Þjóðviljinn - 22.10.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.10.1982, Blaðsíða 5
Vítavert af Sverri Hermannssyni aö láta teikna og bjóöa út smíöi skips, sem að dómi nef ndarmanna er skref aftur á bak, segir Bolli Ólafsson framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Patreksfiröi. — Fólk á Vestfjörðum vænt- ir sér mikils af ferjunni yfir Breiðafjörð, og við teljum þetta vera fyrst og fremst þjónustum- ál við suðurhluta Vestfjarða en ekki ferðamannaþjónustu, eins og Sverrir Hermannsson og aðrir hafa gefið í skyn, sagði Bolli Ólafsson framkvæmda- stjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Patreksfirði í samtali við Þjóðviljann. Föstudagur 22. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 sveitafólks Upplýsingaþjónusta landbúnað- arins hefur ákveðið, í samráði við Stéttarsamband bænda og Hótel Sögu, að efna til orlofsvikna fyrir bændur, húsfreyjur og annað fólk úr sveitum landsins, nú í vetur. Vikurnar hefjast á mánudögum og lýkur á sunnudögum. Gist verö- urá Hótel Sögu. Skipulagðar verða ferðir í afurðasölufélög bænda og fleiri staði. Þá verða útvegaðir mið- ar í leikhúsin. Orlofsvikurnar hafa verið og verða hæfileg blanda af fróðleik og skemmilegheitum. Verð á „vikupakkanum" er kr. 2500. Fyrsta vikan, og sú eina fyrir áramót, hefst 22. nóvember. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í orlofsviku nú í vetur, ættu að hafa samband við Ferðaþjónustu bænda í Bændahöllinni sem fyrst. Símar: 19200 og 20025. — mhg „Skip það sem Sverrir Hermannsson lét teikna er að okkar mati skref aftur á bak miðað við Baldur". Samgöngubót fyrlr V estf Irðí Fjalakötturinn: „Hinir - Það var eftir að fjórðungs-þing Vestfjarða, sem haldið var að Klúku í Bjarnarfirði í fyrra, hafði ályktað um ferjumálin yfir Breiðafjörð sem Steingrímur Her- mannsson skipaði nefnd til að undirbúa framkvæmdir í málinu. í nefndinni sat meðal annars Sverrir Hermannsson alþingismaður, en hann misnotaði síðan aðstöðu sína sem yfirmaður Framkvæmda- stofnunar til þess að láta teikna og bjóða út smíði skips, sem bæði meirihluti nefndarmanna og stjórn Baldurs telur ónothæft. Skip það, sem Sverrir lét teikna er að okkar mati skref aftur á bak miðað við Baldur, sérstaklega með tilliti til bílaflutninga. Það er því að okkar mati vítavert, þegar sjónvarpið vel- ur síðan Sverri til þess að kynna mál þetta í sjónvarpi, eftir að hann hefur klúðrað því svo sem raun ber vitni. Ferja er eini valkost- urinn — Saingöngur í austanverðri Barnastrandasýslu eru það þungar, að við teljum nú að ferja sé okkar eini valkostur til samgöngubóta. Ferjan mun spara okkur hátt á 2. hundrað kílómetra í akstri suður, og við teljum að stærri ferja eins og sú sem Bátalón hefur nú teiknað að beiðni samgönguráðuneytisins fullnægi þessum þörfum og geti um leið veitt þjónustu við eyjarnar á Breiðafirði. Líklega hafa fæstir ímyndað sér þegar siglingar hófust með Akra- borginni upp á Akranes, að þær ættu eftir að verða jafn umfangs- miklar og nú er raunin. Ég held að menn geri sér ekki grein fyrir því hvílík samgöngubót Breiðafjarðar- íerjan getur orðið í framtíðinni ef rétt er á haldið. Spor aftur á bak Það er þeim mun hryggilegra þegar skammsýnir stjórnmála- menn ætla að misnota vald sitt til þess að þröngva upp á okkur skipi, sem táknar í raun spor aftur á bak, og það án alls samráðs við þá sem þjónustu þessa ætla að nýta, sagði Bolli Ólafsson frá Patreksfirði að lokum. — ólg lostafullu” Fjalakötturinn sýnir nú myndina „Hinir lostafullu", en það er bandarísk mynd gerð árið 1952 af hinum nýlátna leikstjóra Nicolas Ray. Þetta er sá hinn sami Nicolas Ray og þýski leikstjórinn Wim Wenders gerði um myndina „Nicks movie“ sem sýnd var á kvikmynda- hátíð í Regnboganum. Myndin fjallar um ródeókappa í villta vestr- inu. Þessi mynd er sýnd í Tjarnarbíói I 6 daga vikunnar. „Ég hef sannanir fyrir því fik að launakostnaður fyrirtœkja W er ekki óumbreytanlegt hlutfall af tekjum þeirra. “ Brýtur AB eigin stefnuskrá? Já, það er þetta með baráttuna um verð fyrir vinnuafl manna. Ég er metinn upp á 13.000 krónur á mánuði, en konan upp á 7.300 krónur. Þá eru gjöld ekki frá- dregin. Ég hef sannanir fyrir því, að launakostnaður fyrirtækja er ekki óumbreytanlegt hlutfall af tekjum þeirra. Það verður með öðrum orðum að minnka ráðstöf- unartekjur fyrirtækja til eigin af- nota ef hækka á launa manna. Eða hvað? Við sem getum ómögulega lifað nútímalífi og greitt skuldir með 110 þús. kr. rauntekjur á sl. ári, erum andstæð launastefnu og skerðingartilburðum ríkisstjórn- ar og meginhluta verkalýðsfor- ystunnar. Alþýðubandalagið ber þar sérstaka ábyrgð. Afsökun flokksins fyrir að standa núna að 5-10% (á að giska) kjaraskerð- ingu á einu bretti í því að láta ó veðri vaka að minnkandi þjóðar- tekjur eigi óhjákvæmilega að hafa kjaraskerðingu í för með sér. Gamla kökukenningin um að hlutfall launamanna af þessari gerviköku sé fast, lifir góðu lífi í AB. Og til að bæta gráu ofan á svart er gripið til þess að segja tvíræðar sögur af kaupmætti manna. Kjördæmisráð AB á Austur- landi segir „kaupmátt hafa staðið í stað“ undanfarið. Hver kaupandi maður veit að þetta er marklaust. Eina haldreipið sem finna mætti til að réttlæta svona yfirlýsingu er að nefna til kaup- mátt miðaðan við þjóðartekjur á mann. Það gerir Kjartan Ólafs- son í sunnudagspistli. En auðvit- að segir slík yfirlýsing um kaup- mátt ekki það sem máli skiptir: Að raunkaupmáttur hefur snar- minnkað, sbr. Kjararann- sóknarnefnd er nefnir tölur frá 10—15%. miðað við 1978. Þær tölur eru í þokkabót miðaðar við 15 ára gamlar neysluvenjur manna og eru of lágar. Nú vakna spurningar. Hvers vegna leggur Kjartan út af kaup- mætti miðaðan við þjóðartekur? Jú, hann hugsar sem hver annar borgaralegur hagfræðingur og er trúr kökukenningunni: „Minna til skiptanna“ (Hver samdi ann- ars skiptareglurnar?). Önnur spurning er þessi: Er það hlutverk AB að sjá til þess að lögmál auðvaldsins (minni tekjur fyrirtækja — minni laun) fái að verka óhindrað? Hefði ekki mátt verja ' raunkaupmáttinn? Og lokaspurningin er þessi: Gengur AB ekki í berhögg við eigin stefnuskrá? En þar segir á bls 44- 45 (mínar undirstrikanir) Formælendur borgarstéttar- innar fjölyrða einatt um „greiðs- lugetu atvinnuveganna1' og telja Ari Trausti Guðmundsson skrifar kauphækkun ógna „afkomu þjóðarbúsins". Verkalýðs- hreyfingin tekur ekki mark á slíkum viðbárum. Hún ber ekki . ábyrgð á atvinnurekstrinum sem eignaraðili og stendur ekki að þeirri yfirbyggingu, fjárfestingar- bruðli, skipulagsleysi og óhófs- eyðslu einkaframtaksins sem hvílir þungt á bókhaldslegri af- komu atvinnuveganna. Vcrka- lýðsstéttin er ekki heldur til þess kölluð að bera ábyrgð á gróðast- arfsemi cinkaframtaksins sem kallast „atvinnuvegir" á máli þess og það er ekki fyrr en hún hefur tekið við forsjá þjóðarbúsins og rekstri atvinnuveganna að í ljós kemur hver raunverulegur hlutur hennar getur orðið. Barátta verkalýðshreyfingar- innar fyrir bættum kjörum og fé- lagslegum umbótum er pólitísk í eðli sínu enda á borgarastéttin ekki aðeins stoð í samtökum at- vinnurekenda heldur og ríkis- valdi, yfirráðum yfir stóruin sveitarfélögum og ýmsum stofn- unum. Meðan borgarastéttin — pólitískir fulltrúar hennar, fé- sýslumenn og skuldakóngar - fær að beita ríkisvaldinu í sína þágu reynist sókn verkafólks til betri lífskjara tíðum erfið og fórnfrek — verkalýðsbaráttan verður þá oft fyrst og fremst varnarbarátta svo sem gerst má sjá af reynslunni af hægri stjórn- um. Kauphækkanir einberar er auðvelt að gera að engu með verðbólgu, sköttum og öðrum ráðstöfunum. Eigi hin faglega barátta að skila varanlegum ár- angri verður hún að tengjast pó- litískri baráttu fyrir afnámi auð- valdsskipulagsins í landinu. Ari Trausti Guðmundsson Ari Trausti Guðmundsson er menntaskólakennari. Hann hefur tekið virkan þátt í pólitík, m.a. í þeirri hreyfingu sem kennd var við maoisma.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.