Þjóðviljinn - 03.11.1982, Síða 6

Þjóðviljinn - 03.11.1982, Síða 6
6 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. nóvember 1982 Kosningar í Bandaríkjunum í gœr: Frysting kjarnorkuvígbúnaðar „177 af 195 borgum í Vermont hafa samþykkt kröfu um frystingu kjarn- orkuvígbúnaðar,“ segir á þessum borða í friðargöngunni í New York í sumar, en krafan um frystingu hefur áður komið til atkvæða í mörgum borgum og bæjum. í kosningunum í Bandaríkjunum í gær var ekki bara kosið til þings og um ríkisstjórnarembætti. Þriðji hver Bandaríkjamaður fékk einnig að segja álit sitt á „frystingu kjarnorkuvígbúnaðar“, en það er hugmyndin um að kjarnorkuveldin geri með sér samkomulag um að stöðvun á framleiðslu, dreifíngu og tilraunum með kjarnorkuvopn. Kjósendur gátu greitt atkvæði með eða á móti hugmyndinni um „frystingu“ í Ka'íforníu, Massac- husetts, New Ycrsey, Rhode Is- land, Montana, Norður-Dakota, Arizona, Michigan og Oregon. Þá kom málið einnig til atkvæða í Washington ÐC, Philadelphia og Chicago. í Montana fengu kjós- endur einnig að sýna álit sitt á því hvort þeir vildu banna staðsetn- ingu MX-kjarnorkueldflauga í ríkinu. Afvopnun fœr hljómgrunn Úrslit þessara kosninga eru ekki bindandi fyrir stjórnvöld í Was- hington, en friðarhreyfingunni og Demókrataflokknum, sem barist hafa fyrir hugmyndinni um „fryst- ingu“, er spáð sigri í kosningunni. Þótt hér sé frekar um skoðana- könnun að ræða en kosningu, þá geta úrslitin haft áhrif á þróun af- vopnunarviðræðnanna og jafnvel á forsetakosningarnar 1984, ef stuðningur við „frystingu“ verður afgerandi. Margir hafa þó viljað gera lítið úr málinu, og það var ekki fyrr en á síðustu dögum kosningabaráttunn- ar sem Reagah-stjórnin tók að beita sér af afli gegn hugmyndinni. kom til atkvœða- greiðslu í mörgum ríkjum Bandaríska blaðið Waíl Street Journal skrifaði þannig fyrir rúmri viku í leiðara, að það gæti vart gert stóran skaða, þótt menn greiddu atkvæði með frystingu, svo framar- lega sem þeim liði betur eftir á. Það hefði hins vegar álíka mikil áhrif á hið gagnkvæma vopnaeftirlit eins og að fá sér tyær asperíntöflur fyrir svefninn. Því verður hins vegar ekki á móti mælt, að kosningin um „frystingu" hefur hleypt umræðum um afvopn- unarmál af stað í Bandaríkjunum á nýjan leik, og þá hefur hún einnig aukið á þrýsting um að „start“- og INF-viðræðurnar svokölluðu í Genf um takmörkun meðal- og langdrægra kjarnorkueldflauga beri árangur. Það er fyrir frumkvæði áhuga- manna um „frystingu" og grasrót- arhópa friðarhreyfingarinnar bandarísku, sem mál þetta hefur verið tekið til atkvæðagreiðslu. Til þess að svo mætti verða þurfti að safna undirskriftum almennra borgara með kröfu um þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið. Fylgjendur.hugmyndarinnar um „frystingu“ tilheyra fyrst og fremst hinum frjálslyndari armi banda- rískra stjórnmála, og Demókrata- flokkurinn samþykkti nær einróma stuðningsyfirlýsingu við hugmynd- ina á flokksþinginu í sumar. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós, að meirihluti Bandaríkja- manna er hlynntur hugmyndinni, en krefst þess jafnframt, að jafn- vægi sé tryggt áður en hún komi til framkvæmda. „Vígbúumst til að afvopnast“ Ronald Reagan og ríkisstjórn hans hafa hins vegar haldið því stíft fram, að „frysting" eins og boðuð er í kosningunni muni sjálfkrafa leiða til sovéskra yfirburða. Reag- an notar einföld rök í málflutningi sínum, og fréttaskýrendur telja að honum hafi orðið nokkuð ágengt með þeim. Hann segist vissulega vilja draga úr kjarnorkuvígbúnaðinum, en hins vegar megi það ekki gerast fyrr en yfirburðir Bandaríkjanna yfir Sovétríkin séu tryggðir. Reagan-stjórnin hefur haldið því fram, að með því að gera hug- myndinni um frystingu hátt undir höfði væri verið að grafa undan samningsaðstöðu Bandaríkjanna gagnvart Sovétmönnum í Genf. Á síðustu dögum kosningabar- áttunriar voru nokkrir íhaldsamir vinir Reagans dregnir fram í sviðs- Ijósið til að vitna í málinu. Með- al þeirra var Phylis Schaly, sem þekktur er fyrir að hafa beitt sér gegn lagalegu jafnrétti kvenna og karla og Jerry Falwell, talsmaður siðvæðingarhreyfingarinnar Moral Majority. Þá birti tímaritið „Rea- der’s Digest" sérstakt níðrit um friðarhreyfinguna í októberhefti sínu, þar sem m.a. stendur að hreyfingunni hafi tekist að safna saman og virkja ótrúlegan fjölda manna „í þeim einum tilgangi að veikja Bandaríkin og efla hina kommúnísku harðstjórn." Caspar Weinberger varnarmál- aráðherra hélt svo í síðustu viku blaðamannafund þar sem hann sagði, að „frysting" kjarnorkuvíg- búnaöarins nú myndi veikja „þau ógnvekjandi öfl, sem við styðjumst nú við til þess að koma í veg fyrir stríð“. Weinberger reyndi einnig að fullvissa blaðamenn um að So- vétríkin væru nú búin mun full- komnari kjarnorkuvopnum en Bandaríkin. Sýndi hann línurit þessu til sönnunar og sagði að fryst- ing nú mundi sjálfkrafa leiða til sovéskra yfirburða. Þrátt fyrir þessa andstöðu gegn hugmyndinni um frystingu er talið að hún hafi notið stuðnings meiri- hluta kjósendaí gær, en úrslitinvoru ekki ljós þegar þetta er skrifað. Stjórnmálaskýrendur telja að öfl- ug friðarhreyfing geti skipt miklu máli fyrir forsetakosningarnar, sem fram eiga að fara í Bandaríkj- unum 1984. Þeir Edward Kennedy og Walter Mondale, sem báðir hafa verið orðaðir við framboð af hálfu Demókrata hafa lýst ein- dregnum stuðningi við frysti- hugmyndina og því gæti hún ráðið úrslitum fyrir Reagan, svo framar- lega sem hann hafi ekki náð óvænt- um árangri í afvopnunarviðræðun- um fyrir 1984. ólg/DN, Spiegel Grískt sjálfstœði styrkt með sigri sósíalista Andreas Papandreou fagnar sigri eftir kosningarnar 24. október s.l. „Þessi stórkostlegi sigur veitir okkur styrk og þrótt til þess að takast á við það mikla sköpunar- verk, sem við höfum tekist á hend- ur, að framkvæma breytinguna miklu sagði Andreas Pap- andreou, forsætisráðherra Grikklands og formaður Panhell- eníska sósíalistailokksins eftir seinni umferð borgar- og sveitar- stjórnarkosninganna, sem fram fóru í Grikklandi 24. okt. s.I. Hann hafði ástæðu til að fagna sigri: 218 af 276 borgum og bæj- um féllu í hendur vinstri-manna og rúmlega 5000 af 6500 sveitar- stjórnum. Úrslitin voru fyrst og fremst sigiir fyrir sósíalista, en einnig kommúnistaflokkurinn bætti við sig umtalsverðu fylgi. Að vísu sýndu úrslitin að sósíalistaflokk- urinn (PASOK) hafði tapað nokkru fylgi í borgunum miðað við þingkosningarnar fyrir ári, þegar hann hlaut yfir 48% at- kvæða, en það tap fór hins vegar aðallega yfir til kommúnista- flokksins, sem hlaut 18,5% at- kyæða í Aþenu og 23,5% at- kvæða í Salonika miðað við 11% í þingkosningunum. Eitt ár við völd Úrslitin hafa fyrst og fremst verið túlkuð sem stuðningur við stjórn sósíalista, en jafnframt sem viðvörun til hennar um að standa við kosningaloforð sín á sviði utanríkismála, sem komm- únistaflokkurinn hefur lagt áherslu á, en gríski kommúnist- aflokkurinn er hlynntur Sovét- ríkjunum í utanríkismálum. Eitt af loforðum Papandreous fyrir kosningarnar var fram- kvæmd valddreifingar sem var orðirt mjög knýjandi og hlaut greinilegan hljómgrunn úti á landsbyggðinni. Enn hefur lítið borið á fram- kvæmdum kosningaloforða um „félagslega nýtingu efnahagslífs- ins“ en Papandreou hefur á einu ári lækkað hallann á fjárlögum um 400 milljónir dollara, minnk- að verðbólgu úr 25 í 22% á með- an atvinnuleysi hefur aukist úr 5,5 í 8%, og mundi þetta teljast góður árangur áevrópskummæli- kvarða. Sjálfstœð stefna Papandreou hélt fram þjóð- legri stefnu fyrir þingkosningar og hótaði úrsögn úr Nato, brott- flutningi bandarískra herstöðva og endurskoðun á aðild að EBE. Ekkert þessara mála hefur komið til framkvæmda, en Grikkland hefur engu að síður sýnt ákveðið sjálfstæði í utanríkismálum á fyrsta stjórnarári sósíalista. Pap- andreou tók afstöðu gegn sam- eiginlegri ákvörðun Nato-ríkja um að beita Sovétríkin refsi- aðgerðum vegna setningar her- laga í Póllandi. Grikkland varð fyrst Nato-ríkja til þess að veita PLO fulla viðurkenningu og veita upplýsingaskrifstofu PLO í Aþ- enu viðurkenningu sem sendi- ráði. Sósíalistar hafa lagt áherslu á bætta sanibúð við arabaríkin og þróunarlöndin og þeir hafa nú hafið samningaviðræður við Bandaríkin um endurskoðun varnarsamningsins. „Við álítum ekki að bandarísku herstöðvarnar þjóni varnarhags- munum Grikkja, nema til alls- herjarstyrjaldar komi á milli blokkanna tveggja. Þær þjóna bandarískum hernaðarhagsmun- um. Hvers vegna skyldum við þá hafa þær?“, sagði Papandreou viðblaðamannTime. f samninga- viðræðum við Bandaríkin hefur Papandreou lagt fram eftirfar- andi skilyrði fyrir því að her- stöðvarnar fái að vera áfram: þær méga ekki vera notaðar gegn neinu því ríki, sem Grikkir eiga góð samskipti við, að arabaríkj- um meðtöldum. Ekki má veita Tyrkjum neinar upplýsingar varðandi varnarmál Grikklands og Grikkir skulu fá lán í Banda- ríkjunum til kaupa á vopnum fyrir gríska herinn. Þessi afstaða Papandreous leiddi til þess að innanríkisráð- herrann í stjórn hans sagði af sér, og líklega hefur þessi afstaða valdið því að flokkurinn tapaði fylgi yfir til kommúnista í seinni umferðinni. Nato og Tyrkland En varnarhagsmunir Grikkja eru vandmeðfarið mál, þar sem í mörg horn er að líta. Grikkjum stafar raunveruleg hætta af yfir- gangi tyrknesku herformga- stjórnarinnar, bæði á Kýpur og Eyjahaíi. Algjör slit a 'nernaöar - samvinnu viðNato-ríkin mundi auka á mikilvægi Tyrklands fyrir Bandaríkin í hernaðarlegu tilliti og ef til vill auka á hættuna fyrir Grikki. Papandreou sagði í áðurnefn- du viðtali við Time, að Grikkir tryðu ekki á kaldastríðs- blokkirnar, en engu að síður væru þær fyrir hendi. „Við trúum ekki á ögrunarstefnu á milli austurs og vesturs, en engu að síður er hún fyrir hendi. Við ætl- um okkur ekki að gera neitt það er leitt geti til árekstra. Stefna okkar og hlutverk innan Nato þessa stundina er órjúfanlega tengd ógnun við öryggi okkar úr austri (frá Tyrklandi).“ Það er fagnaðarefni að sjálf- stæð rödd Grikklands í evróp- skum stjórnmálum styrktist við kosningarnar í síðasta mánuði. ólg. tók saman.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.