Þjóðviljinn - 09.11.1982, Qupperneq 5
Þriðjudagur 9. nóvember 1982 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 5
Bágur hagur Námsgagnastofnunar til umræðu á þingi
Stöðvast útgáfa námsefnis?
Bágt fjárhagsástand Námsgagn-
astofnunar kom til umræðu á
alþingi i gær er Árni Gunnarsson
kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og
spurði menntamálaráðherra um
ástandið hjá stofnuninni.
í máli Árna kom fram að Náms-
gagnastofnun væri stórskuldug og
gæti ekki sinnt útgáfu kennslu-
gagna samkvæmt lögum. T.d.
hefði útgáfu kennslugagna fyrir
börn með sérþarfir ekkert verið
sinnt. Þá sagði hann að útgáfa hefði
nú verið stöðvuð vegna fjárskorts.
Ingvar Gíslason menntamála-
ráðherra sagði ekki ástæðu til að
mála ástandið of dökkum litum.
Námsgagnastofnun hefði við veru-
legan fjárhagsvanda að stríða eins-
og margar aðrar ríkisstofnanir.
Fjárveitinganefnd hefði nú málið
til meðferðar og alþingi gæti bætt
úr vandanum ef því sýndist svo.
-óg
Frá Ólympíuskákmótinu í Sviss:
Campomanes
hefur eytt
hálfri miljón
dollara í
kosninga-
baráttu sína
Filippseyingurinn Campomanes,
sem keppir við Friðrik Olafsson um
forseta embætti FIDE hefur ekkert
til sparað til að ná kjöri. Hann er
sagður hafa eytt hálfri milljón doll-
ara í kosningabaráttu sína. Hann
notar einnig hin furðulegustu upp-
átæki til að kynna sig.
Hann hefur um sig hóp manna,
einskonar klapplið sem hrópar
heyr og húrra, hvenær sem Cam-
pomanes opnar munninn og segir
eitthvað. Þá er hér hópur manna
sem gengur um í bolum með nafni
hans á, þar á meðal skákmenn Fil-
ippseyja. Þessu svöruðu stuðnings-
menn Friðriks með að útbúa boli
sem á stendur „Ólafsson“ og geng-
ur nú annar hópur í slíkum flíkum.
Þannig tekur þessi kosningabar-
átta á sig hinar furðulegustu mynd-
ir, sumar broslegar, aðrar alvar-
legar. -
Hól/S.dór
GÓð
matarkaup
KINDAHAKK
pr. kg. 38.50
10 KG. NAUTAHAKK
pr. kg. 79.00
LAMBAHAKK
pr. kg. 49.50
HVALKJÖT
pr. kg. 27.00
NAUTAHAMBORGARAR
pr. stk. 8.00
1/2 FOLALDASKROKKUR
pr. kg. 48.00
1/2 NAUTASKROKKUR
pr. kg. 72.00
1/2 SVÍNASKROKKUR
pr. kg. 79.00
LAMBASKROKKAR
pr. kg. 45.90
Athugið -
skrokkar, merktir,
pakkaðir og niður-
sagaðir. Tilbúnir
í frystikistuna
KJÖTMIDSTÖÐIN
Laugalæk 2 sími 86511
Tap gegn Spánverjum
Frá Helga Óiaíssyiii, fréttamanni Fjóðviljans
í Sviss:
Menn eru ekki beint upplits-
djarfir eftir daginn, í karla-
sveitinni, því við töpuðum fyrir
Spánverjum l'h - 2'h í 9. umferð
ÓL-skákmótsins. Það sárasta við
tapið er það, að Guðmundur Sig-
urjónsson var með mun betri stöðu
gegn Bellon, en lék af sér hrók í
bullandi tímahraki og hlaut því að
tapa. Jón L. Árnason gerði jafntefli
við Martin, Helgi tapaði fyrir Sanz
og Margeir vann Ochoa.
Kvennasveitin tefldi við ensku
sveitina. Sigurlaug vann sína skák,
en Guðlaug á betri biðskák, en
aftur á móti er Ólöf með verri
stöðu í sinni biðskák.
Á laugardaginn tefldi karla-
sveitin við Portúgali og sigraði 2 'h
- 1 'h, en Guðmundur og Santos
gerðu jafntefli, sömuleiðis Jón L.
og Silva og Helgi og Duro en Jó-
Guðmundur lék
af sér hrók í
tímahraki með
betri stöðu
hann Hjartarson vann A. Santos.
Kvennasveitin tefldi við Venesú-
ela og sigraði 2 'h - 'h. Guðlaug og
Áslaug unnu en Ólöf gerði jafn-
tefli.
Á sunnudag tefldi karlasveitin
við ísrael og varð jafntefli 2:2.
Guðmundur og Grúnfeld gerðu
jafntefli, Jón L. tapaði fyrir Mur-
ey, Margeir vann Birnboim og Jó-
hann gerði jafntefli við Greenfeld.
Var kæröur fyrir hass-
reykingar viö skákborðið
sem svo reyndist vera venjuleg sígaretta
Rúmenar fóru mjög illa útúr viðureigninni við Indónesíumenn hér á
Ól-skákmótinu, töpuðu 1:3. Eitthvað hefur þetta farið í skapið á Rúmen-
um, því einn þeirra kærði andstæðing sinn fyrir að reykja marihjúana yfir
skákborðinu. Málið var þegar tekið til rannsóknar, tóbakið tekið af þeim
indónesíska og rannsakað. Kom þá í ljós að um venjulegt reyktóbak var
að ræða, en ekki marihjúana og hafði sá rúmenski ekkert uppúr krafsinu.
- Hól/S.dór
Guömundur Sigurjónsson _________
Kvennasveitin tefldi þá við Ung-
verja og tapaði 0:3, Ólöf, Áslaug
og Sigurlaug telfdu.
Þessi urðu úrslit í gær:
Sovét. - England 2:0 (2)
Júgósl. - Holland 2:1 (1)
USA - Kanada 2:1 (1)
Tékkó - Ungverjal. 1:2 (1)
STAÐAN
Sovét 24,5 (2)
USA 23,5(1)
Júgó - Ungverjal. 22,5 (1) hvor
Kanada 22 (1)
England 21,5 (2)
Soffía Guðmundsdóttir
Hannes Baldvinsson
Nýir þingmenn
Soffía Guðmundsdóttir tók í gær
sæti Stefáns Jónssonará alþingi, en
Stefán er í Finnlandi á vegum
Norðurlandaráðsins. Þá tók Hann-
es Baldvinsson sæti á þingi í gær
fyrir Ragnar Arnalds fjármálaráð-
herra sem er erlendis í opinberum
erindagerðum.
-óg
Líffræði-
fyrirlestur
Dr. Helgi Guðmundsson flytur í
kvöld kl. 20.30 fyrirlestur á vegum
Líffræðifélags íslands sem hann
nefnir „ Viðkoma hjá nokkrum teg-
undum burstaorma af ættinni „Spi-
onidae“ “. Helgi skýrir frá rann-
sóknum sínum á því hvernig tímg-
unarhættir og lífsferill fjögurra
mismundandi tegunda tengjast því
umhverfi sem þær lifa í. Fyrirlest-
urinn er haldinn í stofu 101, Lög-
bergi.
Opið
ALLAN
4
UREVnLL
STÆRSTA BIFREIÐASTÖÐ BORGA^N
jf
&