Þjóðviljinn - 22.10.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.10.1982, Blaðsíða 2
2 StpA — ÞJÓDVILJINN Föstudagur 22. október 1982 Jónas Hallgrímsson: Predikar 1 Dóm- kirkjunni Árið 1829 settust að í Reykja- vík tveir ungir menn, sem báðir áttu eftir að gera garðinn frægan, hvor með sínu móti. Annar þessara ungu manna var Jón sonur sr. Sigurðar á Rafns- eyri, Jón forseti, svo sem hann varsíðar nefndur. Hinn var Jónas Hallgrímsson, norðan úr Öxna- dal, einnig prestssonur. Ekki gegndu þeir þó neinum áberandi ábyrgðarstöðum í höfuðstaðnum þennan tíma sem þeir dvöldu þar. Jón Sigurðsson var assistent í Norðborgarverslun (Knudtzon- sverslun), og mun hann hafa átt þann frama sinn að þakka því, að föðurbróðir hans, Einar borgari Jónsson, veitti versluninni for- stöðu. Jónas Hallgrímsson gerðist hinsvegar skrifstofumaður hjá Ulstrup land- og bæjarfógeta. Þar sem þeir voru báðir stúd- entar frá Bessastöðum var þeim leyfilegt að sinna prestsverkum. Og þessvegna gat Jónas slegið botninn í árið með því að flytja prédikun í Dómkirkjunni á gaml- árskvöld 1829. - mhg Gætum ‘ tungunnar Sagt var: Hann vitnaði til kenn- ingu kirkjunnar. Rétt væri: Hann vitnaði til kenn- ingar kirkjunnar. Mér er að detta það í hug úr því að menn vilja hafa hagræðingu í fjárfestingu, hvort ekki mætti hafa bæði steinullarverksmiðj- una á Sauðárkróki og þá í Þor- lákshöfn í húsakynnum nýju flug- stöðvarinnar hans Óla Jó í Kefla- vík? Dr. Róbert NButu gerir atferlisrannsóknir á Suðurlandi: „Augu margra glansandi og blóð- hlaupin” í meinhorni því sem Forni nokkur skrifar í Bæjarblaðið á Selfossi, segir í síðasta blaði frá grein sem birtist í mannfræðirit- inu „The Human Races“ og er eft- ir dr. Robert NButu prófessor við háskólann í Ouaggadouggu í Efri- Volta. í umræddri grein segir dr. NButu frá ferð sinni til Islands sem hann fór nýlega til að forvitn- ast um félagið Norrænt mannkyn sem nýlega er stofnað hérlendis og tildrögin að stofnun þess. Forni segir að doktorinn hafi m.a. ferðast um Suðurland og gert þar athuganir sínar á hinu norræna kyni, og segist honúm þannig frá: „Mest kom mér á óvart hinn mikli fjöbreytileiki fólksins á suðurströnd lslands. Háralitur og hárafar er af öllu tagi og margir karlmenn sköllóttir og tvo sá ég sem greinilega báru hárkollu. Augnlitur einnig margskonar og augu margra blóðhlaupin og glansandi. Mikið bar á œðasliti í andliti og nef í rauðara lagi. Karlmenn margir grannholda og siginaxla en konur þéttholda og furðulega þykkar niður um sig. Limaburð- ur og göngulag fólksins var sér- kennilega slyttislegt og margir eins og reikuðu í spori. Sóttust flestir eftir að styðja sig einhvers- staðar, helst við veggi eða bíla og einstaka við hest. Algengt var að fólk hópaðist saman og rœki upp gól eða vein svipað afrískum sœr- ingasöngvum til að reka burt illa anda. “ í niðurlagi greinar sinnar kemst Dr. NButu að þeirri niðurstöðu að sérkenni hins norrœna kyn- stofns á Suðurlandi beri ekki ein- ungis að vernda heldur geti hér orðið óskaland atferlisfræðinga og mannvísindamanna um langa framtíð. Selfyssingar bíöa jólanna með óþreyju Ljósa- dýrð á brúnni „Ljósa-„show“ á brúnni“, segir í fyrirsögn í bæjarblaðinu á Self- ossi sem Alþýðubandalagsfélagar þar í bæ gefa út af miklum mynd- arskap. í frétt bæjarblaðsins segir að nokkur fyrirtæki á Selfossi hafi farið fram á leyfi yfirvalda til að koma fyrir ljósaskreytingum á Ölfusárbrú fyrir næstu jól. Bygg- ingarnefnd hefur gefið grænt ljós á framkvæmdina og bæjarráð samþykkt alla ljósadýrðina. „Nú bíðum við bæjarbúar spenntir eftir jólunum og nýrri jolastemmningu. Enginn vafi er á, að þessi fyrirhugaða jóla- skreyting á eftir að setja mikinn svip á bæinn yfir jólin, segja þeir á Bæjarblaðinu. Við á 2. síðunni vonum að vel takist með fram- kvæmdina, því brúin er mikil myndarsmíði og setur skemmti- legan svip á þennan fallega bæ. Eg vildi * samt vera , kominn I ífótboltann m aftur... Þetta eru allt aum } JT* ingjar, Albert, þeir geta ekkert án okkar,hvorki Gunnar né Geir, við smellum fingri .og stjórn kemur og fer, og svo Lsetti ég hrossiö inn á túnið ^ _ ti! prestsins og þú varðst j ÍÉkfoi'seti borgarstjórnar A i&>. þótt Davíð sé ,Æm ■bT í fýlu... - , \ Peru- salar Kópavogsbúar sem hafa þurft að þreifa sig áfram í myrkri innan- dyra, vegna ónýtra ljósapera, geta nú varpað öndinni léttar, því á næstu dögum mega þeir eiga von á að perusalar knýi dyra hjá þeim. Það eru félagar í Lionsklúbbnum Muninn í Kópavogi sem eru á ferð í árlegri söluferð til að safna fé til líknarmála. í fyrra gekk perusalan Ijómandi vel, en reikna má fastlega með því, að margir bæjarbúar þurfi að endurnýja lagerinn hjá sér og skipta um þær ónýtu áður en skammdegið skellur yfir. Þessir eldhressu karlar ætla að selja Kópavogsbúum perur næstu dagana. Þeir cru f.v.: Jónas Kjartansson flokkstjóri, form. fjáröflunarnefndar, Sturla Snorrason rafverktaki, form. Munins, og Helgi Magnússon tannlæknir, ritari Munins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.