Þjóðviljinn - 03.11.1982, Side 10

Þjóðviljinn - 03.11.1982, Side 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. nóvember 1982 Alþýðubandalagið í Reykjavík Fundaröð um verkalýðsmál Verkalýðshreyfingin fjöldahreyfing eða stofnun Annar fundurinn í fundaröð Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20:30 í Sóknarsalnum. Frummælandi: Benedikt Davíðsson formað- ur Sambands byggingar- manna. Fundirnir eru opnir öllu áhugafólki um verkalýðsmál. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórn ABR 1X2 1X2 1X2 10. leikvika - leikir 30. október 1982 Vinningsröð: XI 1—1 12 — 1 1 1 - X 1 2 1. vinningur: 12 réttir - kr. 132. 015.00 11782(1/12, 1/11) 69583(1/12, 4/11)+ 2. vinningur: 11 réttir- kr. 1.768.00 1259 22745 71758 78216+ 8325 60631 72907 79553+ 8749 63183 74870+ 82957 10935 64853 75106 90145 13644 65658 75112 90361 + 15330 66989 75427+ 90599 16620+ 69645+ 75760 90710 22085 70584 75924+ 91411 91630 95726+ 16149(2/11) 92691 96011 73295(2/11) 94441 + 96013 78994(2/11) 94458 96866+ 92528(2/11)+ 94463 96970 92547(2/11)+ 94464 98055+ frá 8. viku: 94910+ 98220+ 22939(1/11) 94916+ 59925 Kærufrestur er til 22. nóvember kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðs- mönnum og á aðalskrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupp- hæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK Fjárhagsáætlun !1| Reykja víkurborgar í | í 1983 Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 1983. Athygli borgarbúa, svo og hagsmunasam- taka (t.d. íbúasamtaka), er vakin á að ðskir, tillögur og ábendingar varðandi gerð fjár- hagsáætlunarinnar þurfa að hafa borist horgarráði fyrir 15. nóvember n.k. Borgarstjórinn í Reykjavík, 1. nóvember 1982. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR DAÍiVlSTl N BAK.NA. FORNHAGA 8 SIMI 27277 NÝ DAGHEIMILI Stöður forstöðu- manna dagheimila við Bólstaðahlíð og Bústaðaveg eru lausar til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Laun samkv. kjarasamningi borgarstarfs- manna. Umsóknarfrestur er til 14. nóv. Umsóknir sendist skrifstofu Dagvistar Forn- haga 8, en þar eru veittar nánari upplýsingar. Námskeið - ræðumennska Námskeið fyrir byrjendur í ræðumennsku og fundarsköpum hefst að Hallveigarstöðum laugardaginn 6. nóvember n.k. kl. 14.00. Upplýsingar og innritun þátttakenda í síma 14406 og 76571. Kvenréttindafélag íslands Frá Síldarútvegsnefnd: Búið að salta uppí samninga Þjóðviljanum hefur borist eftir- farandi fréttatilkynning frá Síldar- útvegsnefnd: 1. Á yfirstandandi vertíð hafa tek- izt samningar um sölu á meira af saltaðri Suðurlandssíld en nokkru sinni fyrr að árinu 1980 einu undanskildu. 2. Síldarútvegsnefnd hefir látið saltendur fylgjast mjög vel með framvindu söltunar- og sölu- mála og margsinnis bent á að það magn sem þurfi til að upp- fylla gerða samninga nemi um 28-29 þús. lestum af þeim 50 þúsund lestum sem sjávarút- vegsráðuneytið hefir heimilað að veiða á vertíðinni. 3. Um síðustu helgi var öllum sölt- unarstöðvum skýrt frá því með símtölum og í símskeytum að vegna gífurlegrar söltunar síð- ustu dagana væri söltun upp í gerða fyrirframsamninga, aðra en sérverkuð síldarflök, um það bil að ljúka. í símskeyti nefnd- arinnar var staðan í markaðs- málum skýrð sem hér segir: a) Sænskir og finnskir kaupendur hafa tilkynnt að þeir eigi í mikl- um erfiðleikum með að taka við umsömdu samningsmagni vegna þróunar gengismála og aukins framboðs á saltaðri síld frá öðrum löndum og hafa þeir farið fram á lækkun samnings- magns. í telexskeyti frá Sam- tökum sænskra síldarkaupenda segir að verð frá Norðmönnum á stærri og feitari síid úr norsk-íslenska stofninum sé nú um 25 prósent lægra en íslenska verðið og írska, skoska og kana- díska verðið sé um 40 prósent lægra. Þá segja samtökin enn- fremur að kryddsíld sem söltuð er í vaxandi mæli í Svfþjóð sé um 50 prósent ódýrari en ís- lenska síldin. Kaupendum hefur verið til- kynnt að ekki sé unnt að verða við óskum þeirra um lækkun á umsömdu magni. b) Unnið hefur verið að því að undanförnu bæði beint og fyrir milligöngu viðskiptaráðuneyt- isins og sendiráðs Islands í Mos- kva að fá Sovétmenn til að auka kaup sín en þær tilraunir hafa engan árangur borið. Sendi- herra Islands í Moskva tilkynnti viðskiptaráðuneytinu og SÚN s.l. föstudagskvöld að aflokn- um fundi með forsvarsmönnum Prodintorg að frekari saltsíldar- kaup komi alls ekki til greina m.a. vegna gjaldeyrisskorts. Þá hafa Sovétmenn eins og Sví- ar og Finnar margsinnis tilkynnt að þeim standi til boða að kaupa saltaða síld frá ýmsum öðrum löndum á um 40 prósent Iægra verði en samið hefur ver- ið um við íslendinga. Það skal fram tekið að Sovét- menn hafa fyllilega staðið við öll fyrirheit varðandi saltsíldar- kaup frá íslandi. c) Sölur til landa Efnahagsbanda- lags Evrópu eru útilokaðar vegna hárra tolla á saltaðri síld frá fslandi auk þess sem mikið framboð er í ýmsum löndum bandalagsins á langtum ódýrari síld. d) ítrekaðar tilraunir hafa verið gerðar til að selja saltaða síld til ýmsra annarra landa svo sem Bandaríkjanna, A-Þýskalands og Póllands en án árangurs m.a. vegna þess að ekki er unnt að framleiða saltaða síld á íslandi fyrir það verð sem kaupendur í þessum löndum geta sætt sig við. e) Með tilliti til framanritaðs er hér með brýnt fyrir saltendum að víkja í engu frá þeim reglum sem settar eru hverju sinni um söltunarmagn hverrar tegundar og hvers stærðarflokks. Mistök í því efni geta valdið stórfelldu fjárhagslegu tjóni fyrir viðkom- andi söltunarstöð.“ 4. Þrátt fyrir ástandið á síldar- mörkuðunum og þau viðbrögð kaupenda sem fram koma hér að framan, hefir tilraunum til viðbótarsölu á saltaðri síld ver- ið stanzlaust haldið áfram og í dag tókst í símtali við V/O Pro- dintorg í Moskva munnlegt samkomulag við Sovétmenn um fyrirframsölu á 10.000 tunn- um. í símtalinu settu Sovét- menn það fram sem ófrávíkjan- legt skilyrði að viðbótarmagnið verði eingöngu heilsöltuð síld úr ódýrasta stærðarflokki og hefir saltendum þegar verð til- kynnt með símskeyti um þetta viðbótarsamkomulag. Það skal tekið fram að auk þessa viðbót- armagns er eftir að salta nokk- uð af sérverkuðum síldarflök- um. 5. Enda þótt Síldarútvegsnefnd sé óviðkomandi skipulag veiðanna og sala á frystri síld, hefir hún hvað eftir annað bent á nauðsyn þess að taka síldina frá upphafi vertíðar jöfnum höndum til söltunar og frysting- ar þannig að ekki skapist vand- ræði hjá síldveiðibátunum þeg- ar söltun upp í gerða samninga er lokið. Þrátt fyrir þessar aðvaranir Síldarútvegsnefndar hefir svo til allur síldaraflinn til þessa far- ið til söltunar og síðustu þrjá dagana hefir verið saltað meira hvern dag en nokkru sinni fyrr í sögu Suðurlandssíldarinnar. Að lokum skal sérstök athygli vakin á því að markaður fyrir salt- aða síld er mjög takmarkaður og hvergi í heiminum hefír á undan- förnum árum verið hlutfallslega saltað jafn mikið af síldaraflanum og á íslandi, enda er saltsíldarfram- leiðsla meiri á íslandi en í nokkru öðru landi að Sovétríkjunum ein- um undanskildum. Stöðluð lyklaborð ritvéla og tölva Hér er skipan staðalborðs á ritvél og eru punktuðu reitirnir fyrir sértákn og sérþarfir. Staðladeild Iðntæknistofnunar íslands hefur gefið út íslenskan staðal um lyklaborð skrásetningar- tækja, ÍST125. Staðallinn er í sam- ræmi við alþjóðastaðlana ISO 2126 og ISO 3243 með ákveðnum frá- vikum vegna fjölda bókstafa í ís- lenska stafrófinu. Staðal þennan hefur vantað lengi, einkum eftir að farið var að nota tölvur hérlendis, bæði vegna misræmis á tölvuborðum milli teg- unda, en þó fyrst og fremst til að samræma lyklaborð milli tegunda og ritvéla, þannig að þeir sem læra vélritun séu jafnvígir á bæði tækin. Smávegis hefur einnig verið um ó- samræmi á lyklaborðum mismun- andi tegunda ritvéla, þótt mörg ár séu liðin síðan ráðherra gaf út til- mæli innflytjenda um samræmingu á staðsetningu íslensku bókstaf- anna á lyklaborðunum. Til gamans má geta þess, að það var reyndar einn af „stórnotendum", ritvéla hér á landi, blaðamaðurinn þáver- andi og rithöfundurinn Jónas Árn- ason, sem flutti tillögu um málið á Alþingi, er hann tók þar sæti nokkrar vikur sem varamaður. Staðallinn um lyklaborð er unninn af starfshópi með fulltrúum skóla, innflytjenda og tölvufræð- inga undir stjórn Björns Sveinbjörnssonar forstöðumanns Staðladeildar ITÍ. Hópinn skipa þau Auðunn Sæmundsson frá SKÝRR, Kristján Auðunsson frá Einari J. Skúlasyni h.f. og Þórunn Felixdóttir, Verslunarskóla ís- lands. í vinnslu er nú hjá Staðladeild nýr íslenskur staðall um kerfis- bundna vélritun. Leiðrétting: „sem lægrí er” í forystugrein Þjóðviljans í gær varð sú prentvilla að þrjú mikilvæg orð féllu niður og varð merking viðkomandi málsgreinar fyrir bragðið óskiljanleg. Málsgreinin átti að hljóða sem hér segir: í villögum félagsmálaráðu- neytisins er gert ráð fyrir að verðtrygging afborgana og vaxta hús næðislána verði ætíð bundin við þá af vísitölunum tveimur, kauplagsvís- itölu og lánskjaravísitölu. sem lægri er. Það voru þrjú síðustu orðin, sem féllu niður.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.