Þjóðviljinn - 09.11.1982, Page 15
Þriðjudagur 9. nóvember 1982 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 19
RUV Ö
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í
mund.7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál.
Endurtekinn þáttur Árna Böðvarssonar
frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun-
orð: Sólveig Óskarsdóttir talar.
9.05 Morgunstund barnanna: „Kysstu
stjörnurnar“ eftir Bjarne Reuter Ólafur
Haukur Símonarson les þýðingu sína
(8). Olga Guðrún Árnadóttir syngur.
9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Þingfréttir
10.30 „Man ég það sem löngu leið“
„Austurvöllur og útiskemmtanir
Reykvíkinga um aldamótin". Umsjón-
armaður: Ragnheiður Viggósdóttir.
Lesari með henni: Þórunn Hafstein.
11.00 íslenskir einsöngvarar og kórar
syngja
11.30 Völd og áhrif embættismanna í ráðu-
neytum. Þáttur í umsjá Önundar
Björnssonar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Þriðjudagssyrpa - Páll Þor-
steinsson og Þorgeir Ástvaldsson.
14.30 „Móðir mín í kví kví“ eftir Adrian
Johansen Benedikt Arnkelsson þýddi.
Helgi Elíasson lýkur lestrinum
(15). 15.00 Miðdegistónleikar William
Masselos leikur á píanó „Þrjár
Gymnopedíur“/Cristoph Eschenbach,
Eduard Drolc og Gerd Seifert leika Tríó
í Es-dúr op. 40 fyrir píanó, fiðlu og horn
eftir Johannes Brahms.
16.20 Lagið mitt Helga Þ. Stephensen
kynnir óskalög barna.
17.00 „SPÚTNIK“. Sitthvað úr heimi vís-
indanna Dr. Þór Jakobsson sér um
þáttinn.
17.20 Sjóndeildarhringurinn Umsjónar-
maður: Ólafur Torfason. (RÚVÁK).
19.00 Kvöldfréttir
20.00 Samnorrænir tónleikar'danska út-
varpsins í maí s.l. Sinfóníuhfjómsveit
danska útvarpsins leikur; einleikari:
Manuela Wiesler; Gunnar Staern stj. a.
„Aladdin", forleikur eftir C.F.E. Horn-
emann. b. Sinfónía breve nr. 2 eftir
Ragnar Söderlindh. c. „Euridice" eftir
Þorkel Sigurbjörnsson. d. „Andante
festivo" eftir Jean Sibelius. e. Sinfónía í
Es-dúr eftir Franz Berwald. - Kynnir:
Jón Örn Marinósson.
21.25 „Gloria“ eftir Atla Heimi Sveinsson
Anna Málfríður Sigurðardóttir leikur á
píanó.
21.45 Útvarpssagan: „Brúðarkyrtillinn“
eftir Kristmann Guðmundsson Ragn-
heiður Sveinbjörnsdóttir les (15).
22.35 Níundi nóvember 1932 Pétur Péturs-
son tekur saman dagskrá.
23.15 Oní kjölinn Umsjónarmenn: Krist-
ján Jóhann Jónsson og Dagný Kristjáns-
dóttir.
RUV
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Sögur úr Snæfjöllum Nýr tékknesk-
ur barnamyndaflokkur um lítinn snjó-
karl og vetrarævintýri hans. Þýðandi
Jón Gunnarsson.
20.45 Þróunarbraut mannsins Sjötti þátt-
ur. Föst búseta Rakin er saga þeirrar
byltingar, sem hófst fyrir um það bil
10.000 árum, þegar forfeður okkar tóku
sér fasta bústaði og gerðust bændur.
Þýðandi og þulur Jón O. Edwald.
21.40 Lífið er iotterí Annar þáttur. Sænsk-
ur sakamálamyndaflokkur. f fyrsta
þætti sagði frá bíræfnu gullráni og
hvernig þýfið lenti í höndum hrakfalla-
bálksins John Hissings. þýðandi er Hall-
veig Thorlacius.
22.30 Rýmkun útvarpsréttar Umræðuþátt-
ur í beinni útsendingu um mál, sem hef-
ur borið hátt í opinberri umræðu og
manna í milli, síðan álit útvarpslaga-
nefndar var gert heyrinkunnugt. Um-
ræðum stjórnar Magnús Bjarnfreðsson.
23.30 Dagskrárlok
Útvarp kl. 22.35
Níundi
nóvember
1932
Pétur Pétursson útvarps-
þulur, hefur tekið saman þátt
um atburðina 9. nóvember
1932 þegar til eftirminnilegra
átaka dró milli lögreglu og
verkamanna, vcgna
kauplækkunaráforma þáver-
andi bæjaryfirvalda í Reykja-
vík. Þáttur Péturs verður á
dagskrá útvarpsins kl. 22.35 í
kvöld.
Pétur Pétursson kvaðst
telja viðeigandi að þessara at-
burða yrði að nokkru minnst
nú þar sem hálf öld væri liðin
frá því að þeir gerðust. Þá
andæfðu verkamenn krepp-
unni með eftirminnilegum og
áhrifaríkum hætti. Þeir
neituðu að fallast á að tekið
væri af þeim, sem ekkert áttu
og lögðu líf og limi í hættu til
að verja þann málstað. Pétur
var sjálfur, þá kornungur,
vitni að þessum átökum „og
það er hið styttsta en áhrifa-
ríkasta félagsmálanámskeið
sem ég hef sótt um ævina",
sagði hann.
Þátt sinn byggir Pétur á við-
tölum, sem hann hefur átt við
^XM*
Pélur Pétursson
ýmsa þá úr báðum fylkingum,
sem ýmist tóku beinan þátt í
slagnum eða voru vitni að
honum og fær fram álit þeirra
á atburðunum.
- mhg
Sjónvarp kl. 22.30
Á að
rýmka
um útvarps-
réttinn?
Engan þarf að undra þótt
tekið sé til umræðu í Sjón-
varpinu hvort ríkið cigi áfram
að hafa einkarétt á útvarps-
rekstri eða hvort gefa eigi
hann frjálsan að einhverju eða
öllu leyti. Um það hefur mikið
verið rætt að undanförnu,
ekki hvað síst síðan útvarps-
laganefndin kvað upp úr með
sitt eða sín álit - og falla
skoðanir manna á ýmsan veg.
Nú verður þetta mál,
„Rýmkun útvarpsréttar", eins
og það er orðað í dagskránni,
rætt í Sjónvarpinu kl. 22.30 í
kvöld. Þátttakendur í um-
ræðunum eru: Eiður Guðna-
son, alþingismaður, Friðrik
Sófusson, alþingismaður,
Markús Á. Einarsson veður-
fræðingur og Þorbjörn
Broddason, lektor. Umræð-
um stjórnar Magnús Bjarn-
freðsson.
- mhg
frá I
Útvarp kl. 10.30
Hvernig
skemmtu
menn
sér
á
Austurvelli
um alda-
mótin?
Núna kl. 10.30 er á dagskrá
Útvarpsins þátturinn „Man ég
það, sem löngu leið.“ Að þessu
sinni er hann í umsjá Ragn-
hciðar Viggósdóttur en lesari
með henni er Þórunn Haf-
stein. Efni þáttarins er
„Austurvöllur og útiskemmt-
anir Reykvíkinga um alda-
mótin.“
Austurvöllur má rnuna
tímana tvenna, eins og aðrir,
sem komnir eru til ára sinna.
Fram að árinu 1874 var hann í
raun og veru ekkert annað en
óræktarmóar og forarpollar.
En þegarThorvaldsensstyttan
var gefin hingað þjóðhátíðar-
árið 1874 þótti hún ekki ann-
arsstaðar eiga betur heima en
á Austurvelli. Var þá hafist
handa um að búa henni þar
sómasamlegt umhverfi. Völl-
urinn var sléttaður, ekið á
hann heljarmiklum
öskuhaug, sem var neðan við
Landakotshæðina og gang-
stígar lagðir út frá styttunni.
Þannig varð Thorvaldssens-
styttan kveikjan að því að
setja smám saman á Áustur-
völl það svipmót, sem hann
ber nú.
Efnið í þátt sinn hefur
Ragnheiður tínt saman hér og
þar en byggir hann þó einkum
Austurvöllur frá þeim tíma er Thorvaldsen rikti þar (1874-1931). í baksýn er kvennaskólahúsið
sem Þóra og Páll Melsted reistu 1878. Til vinstri er hús Bjarna Thorsteinssonar, amtmanns, og
síðar Steingríms skálds, sonar hans.
Þanrng kann Austurvöllur að hafa litð út um aldamótin. Thorvaldsen horfir af stalli sínum á tvö
aldin og virðuleg hus, Dómkirkjuna, sem þarna var reist 1794, en breytt nokkuð og stækkuð 1847,
og Alþingishusið, sem byggt var 1880-1881, í kálgarði HaUdórs Kr. Friðrikssonar, yfirkennara.
á tveimur heimildum: Endur-
minningum Knuds Zimsen,
fyrrverandi borgarstjóra, Úr
bæ og borg og .grein, eftir
Thoru Friðriksson þar sem
hún rekur ýmsar bernsku-
minningar sínar, en Thora
var alin upp við Austurvöll
- mhg