Þjóðviljinn - 16.11.1982, Side 3

Þjóðviljinn - 16.11.1982, Side 3
•íMaí'jVC/' .( t l.'.f .1 M,» - /’‘1 v c - ««»■'«. -> ....... ÞHðjiidáéíli-16: höVémber 1982 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 3 Fiskiþing: Leyft verði að veiða 50 þús. lestir af loðnu Á fiskiþingi var samþykkt tillaga veiða 30 til 50 þús, lestir af loðnu um að næsta vetur verði leyft að til frystingar og hrognatöku. Þessi tillaga kom frá sjávarútvegsmála- nefnd þingsins og framsögumaður hennar var Eyjólfur ísfeld Eyjólfs- son forstjóri SH. Eyjólfur rakti í ræðu sinni hvern- ig við íslendingar hefðum nær al- veg dottið útaf markaði frystrar loðnu og loðnuhrogna í Japan, frá því að vera nær einráðir fyrir um 10 árum. Sagði hann það jafngilda dauðadómi fyrir okkur á mörkuð- um í Japan að detta út 2 ár í röð, en það gerum við ef ekki fæst leyfi til að veiða 30 til 50 þúsund lestir á næsta vetri. Þá var einnig liður í þessari til- lögu sem sagði að ef rannsóknir á loðnustofninum í janúar nk. sýndu stærri hrygningarstofn en nú er tal- ið, verði veiiheimildir auknar með hliðsjón af markaðsaðstæðum. - S.dór Herry Threadgill, potturinn og pannan í tríóinu Air. blaðamenn. „An fólksins, er engin fordómalaust og opna sig fyrir tón- tónlist. En fólk verður að hlusta listinni.“ - HR Djasstríóið Air 1 Gamla bíói í kvöld Djass-tríóið Air mun halda kons- ert í íslensku óperunni, öðru nafni Gamla bfói, í kvöld kl. 9. I annað sinn á stuttum tíma, gefst Reykvík- ingum og öðrum íslendingum tæki- færi á að kynnast því fremsta sem er á döfinni í tónlist vestan Atlant- sála. Air var stofnað í byrjun síðasta áratugar, og má segja að upprun- ans sé að leita til AACM, Associat- ion for the Advancement of Creati- ve Musicians, en það var nokkurs Olympíuhappdrættið Dregið 4. des. Drætti í Ólympíuhapp- drættinu hefur verið frestað til 4. desember. Margir hafa glatað heimsendum miðum eða orðið of seinir að gera skil, og hægt er að fá nýja miða í síma 82008. Lausamið- ar verða seldir úr vinningsbif- reið í Austurstræti. Vinningar eru 12 skattfrjálsar bifreiðir. konar samvinnufélag ungra tónlist- armanna í Chicago, til eflingar tónleikahalds fyrir þá sem ekki -höfðu ráð á að koma sér á fram- færi. AACM varð smám saman kveikja að frekari þróun tónlistar sem barst frá Chicago til annarra hluta Bandaríkjanna. Má í því sambandi benda á Art Ensemble of Chicago. Hljómsveitina Air skipa að þessu sini Henry Threadgill, saxófón-, flautu- og hjólkoppafón- leikari, en síðastnefnda hljóðfærið er ásláttarhljóðsamstæða úr hjól- koppum og symbölum. Fred Hop- kins leikur á bassa, en Thurman Barker leysir Steve McCall af hólmi sem trommuleikari. Fyrsta plata hljómsveitarinnar kom út 1975, (Airtime), en 1980 var „Air Lore“ (Arista Novus) kjörin hljómplata ársins af gagnrýnenda- könnun djass-tímaritsins Down Beat. Það er enginn vafi á því, að Air er í hópi fremstu djass-hljómsveita dagsins. „Við leikum aðallega fyrir fólk, því tónlist er samspil hljóð- færaleikarans og áheyrandans“, sagði Threadgill í samtali við Stjórn Kísilmálm- vinnslunnar s/f: Arðsemi meiri en áður var haldið Stjórn Kísilmálmvinnslunnar h/f hefur látið bandaríska fyrir- tækið Chase Econometrics kanna framtíðarþróun mark- aðs fyrir kísilmálm og gefur at- hugunin til kynna að arðsemi kísilmálmframleiðslu á Islandi sé nokkuð meiri en fyrir áætlan- ir sýndu, en einmitt á þeim byggði Alþingi ákvörðun sína um stofnun Kísilmálmvinn- slunnar h/f. Þessar upplýsingar koma fram í fréttatilkynningu sem stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri Kísilmálmvinnsl- unnar h/f hafa sent frá sér vegna fréttar í DV um að fram hafi komið hugmyndir í stjórninni að leggja til að hætt yrði við verksmiðjuna. Stjórnin samþykkti um helg- ina að við allan undirbúning næstu misseri verði miðað við að fyrsti ofn verksmiðjunnar taki til starfa 1986. Eá vinnur stjórnin að skýrslu og tillögu- gerð til iðnaðarráðherra en endanlegar ákvarðanir um tímasetningu framkvæmda verða teknar síðar á Alþingi. -lg- Flokksrádsfundur Alþýdubandalagsins 1982 Fundurinn verður settur á Hótel Loftleiðum kl. 17.15 nk. föstudag. Föstudagur 19. nóvember Flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins hefst með setningarathöfn að Hótel Loftleiðum kl. 17.15 föstudaginn 19. nóvember nk. Setning- . arathöfnin er öllum opin. Formaður Alþýðubandalagsins Svavar Gests- j son flytur ræðu. „Verkafólk í bókmenntum" - dagskrá í tali, söng og tónum flutt af Guðmundi Ólafssyni, Olgu Guðrúnu Árnadóttur, Guðmundi Hall- varðssyni, Kristínu Ólafsdóttur og Silju Aðal- steinsdóttur. Kynnir verður Guðrún Ágústsdóttir borgarfull- trúi. Ráðgert er að setningu Ijúki kl. 18.45. Kl. 20.30 á föstudagskvöld hefjast hin eign- legu störf flokksráðsfundarins með skýrslum og almennum umræðum. Laugardagur 20. nóvember Kl. 9 verður flokksráðsfundi fram haldið með umræðum og nefndarstörfum. Kl. 12 verður sameiginlegur málsverður á Hót- el Loftleiðum þar sem ráðherrar flokksins, og formenn þingflokks og framkvæmdastjórar sitja fyrir svörum. Strax að málsverði loknum verður hin nýja flokksmiðstöð Alþýðubandalagsins að Hverf- isgötu 105 skoðuð. Kl. 14.30 hefjast nefndarstörf að nýju og standa fram til kl. 18. Kl. 18 fer fram kjör til nýrrar miðstjórnar. I Sunnudagur21. nóv. Kl. 9 verður nefndarstörfum fram haldið. Kl. 13 verður tekið til við umræður og afgreiðslu mála. Stefnt er að því að Ijúka fundinum kl. 16 a sunnudag. Guðrún Ágústsdóttir Setningarathöfn kl. 17.15- 18.45 föstudag - Allir velkomnir Guðmundur Olga Guðrún Guðmundur Kristín Sitja Ólafsson Ámadóttlr Hallvarðsson Ólafsdóttir Aðalsteinsdóttir Gestsson Arnalds Guttormsson Grímsson Pétursson Skoðunarferð í nýja flokks- miðstöð kl. 13.30 laugardag. Ráðherrar og formenn þing- flokks og framkvæmdastjórn- ar svara spurningum flokks- ráðsfulltrúa og blaðamanna kl. 12 laugardag.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.