Þjóðviljinn - 22.10.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.10.1982, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. október 1982 Lagt fram frumvarp um hellbrigðisþjónustu Svavar Gestsson heilbrigðisráð- herra mæiti á miðvikudag fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um heilbrigðisþjónustu. Frumvarpið var lagt fram til kynningar á síðasta löggjafarþingi en það er byggt á niðurstöðum nefndar sem sett var á laggirnar tii að endurskoða eldri lög um heilbrigðisþjónustu. Hér er um að ræða ítarlegt leiðréttingarfrumvarp um heilbrig- ðisþjónustu í landinu, þar sem tekið er tillit til örrar þróunar og útþenslu í heilbrigðisgeira þjóðfél- agsins. Svavar rakti helstu nýmæli í frumvarpinu og fara hér á eftir nokkur þeirra: Um 2. gr. Gerð er tillaga um sérstaka nefnd til þess að sinna kvörtunum og kærum er varða samskipti al- mennings og heilbrigðisþjónust- unnar. I dag eru þessi mál í hönd- um landlæknis, en lagt er til að til hliðar við landlæknisstarfið starfi sérfræðinganefnd, sem auk þess sé hægt að vísa máli til beint, þ.e.a.s. sætti aðilar sig ekki við afgreiðlsu landlæknis á máli. Landlæknir hef- ur á undanförnum árum ítrekað óskað eftir því að einhverskonar ráðgjafarnefnd verði skipuð á þessu sviði. Um 3. gr. Lagt er til að í stað Heilbrigðis- ráðs Islands, sem verið hefur óst- Þingsjá arfhæft, verði haldið heilbrigðisþ- ing eigi sjaldnar en 4. hvert ár. Yr- ðu verkefni heilbrigðisþings mjög í sama anda og störf Heilbrigðisráðs íslands, en unnin á miklu breiðari grundvelli. Tillagan er fram komin í kjölfar heilbrigðisþings sem hald- ið var haustið 1980 og þótti takast vel. Um 4. gr. Lagt er til að heilbrigðismálaráð læknishéraðanna hafi ekki sem verkefni skipulagningu á starfi ríkisspítala. Tillagan er fram kom- in þar sem mjög óeðlilegt er að heilbrigðismálaráð ákveðins hér- aðs hafi meira með þessi mál að gera en önnur þar sem starfsemi ríkisspítalanna snertir landið í heild, auk þess sem ríkisspítölun- um eru ekki ætluð þau áhrif innan heilbrigðismálaráða, samkvæmt lögunum, að tryggt sé að sjónarmið þeirra komi nægjanlega fram við undirbúning. Enn fremur skal á það bent að fyrir ríkisspítölunum fer sérstök stjórnarnefnd, sem heyrir beint undir ráðherra. Um 9. gr. Þær breytingar eru lagðar til hér, að sjúkraþjálfarar verði ráðnir til starfa við heilsugæslustöðvar. Þessi breyting mun ekki fela í sér að sjúkraþjálfarar yrðu skilyrðislaust ráðnir við allar heilsugæslustöðvar heldur eingöngu við þær stærstu og allt samkvæmt nánari ákvörðun rá- ðuneytis og fjárveitingayfirvalda. Enn fremur er lögð til sú breyting hér að stjórnir viðkomandi heilsu- gæslustöðva fái að gefa umsögn um hjúkrunarfræðinga og ljósmæður Hópur írskra listamanna frá Comholcas Ceolrómí émeann írska þjóölagafélaginu Skemmtir í Háskólabíói laugardaginn 23. okt. ’82 með hljóðfæraleik, söng og dansi kl. 14.00 og kl. 23.15 Þessir koma f ram: Dansarar eru: Anthony Mc Auley FIÐLA — BODHRAN Kathleen Nesbitt FIÐLA Jimmy Mc Greevy HARMONIKA Deirdre Hodge KONSERTINA Diarmuid Kenny FLAUTUR Michael Kenny BANJO Eileen Curtin " < SÖNGUR ^ j. Michael Ó Brien SEKKJAPÍPA Mairead Coyle OG Gregory Casey -'Yr't ii 1 írsk-íslenska félagið Forsala aðgöngumiða er hjá bókaverslununum Mál og menning, Sigfús Eymundsson, Lárus Blöndal og í Háskólabíói. Verð miða aðeins kr. 100,- og sjúkraþjálfara er sækja um stöður. Lögð er til sú breyting að í stað heilbrigðismálaráða héraðanna ák- veði ráðherra hvenær ráða skuli hjúkrunarforstjóra að heilsugæsl- ustöðvum. Sú breyting er enn fremur lögð til að ráðherra geti ák- veðið að sjúkraliði gegni störfum á heilsugæslustöð og taki laun úr ríkissjóði, þegar hjúkrunarfræ- ðingur eða ljósmóðir fást ekki til starfa. Á slíkt hefur reynt og hefur þá þurft að fara krókaleiðir með greiðslur, þ.e.a.s. viðkomandi sveitarfélag hefur greitt sjúkraliða- laun, en síðan hefur ráðuneytið endurgreitt úr læknishéraðasjóði. Um 11. gr. Þessi grein fjallar um þá þjón- ustu sem veita á á heilsugæslustöð eða í tengslum við hana. Nýmælin eru eftirfarandi: Sjúkraflutningar, heilbrigðisfræ- ðsla í fyrirbyggjandi, tóbaksvarnir, að í félagsráðgjöf skuli meðal ann- ars fólgin fjölskyldu- og foreldrar- áðgjöf og sérstaklega er vísað til laga nr. 46% 1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum að því er snertir atvinnusj- úkdóma og varnir. Enn fremur segir að sé aðsetur heilbrigðisfull- trúa ákveðið, þar sem heilsugæslu- stöð er, skuli heilbrigðiseftirlit starfrækt frá stöðinni og er þetta í samræmi við ákvæði laga nr. 50/ 1981, um hollustuhætti og heilbrig- ðiseftirlit enda á allan hátt eðlilegt að sem sterkust bönd séu milli heilbrigðiseftirlits og heilsugæsl- unnar. Um 23. gr. Lagt er til að um framkvæmdir við sjúkrahúsbyggingar gildi sömu framkvæmdareglur og getið er um að framan varðandi byggingar heilsugæslustöðvar og sem eru efn- islega eins og reglurnar um bygg- ingu skólahúsnæðis. Lagt er til að settar verði reglur um framkvæmd og skipulagnignu sjúkraflutninga með hliðsjón af hverju umdæmi og séraðstöðu þess og að m.a. skuli setja reglur um lágmarksmenntun sjúkraflutnings- manna, réttindi þeirra og skyldur svo og búnað flutningstækja. Ákvæði sem þessi skortir algjör- lega í gildandi lög. Rétt er að benda á að á ofanverðu s.l. Alþingi var samþykkt tillaga til þingsályktunar um greiðslu, framkvæmd og skipu- lag sjúkraflutninga og ríkisstjórn- inni falið að skipa nefnd til að vinna að breytingum á lögum þeim sem hér um ræðir í þeim tilgangi. Þegar þessi þingsál.till. var samþykkt hafði starfshópur sá er að frum- varpinu vann þegar gert þær til- lögur sem hér líta dagsins ljós. Ennfremur voru á s.l. Alþingi sam- þykktar breytingar á almannatr- yggingalögum hvað snertir sjúkra- flutninga milli sjúkrahúsa, en um þá skorti áður lagaákvæði. Fyrri því verður að líta svo á að þegar hafi verið tekið á ákveðnum þátt- um sem fram koma í þingsál.till. í lögum og að hér með sé gerð tillaga um þá sem á vantar. Þess vegna þurfti ekki að skipa til þessa verks sérstaka nefnd. Salome Þorkclsdóttir sagðist ekki líta svo á að hér væri um ein- hverjar róttækar breytingar að ræða hedlur væru hér einungis leiðréttingar á ferðinni. Að lokinni fyrstu umræðu var frumvarpingu vísað til nefndar og annarrar um- ræðu. -og. ff Lögð hefur verið fram á þingi svohljóðandi fyrirspurn frá Halldóri Blöndal: Hvenær er þess að vænta að frumvarp um fuglafriðun verði lagt fram á Alþingi? Fyrirspurninni er beint til menntamálaráð- -«g- „Stöðva rányrkju Fœreyinga „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að gera nú þeg- ar ráðstafanir til að stöðva rányrkju Færeyinga við veiðar Atlantshafslaxins í efnahagslögsögu sinni og hafa um það samráð við önnur up- prunalönd laxastofnsins ef nauðsynlegt reynist“. Þetta er tillaga frá Eyjólfl Konráð og Albert Guðmundssyni til þingsályktunar sem lögð hefur verið fram í sameinuðu þingi. -«g- Hafsbotns- réttindi á Reykjanes- hryggnum Lögð hefur verið fram þing- sályktunartillaga frá Pétri Sig- urðssyni og Eyjólfi Konráð um hafsbotnsréttindi íslands á Reykjaneshrygg. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að gera nú þeg- ar ráðstafanir til að tryggja formlega þau ótvíræðu rétt- indi til hafsbotnsins á Reykjaneshrygg og út frá hlfðum hans sem ísland á til- kall til samkvæmt 76. grein Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna." -óg Veiðiaðstaða í Ameríku og Afriku „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að kanna möguleika á kaupum veiði- leyfa og öflun veiðiaðstöðu fyrir íslensk fískiskip í fisk- veiðilögsögu ríkja í Norður- Ameríku og Vestur- Afríku.“Þannig hljóðar þing- sályktunartillaga sem lögð hefur verið fram í sameinuðu þingi af Eiði Guðnasyni og fleirum. Bann við bráðabirgðalögum Lagt hefur verið fram frumvarp í neðri deild alþingis frá Vilmundi Gylfasyni og fleiri Alþýðuflokks- mönnum um að 28. grein stjórnar- skrárinnar falli brott. Sú grein stjórnarskrárinnar um útg-bráða- birgðarlaga. í greinargerð með frumvarpinu segja flutningsmenn að hinn ótryggi meirihluti sem ríkisstjórnin njóti á alþingi undir- striki nauðsyn þess að þetta „gamla og úrelta ákvæði verði numið úr stjórnarskrá lýðveldisins íslands". -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.