Þjóðviljinn - 16.11.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.11.1982, Blaðsíða 2
2 SJOA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. nóvember 1982 „Þú situr í reykjandi í hæginda- stól þegar dyrabjallan hringir. Þú leggur sígarettuna frá þér á ösku- bakka sem stendur á stólarmin- um. Þegar þú kemur til baka hef- ur sígarettan fallið ofaní stólinn og kveikt í honum. í hvaða röð áttu að framkvæmda eftirfar- andi? A: Kæfa eldinn með teppi. B: Sækja vatn og skvetta því á stólinn. C: Færa stólinn frá gardínum og öðrum stofuhúsgögnum. Rétt svar: C - A - B Rugt dagsins Þeir Kasparov og Kortsnoj áttu hug og hjörtu áhorfenda í 10. umferð þegar Sovétríkin mættu Sviss. Þeir tefldu á 1. borði og var þetta stórmögnuð skák og þvílík- ar sviptingar að heyra mátti saumnál detta í skáksalnum þeg- ar staðan var hvað hrikalegust. (Úr Dagblaðinu Vísi) Ný lög um dýravernd hjá Norð- mönnum í norsku blaði er frá því skýrt að fyrir skömmu hafi verið sett þar í landi ný lög um friðun villtra dýra. Meðal þeirra dýrategunda, sem lögin friða, eru æðarfugl, hegri, gráþröstur, otur, snæmús og flestir fuglar, egg þeirra og hreiður. Samkvæmt lögunum eru öll villt dýr friðuð nema annað sé tekið fram. Áður en þessi lög tóku gildi var mönnum frjálst að veiða yfir 300 dýrategundir, en nú hefur þeim fækkað í 61. Einu dýrategundirn- ar, sem veiða má hvar sem er allt árið, eru minkur, refur og kráka. Nokkrar dýrategundir er heimilt að veiða á vissum tímum árs, svo sem sumar tegundir máva, gaupu og hrafn. Þessi nýju friðunarlög gilda fyrir Noreg allan ásamt 200 mílna landhelginni. - mhg. Leiðréttíng í föstudagsblaði var ranglega sagt að mynd sem Douglas Tyler mál- aði á eitt útihúsa sinna væri eftir- mynd af sjálfsmynd Rafaels. Myndin er vissulega eftir Rafael, en hún er af sveitunga hans, Balt- asar Castiglione. Ekki er vitað um neina sjálfsmynd eftir Rafael. Þannig líta púðarnir út, sem gera börnum sem vaxin eru upp úr öryggisstólunum og of lítil fyrir fullorðins- Hvaða öryggistæki geta 6-10 ára börn notað í bílunum? Síðustu dagana höfum við fjall- að um öryggisbeltið og öryggis- barnastóla hér á síðunni, en hvað með börn sem eru vaxin upp úr stólunum og geta ekki almenni- lega nýtt sér öryggisbeltin í bifr- eiðinni, þar sem þau eru miðuð við fullvaxið fólk? Er ekkert hugsað fyrir þessum aldurshóp frá 5-10-12 ára? Hægt er að koma fyrir sérstök- um barnaöryggisbeltum í aftur- sætunum en gallinn við þau er að þau nýtast að sjálfsögðu ekki full- orðnu fólki. Því er mun skynsam- legra að eignast sérstaka svamp- púða sem börnin geta setið á og gerir þeim kleift að nota öryggis- beitin sem fyrir eru í bifreiðinni. Púða eins og þann sem sést hér á myndinni til hliðar er hægt að beltin, kleift að nota þau belti. Púðar undir börnin kaupa í nokkrum verslunum hér álandi.t.d. hjá Veltih/fogeinser auðvelt að útbúa slíkar setur úr svampi. Líka hætta í aftursætinu Margrét Sæmundsdóttir full- trúi hjá Umferðarráði sagði í samtali við 2. síðuna að foreldrar athuguðu ekki nógu vel að börn eru í mikilli hættu ef árekstur verður þótt þau sitji í aftursætinu, ef þau eru ekki með öryggisbelti. Börnin geta kastast fram í bílinn eða út úr honum. Samkvæmt sænskum rannsóknum liggur ljóst fyrir að helmingur þeirra bama sem létust í umferðarslys- um eða urðu fyrir alvarlegum meiðslum sködduðust á andliti eða annars staðar á höfði. Þetta er einmitt sú tegund slysa sem bíl- beltin hindra best. Margrét minnti á púðana sem áður voru nefndir og sagði að rétt væri að hafa hök á hliðunum til að þræða sætisbeltið í gegnum. Sá hluti beltisins sem liggur yfir mjaðmirnar kemur í veg fyrir að barnið geti runnið undan beltinu. Síðan þegar börn eru orðin 10 ára eða orðin 1.50 á hæð og 30 kg. á þyngd er þeim óhætt að sleppa púðanum. Þau yngstu eru viðkvæm Að síðustu spurðum við Mar- gréti hvernig búa ætti um allra yngstu börnin, hvítvoðungana, ef þeir þyrftu að bregða sér í bílferð. Hún sagði að það væri góð regla að ferðast allra minnst með nýfædd börn í bfl. Þau væru mjög viðkvæm fyrir öllu hnjaski, og einnig væri mjög óvarlegt að vera einn á ferð með nýfætt barn í bíl. Ungabörn að 9 mánaða aldri eiga að liggja vel skorðuð í aftur- sætinu í burðarrúmi eða efri hluta barnavagns. Best er að festa rúm- in niður með sérstökum beltum fyrir burðarrúm. Ef belti eru ekki notuð, þá er nauðsynlegt að fylla rýmið á milii fram- og aftursætis því annars getur rúmið fallið í gólfið, sagði Margrét að lokum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.