Þjóðviljinn - 09.11.1982, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 9. nóvember 1982
DJOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson.
Auglýsingastjori: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúövík Geirsson, Magnús
H. Gíslason, Ólafur Gísláson, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlööversson.
iþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elíasson.
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Andri
Thorsson.
Auglýsingar: Aslaug Jóhannesdóttir, Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes HaröarSon.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Utkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síöumúla 6 Reykjavik, simi 8 13 33
Umbrot og setning: Prent.
Frentun: Blaöaprent h.f.
536 faldar miljónir
• Fyrir 12 dögum greindi iðnaðarráðherra frá því á Alþingi,
að samkvæmt fyrirvaralausum lokaniðurstöðum hins virta
endurskoðunarfyrirtækis Coopers & Lybrand í London, þá
hafi auðhringurinn Alusuise stungið 536 miljónum króna
undan skatti úr rekstri sínum hér á árunum 1975 til 1981.
• Fetta er að sjálfsjögðu margfalt hærri upphæð en nokkru
sinni hefur komið við sögu áður í skattsvikamálum á landi
hér, og þessi duldi hagnaður hjá Alusuisse reynist hafa veriö
meiri á árunum 1975 til 1980, heldur en nemur heildar-
greiðslum fyrir öll orkukaup þeirra hér á sama tímabili!!
Útibússtjóri auðhringsins hér, sem einnig er formaður
Verslunarráðs íslands, ritar grein í Morgunblaðið s.l. föstu-
dag þar sem hann gerir eymdarlega tilraun til að klóra yfir
skömmina.
• Ragnar Halldórsson reynir ekki að vefengja, að þessar
lokaniðurstöður hins virta endurskoðunarfyrirtækis séu
fyrirvaralausar, hvað varðar heildarupphæð hins falda hagn-
aðar, -en hann dregur fram í grein sinni, að engu að síður er
endurskoðunarfyrirtækið með nokkra fyrirvara í sambandi
við einstök atriði.
• Þarna var útibússtjórinn heldur betur seinheppinn, - því
hvað þýðir þetta? Einfaldlega það, að þótt Coopers & Lyb-
rand hafi í einstaka tilvikum ekki getað dregið fram fyllstu
upplýsingar um hið dulda fjárstreymi frá Straumsvík, þá er
endurskoðunarfyrirtækið engu að síður reiðubúið að standa
við þá tölú sem fram kemur í lokaniðurstöðunni án allra
fyrirvara og fyrir hvaða dómstóli sem er. Talan 536 miljónir í
falinn hagnað er sem sagt lágmarkstala!
• Reyndar er það svo, að iðnaðarráðuneytið hefur undir
höndum gild sérfræðiálit um Iangtum hærra yfirverð, á bæði
súráli og rafskautum frá Alusuisse til dótturfyrirtækisins
hér, heldur en þeir hjá Coopers & Lybrand hafa taliðsiggeta
sannað með ótvíræðum hætti. Alveg sérstaklega á þetta við
um yfirverð á rafskautum, sem að mati fjögurra óháðra
sérfræðinga er talið vera yfir tvöfalt hærra en Coopers &
Lybrand hafa ákvarðað í sinni endurskoðun. Á meðan Co-
opers & Lybrand telja þannig yfirverðið á rafskautum hafa
numið „aðeins“ lOmiljónum dollara á árunum 1975 til 1979,
þá nefna aðrir 26 miljónir dollara. - Allar þær ýtarlegu
rannsóknir, sem unnar hafa verið af færustu sérfræðingum
vítt um heim fyrir íslenska iðnaðarráðuneytið, benda til
þess, að niðursjtöður Coopers & Lybrands,
endurskoðúnafyrirtækisins í London, sem sýna 536 miljón
króna dulinn hagnað séu ákaflega varfærnar, og síst af öllu
sé lokatalan of há.
• Útibússtjóri Alusuisse segir í grein sinni, að auðhringur-
inn hafi viljað vísa þessum deilumálum fyrir gerðardóm. í
þeim efnum hefur aldrei skort vilja hjá íslenskum stjórn-
völdum, en hér er þess að gæta, að samkvæmt ákvæðum
aðalsamnings milli Alusuisse og íslenska ríkisins, þá eru þær
niðurstöður, sem fram koma í skýrslu Coopers & Lybrand
lokadómur, sem annar hvor málsaðila vilji kæra til dóm-
stóla. Islensk stjórnvöld geta eftir atvikum vel unað við niður-
stöður Coopers & Lybrand, sem endanlegan dóm, en fróð-
legt verður að sjá, hvort forráðamenn Alusuisse reyna að
hafa uppi tilburði til að skjóta málum undir innlendan eða
erlendan dómstól. Þá verður þeim mætt á þeim vettvangi og
.allur réttur áskilinn til að halda uppi ýtrustu kröfum.
• Formaður Verslunarráðsins segir í grein sinni, að Alu-
suisse hafi sagst vilja ræða um hækkun orkuverðs, ef
iðnaðarráðherra dragi allar ásakanir um yfirverð á aðföng-
um og falinn hagnað til baka! - Jú, mikið rétt.
• En hvers konar verknaður hefði það verið hjá einum
íslenskum iðnaðarráðherra, að stinga máli sem þessu undir
stól í veikri von um að fá þá e.t.v. einhverju öðru framgengt í
staðinn?
• Er það þannig sem Verslunarráð íslands vill láta taka á
hinum stærstu svikamálum, að hinn ákærði geti keypt sig
undan allri ábyrgð með því einu að bjóða stjórnvöldum
viðræður um þetta eða hitt í staðinn?
• Við skulum vona að svo illa sé ekki komið.
- k.
klippt
Og sjá! Svona fer fyrir hægri krötum. Orð Staksteinars rætast í fyilingu
tímans, lambið mitt.
Kratar skulda
Sjálfstœðis-
flokknum
skýringu
Morgunblaðið er fúllynt og
harðort við vesalings kratana nú
um helgina. Bæði er það, að
Kjartan Jóhannsson heldur á-
fram að tala við ríkisstjórnina og
svo hitt að Alþýðuflokkurinn vill
kallast vinstri flokkur. Morgun-
blaðið og Sjálfstæðisflokkurinn
þykjast hafa öll ráð í sinni hendi
og fyrirskipa krötum hvernig þeir
eiga að sitja og standa.
„Það er nauðsynlegt að kratar
geri það upp við sig á þessu
flokksþingi, hvort þeir ætli að
stefna til hægri eða vinstri. Öll
tiltrú til flokksins hefur dvínað á
undanförnum misserum, ekki síst
vegna vinstra daðurs hans. Krat-
ar skulda þeim hópi kjósenda
sem gengur á milli Alþýðuflokks-
ins og Sjálfstæðisflokksins skýra
afstöðu í þessu efni“.
Velvilji til
endurskoðunar
Sumt í þessum skrifum Morg-
unblaðsins er ekki hægt að skilja
öðruvísi en sem hótanir. Og les-
endur hljóta að spyrja hvernig
samband Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðuflokksins hafi verið hing-
að til fyrst Morgunblaðið sér á-
■ stæðu til að skrifa í þessum dúr:
„í Staksteinum hefur verið á
það bent, að liklega sé rétt fyrir
sjálfstæðismenn að taka velvilja
sinn í garð Alþýðuflokksins til
endurmats, því að kratar notfæri
sér þennan velvilja í atkvæða-
veiðum en hugur forvígismanna
þeirra stefni í raun í átt til Al-
þýðubandalagsins. Með þetta í
huga verður fróðlegt að meta
samþykktir flokksþings krata og
val manna í trúnaðarstöður.“
Rétta leiðin
Síðan segir Stakstéinar:
„Andróður fcrata gegn sjálf-
stæðismönnum í sveitarstjórn-
arkosningunum í vor og áþreif-
ingar milli krata og kommúnista
eftir að báðir höfðu tapað í kosn-
ingunum sýna, að sjálfstæðis-
menn eiga ekki að vísa krötum
hina réttu leið þegar þeir standa
nú á krossgötum. Hitt er ljóst, að
vilji kratar gera flokk sinn að
engu með vinstra brölti væri
hreinlegast fyrir þá sem vilja að
ganga í Alþýðubandalagið.“
Gleymist íhaldinu það í afbrýði
sinni, að allir krataflokkar
heimsins hafa hingað til að forð-
ast einsog heitan eldinn að lenda
á mála hjá erkihægrisinnuðum
borgaraflokkum einsog Sjálf-
stæðisflokkurinn er. Alþýðu-
flokkurinn brenndi sig á þessu í
viðreisnarstjórninni og þess er að
vænta að brennt barn forðist
eldinn.
Einrœði
íhaldsins
Hvers vegna hefur Mogginn
svona mikið við að þessu sinni?
Staksteinar segir: „Verði Kjartan
ekki sviptur umboði til frekari
viðræðna á flokksþinginu má líta
svo á, að verulegur vilji sé til þess
innan Alþýðuflokksins að ganga
til samstarfs við ríkisstjórnina".
Með öðrum orðum kratar, að ef
þið gerið ekki einsog við viljum,
þá stefnum við á alræði Sjálf-
stæðisflokksins.
í sunnudagsleiðara er þessu
lýðræðislega viðhorfi fylgt eftir,
„Aðeins ein leið“, segir þar. „Nú
þarf að brjótast út úr vítahring
vinstrimennskunnar. Alþýðu-
flokkurinn vill ekki Ieggja því lið,
hann langar í nýja vinstri stjórn".
Eftir þessar hamfarir Morgun-
blaðsins fer Alþýðuflokkurinn að
verða all-virðingarverður flokk-
ur. Kjartan Jóhannsson formað-
ur Alþýðuflokksins heldur um-
boði sínu óskertu til að ræða við
ríkisstjórnina, - og ekki hafa bor-
ist spurnir af því af flokksþingi
kratanna, að farið verði fram á
leiðsögn íhaldsins í pólitíkinni.
En Sjálfstæðisflokkurinn stefnir
á að ráða einn ríkjum á löggjafar-
samkomunni.
-óg
„Gamla blaðið
mitt((
Jón Baldvin hefur ekki getað
setið lengur þegjandi undir ávít-
um og uppskurði Kjartans Ottós-
sonar á pólitík Alþýðublaðsins
undir ritstjórn Jóns. Ekki svarar
hann þó gagnrýninni beint, held-
ur dustar rykið af gömlu erindi og
biður blaðkálfinn sinn að birta.
„Áður en Kjartan skrifar lengra
mál til að rangtúlka ritstjórnar-
skrif Alþýðublaðsins og gera mér
upp skoðanir, vil ég biðja mitt
gamla blað að birta þetta erindi“,
segir Jón Baldvin af lítillæti sínu
og saknaðartónninn leynir sér
ekki. Það var munur í þann tíð að
sitja í ritstjórastól á Alþýðu-
blaðinu heldur en að púla á al-
þingi.
Dollari og kók
Það er mikil kúnst að bera
saman verðlag og kaup frá einu
tímabili til annars. Mogginn og
Verslunarráðið gera þetta
gjarnan með línuritum. Það hef-
ur greinilega farið fyrir brjóstið á
húmoristanum sem skrifar vís-
indalega grein „Græddur er
geymdur eyrir“ í laugardags-
mogga. Húmoristinn sem er
verkfræðingur tekur gosdrukk-
inn kóka kóla og bandarískan
dollar og kannar hvernig hefur
farnast í verðbólgunni:
„Kaupmáttur tímakaupsins
1945 var 13 kók. Nú er hann 9
kók á klst. Tímakaup var um doll-
ari 1945. Nú er það 2,4 dollarar,
en dollarinn er bara svipur hjá
sjón, fallinn um 2/3; lof sé leið-
togum fólksins!"
Gullið er ekki nóg viðmiðun
frekar en dollar. Ekki verður um
annað séð en greinarhöfundur
hafi fundið ágætis viðmiðun í
kaupum og sölu, - kók.
-óg