Þjóðviljinn - 03.11.1982, Side 7

Þjóðviljinn - 03.11.1982, Side 7
Miðvikudagur 3. nóvember 1982 ÞJöÐVILJINN — SIÐA 7 Matthías Á. Mathiesen. Formaður, vara- formaðurog ritari Framsóknar- flokksins hver með sína stefnu í vaxtamálum. Tómas Árnason: Seðlabankinn þarf samráð en ekki samþykki ríkisstjórnar. Ragnar Steingrímur Arnalds: Hermannsson: . Ekki sáttur við ákvörðun Efast um lagaheimild. ■1 Scðlabankans. tt.t" ^ m R . - J J Svavar h 9 ■" , . * A Gestsson: \ NBr •'.# rm VS^r; jj Raunvaxta- Bn ■ jr T Æ* m stefnan gengin sér til húðar. Seðlabankinn tók sínar ákvarðanir Hver ákvarðar vexti? - Ég vefengi ekki lagalegan rétt Seðlabankans til að ákvarða vaxtahækkun, þó augljóst sé, að ríkisstjórnin hafði ekki sagt sitt síðasta orð í þessu máli, sagði Ragnar Arnalds í umræðum utan dagskrár á alþingi á mánu- daginn. Matthías Á. Mathiesen sagði að það hefði verið á vitorði allra að Seðlabankinn hefði lagt fram til- lögur sínar um vaxtahækkanir í ág- ústmánuði sl. Hins vegar hefðu nokkrir ráðherrar lýst sig undrandi yfir ákvörðun Seðlabankans t.d. hefði Steingrímur Hermannsson form. Framsóknarflokksins sagt að stefna Seðlabankans í vaxta- málum myndi leiða til greiðslu- þrots fjölda einstaklinga og fyrir- tækja. Hins vegar sagði Matthías, að Halldór Asgrímsson varafor- maður Framsóknarflokksins væri formaður bankaráðs Seðlabankans og ritari flokksins Tómas Árnason væri bankamálaráðherra. Vaxta- hækkun Seðlabankans hefði verið framkvæmd samkvæmt tillögu bankamálaráðherrans. Þá benti Matthías á, að Ragnar Arnalds fjármálaráðherra hefði einnig lýst sig andvígan þessari vaxtahækkun einsog Steingrímur. Lagði Matthí- as fram spurningar um viðhorf þriggja ráðherra, fjármálaráð- herra, bankamálaráðherra og sjáv- arútvegsráðherra og um stefnu ríkisstjórnarinnar. Tómas Árnason sagði að í lögum kvæði á um samráð Seðlabanka og ríkisstjórnar um svona ákvörðun en ekki samþykki. Hins vegar hefði verið tregða hjá ríkisstjórninni að samþykkja vaxtahækkanir. Þess vegna hefði málið dregist nokkuð. Tómas sagði að bankastjórar Sumir ráðherrar eru andvígir stefnu Sjálfstæðisflokksins - Seðla- bankastjórnar, mismælti Matthías Á. Mathiesen sig í umræðum utan dagskrár, um ákvarðanir Seðla- bankans um vaxtahækkanir, á al- þingi í fyrradag. Nokkuð bar á frammíköllum og léttum athuga- semdum frá þingmönnum í þessum umræðum, auk þess sem rafmagns- truflanir urðu tilefni frammíkalla. Tómas Árnason svaraði frammí- kalli um að ríkisstjórnin væri með Seðlabankans hefðu oftsinnis setið fundi ríkisstjórnarinnar til að ræða þessi mál nú síðast á fimmtudag. A þeim ríkisstjórnarfundi hefði hann látið bóka að nauðsynlegt væri að ræða afurðalán til atvinnu- veganna frekar. Á þeim fundi var kosin ráðherranefnd fjögurra manna til að fj alla frekar um málið. Þar náðist ekki samkomulag strax, en í framhaldi af því tók Seðla- bankinn sínar ákvarðanir um vaxtahækkanir einsog fram hefur komið. Sagði Tómas að það væri stefna ríkisstjórnarinnar að fara varlega í vaxtahækkanir en gæta þess að ekki skapaðist of mikið misræmi í verðtrygg- ingum. Tómas lauk ræðu sinni með því að spyrja um ábyrgð stjórnarandstöðunnar sem vildi jafnvel stefna í óðaverðbólgu með því að samþykkja ekki bráða- birgðalögin frá í sumar. Alls ekki sáttur við ákvörðun bankans Ragnar Arnalds sagði það rétt til getið að hann væri ekki sáttur við ákvörðun Seðlabankans hvorki að efni né formi. Ráðherranefndin hefði ekki lokið störfum. Ragnar sagðist ekki véfengja lagalegan rétt Seðlabankans til þessarar ákvörð- unar, þó augljóst væri að ríkis- stjórnin hefði ekki sagt sitt síðasta vaxtaverki á þá leið, að rétt væri að vaxtaverkir væru í ríkisstjórninni, en það bæri vott um styrk fremur en hitt. Steingrímur Hermannsson hafði á orði, að máski væri formað- ur stjórnar Landsvirkjunar (sem er Jóhannes Nordal Seðlabanka- stjóri) að stríða sér, þegar ljósin lognuðust útaf í salnum. Fundi var svo slitið í sameinuðu þingi í myrkri, eftir að vararafstöð hafði gefist upp á að lýsa þingsali, en áð- ur hafði stréngur slitnað í Vonar- stræti. Jafnvel efast um laga- heimildir orð. Ragnar vakti síðan athygli á samþykkt þingflokks Alþýðu- bandalagsins, þar sem lýst er órétt- mæti þess að lánskjaravísitala hækki meira en sem nemur þingsjá kauphækkunum. Við Alþýðubanda- lagsmenn höfum mestar áhyggj- ur af því að lánskjaravísitalan hækki meira en framfærsluvísital- an. Afborganir og vextir mega ekki hækka meira en nemur kauphækk- unum. Ég get ekki betur séð, sagði Ragnar, en að til verulegra vand- ræða horfi ef lánskjaravísitalan verður reiknuð með gamla laginu eftir 1. des. Þá lýsti hann nauðsyn þess að bæta viðskiptajöfnuðinn með því að draga úr afborgunarvið- skiptum. Að lokum beindi Ragnar þeirri spurningu til Sjálfstæðis- manna hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefði mótaða afstöðu til þessa máls. Er Sjálfstæðisflokkurinn sáttur eða ósáttur við ákvörðun Seðlabankans um vaxtahækkanir? Efast um lagaheimildir Steingrímur Hermannsson sagðist óttast að stefna Seðlabank- ans leiddi til stöðnunar atvinnu- vega og að hann efaðist um laga- heimildir bankans til ákvörðunar um afurðalánavexti. Það mál myndi hann taka upp í ríkisstjórn- inni við fyrsta tækifæri. Steingrímur útskýrði hvernig lánskjaravísitala væri reiknuð: að einum þriðja vísitala bygginga- kostnaðar og að tveimur þriðju framfærsluvísitala. Er þessi vísitala reiknuð 3 mánuði aftur í tímann og 3 mánuði fram í tímann sem er einsdæmi um vísitölu. Steingrímur sagði einnig að nauðsynlegt væri að draga úr inn- flutningi með öllum tiltækum ráðum til þess að draga úr viðskipt- hallanum. Þá þyrfti að leita nýrra leiða til að tryggja sparifé lands- manna betur en gert er nú. Ohagstœðasta vísitalan Kjartan Jóhannsson sagði að venjulegir sparifjáreigendur væru rændir fé á hverju ári. Sá sem legði 100 krónur inn í ársbyrjun fengi aðeins 80 krónur í ársloíc. Hins veg- ar fengju atvinnurekendur miklu hagstæðari afurðalán, sem opnuðu möguleika fyrir svikamyllu eins og þá, að atvinnrekendur gætu fengið afurðalán og lagt það inn á verðtryggðan sparifjárreikning og grætt sem næmi rúmurn 300 þús- undum af einni miljón á ársgrund- velli. Lántakendur hjá Húsnæðis- stofnuninni yrðu að greiða lánin samkvæmt byggingavísitölu sem væri óhagstæðasta vísitalan. Kjart- an sagði einnig að það væri siðferðisleg skylda bankanna að skila aftur sama fjármagni og þeir fengju frá sparifjáreigendum. Það þyrfti að verðtryggja öll lán að fullu. Meðal endurfluttra mála á alþingi er tillaga til þingsályktunar um ráðunaut í öryggis- og varn- armálum frá Friðriki Sophussyni, Jóni Baldvin Hannibalssyni og Jó- hanni Einvarðssyni. Þá er endurflutt tillaga til þing- sályktunar frá þingmönnum Vest- urlands unt umferðarmiðstöð í Börgarnesi. í greinargerð með til- lögunni kemur fram að á undan- förnum árum hafa farið allt að 50 þúsund manns með sérleyfis- ferðum um Vesturland á ári hverju. Með tilkomu brúarinnar yfir Borgarfjörð fara allflestir farþ- ega um Borgarnes. Meðalnýting hjá þeim fimnt sérleyfishöfum sem aka frá Reykjavík til Borgarness er mjög misjöfn, frá 20% til 80%. Leggja þingmennirnir til að ríkis- stjórninni verði falið að hlutast til um athugun á breyttu skipulagi fólksflutninga með tilliti til þess að komið verði á fót umferðarmiðstöð í Borgarnesi. Sörnu þingmenn Vestlendinga hafa einnig endurflutt tillögu um að ríkisstjórnin láti athuga hag- kvæmni perlusteinsiðnaðar, en til- laga sama efnis var lögð fram á síð- asta þingi en var ekki útrædd. Flutningsmenn hafa í huga athug- un á Prestahnjúk sem er 1200 metra hátt fjall á milli Þórisjökuls og Langjökuls. Þá hefur verið lagt fram frum- varp öðru sinni um lokunatíma söl- ubúða. Frumvarpiðereinfalt. Lagt er til að niður faíli iög um samþyk- ktir um lokunartíma sölubúða. Nokkrar deilur urðu um þetta efni Skipbrot raunvaxta- stefnunnar - ný lagasetning Svavar Gcstsson lýsti stefnu Al- þýðubandalagsins um nauðsyn þess að lánskjaravísitalan yrði sem næst vísitölu framfærslukostnaðar. Brýn nauðsyn væri að halda kaup- mætti heimilanna. Þá benti Svavar á að fulltrúar allra flokka í þinginu hefðu lýst sig samþykka breyting- um í þessa veru og væri það veru- legt umhugsunarefni fyrir Seðla- bankann. Astandið í vaxtamálun- um í dag sýndi það og sannaði að raunvaxtastefna Alþýðuflokksins væri gengin sér til húðar. Þá sagði Svavar að breyta þyrfti ákvæðum laga um vald Seðlabank- ans til að ákveða vexti. Einnigþyrf- ti að breyta ákvæðum Ólafslaga frá 1979 um sama efni. Sagðist Svavar vona að kæmi stjórnarfrumvarp þessa efnis bráðlega. Þá sagði Svavar að mesta hættu stafaði frá hinurn nýju útlánareglum Seðla- bankans sem þýddu það, að fjöl- margar innlánsstofnanir væru þeg- ar komnar á 15. refsiþrep hins háa Seðlabanka. Vilmundur Gylfason taiaði síðastur en náði ekki nema rétt að byrja, því rafurmagnið rann af leiðslum alþingis. Þó náði Vil- mundur að segja, að það væri ríkis- stjórnin en ekki raunvaxtastefnan sem væri strandsigld. - óg sl. vetur. Flutningsmenn eru: Vil- mundur Gylfason, Guðrún Helga- dóttir, MagnúsH. Magnússon, Jón Baldvin Hannibalsson, Árni Gunnarsson, Sighvatur Björgvins- son og Karvel Pálmason. - óg. Góð matarkaup KINDAHAKK pr. kg. 38.50 10 KG.NAUTAHAKK pr. kg. 79.00 LAMBAHAKK pr. kg. 49.50 HVALKJÖT pr. kg. 27.00 NAUTAHAMBORGARAR pr. stk. 8.00 1/2 FOLALDASKROKKUR pr. kg. 48.00 1/2 NAUTASKROKKUR pr. kg. 72.00 1/2 SVÍNASKROKKUR pr. kg. 79.00 LAMBASKROKKAR pr. kg. 45.90 Athugið - skrokkar, merktir, pakkaðir og niður- sagaðir. Tilbúnir í frystikistuna KJðTMIOSTÖÐIN Laugalæk 2 simi 3 50 20,3 64 75 Orlof með samþykki Atvinnurckandi gctur ekki ákveðið sumarlcyfi starfs- manna utan hinna hcfðbund- nu sumarleyfismánaða ncma samþykki launþega komi til, samkvæmt frumvarpi því sem Vilmundur Gylfason, Halldór Blöndal, Guðmundur G. Þór- arinsson og Guðrún Helga- dóttir, hafa lagt fram í neðri deild alþingis. Þetta cr meðal fjölmargra mála sem endur- flutt eru á þessu þingi og feng- ust ekki útrædd á síðasta þingi. I greinargerð með frum- varpinu segja flutningsmenn: Á því hefur borið, einkum á stærri vinnustöðum, að launþegar hafa verið óá- launþega nægðir með að þurfa að taka orlof sitt í maí, áður en eigin- legur sumarleyfistími er haf- inrt. Með þessu frumvarpi er lagt til að í upphafi og við enda orlofstímans þurfi sérstakt samþykki launþegans til, en að öðrum kosti sé orlof á tíma- bilinu júní, júlí og ágúst. -óg. Létt yfir þingmönnum, en „Stjórnln með vaxtaverki” Endnrflutt mál

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.