Þjóðviljinn - 03.11.1982, Síða 1

Þjóðviljinn - 03.11.1982, Síða 1
DIOÐVIUINN Tekist hefur að selja Sovétmönnum 10 þús- und tunnur af saltaðri sfld, til viðbótar þeim 200 þús. tunnum sem áður hafði verið samið um. Sjá 10 2nóvember 1982 miðvikudagur 248. tölublað 47. árgangur Þingflokkur Framsóknarflokksins: Mótmælir einhliða ákvörðun Seðla- banka - Þingflokkur Framsóknarflokks- ins varar eindregið við þeirri miklu hækkun lánskjaravísitölu og vaxta, sem Seðlabankinn hefur nú cin- hliða ákveðið ásamt stórhertum út- lánareglum sem kunna að leiða til greiðsluþrots atvinnufyrirtækja og atvinnuleysis, ef ekki verður gripið i taumana í tæka tíð, segir í sam- þykkt þingflokks Framsóknar- flokksins sem afhent var í gær. Samþykktin vekur sérstaka athygli vegna þess að Halldór Ásgrímsson varaformaður Framsóknarflokks- ins er einnig formaður bankaráðs Seðlabankans og Tómas Árnason ritari flokksins er bankamálaráð- herra. Páll Pétursson formaður þing- flokks Framsóknarflokksins kvað ályktunina hafa verið samþykkta samhljóða. Tómas Árnason ráð- herra bankamála var viðstaddur fundinn. -ÓS- Þessir grísir eru að anda að sér hreinu lofti suður í Keflavík, þar sem Cargolux vélin sem flytur þá yfir Norðurpólinn og alla leið til Kóreu, hafði stutta viðdvöl í gær. Grísirnir koma frá Malmö og verða stofninn í nýrri svínarækt í Suður-Kóreu. Tvöföld áhöfn er í þessu flugi sem tekur um 24 tíma. Flugstjórar eru þeir Kolbeinn Sigurðsson og Ragnar R. Kvaran. Ljósm - eik. Atvinnuástandið hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar „Ymsar blikur eru á lofti” — segir segir Bragi Björnsson í Útgerðarráði BÚH „Togarar Bæjarútgerðarinnar eru allir á veiðum núna og koma inn á næstu dögum, en aflinn hefur verið rýr fram að þessu auk þess sem mest hefur verið veitt af illselj- anlegum karfa,“ sagði Bragi V. Björnsson fulltrúi í útgerðarráði Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar í samtali við Þjóðviljann í gær. Eins og kunnugt er af fréttum hefur þurft að segja upp fólki í BÚH og stafar það einkum af því að frystigeymslur hússins hafa fyllst af illseljanlegum karfa auk þess sem afli togara fyrirtækisins hefur verið afar rýr að undanförnu. Var til dæmis enginn fiskur í frysti- húsinu á föstudag og mánudag. „Við urðum að hætta frystingu á Rússlandsmarkað vegna þess að umbúðir skorti. Núna er ætlunin að halda áfram að pakka fyrir Ame- ríkumarkað, en sú pökkun tekur lengri tíma. Það er auk þess búið að frysta upp í sölusamninga við So- Viðræður stjórnar og stjórnarandstöðu: GEIR ER HÆTTUR! Nauðsynlegt að halda viðræðum áfram segir Svavar Gestsson Bragi V. Björnsson fulltrúi Al- þýðubandalagsins í útgerðarráði Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. vétmenn, og ef togararnir afla ekki einhvers annars en karfa á næstu vikum, er því ekki að leyna að ýms- ar blikur eru á lofti varðandi atvinnuástandið hér í Bæjarút- gerðinni," sagði Bragi V. Björns- son að síðustu. -v. Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins iýsti því yfir í útvarpsfréttum í gærkvöldi að hann teldi áframhaldandi viðræð- ur stjórnar og stjórnarandstöðu með öllu tilgangslausar. Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðu- flokks kvaðst hins vcgar vilja skoða málefnalistannáframoghalda nýjan fund með viðræðunefndinni. Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins kvaðst vilja leggja á það áherslu að niðurstöður fengjust sem allra fyrst í lykiimál- um eins og afgreiðslu bráðabirgða- laga og fjárlagafrumvarps. Hann kvað Alþýðubandalagið vera tilbú- ið að ákveða kjördag ti! alþingis- kosninga strax á fyrri hluta næsta árs. Síðan sagði Svavar: „Eg tel engan veginn tímabært að slíta viðræðum nú af fyrrgreindum ástæðum, en einnig vegna af- greiðslu kjördæmamálsins sem all- ir hafa verið sammála um að fá lausn á sem allra fyrst.“ -v. Vandi húsbyggjenda er til umræðu í Þjóðvil janum í dag og nú eru kynntar tillögur starfshóps sem félagsmálaráðherra skipaði. Með leikdómi um bandaríska gamanleikinn Hjálparkokkarnir hefur Sigurður A. Magnússon aftur leiklistargagnrýni eftir margra ára hlé.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.