Þjóðviljinn - 22.10.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.10.1982, Blaðsíða 9
Föstudagur 22. október 1982 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 13 Umsjón: Víöir Sigurðsson Handknattleikur kvenna: „Átti að leggja knat niður í kringum 19 Þorsteinn Jóhannes- son skrifar um hand- knattleik kvenna á íslandi og bendir á leiðir til úrbóta Á síðasta ársþingi HSÍ urðu nokkrar umræður um málefni kvennalandsliðsins. Beiðni kom frá fráfarandi kvennalandsliðs- nefnd um 100 þúsund króna styrk til kvennalandsliðanna, þessari beiðni var hafnað. Hins vegar var 1400 þúsund króna fjárhagsáætlun A landsliðs karla samþykkt. Öll umræða um þessi mál hefur hingað til verið á þeim grundvelli að kvennahandbolta er stillt upp gegn karlaboltanum og sagt að kvenna- handboltinn skapi ekki tekjur og í framhaldi af því skulu þær afla alls þess fjár sem þær þurfa. Eins hefur kvennaboltinn ekki átt upp á pall- borðið hjá félögunum, og hafa margir stjórnarmenn, bæði hjá HSÍ og félögunum, haft þá skoðun, að leggja eigi kvennahandboltann niður. Það mætti kannski spyrja, hvort það hefði átt að leggja knatt- spyrnuna niður á árunum í kring- um 1970 bara af því að ekki náðist árangur. Mí.i skoðun er að hlúa eigi að kvennahandboltanum og reyna að reisa hann úr öskustónni, en hvernig er best að gera það? 1. Gera þarf meiri kröfur til gæðaþjálfunar í kvennahandbolt- anum. 2. Auka þarf kröfur til stúlkn- anna á æfingum. Leggja þarf fyrir æfingar sem gera þær sterkari. 3. Kröfur urn að þær hætti ekki á þeim aldri sem þær eru fyrst að byrja að þroskast sem ieikmenn. 4. Keppnisflokkum verði fjölg- að, til dæmis: 4. flokkur aldur 10-13 ára 3. flokkur aldur 14—16 ára 2. flokkur aldur 17-19 ára Meistarafl. aldur 19 ára og eldri. Þessi breyting er hugsuð til að koma í veg fyrir að stúlkur hætti í handknattleiknum eins ungar og þær gera í dag. Flestar hætta þegar þær eiga að ganga upp í meistara- flokk. Koma þarf í veg fyrir að stúlkur hætti eins ungar að stunda handknattlcik og þær gera í dag. 5. Landsliðið fái að minnsta kosti 6-8 landsleiki á hverju ári og þá í formi tveggja móta einu heirna og einu erlendis. Ekki verði tekið þátt í heimsmeistarakeppni fyrr en í forkeppninni fyrir HM 1990. Lagt verði upp 6-7 ára plan og allt gert til þess að halda saman sterkum kjarna. Á sama tíma verði yngri kvenn- alandsliðin byggð markvisst upp. Með þátttöku NM unglinga og öðr- um slíkum mótum. 6. Félagsliðin stuðli að auknum samskiptum við erlendar þjóðir þá heist, með þátttöku í æfingamótum erlendis, bæði fyrir yngri sem eldri flokka. 7. Stjórn HSÍ greiði fyrir eina ferð hjá A-landsliði á hverju ári, og allan þjálfunar og húsnæðis- kostnað. Þorsteinn Jóhannesson Brynjar Valsmarkmaður með landsliðinu til Spánar Teiti Þórðarsyni hefur verið. meinað af félagi sínu, franska 1. deildarliðinu Lens, að leika með íslenska landsliðinu í knattspyrnu gegn Spánverjum á miðvikudag- inn. Jóhannes Atlason landsliðs- þjálfari var búinn að hafa samband við Teit um að koma til Spánar en þá kom upp sú staða að Teitur hef- ur verið valinn í aðallið Lens í fyrsta skipti í vetur og leikur með liðinu á þriðjudag og föstudag. Bikar- firma- og skóla- keppni KKÍ Körfuknattleikssamband ís- lands hefur sett tímatakmörk á þátttökutilkynningar í þrjú mót á vegum KKÍ í vetur. Bikarkeppni KKÍ, Skólamót KKÍ og Firma- keppni KKÍ. Þátttöku í bikarkeppninni 1982-83 skal tilkynna eigi síðar en 5. nóvember og þátttöku í firmakeppninni fyrir 20. nó- vember. Skólamótið skiptist í fram- haldsskóla- og grunnskóla- keppni. í framhaldsskólakeppn- inni er leikið í karla- og kvenna- flokki en í grunnskólakeppninni í eftirtöldum flokkum: Stúlkna- flokki 12-13 ára, eldri flokki drengja 14-15 ára og yngri flokki drengja 12-13 ára. Þátttöku skal tilkynna eigi síðar en 5. nóvemb- er. Skrifstofa KKÍ, sími 85949, gefur allar upplýsingar og þangað ber að senda þátttökutilkynn- ingar. Brynjar Guðmundsson, mark- vörður Vals, hefur verið valinn í landsliðshópinn sem leikur við Spánverja í Malaga á miðvikudag- inn kemur í Evrópukcppni lands- liða í knattspyrnu. Brynjar kemur í stað Guðmundar Baldurssonar sem ekki gaf kost á sér í ferðina. Brynjar er eini nýliðinn í A- 4 landsliðinu en það er þannig Ískipað: Markverðir: Þorsteinn Bjarnason, ÍBK Brynjar Guðmundsson, Val Aðrir leikmenn Arnór Guðjohnsen, Lokeren Atli Eðvaldsson, Diisseldorf Lárus Guðmunssson, Waterschei Sigurður Grétarsson, UBK Pétur Pétursson, Antwerpen Sævar jónsson, CS Brugge Örn Óskarsson, IBV Ómar Tortason, Víkingi Marteinn Geirsson, Fram Sigurður Lárusson, ÍA Viðar Halldórsson, FH Gunnar Gislason, KA Árni Sveinsson, IA Þjálfari er Jóhannes Atlason og aðstoðarmaður Einar Gíslason en fararstjórn skipa Ellert B. Schram, Friðjón Friðjónsson og Helgi Dan- íelsson. Landsliðið undir 21-árs leikur á sama tíma við Spánverja í Badajos og er þannig skipað: Markverðir: Ögmundur Kristinsson, Víkingi Friðrik Friðriksson, Fram Aðrir leikmenn Aðalsteinn Aðalsteinsson, Víkingi Erlingur Kristjánsson, KA Valur Valsson, FH Hafþór Sveinjónsson, Fram Jón Gunnar Bergs, Val Óli Pór Magnússon, ÍBK Ólafur Björnsson, UBK Ómar Rafnsson, UBK Ragnar Margeirsson, ÍBK Sigurjón Kristjánsson, UBK Trausti Ómarsson, UBK Þorsteinn Þorsteinsson, Fram Helgi Bentsson, UBK Þjálfari er Guðni Kjartansson og aðstoðarmaður hans Þorsteinn Geirharðsson en fararstjórar eru Árni Þorgrímsson og Páll Júlíus- son. - VS Ráðstefna um knattspyrnu Knattspyrnusamband íslands gengst fyrir ráðstefnu á Hótel Esju, sal þrjú, á morgun, laugardaginn 23. október.Ráðstefnan hefst kl. 10 og stendur eitthvað fram eftir degi. Gert er ráð fyrir að ráðstefnugest- um verði skipt upp í starfshópa að loknum framsöguerindum og í lok- in verði almennar umræður. Umræðuefnið verður: Staða knattspyrnunnar á íslandi. Fjallað verður um ástæður fyrir fækkun áhorfenda, áhrif sjónvarps, þjálfun og leikaðferðir, tekjustofna og út- gjöld KSÍ og knattspyrnuhreyfing- arinnar, vallarskilyrði, og þá gervi- gras, útflutning leikmanna og fleira. Til ráðstefnunnar er boðið full- trúum frá félögum í 1. og 2. deild, þjálfurum 1. deildar, fulltrúum ISÍ, ÍBR, KDSÍ og KÞÍ, svo og blaðamönnum Öllu frestað i úrvalsdelld Öllum leikjum 4, umferðar úrvalsdeildarinnar í körfuknatt- leik hefur verið frestað. Þeir áttu að fara fram á morgun og á sunn- udag. Ástæða frestunarinnar er sú að unglingalandsliðið er nú statt á írlandi og verður þar fram á mánudag en þar méð í för eru leikmenn frá flestum liða úrvals- deildarinnar. Reykjav.mót í borðtennis Reykjavíkurmót í borðtennis verður haldð dagana27. og31. okt- óber í Laugardalshöllinni. Mið- vikudaginn 27. október kl. 19.40 verður leikinn tvenndarleikur og tvíliðaleikur „old-boys” í borð- tennissal. Sunnudaginn 31. októ- ber hefst keppni kl. 9.30 og þann dag verður leikið í borðtennissal og aðalsal. Leikin verður einföld út- sláttarkeppni nema þar sem ein- ungis 4 eða færri eru skráðir til leiks. Þátttaka tilkynnist til formanna borðtennisdeilda eða á lista í borð- tennissal Laugardalshallarinnar; tvenndarleikur og tvíliðaleikur „old-boys” fyrir miðvikudags- kvöld, en fyrir föstudagskvöld 29. október í öðrum greinum. Kamba- boðhlaup Kambaboðhlaup ÍR og HSK fer fram n.k. sunnudag, 24. okt. og hefst á Kambabrún kl. 12:00. í hverri sveit eru 4 hlauparar sem hver hleypur 10 km. Hlaupinu lýkur við IR-húsið við Túngötu. Þátttaka tilkynnist til Guðmund- ar Þórarinssonar, ÍR, og eru keppendur áminntir um að mæta tímanlega.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.