Þjóðviljinn - 22.10.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.10.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. október 1982 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson. Augiýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, LúðvíkGeirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Viðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurösson, Guðmundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Si'mavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Heimsókn Finnlandsforseta • í ræðum forseta íslands og Finnlands, sem haldnar voru í tilefni opinberrar heimsóknar hins finnska þjóð- höfðingja, hefur verið minnt á þann hlýjan vinarhug sem þjóðirnar hafa borið hvor til annarrar. Það er hafið yfir efa, að hér er rétt með farið - þessi orð bera engan falskan hljóm. Vitanlega eru þessar þjóðir tvær, íslend- ingar og Finnar, næsta ólíkar og vík milli vina, en engu að síður er furðu margt um hliðstæður í sögulegu hlut- skipti hvorrar um sig. • Þjóðirnar tala tungur, sem engir aðrir skilja, og hljóta margra hluta vegna að eiga í nokkurri vök að verjast í smækkandi heimi stórra menningarheilda sem svo eru nefndar. f»ær hafa brotið sér braut til fjöl- breyttrar, þróaðrar og um leið þjóðlegrar nútímamenn- ingar við erfiðari aðstæður en þær sem sessunautar okkar í Norðurlandaráði hafa búið við. Til að mynda er fullveldi þessara þjóða jafngamalt eða rúmlega sextugt • íslendingar og Finnar eiga mjög langa sögu er- lendra yfirráða. Og þótt Finnar hafi átt í erfiðari bar- áttu fyrir sjálfstæði sínu en íslendingar almennt gera sér grein fyrir, og hafi m.a. þurft að verja það með vopn- um, þá er viss hliðstæða í því hlutskipti „útvarða- ríkjanna”, að öflugustu ríki heims hafa, hvort með sínum hætti, fullan hug á að tryggja sér möguleika á að notfæra sér þessi ríki tvö í hrikalegu tafli sínu um örlög heimsins. • Forseti íslands ræddi um samlyndi þjóða Norðurla- nda sem gæti verið jákvæð fyrirmynd heiminum og Mauno Koivisto tók undir það, að norrænt samstarf væri mjög jákvætt en því miður sjaldgjæft fyrirbæri í heiminum. Flann minnti á það, að enda þótt Norður- lönd hefðu farið ýmsar leiðir í utanríkismálum, þá hefðu þau „ávallt gætt að því á hvern hátt ákvarðanir þeirra hafa áhrif á gang mála á öðrum Norðurlöndum”. Og er vissulega æskilegt að það gangi jafnan eftir. Forseti Finnlands, sem er eins og kunnugt er áhrifa- maður um finnska utanríkisstefnu og getur sagt fleira um þau mál en íslenskur forseti, lét einnig í ljós von um að ekkert Norðurlandanna gerði nokkuð það sem yki spennu í okkar heimshluta. „Af sjónarhóli Finna,“ sagði hann,„ eru þær takmarkanir, sem löndin hafa sett sér í hernaðarlegu tilliti mikilsverðar og það er auðvitað von okkar að ekkert það gerist sem verulega breyti þeirri stöðu”. • Tetta er orðað af kurteisi og varfærni. en það er vert að taka eftir því sérstaklega að Mauno Koivisto segir „takmarkanir” - væntanlega er það ekki oftúlkun að ætla, að með þessum orðum láti hann í ljós von um að Natóríkin í Norðurlandaráði geri ekkert það sem túlka megi sem aukna þátttöku þeirra í vígbúnaðar- kapphlaupi. Að minnsta kosti er það víst, að ef þau ríki „vilja gá að því” hvaða áhrif ákvarðanir sem þau taka hafa fyrir Finna, þá eru það einmitt þessi mál sem varða þá mestu. Að öðrum kosti hefði Finnlandsforseti varla farið inn á þessi svið í hátíðaræðu. • Heimsókn Finnlandsforseta lýkur í dag. Eins og aðrar góðar heimsóknir hefur hún þann kost, að hún gefur góð tækifæri til að beina athygli almennings að löndum gests og gestgjafa og minna á margt það sem jákvæðast er í samskiptum þjóða, ekki síst á sviði menningarmála. Er ekki að efa, að forsetahjónunum finnsku fylgja héðan hlýjar árnaðaróskir og bestu þakk- ir fyrir komuna. -áb Áform og staðreyndir Helgarpósturinn átti á dögun- um viðtal við Kjartan Jóhanns- son formann Alþýðuflokksins. Kjartan var hæstánægður með flokk sinn og miklu ánægðari en kjósendur og er ekki nema gott eitt að segja: þykir hverjum sinn fugl fagur. Meðal annars segir Kjartan við blaðamann Helgar- póstsins: „Pér finnst það kannski hljóma eins og yfirlæti, þegar við bend- um á hversu miklu betur þjóðin stæði nú ef stefnu okkar hefði verið fylgt. Það verður þá bara að hafa það, það er nú einu sinni staðreynd". Allt væri þetta í lagi: stjórn- málaforingi er viss í sinni sök og þar með búið. En það er kannski ekki úr vegi að minna hann og aðra á varfærni í meðferð tung- umálsins. Hvernig getur það ver- ið „staðreynd“ sem ekki er til nema sem hugmyndir um stefnu- mörkun? Ef að orðið staðreynd passar við slíkar vangaveltur, þá er komið að því sem oft hendir, að orð verður gjörsamlega mark- laust: það er staðreynd sem ég vil að sé staðreynd (vegna þess að orðið hefur jákvæðan hljóm). Var það ekki einhver útsendari andskotans sem segir í frægu leikriti: Heimurinn er eins og ég hugsa hann. Skilningur á lýðrœði Helgi Már Arthúrsson, fyrrum ritstjórnarfulltrúi á Alþýðublað- inu, skrifar opið bréf til ritstjórn- ar Alþýðublaðsins og varafor- manns Alþýðuflokks í fyrradag og kvartar yfir meðferð þeirra á þeim tíðindum, að Vilmundi Gylfasyni var meinað að bera fram fyrirspurn til ráðherra á Kjartaa GERÐI ÍTARLEGA GREIN FYRIR TILLÖGUM ALÞÝÐUFLOKKSINS EFNAHAGSMÁLUM^SSSS 41. flokksþing Alþýðuflokksins j 41. flokksþing Alþýðuflokksin6 verður haldið dagana 5.-7. nóvember n.k. í Kristalssal j Hótels Loftleiða, Reykjavík. J Dagskrá nánar auglýst siðar J Opið bréf til varafonfianrts Alþýðuflokks ins og ritstjórnar Alþýðublaðsins: AF HVERJU SITJ IÐ ÞID HJA? þingi. í þessu sambandi lætur Helgi Már orð falla, sem kannski er ekki kurteisi af Þjóðvilja- mönnum að vekja athygli á - en við gerum það nú samt: „Islenskir fréttamenn hafa enn ekki gert sér fyllilega grein fyrir því, hvað gerðist á Alþingi, ef undan er skilin ritstjórn Þjóðvilj- ans, sem sýnir það enn á ný, að þar eru menn, sem skilja grund- vallarreglur lýðræðis og þingræð is betur en aðrir. Það segir allt um andstæðinga Alþýðubanda- lagsins, en ekkert um alþýðu- bandalagsmenn, að einmitt þeir eru sýknt og heilagt sakaðir um það, af valdbeitingarmönnum lýðræðisflokkanna þriggja, að umgangast lýðræðislegar leik- reglur frjálslega“. Þá er það klippt - vegna þess, að svo oft höfum við Þjóðvilja- menn verið kallaðir einræðissinn- ar og lýðræðisféndur í öðrum blöðum, að það er út af fyrir sig frétt þegar rödd heyrist sem stefnir í aðra átt. Við skulum svo heita því í staðinn að ofmetnast ekki neitt að ráði. Allur er varinn góður Það tölublað af Alþýðublaðinu sem nú var vitnað til var reyndar fróðlegt fyrir fleira en þennan pistil fyrrverandi starfsmanns þess á baksíðunni. Á forsíðunni setti blaðið stórskemmtilegt met í foringjadýrð, sem vert er að vekja athygli á. Þar er efst þrí- dálka mynd af Kjartani flokks- formanni Jóhannssyni ásamt með formanni Norska Verka- mannaflokksins og rétt fyrir neðan tvídálka mynd af Kjart- ani einum til að minna á að hann hafi verið að tala við ráðherra- nefnd. Þetta getur náttúrlega verið eins og hver önnur bölvuð tilvilj- un. En inni í blaðinu sáum við svo auglýsingar margar, sem allar snúast um það, að nú fer undir- búningur fram að næstaflokks- þingi krata. Allur er varinn góð- ur, sagði presturinn - og blessaði söfnuðinn í þriðja sinn. -áb. Teiknimynda- frœðin Eftir að félagsfræðin tók að blómstra hafa margir henni tengdir tekið sér það fyrir hendur að kanna ýmis þau fyrirbæri sem áður voru ekki mikið rædd - til dæmis teiknimyndasögur. Marg- ar skarpar, fyndnar en einnig stórlega hlægilegar athugasemdir hafa fallið um Tarsan sem tákn og ímynd heimsvaldastefnunnar, Súpermann sem uppfyllingu hinna leyndustu dulda og þar fram eftur götunum. Andrés Ond og hans sérstæða fjölskylda hefur orðið vinsælt verkefni skilgreinenda. Af þeim sögum hafa menn leitað sér stað- festingar á hugmyndum sínum urn launavinnu og auðmagn, kyn- fælni og kvennakúgun. Andrés Önd Jon Gisle heitir maður sem hefur gert skemmtilega úttekt á „andólógíunni". Og eins og segir í umsögn um bók hans sam- nefnda „þá er það rammasta al- vara að skopast að sjálfum okkur og útkoman er næsta grátleg“. Til að betur skiljist hvað við er átt skal eftirfarandi tilfært úr um- sögninni um bók Jon Gisle „Andelogien": „Bókin lýsir hinum fræga nef- lengdarmælikvarða (sem skilur frumandrésinn frá hinum klass- íska Andrési Önd), þar eru og afhjúpaðar kenningar um andó- lógískar hliðstæður við harmleiki franska meistarans Corneille, sem og trúarsögulegt tilbrigði sem gerir siðbók Yrðlinganna að Heilagri ritningu, staðsettri í nafla heimsins. En þar er og skot- ið lokum frá seinni tíma kenningu þýskri um Andrés Önd sem síð- borinn Jésúgerfing. Harmleiksuppbyggingin í Andrésarblöðunum tengd saman við Jesúkenninguna bendir í mín- um augum til þriðja svarsins við spurningunni um trúarlega og sögulega staðsetningu Andrésar Andar: hann er nefnilega hlið- stæða við Job. Hann verður fyrir mörgum raunum til að trú hans sé prófuð, án þess að hann sjálfur sé handhafi Máttarins, Heilags anda né heldur Eilífs lífs“. Vitið þér enn - eða hvað? -áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.