Þjóðviljinn - 22.10.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.10.1982, Blaðsíða 12
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. október 1982 Hverjir ætla norður? Fyrirhugaö er aö efna til hópferðar frá Reykjavík til Akureyiar á ráö- stefnu ABA 30.-31. október. Þeir Alþýöubandalagsmenn á Reykjavíkur- svæðinu sent hyggjast taka þátt í ráðstefnunni á Akureyri eru beönir aö hafasamband viö skrifstofu ABR sem allra fyrst. síminn er 17500,- ABR. Alþýðubandalagið í Garðabæ - Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Garðabæ verður haldinn m.inudaginn 25. október kl. 20.30 í Flataskóla. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf, 2) kosning fulltrúa á flokks- ráðsfund, 3) kosning fulltrúa í kjördæmisráð, 4) önnur mál Alþingis- mennirnir Geir Gunnarsson og Ólafur Ragnar Grímsson kom; á fundinn og ræða stjórnmálaviðhorfið. Alþýðubandalagið Akranesi, bæjarmálaráð Fundur verður haldinn mánudaginn 25. október kl. 20.30 í Rr in. Fundarefni: Greint frá störfum atvinnumálanefndar og skó anefndar grunnskólans og fjölbrautarskólans. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Gönguferð um Búrfellsgjá Göngustjóri Kristján Bersi Ólafsson Alþýðubandalagið í Hafnarfirði efnir til gönguferðar um Búrfellsgjá, laugardaginn 23. október. Safnast verður saman kl. 13.00 að Strandgötu 41 (Skálanum.) Þaðan verður ekið í rútu upp í Heiðmörk, og síðan gengið eftir Búrfellsgjá að eldstöðvunum við Búrfell. Par verður snætt nesti; síðan verður gengið að Kaldárseli og hópurinn sóttur þangað. Hafnfirðingar, fjölmennið. Munið að koma vel skóuð í hentugum göng- uklæðnaði, með nesti og söngbók MFA. Þátttaka tilkynnist í síma 51734 (Hallgrímur) 52941 (Dröfn) og 53172 (Bergþór). - Þátttökugjald 50-100 kr. - Stjórnin. Alþýðubandalagið á Akureyri - Ráðstefna um flokkana og jafnréttismál Alþýðubandalagið á Akureyri efnir til ráðstefnu laugardaginn og sunn- udaginn 30. og 31. október. Dagskrá: 1. Avarp: Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins. 2. Stjórnmálaflokkarnir, staða þeirra og starfshættir. Framsaga: Soffía Guðmundsdóttir. 3. Afstaða Alþýðubandalagsins til kvennahreyflnga og annarra félags- legra hreyflnga. Framsaga: Helgi Guðmundsson. 4. Jafnréttisbarátta, kvennahreyfíng-markmið og leiðir. Framsaga: Sig- ríður Stefánsdóttir. Ráðstefnan hefst kl. 13.30 á laugardag og lýkur síðdegis á sunn- udag. Á laugardagskvöldið verður efnt til kvöldvöku. Þeir félagar sem hyggja á þátt- töku í ráðstefnunni eru vinsamlega beðnir að tilkynna það sem fyrst á flokksskrifstofuna í Reykjavík, sími 91-17500. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 96-2427!). Stjórn Alþýðubandalagsins á Ak- ureyri Alþýðubandalagið uppsveitum Arnessýslu Baldur Garðar Aðalfundur Alþýðubandalagsins í uppsveitum Árnessýslu verð :r haldinn á Flúðum fimmtudaginn 28. október og hefst kl. 21.00 Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Kosning fulltrúa á flokksráðsfund. 3) Kosning í kjördæmisráð. 4) Önnur mál. Garðar Sigurðsson og Baldur Óskarsson mæta á fundinn. - Féi.igar fjöl- mennið. - Stjórnin ALÞÝÐUBANDALAGID Til styrktar öldruðum: Soroptimist- ar selja sápu Þessa dagana eru íslenskir sor- optimistar að selja handsápu í stór- um stíl og rennur hagnaðurinn af sölunni til aldraðra samborgara. Á s.l. ári ákvað Soroptimista- samband íslands að næstu fjögur árin skuli aðalverkefnið vera að veita öldruðum stuðning. Hagnaðurinn af sápusölunni nú í haust á að renna til sjúkraþjálfun- ^Við erum ekki með þessu að bjóða i fólki að þvo hendur sínar af málefn- j um aldraðra sjúklinga“, segja sor- optimistar m.a. í fréttatilkynningu. arstöðvar sem fyrirhugað er að byggja á Reykjalundi. í lok til- kynningarinnar frá soroptimistum segir: Soroptimistar eru ekki með þessu að bjóða fólki upp á að þvo hendur sínar af málefnum aldraðra sjúklinga, en með því að nota FA- sápu fyrir aldraða, við handþvott- inn næstu mánuðina getur fólk lagt sitt að mörkum til að hjúkrunar- málum aldraðra verði komið í við- unandi horf“. _v Ungbamið Eins og bent er á í formála nýrrar bókar, Ungbarnið eftir Onnu Margréti Ólafsdóttur og Maríu Heiðdal eiga foreldrar dagsins í dag ekki eins greiðan aðgang að reynslu eldri kynslóða og foreldr- ar áður og fyrri. Að vísu koma bækur ekki í stað þeirrar lifandi reynslu sem berst frá manni til manns en engu að síður verða ( þessar nýju þjóðfélagsaðstæður þess valdandi að handbækur taka við þarsem reynsluna skortir. Og í þessari nýju handbók eru svör við mörgum spurningum sem eru áleitnar nýbökuðum for- eldrum -einsog svar við spurning- unni um það hvernig á að láta kornabarn ropa. Það svar er að vísu í knappasta lagi, sem og ann- að í bókinni. Það er líka helsti gallinn á henni. f fljótu bragði virðist sem höfundum hafi tekist að setja ótrúlega mörg atriði í knappt form. Því má segja að hér sé komin prýðileg handbók um þroska og umönnum barna fyrstu tvö æviárin, einsog það er orðað á titilsíðu bókarinnar. Bókin er um margt nýstárlegt, amk. ef miðað er við bækur um skyld efni á ís- lensku. Þannig fá til dæmis feður að vera með í veröld smábarna og var kominn tími til. _ óg 11 umsóknir bárust EHefu umsóknir bárust um starfslaun listamanns sem Reykja- víkurborg vcitir en umsóknarfrest- ur rann út 10. þessa mánaðar Þóra Kristjánsdóttir, listráðu- nautur Kjarvalsstaða sagði í sam- tali við Þjóðviljann í gær að stjórn Kjarvalsstaða kæmi saman n.k. þriðjudag og væri ekki hægt að gefa upp nöfn umsækjenda fyrr. Til þessa hafa tveir listamenn fengið starfslaun, ár í senn, þeir Magnús Tómasson og Bragi Ásgeirsson myndlistarmenn. Umsóknum virð- ast hins vegar fara fækkandi, - þannig sóttu um 30 manns í fyrsta sinn, um 20 í annað_og sem fyrr segir 11 núna. Launin nema mán- aðarlaunum menntaskólakennara. - A1 Símon og Siegfried á Vesturlandi Gítarleikararnir Símon ívarsson og Siegfried Kobilza frá Austurríki hafa nú haldið tónleika víða á Suður- og Austurlandi og nú síðast á Norðurlandi. Áheyrendur hafa alls staðar tekið þeim vel og farið ánægðir heim að loknum tón- leikum þeirra. Nú um helgina fara þeir af stað með tónleika um Vest- urland og leika fyrst föstudaginn, 22. okt. á vegum Tónlistarfélags Borgarfjarðar í Logalandi kl. 21:00. Laugardaginn 23. okt. leika þeir í Félagsheimilinu í Stykkis- hólmi kl. 20:30. Daginn eftir, sunn- udaginn 24. okt. leika þeir í Búðar- dal kl. 17:00. Áfram halda þeir daginn eftir til Hvammstanga og leika þar mánud. 25. okt. í Félags- heimilinu kl. 20:30. Miðvikudag- inn 27. okt. leika þeir í Blönduós- kirkju kl. 20:30. Næsta dag, fimmtudaginn 28. okt. leika þeir félagar að lokum í Fjölbrautaskól- anum á Akranesi, kl. 20ö:20 á veg- um tónlistarfélagsins þar. Á efnisskránni er spönsk tónlist, klassísk og flamenco, og er þessi tónlist mjög aðgengileg til áheyrnar. „Vitundin víkkuð” Rannsóknarstofnun vitundar- innar hefur gefíð út á snældu fræðsluefni um tónlistarlækningar, en þar er um að ræða fræðsluþátt sem Geir Viðar Vilhjálmsson sál- fræðingur flutti nýlega í útvarpið. í lýsingu frá Geir segir m.a.:.: „Hér eru bæði leiðbeiningar til dýpra sálarástands, og einnig er sýnt hvernig beita má myndrænum táknum með öndunaræfingum, til samtengingar hins líkamlega og andlega huga. Þessi aðferð til tónlistarlækninga samræmir orð, tónlist og tákn og opnar sjálfsvitundinni leiðir til víc áttumeiri skynjunar á þeim áh- rifum sem tónlist vekur.” Sú leið til tónlistarlækninga sem Geir fjallar um byggir á langtíma rannsóknum, sem Helen Bonny, einn af ráðgjöfum Rannsóknar- stofnunar vitundarinnar hefur á- samt fleirum unnið að. Helen Bonny hefur tvisvar dvalist hér á landi og haldið námskeið í sam- vinnu við Geir. V. Vilhjálmsson. Þær leiðbeiningar sem hér birt- ast má hagnýta til sterkari innlifun- ar í tónlist yfirleitt, en á hinni hlið snældunnar eru fágætar náttúru- bylgjur frá Lorian-félaginu í Kalif- omíu. David Spangler og fleir: sömdu. Þættirnfr um Híldi fullgerðir Nýlokið er gerð sjónvarps- og út- varpsþátta, sem unnir voru í sam- vinnu danskra og íslenskra aðila til notkunar fyrir dönskukennslu handa íslendingum. Norræna húsið, Félag dönsku- kennara, dönsku félögin og Náms- gagnastofnun boðuðu af þessu til- efni til blaðamannafundar fyrir skömmu, þarsem mættir voru m.a. rithöfundurinn Hans Hansen, einn þriggja handritshöfunda sjón- varpsþáttanna, og Peter Spby Christiansen lektor sem stjórnaði hinum kennslufræðilegu hliðum þessa verkefnis. Dagskrá þessi, sem er gerð fyrir þrjá miðla, sjónvarp, útvarp og bók, er fyrst og fremst miðuð við að kenna þeim íslendingum, sem eru sæmilega læsir á dönsku, að skilja talað mál og þjálfa sig í fram- burði. Þættirnir eru því bæði sniðnir fyrir fullorðinsfræðslu og til notk- unar á menntaskólastigi. Hér er um að ræða 10 sjónvarps- þætti, 25. mínútur að lengd hver og 20 útvarpsþætti, 15 mínútur að lengd. Ennfremur fylgir bók, sem nota má í náminu, og gefur náms- gagnastofnun hana út. Leikstjóri sjónvarpsþáttanna er hinn kunni danski leikstjóri, Bengt Christiansen, en Erna Indriðadótt- ir sá um gerð útvarpsþáttanna og Friðrika Geirsdóttir hafði umsjón með samningu bókarinnar. Hans Hansen sagði að gerð sjón- varpsþáttanna hefði verið mjög spennandi verkefni, en þeir eiga að sameina fræðslu og skemmtana- gildi. Þættirnir eiga að lýsa því hvernig íslensk stúlka, Hildur, upplifir Danmörku, og jafnframt eiga þeir að gefa sem víðasta mynd af dönsku þjóðlífi, náttúru og um- hverfi. Jafnframt átti textinn að gera minni kröfur um dönskukunn- áttu í byjun en í lokin. Hvernig okkur hefur tekist að samræma allar þessar kröfur verð- ur reynslan að skera úr um, en þess má geta að Einar Ágústsson sendi- herra, sem er einn þeirra fáu er séð hefur þættina, stóð ekki upp fyrr en hann hafði séð þá alla í einni röð, og tók sú sýning á 5. klukkustund, sagði Peter Söby. Þeir Hans og Peter sögðust von- ast til að þættir þessir ættu eftir að koma að góðum notum fyrir dönskukennsluna í landinu, en á- formað er að gefa þá út á mynd- böndum og tónböndum, þannig að þeir verði aðgengilegir fyrir skóla. Þeir sögðu að áformað væri að þáttunum yrði útvarpað og sjón- varpað eftir áramótin. -ólg. Vinnuherbergi óskast Ég er þrítugur kennari og óska aö taka á leigu rúmgott herbergi á rólegum stað þar sem ég get unnið við ritstörf næstu mánuði. Flestir staðir í Reykjavík og nágrenni koma til greina. Vinsamlega hringið í síma 19784.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.