Þjóðviljinn - 22.10.1982, Page 10

Þjóðviljinn - 22.10.1982, Page 10
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. október 1982 Minning Skafti Magnússon frá Sauðárkróki Fœddur 17. ágúst 1902 Dáinn 14. október 1982 hann var á Mælifellsá og raunar lengur og munu þeir bæir fáir í Lýt- ingsstaðahreppi, ef nokkrir, þar sem þeir bræður unnu ekki við plægingar. Skafti hafði nú lagt alla búskap- ardrauma á hiiluna og flutti til Sauðárkróks vorið 1932. Petta var Fyrir fáum vikum komu nokkrir vinir og ættmenn Skafta Magnús- sonar saman til að gleðjast með honum á áttræðisafmæli hans. Skafti var þá hress og reifur og léku spaugsyrði á vörum, sem ætíð áður. Eg gat ekki komið því við að heimsækja hann þá en Skafti hringdi skömmu seinna og tók af mér það loforð að líta inn til sín við fyrstu hentugleika. En dauðinn er stundum viðbragðsfljótur. Og nú er Skafti allur og loforðið óefnt. Ég veit að Skafti fyrirgefur mér sein- lætið, en sjálfur á ég örðugt með það. Skafti Magnússon var Skagfirð- ingur, fæddur að írafelli í Lýtings- staðahreppi 17. ágúst 1902 og því rúmlega áttræður er hann andaðist þann 14. okt. s.l. Foreldrar hans voru Magnús Jónsson, bóndi í Gil- haga á Fremri-byggð í Lýtings- staðahreppi og Guðbjörg Guð- mundsdóttir. Þormóður Sveinsson segir svo m.a. um Magnús í Skag- firskum æviskrám: „Magnús var föngulegur maður að vallarsýn, hár og breiðvaxinn og hinn myndarlegasti í sjón. Hann var virðulegur í framgöngu og kunni vel að umgangast gesti sína og heldri menn, sem alloft leituðu gistingar þar, er þeir voru á ferða- lögum. Skorti þar aldrei góðar við- tökur né myndarlega framleiðslu, og átti konan auðvitað sinn þátt í því. Magnús var gæddur djúpri eðl isgreind og hafði aflað sér nokkurr- ar menntunar á uppvaxtarárum sínum. Fulltíða lærði hann að leika á orgel og var um langt skeið for- söngvari í Goðdalakirkju. Einnig var hann í safnaðarstjórn og sátta- nefnd. Hann átti sæti í hreppsnefnd um alllangt árabil og var um sumt talsmaður sveitarinnar út á við. Fyrir kom að hann þótti ekki halda máli sínu fram til fullrar streitu og var af sumum metið honum til ó- sjálfstæðis í skoðunum eða tal- hlýðni. En maðurinn var friðsamur og ógeðfellt að eiga í útistöðum. Hann var vel fjáður og hafði stórt bú a.m.k. síðari árin, enda stóðu að þeim hjónum báðum efnaðir ættstofnar. Hann átti jörðina Gil- haga og mun hafa keypt hana snemma á búskaparárum sínum. Byggði hann flest hús þar upp að meira eða minna leyti, sléttaði tún og jók út. Magnús var dugmikill ferðamaður. Hann mun síðastur manna í Lýtingsstaðahreppi, ásamt Finnboga Þorlákssyni á Þorsteins- stöðum, hafa farið skreiðarferðir suður yfir fjöll til Faxaflóa. Voru þær ferðir farnar vorin 1887 og 1888. Ef til vill hafa þær verið sein- ustu slíkar ferðir úr Skagafirði. Heimilið í Gilhaga var með mann- flestu heimilum í hreppn- um...stundum yfir 20 manns. Þar átti oft athvarf gamalt fólk, stund- um það, sem erfiðast var að koma fyrir annars staðar. Fór vel um það þarna”. - Því skrái ég þessa lýsingu á Magnúsi í Gilhaga hér, að í henni koma fram ýmsir þeir eðliskostir, sem einkenndu Skafta son hans. Skafti var ekki hjónabandsbarn og ólst upp hjá móður sinni á íra- felli til 8 ára aldurs. Þá, eða árið 1910, gerðist Guðbjörg ráðskona hjá Pétri Björnssyni í Teigakoti í Tungusveit og fluttist Skafti með henni þangað. Þar ólst hann upp til 21 árs aldurs og var lengi við þann bæ kenndur. Skafti mun hafa kom- ið sér upp skepnum í Teigakoti því hann hugði á búskap. Og til þess að sá draumur fengi ræst réðist hann í að kaupa Þorsteinsstaðakot í Tungusveit. Þorsteinsstaðakot var lítið býli og gaf, í þá daga a.m.k., ekki olnbogarými til mikilla um- svifa. Mun Skafti óefað hafa hugs- að sér að komast yfir jarðnæði þar sem rýmra væri um hendur þótt síðar yrði. En búskapar„sæian” varð skammvinn. Skafti veiktist af taugaveiki, sem í þá daga var oft að stinga sér niður, erfiður sjúkdómur og hættulegur. Neyddist hann þá til að bregða búi og fluttist að Mæli- fellsá á Efri-byggð til Jóhanns bróður síns, sem þar bjó þá og lengi síðan. Á þessum árum var einkum unnið að jarðabótum með hestaverkfær- um. Jóhann á Mælifellsá var víð- frægur plægingamaður og vann að þeim störfum vor og haust í mörg ár. Stundaði Skafti plægingar með Jóhanni bróður sínum þau ár, sem á verstu kreppu- og hörmungarár- unum og var þá þröngt í búi hjá mörgu alþýðufólki á gamla Króki. Fasta vinnu var enga að hafa. Menn lifðu á algerum snöpum, fengu að grípa í verk dag og dag. Best voru þeir líklega settir, sem komust í vegavinnu yfir sumarið, en oftast urðu sömu mennirnir þess aðnjótandi. Það var einkum tvennt, sem kom í veg fyrir algeran skort. Annars vegar var það fiskur- inn, sem gekk mjög á grunnmið á þessum árum, svo auðvelt var að afla hans á trillu- og jafnvel árabát- um, og hins vegar skepnuhaldið. Margir áttu kýr og nokkrar kindur og þetta kom í veg fyrir að fólk sylti beinlínis heilu hungri. Heyskapur var sóttur fram um allan Skaga- fjörð og heyið flutt heim á sleðum að vetrinum því oft var akfæri gott á eylendinu. Þótt stutt yrði í bú- skapnum í Lýtingsstaðahreppnum var bóndinn alltaf ríkur í Skafta. Hann kom sér upp ofurlitlum bú- stofni og sótti heyskap fram á Stór-Grafar engjar. Á þessum árum var farið að ger- ast töluvert heitt í pólitíkinni á Króknum og það ástand, sem þar ríkti í atvinnumálunum, skerpti andstæðurnar. Skafti var maður hógvær og friðsamur. En „líklega alltaf fremur róttækur að eðlisfari” eins og hann sagði eitt sinn við undirritaðan. Hann skipaði sér þvi fljótlega við hlið annarra verka- manna á Króknum, gerðist þar þegar góður liðsmaður og var fyrr en varði kominn í fremstu röð dug- mikillar baráttusveitar. Og svo lítið sem honum var um það gefið að halda í nokkru fram sjálfs sín hlut kom þó að því, að samherjar hans, sósíalistarnir, kusu hann af sinni hálfu í hreppsnefnd. Og þá var auðvitað sjálfsagt að gera sitt besta, eins og ætíð áður og síðar. Skafti sat í hreppsnefnd í tvö ár. Þá var Sauðárkrókur gerður að kaupstað og fékk sína bæjarstjórn. Við fyrstu bæjarstjórnarkosning- arnar féll Skafti en var kosinn í bæj- arstjórn nokkrum árum síðar og sat þá í henni tvö kjörtímabil. Árið 1969 flutti Skafti frá Sauð- árkróki eftir 37 ára dvöl þar. Var þá farinn að nálgast sjötugsaldur- inn, fannst mál til komið að hverfa úr fremstu víglínunni og fá öðrum yngri forystuna. Hvarf hann þá til Reykjavíkur, flutti síðar í Kópa- voginn og átti þar heima upp frá því. Allnokkru eftir að hann flutti suður fékk hann hjartaáfall og raunar tvívegis. Hlaut hann þá að hætta öllu „amstri”, eins og hann orðaði það, og settist í helgan stein. Skafti Magnússon var kvæntur Önnu Sveinsdóttur, mikilhæfri ágætis konu en hún andaðist 1953. Börn þeirra eru: Björgvin, f. 24. sept. 1929, dáinn 8. jan. 1958. Sveinn, f. 14. des. 1931, verktaki, búsettur í Kópavogi, kvæntur Elísabetu Hannesdóttur. Kristín, f. 6. des. 1935, maður hennar er' Bjarni Jónsson, bóndi í Skeiðhá- holti í Árnessýslu. Svanhildur, skrifstofumaður hjá Landvernd, f. 8. ágúst 1941, gift Eggert Gauta Gunnarssyni, tæknifræðingi. Eftir að Skafti missti konu sína gerðist Indíana Albertsdóttir ráðs- kona hjá honum og bjó honum ákaflega hugþekkt heimili. Þar var ávallt hlýtt og bjart innan veggja. Mér var stundum til þess hugsað áður en ég kynntist Skafta að veru- legu ráði hvernig á því gat eiginlega staðið, að þessi hajgláti hógværðar- maður skyldi lenda í eldlínu harð- vítugra stjórnmálaátaka og berjast þar um áratuga skeið. Við nánari kynni lá ástæðan þó í augum uppi. Skólasál- fræöingur Fræösluráö Suðurlands vill ráða skólasál- fræðing til starfa í skólum umdæmisins. Um- sóknarfrestur er til 20. n.m. Upplýsingar á Fræðsluskrifstofu Suðurlands, Selfossi, sími 99-1905. Fræðsluráð Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 Hann bjó yfir ákaflega ríkri rétt- lætiskennd, hún var honum blátt áfram eðlisgróin. Hann mátti ekk- ert aumt sjá án þess að rétta hjálp- andi hönd, ef einhver tök voru á. Hann var ávallt reiðubúinn til þess að vernda „hinn lægri garð” ef þess þurfti með og það var oft. Olnbog- abörn í Lýtingsstaðahreppi áttu ör- uggt athvarf á heimili Magnúsar í Gilhaga. Skafti barðist fyrir þá, sem minna máttu sín á Sauðár- króki. Enn kom svo til, að hann var maður hárgreindur, ágætur ræðu- maður, flutti mál sitt af hógværð, festu og rökvísi svo erfitt var að finna þar nokkra veilu, það fengu andstæðingar hans oft að reyna. Á hann var alltaf hlustað og eftir því tekið, sem hann lagði til mála. Hann gat verið harður andstæðing- ur en ávallt drengilegur. Að eðlis- fari sáttfús og samvinnuþýður en ósveigjanlegur þegar beita átti rangsleitni og óx þá ásmegin við hverja atlögu. Það var því síst að furða þótt samherjar hans fælu honum forystu, öðru vísi gat það blátt áfram ekki farið. Atvikin eru stundum undarleg. Ef taugaveikin hefði ekki komið til skjalanna er trúlegt að æviferil! Skafta Magnússonar hefði orðið allur annar en hann varð. Hún lagði að velli vonir hans um búskap í Lýtingsstaðahreppnum. En hún varð þess valdandi, að hann gerðist virtur og mikilhæfur verkalýðs- og stjórnmálaleiðtogi á Sauðárkróki. Ég naut þess alloft á síðari árum Skafta á Sauðárkróki að eiga með honum stundir á heimili hans. Það voru miklir dýrðardagar. Þótt Skafti nyti ekki mikillar menntunar í æsku var hann víðlesinn og fjöl- fróður. Hann kunni ógrynnin öll af sögum og sögnum um menn og málefni, var gæddur fágætri frá- sagnargáfu og hafði einstakt auga fyrir því kímilega í tilverunni. Frá Skafta fannst mér ég alltaf þurfa að fara of fljótt og hlakkaði ætíð til þess að hitta hann á ný. Skafti Magnússon komst ekkj hjá andstreymi um dagana fremur en flestir aðrir. Kona hans dó mjög fyrir aldur fram. Björgvin sonur hans féll frá ungur að árum, fram- úrskarandi efnilegur og elskulegur piltur. En Skafti var líka hamingju- maður um margt. Börn hans eru hið ágætasta fólk. Indíana bjó hon- um indælt heimili og þökk sé henni fyrir það. Honum auðnaðist um langan aldur að heyja áhrifarfka baráttu fyrir því hjartans máli sínu að búa betri heim þeim, sem miður mega sín. Fyrir það munu margir vilja tjá honum heita þökk og djúpa. Slíkir menn hafa lifað vel. Þeim er einnig gott að deyja. Magnús H. Gíslason Skafti Magnússon, Hlégerði 29, andaðist á Borgarspítalanum 14. þessa mánaðar eftir stutta legu. Hann hafði áður fengið hjartaáfall, en náð sér aftur nokkuð vel og haft sæmilega heilsu þar til nú að kallið kom. Skafti var fæddur í Lýting- staðahreppi í Skagafirði 17. ágúsi 1902 1902 og því rúmlega áttræð- urn er hann lést. Ekki er ég kunnugur uppvaxt arárum Skafta, en til Sauðár- króks flytur hann úr sveitinni á kreppuárunum, h'klega 1932 eða 1933, með konu sinni Önnu Sveinsdóttur og tveim ungum drengjum, Björgvin Steinari, sem lést fyrir mörgum árum, og Sveini Ingimar, nú búsettur í Kópavogi. Á Sauðárkróki fædd- ust þeim svo tvær dætur, Kristín Aðalheiður, búsett austur á Skeiðum, og Svanhildur ísól, sem býr í Kópavogi. Skafti missti konu sína um það leyti sem börn- in voru að komast upp og bjó með þeim um tíma, ekkjumaður. Síðar bjó hann með sambýlis- konu sinni Indíönu Albertsdótt- ur, sem bjó honum gott heimili, fyrst á Sauðárkróki og síðan hér fyrir sunnan. Þessi vel gerða kona reyndist honum hin tryggasti förunautur. Þegar Skafti kemur á Krókinn er kreppan í algleymingi, og hann mun ekki hafa flutt úr sveitinni mikinn veraldarauð; átti því fullt í fangi með að sjá fyrir stækkandi fjölskyldu, þar sem ekki var ann- að að hafa en stopula verka- mannavinnu. Baráttan um brauðið var hörð. Skafti mun fljótlega hafa gengið í Verka- mannafélagið Fram og tók þeg- ar tímar liðu mjög virkan þátt í störfum þess. - Óg þótt maðurinn væri ekki neinn æsingamaður, þá var hlustað á hann, og ráð hans reyndust oft heilladrjúg. Hann var kosinn í stjórn verka- mannafélagsins og varð formað- ur þess Iýðveldisárið. Það kom því í hans hlut að hafa ásamt Pétri Laxdal og Magnúsi Bjarnasyni forystu í vegavinnudeilunni svo- kölluðu. Sú deila hófst á milli Vegagerðar ríkisins og Alþýðu- sambands íslands, en henni lykt- aði á þann veg, að ASÍ bað Verkamannafélagið Fram á Sauðárkróki að stöðva vinnu á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Þeir munu hafa verið um 25, verkamennirnir frá Sauðárkróki, er lögðu í þessa för, og fannst víst vegvinnumönnum, sem voru að vinna í óleyfi Alþúðusambands- ins á þessum stöðum, að þetta væri ekki árennilegur hópur, og urðu átök engin. Þótti för þessi allfrækileg og er stundum um hana talað í héraði, enda álitið að hún hefði miklu ráðið um úrslit þessarar deilu. Á þeim árum, sem Skafti hóf afskipti af verkalýðsmálum á Sauðárkróki, þá stóðu sem hæst hinar hörðu deilur um Alþýðu- samband íslands, og þá fyrst og fremst um einokun Alþýðu- flokksins á þingum þess. Skafti var kosinn fulltrúi verkamanna á Sauðárkróki á Alþýðusambands- þing og gekk þar í lið með þeim stóra hópi manna, sem vildu að- skilnað Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins. Mér er minni- stæður hinn fjölmenni fundur í verkamannafélaginu, þegar full- trúarnir komu heim af þessu Al- þýðusambandsþingi, og hve ánægjulegt var að taka þátt í því að verja gjörðir Skafta og góðan málstað. Eftir þessa eldskírn var Skafti ákveðinn sósíalisti. Hann var kosinn fulltrúi þeirra í hrepps- nefnd Sauðárkrókshrepps 1946, og bæjarfulltrúi nokkrum árum síðar. Var hann á þessum árum forvígismaður sósíalista á staðn- um. Ekki veit ég um skólagöngu Skafta heitins, en hitt vissu þeir, er til þekktu, að hann var farsæl- um gáfum gæddur og notaði stop- ular frístundir til lestrar góðra bóka. Skafti eignaðist eigið fyrir- tæki á Sauðárkróki, sem hann vann við að mestu einsamall, mikla erfiðisvinnu, og farnaðist bærilega. Störf sín öll rækti Skafti af stakri samviskusemi, og hug- sjónaeldur sá er kviknaði svo skyndilega, að virtist, í þessum hægláta manni, var síður en svo kulnaður er við ræddumst við síð- ast. Ég þakka svo þessum einlæga félaga gott samstarf og vináttu, og aðstandendum öllum sendi ég samúðarkveðjur. Hólmar Magnússon.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.