Þjóðviljinn - 15.10.1982, Blaðsíða 2
2 SIPA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. október 1982
Það er meira hvað maður
eldist — þótt maður hafi engan
tíma til þess.
Staðgengill
ekki
auðfundinn
Eins og áður hefur verið að vik-
ið hafði Vigfús Erichsen gert.
harða hríð að Magnúsi Stephens-
en vegna ráðsmennsku hans með
Viðeyjarprentið og Landsupp-
fræðingafélagið.
Enda þótt Vigfús væri bæði
sektaður fyrir þetta tiltæki sitt og
ummæli hans um Magnús dæmd
dauð og ómerk þá var stiptsyfir-
völdunum samt sem áður falið,
1827, að láta fara fram rannsókn
á stjórn Landsuppfræðingafél-
agsins og meðferð á eignum þess,
svo og stjórnina á Viðeyjar-
prenti, en félagið taldist eiga það.
Þóttu allt þetta mikil tíðindi.
Rannsókn þessari lauk 1828 og
var kansellúnu send skýrsla um
málið. Komust stiptsyfirvöld að
þeirri niðurstöðu að félagið væri
ekki lengur starfandi og af því
leiddi, að landið ætti orðið prent-
verkið. Var Magnús krafinn um
reikninga þess. En Magnús karl-
inn þæfðist fyrir. Stiptyfirvöldun-
um væri svo sem meira en vel-
komið að taka við þessu öllu og fá
einhverjum öðrum en sér stjórn-
artaumana, en gaf um leið í skyn,
að torvelt gæti orðið að finna
þann mann, sem fær væri um að
taka að sér þessi störf. Til orða
mun hafa komið að flytja prent-
verkið frá Viðey og þá helst inn
að Rauðará. Ekkert varð þó af
því.
— mhg
Gætum
tungunnar
Sagt var: Arabar og ísraelsmenn
hafa löngum veitt hverjir öðrum
búsifjar; en friður væri í beggja
þágu.
Rétt væri: Arabar og ísraels-
menn hafa löngum veitt hvorir
öðrum þungar búsifjar; en friður
væri í þágu hvorratveggju (eða
hvorra tveggja).
Líffræöingar bera saman bækur
' sínar um helgina
Kennsluefni
og aðferðir
mismunandi
um land allt
Um helgina munu líffræðingar
víðs vegar að af landinu fjölmenna
til ráðstefnu í Menntaskólanum í
Hamrahlíð þar sem rætt verður um
stöðu og framtíð líffræðináms á
mismunandi skólastigum í íslenska
skólakerfinu.
Hver man ekki eftir gömlu dýra-
fræðinni hans Bjarna Sæmunds-
sonar og hver las ekki líka grasa-
fræðibókina í barnaskóla ? Þarna
voru allir hlutir á sínum stað:
hundurinn, kötturinn, hesturinn,
flflllinn og sóleyin.
Á síðustu árum hafa nýjungar
rutt sér til rúms í líffræðikennslu
líkt og í öðrum raungreinafögum.
Bæði nýjungar í kennsluefni og
ekki síður nýjungar varðandi
kennsluna sjálfa, þ.e. að færa hana
úr lokaðri kennslustofu út á við-
fang fræðanna náttúruna sjálfa.
A sama tíma hafa ný viðhorf og
ný sjónarmið komið fram í um-
hverfismálum, s.s. varðandi nýt-
ingu auðlinda, spillingu umhverfis,
heilsufar, en þessir þættir skipta
orðið miklu í okkar daglega lífi og
snerta allir á sinn hátt líffræði og
um leið líffræðikennslu.
Það er því ekki að undra að líf-
fræðingar komi saman til að bera
saman bækur sínar og kanna stöðu
líffræðikennslu í skólum landsins.
Logi Jónsson líffræðingur leit
hér við á Þjóðviljanum fyrr í vik-
unni til að kynna fyrirhugaða ráð-
stefnu. Hann sagði m.a., að líffræ-
ðingar sem starfa við kennslu í
skólum landsins stæðu frammi fyrir
því að engin námsskrá fyrir líf-
fræðikennslu er formlega í gildi í
landinu. Því sé mjög undir hælinn
lagt hvað er kennt og hvernig og er
það meira og minna í höndum ein-
stakra kennara. Samkvæmt könn-
un sem gerð hefur verið, kom í ljós
að í yngstu bekkjum grunnskólans
Logi Jónsson líffræðingur: Brýn þörf á að samstilla líffræðikennsluna í
landinu.
er gamalt kennsluefni notað að
langmestu leyti. f eldri bekkjunum
er aftur meira um nýjungar þó
innan um og samanvið megi víða
finna gömlu bækurnar.
„Þetta tilraunanámsefni sem
komið hefur fram á síðustu árum er
auðvitað misgott, en það er ekki
síst kennsluaðferðin sem skiptir
máii. Það er ekki nóg að vera með
nýtt og spennandi námsefni en hafa
síðan enga aðstöðu til að kenna
það á réttan hátt.
Aðstaðan í skólum er mjög mis-
munandi og það ætlum við einmitt
að ræða á þessari ráðstefnu.
Höfuðspurningin á ráðstefnunni
er um markmið og leiðir.
Menn eru að prófa sig áfram,
það vantar heildarstefnu. Hana
þarf að móta, því við vitum að
margt má betur fara,“
Þess má geta að ráðstefnan er
öllum opin, jafnt kennurum, nem-
endum, foreldrum og öðru áhuga-
fólki, en ráðstefnan hefst í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð á laugar-
daginn kemur, kl. 13.30. - Ig.
Merk stytta
sem fannst í Kansú
í Kína
Fljúgandi
hestur
Dr. Ewald Isenbúgel forseti
F.E.I.F. með styttuna góðu.
Hermenn af Vellinum
„Líkræningjar?”
„Líkræningjar í kirkjugarðin-
um?“ spyrja Víkurfréttir þeirra
Suðurnesjabúa í fyrirsögn í síð-
asta tölublaði.
Tilefnið er frásögn sjómanns
sem býr í námunda við Kirkju-
garðinn í Keflavík og er starfs síns
vegna oft á ferðinni þegar aðrir
sofa.
í sumar var sjómaðurinn æði
oft var við mannaferðir í Kirkju-
garðinum að nóttu til. Þegar
hann gætti nánar að hvað væri á
seyði, kom í ljós, að hér voru
komnir hermenn ofan af Kefla-
víkurflugvelli að grafa eftir
ánamöðkum til beitu. Sjómaður-
inn sagði í samtaii við Víkur-
fréttir að hann vildi líkja þessum
hermönnum við iíkræningja.
Af þessum fréttum að dæma
virðast fáir vera óhultir fyrir
hernámsliðinu, þegar kirkju-
garðar eru farnir að fá reglulegar
heimsóknir um nætur.
Á landsmóti hcstamanna sem
haldið var í Skagafírði í suntar
sem leið, vakti einn verðlauna-
gripurinn sérstaka athygli, en
það var verðlaunastytta sem gefin
var af F.E.I.F. og var veitt þeim
hesti sem hlaut hæstu einkunn í B.
flokki, en það var Hrímir frá
Hrafnagili.
í Hestamannablaðinu Eiðfaxa
segir nánar frá þessari merku
styttu.
Hún fannst við fornleifagröft í
héraðinu Kansú í Kína, ásamt
fjölda annarra dýrgripa sem sýna
og segja ýmislegt um hernaðar-
tækni og herflutninga, o.m.fl.
Hún er talin vera frá 3500 f. Kr.
Fljótlega var farið að kalla stytt-
una „Hinn fljúgandi hest frá
Styrkjum Rauöa krossinn
Plastpokar
á 3 krónur
„Einu sinni á hverjum tveimur
vikum berst okkur hjálparbeiðni
utan úr heimi vegna jarðskjálfta,
flóða, fellibylj a,styrjalda og ann-
arra hörmunga. Jarðskjálftar og
eldgos geta einnig dunið yfír okk-
ur Islendinga.
Verum því viðbúin að þurfa að
hjálpa nábúum okkar heima og
heiman“.
Kansú“ og það sem vekur séi
staka athygli manns er hve miki
kraftur er í hestinum sem er
flugskeiði og til áhersluauka hel
úr listamaðurinn látið hestin
tyila sér niður á fljúgandi svöl
með annan afturfótinn. Þetta e
geysisérstakt listaverk og ekl
síst vegna þess að ekki er vitai
um marga slíka muni þar ser
óvéfengjanlega er um að ræð
skeið og til gamans má geta þes
að enginn vafi leikur á um takl
inn. Hesturinn er látinn skeið
hátt og tignarlega með mikl
svifi.
Það er rétt að taka það fram a<
verðlaunastyttan á Landsmótim
var afsteypa af hinni upprunalegi
styttu sem var síðast þegar vii
fréttum á sýningu í London.
Svo segir m.a. á veggspjaldi
sem Rauði Krossinn hefur látið
útbúa og mun setja upp í matvör-
uverslunum til að minna á nýstár-
lega aðferð til að afla félaginu
tekna.
í verslunum verða á næstunni
til sölu innkaupapokar úr plasti,
merktir Rauða krossinum. Hvei
poki verður seldur á 3 krónur og
verður tekjum af sölunni varið til
hjálparstarfa innan lands o^
utan.
Til marks um útgjöld Rauða
krossins má hafa að í fyrra keypti
félagið átta nýjar sjúkrabifreiðai
sem kostuðu tæplega 1.6 miljónii
króna.