru utan landsins eru í dönskum verkalýðsfélögum. Langflestir Grænlendinga vinna við fiskveiðar og aðrar veiðar, framleiðsluiðnað ýmiss konar og námugröft, byggingar og verslun. ins 9 menn og eru þeir valdir sér- staklega nteð tilliti til búsetu þann- ig að landshlutar hafi þar fulltrúa. Innan SIK eru 26 verkalýðsfélög sem starfa unt landiö allt. í'aö þarf að minnsta kosti 25 íélaga til að hægt sé að stofna stéttarfélag og minni byggðir verða því gjarnan að stofna sérdeildir sem eiga aðild að stéttarfélögunum í stærri bæjun- um. Yfirstjórn SIKeríhöndunt aðal- fundar sem haldinn er annað hvert ár. Á fundinn koma 1 - 4 þátttak- | „Langflestir Grænlendingar vinna við fisk- veiðar og aðrar I veiðar, fram- leiðsluiðnað ýmis konar, námugröft, byggingar og verslun“. Ljósm. hm. Alþýðusamband Grænlands Allmargir hafa og atvinnu af flutn- ingum enda landið stórt.Flestir eru í vinnu hjá Grænlandsversluninni og því opinbera. Upphaf grœnlenskrar verkalýðs- hreyfingar Það var í kolanámubænum Qull- isat sem fyrsta verkalýðsfélagið á Grænlandi varstofnað árið 1947. Á næstu árum skutu verkalýðsfélög upp kollinunt í fleiri bæjum en það var svo ekki .fyrr en 1956 sem heildarsamtök grænlensks verka- lýðs voru stofpuð og var þeirn gefið nafnið Verkalýðssamband Græn- lands, skammstafað upp á dönsku GAS. Þetta samband var við lýði þar til á landsþinginu 1978 að breytt var um nafn og það skýrt upp á grænlensku Sulinermik Inu- utissarsiuteqartut Kattuffiat - SIK. Þetta þýðir bókstaflega: allir þeir sent lifa á'vinnu sinni. SIK eru einu samtök grænlensks verkafólks og málsvari þess. Þeir sem fæddir eru utan Græn- lands eru almennt í dönsku verka- lýðsfélögunum. SIK er því nokkurs koriar Alþýðusamband Grænlands og sér um samningagerð gagnvart atvinnurekendum, en þeirra stærstir eru annars vegar Græn- landsverslunin og hins vegar stjórnvöld. Með nafnbreytingunni 1978 var einnig hafið starf til að fá sem flesta starfshópa og stéttir inn í samtökin þannig að þau spegluðu vinnumarkaðinn um landið. Innra skipulag hreyfingarinnar Þar til fyrir tveimur árum síðan hafði SIK einungis tvo menn á launaskrá, þ.e. ritarann og gjald- kera. Sáu þessir tveir um allt skrif- stofuhald. 1980 var svo ákveðið að formaður SIK. sem er Jens Ly- berth frá Nuuk (Godtháb) og tveir svokallaðir svæöisritarar, færú í fullt starf á vegum samtakanna þannig að í dag vinna 5 menn í fullu starfi hjá SIK. í dag sitja í miðstjórn sambands- endur frá hverju verkalýðsfélagi og þar er kjörin 9 manna miðstjórn SIK. Úr miðstjórn mynda svo 5 rnanns framkvæmdastjórn sern m.a. fer með öll samningamál og sér um daglegan rekstur sam- bandsins. Á vegum SIK eru 3 sjóðir sem félagsmenn greiða í af launum sín- um. Ferðasjóður sent fjármagnar ferðir félagsmanna, atvinnuleysis- tryggingasjóður sem var stofnaður vegna lítilla framlaga frá hinu opin- bera til þess arna og loks verkíalls- sjóður sem stofnaður var 1978. Verslun og viðskipti Dönsk áhrif eru gífurleg á Græn- landi enda stutt síðan heimastjórn komst á, en þaö var árið 1979. 1972 höfðu Grænlendingar fylgt Dönum inn í Efnahagsbandalagið enda þótt 70% landsmanna hefðu verið á móti aðild þá. Aftur var kosið um aðildina að EBE á þessu ári og enn og aftur staðfestu Grænlendingar þá skoðun sína að Grænland skyldi ekki vera í Efnahagsbandalaginu. Anker Jörgensen fyrrverandi for- sætisráðherra hafði sagst mundu staðfesta niðurstöður kosninganna en ekki er vitað hver afstaða núver- andi forsætisráðherra Dana er í málinu. Fyrirtækin í atvinnulífinu eru flest í eigu Dana og fjármagn streymir þvf ört út úr landinu. Þessu vill grænlensk verkalýös- hreyfirtg ekki una og því var stofn- að fyrir atbeina hennar fýrirtækið Eqqiaasq íNarsaq árið 1980. Þetta fyrirtæki, sent er í eigu starfsmanna fæst við hreingerningar ýmiss kon- ar og er hugmyndin að stofna fleiri sjálfstæð fyrirtæki sem rekin cru af starfsmönnum og í eigu þeirra sjálfra. Það er víða barist gegn ný- lendufjötrunum á Grænlandi og verkalýðshreyfingin ætlar sér stór- an hlut í þeirri baráttu. Samningsréttur og launamál ,.Á Grænlandi tíðkast ekki að gera heildarkjarasamninga milli at- vinnurekenda og launafólks. Það eina sem raunverulega er ákveðið fyrir alla í einu, er hvcnær einstakir samningar renna út. Annars liafa einstök félög samningsréttinn í sín- um höndum. Komi upp hörð stétta átök, sem ekki tekst að leysa með venjubundnum hætti fer deilan fyrir 5 manna nefnd sent í sitja tveir fulltrúar frá hvorum deiluaðila auk formanns sem báðir eru sammála um að gegni þeirri stöðu. Þessi ncfnd helur vald til að semja um.- lausn deilunnar og veröa hilir að hlýta þeim úrskurði og kentur hann ekki einu sinni til atkvæðagreiðslu félagsmanna. Stjórnmála- afskipti SIK SIK hefur talsverða áhrif í sveitasjórnum á Grænlandi og sitja fulltrúar einstakra landshluta- deilda í nefndum sveitastjórnanna. Þá sitja fulltrúar SIK í fjölmörgum nefndum á vegum Landsþingsins og öðrum ríkisstofnunum. Þegar Danmörk gerðist tiöili að Efnahagsbandalaginu 1973, neyddust Grænlendingar til að fyl- gja þar með. SIK hefur alla tíð bar- ist gegn veru Grænlands í Efna- hagsbandalaginu og tók virkan þátt í baráttunni gegn veru Grænlands þar sl. sumar. Slóst verkalýðs- hreyfingin grænlenska þar í hóp 3ja stjórnmálaflokka sem helst létu að sér kveða í þeim slag. Siumut- flokknum. Sulisartuflokknum (sem SIK setti raunar á stofn á sín- um tíma) og Inuit Ataqatigiit- flokknum sem er marx-lenínisk hreyfing. SIK hefur tekið virkan þátt í samvinnu viö grannþjóðirnar á norðurhveli, þ.e. Alaska og Kana- da. Þá er grænlenska alþýðusam- bandið stofnaðili að Verkalýðs- hreyfingunni í Norður-Atlantshafi, sem nýlega var stofnuð í Færeyjum með aðild Færeyja og íslands. Stjórnmála- flokkur hreyfingarinnar Alþýöusamband Grænlands stóð fyrir stofnun sérstaks stjórn- málaflokks 1979 og tók hann þátt í kosningunt til landsþingsins og sveitastjórna á Grænlandi það ár. Ástæðan fyrir stofnun flokksins var sú aö verkalýðshreyfingin taldi nauðsyn bera til að hún ætti full- trúa í stjórn landsins. Við kosningarnar til landsþings- ins fékk flokkurinn sem á græn- „Það var í kolanámubænum Qullisatsem fyrsta verkalýðsfélagið á Grænlandi var stofnað árið N1947“. Ljósm. hm. lensku kallast Sulisartut Partiiat 5.6% atkvæðanna, 3% í kosning- unum til sveitastjórna og ll% í kosningunum til Þjóðþingsins í Kaupmannahöfn. Nú hefur verið ákveðið að leggja flokkinn niður. Hér hefur verið farið fljótt yfir sögu grænlenskrar verkalýðshreyf- ingar. Það er ljóst af þessu ágripi að hún er enn að slíta barnsskónum og það er ekki aö efa að grænlenskur vcrkalýður væntir stuðnings félaga sinna hér á landi í baráttu sinni fyrir hagsmunum sínum. Er þess að vænta að stofnun samtakanna Verkalýðshreyfingin í Noröur- Atlantshafi, sem verkafólk í Fær- eyjum, Grænlandi og Islandi stendur að, geti orðið verkalýðs- baráttunni á norðurhjara mikil og öflug lyftistöng Valþór Hlöðversson tók saman.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.