Þjóðviljinn - 03.11.1982, Síða 11

Þjóðviljinn - 03.11.1982, Síða 11
Gunnar og Ómar í Þrótt? Líkur eru á að Þróttur Reykja- vík, sem vann sig upp í 1. deildina í knattspyrnu á dögunum, fái tvo framlínumenn til liðs við sig fyrir næsta sumar. Þeir eru Gunnar Jónsson, aðaldriffjöðrin hjá Skall- agrími sem einnig hefur leikið með Skagamönnum í 1. deildinni, og Sandgerðingurinn Ómar Björns- son sem hefur verið með sterkustu mönnum Reynis í 2. deild undan- farin ár. -VS Snúið heim! Víkingar úr Ólafsvík ætla sér stærri hlut í 3. deildinni í knatt- spyrnu næsta sumar en þeir náðu á nýloknu keppnistímabili. Þó nokk- uð af Ólafsvíkingum hefur leikið á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár og líkur eru á að þrír þeirra snúi nú aftur. Þeir eru Magnús Stefáns- son, FH, Logi Úlfljótsson, Þrótti R. og Guðmundur Kristjánsson, Grindavík. _VS KR mætir Njarðvik í kvöld Þýðingarmikill leikur er á dag- skrá úrvalsdeildarinnar í körfu- knattleik í kvöld. KR og Njarðvík leika í íþróttahúsi Hagaskóla kl. 20. Islandsmeistarar Njarðvíkur hafa 4 stig úr 4 leikjum og mega ekki við því að tapa fleiri stigum ef þeir ætla að vera með í haráttunni um meistaratitilinn. Þeir leika án Kana þar sem Alex Gilbert var látinn fara og hann yfirgaf landið strax síðasta föstudag. Nýr leikmaður er vænt- anlegur en hann er ekki kominn enn. KR hefur 4 stig úr þremur leikjum og kæmist upp að hlið Valsmanna í 2.-3. sæti með sigri í kvöld. Að loknum þessum leik fer fram úrslitaleikur Reykjavíkurmóts kvenna og mætast þar ÍS og KR. Tveir með 12 rétta í 10. Icikviku Gctrauna komu fram tveir seðlar með 12 rétta og var vinningur fyrir hvora röð kr. 132.015.- Alls reyndust 64 raðir vera með 11 rétta leiki og vinningur fyrir hverja röð kr. 1.768.-. Báðir „tólfararnir" voru frá Reykjavík, en annar með að auki 4 raðir með 11 rétta og heildarvinningur fyrir seðilinn því kr. 139.087.-. Þátttaka í getraunum hefur vax- . ið jafnt og þétt í haust og s.l. laugar- dag seldust í fyrsta sinn yfir hálf milljón raða. Liverpool vann létt Ensku meistararnir Liverpooi tryggðu sér í gærkvöldi sæti í 8 liða úrslitum Evrópukeppni meistara- liða í knattspyrnu. Þeir léku við finnska liðið HJK Helsinki og sigr- uðu 5:0. IUK vann fyrri leikinn 1:0 ■ og hélt út í 26 mínútur en átti ekki möguleika eftir það. Miðvikudagur 3. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Umsjón: Viðir Sigurðsson J:* 'i 1 -'Mp ';í ' r. " "" ^ . ’fl f Fyrsta umferðin í vngri flokkum Islandsmótsins í handknattleik fór fram um helgina en þar er leikið í svonefndum „turneringum”. Alls voru leiknir um 350 leikir víðs vegar um land og meðfylgjandi mynd tók -eik- í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði á laugardaginn en þar fór fram keppni í 2. flokki kvenna. Fréttir frá Englandi: Fær Ashiey Grimes langt Leikbann? Ashley Grimes, írski lands- liðsmaðurinn hjá Manchester Un- ited í ensku knattspyrnunni, gæti átt langt leikbann yfir höfði sér. Grimes var rekinn af leikvelli gegn West Ham á laugardaginn fyrir mótmæli við dómarann. Hann kom ískyggilega nærri þeim svartklædda og sjónvarpsstöðin ITV sýndi atvikið aftur og aftur. Þar kom greinilega fram að Grimes dangl aði í höfuð dómarans með hend- inni. Grimes fer sjálfkrafa í tveggja leikja bann, og fari svo að dómstóll Ekkert gekk hjá Birtles! Dvöl Garry Birtles hjá Manc- hester United var að mestu leyti misheppnuð. Hann skoraði ekki mark fyrir félagið fyrr en eftir langan tíma og er nú kominn á ný til Nottingham Forest. Hjá United fékk hann glæsilegan sportbíl til umráða og fékk að taka hann með sér til Nottingham í haust og hafa hann þar til hann fengi sér nýjan. I síðustu viku ók hann lánsbílnum aftur til Manc- hester, og lenti í árekstri á leiðinni.... -VS Garry Birtles knattspyrnusambandsins komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi með þessu handapati sínu sett svartan blett á knattspyrnuíþrótt- ina verður hann dæmdur í langt bann. -VS Luton græddi á Simonsen Hin óvæntu kaup enska 2. deildarliðsins Charlton Athletic á danska knattspyrnusnillingnum Allan Simonsen koma fleirum til góða en reiknað hafði verið með. 1. deildarlið Luton Town skuldaði Xharlton 200,000 pund sem voru eftirstöðvar af kaupunum á Paul Walsh í sumar. Charlton vantaði reiðufé í snar- hasti til að geta greitt Barcelor.a fyrir Simonsen og bauð Luton að helmingur skuldarinnar yrði látinn niður falla ef þeir gætu greitt hinn helminginn strax. Gjaldkeri Luton ( var að sjálfsögðu himinlifandi og ' sendi kollega sínum hjá Charlton ávísun strax næsta dag. Simonsen missti af leik Charlton gegn Blackburn á laugardaginn þar sem enn er eftir að ganga frá smá- atriðum í kaupunum frá Barcelona en nú eru allar líkur á að hann nái næsta leik, gegn Leeds á útivelii á laugardaginn kemur. _vs Fer Einar frá Forest? Norski landsliðsmaðurinn hjá Nottingham Forest, Einar Aas, er enn ekki búinn að ná sér fyllilega eftir að hafa meiðst illa á ökkla í leik gegn Sunderland fyrir ári. Lík- legt þykir nú að hann fari frá fé- laginu en óvíst er hvert. Bobby Robson. Robson neitað Forráöamenn ensku deildakeppn innar l.afa daufheyrst við þeirri ósk Bobby Robson, einvalds enska landsliðsins í knattspyrnu, að leikjum 1. deildar dagana 13. nó- vember og 11. desember verði frestað. England mætir Grikklandi og Luxemburg í Evrópukeppni landsliða miðvikudagana 17. nó- vember og 15. desember og Rob- son vonaðist eftir því að fá með þessum frestunum aukinn tíma til landsliðsæfinga og um leið minni hættu á meiðslum leikmanna. „Of seint, of erfitt í fram- kvæmd”, segja forráðamenn deildakeppninnar um ósk Robson. Hann hefur í staðinn farið fram á samskonar tilhliðranir síðar í vetur fyrir leiki gegn Grikkjum og Ung- verjum. _ys Epllðog eikin??? Tveir efnilegir piltar, Michael Giles og John Stiles, hafa gengið til liðs við írska knattspyrnuliðið Shamrock Rovers, andstæðinga Framara í UEFA-bikarnum á dög- unum. Þetta væri tæpast frétt ef Michael væri ekki sonur Johnny Giles, sem lengi lék með Manc- hester United, Leeds og WBA ásamt írska landsliðinu, og John ekki sonur Nobby Stiles, miðvall- aspilarans litla og eitilharða sem lék með Manchester United og varð heimsmeistari með enska landsliðinu 1966. Enn frekar, Nobby Stiles er mágur Johnny Gi- les svo piltarnir eru náfrændur í þokkabót! -VS Wíllie Young aftur tfl Arsenal? Willie Young, rauðhærði Skotinn sem leikur með Notting- ham forest í 1. deild ensku knatt- spyrnunnar, hefur verið settur á sölulista hjá félaginu og talið er lík- legt að hann fari aftur til Arsenal sem seldi hann til Forest fyrir tveimur árum á 150,000 pund. Malcolm Allison, hinn nýi stjóri Middlesboro, hefur einnig áhuga á miðverðinum hávaxna. Forest er skuldum vafið þessa dagana og þegar liðið fór tii Saudi-Arabíu í æfingaferð á mánudaginn var Yo- ung skilinn eftir heima í þeirri von að hann yrði kevptur. -VS Willie Young.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.