Þjóðviljinn - 16.11.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.11.1982, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 16. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Stóriðja og almenningsrafveitur Álverið í Straumsvík: -Fyrir hverja 10 áura á kílówatltund, sem raforkuverð til stóriðju er hækkað, væri að óbrevttum tekjum landsvirkjunar hægt að lækka raforkuverðið til almenningsrafveitna um 15 aura á kílówattstund. Eðlllegur verðmunur er 50% en nú stefnir í 650% mun á raforkuverði til almennings-. veitna og stóriðju orðinn óeðlilega mikill. Miðað við eðlilega kostnaðarskiptingu virðist raun- hæft að reikna með því að stóriðja greiði orkuverð sem nemur a.m.k. 65% af verði til almenningsveitna.“ Starfshópurinn telur með öðrum orðum, að raforkuverð til almenn- ingsveitna eigi í mesta lagi að vera 50% hærra en raforkuverð til stór- iðju. Nú er þessi munur yfir 400% og samkvæmt rekstraráætlun Landsvirkjunar fyrir árið 1983 stefnir hann í 650%. Eitt brýnasta verkefni á næstunni hlýtur að vera að snúa þessari þróun við. Rétt er að vekja athygli á, að fyrir hverja 10 aura á kílóvattstund, sem raf- orkuverð til stóriðju er hækkað, væri að óbreyttum tekjum Lands- virkjunar hægt að lækka raforku- verð til almenningsveitna um 15 aura á kílóvattstund. Þetta sýnir ótvírætt um hvflíkt stórmál hér er að tefla, sem snertir hag hvers ein- asta manns í landinu. Til frekari samanburðar má svo nefna, að starfshópurinn sem ég vitnaði til áðan telur, að gjör- breyttar forsendur frá því að raf- orkusamningurinn við ísal var gerður 1966 og endurskoðaður 1975 réttlæti kröfur um að raforku- verðið til ísal hækki um 13-20 aura á kílóvattstund miðað við núver- andi verðlag. Rökin fyrir slíkum leiðréttingum á núverandi orkusölusamningi eru ótvíræð og nauðsynin svo knýj- andi, að óhjákvæmilegt er að ná þar fram breytingum hið fyrsta. Er þetta löglegt? í þessu sambandi er vert að hafa í huga lög um Landsvirkjun, þar sem segir m.a. í 11. grein: „Til orkusölusamninga til langs tíma við iðjufyrirtæki, sem nota meira en 100 milj. kwst á ári, þarf Landsvirkjun leyfi ráðherra þess sem fer með raforkumál. Slíkir samningar mega ekki að dómi ráð- herra valda hærra raforkuverði til almenningsveitna en ella hefði orð- ið.“ Ég eftirlæt ykkur góðir fundar- menn að meta, hvort lagaákvæði þessu sé fullnægt eins og nú standa sakir, þegar m.a. er svo komið að óhjákvæmilegt er talið að greiða niður raforku til húshitunar. Sú verðþróun sem hér hefur ver- ið að vikið snertir enga meir en umbjóðendur og ábyrgðaraðila almenningsveitna í landinu, og því hljótið þið sem hér eruð staddir að láta ykkur þessi mál meira varða en flest annað, sem snertir hagsmuni íslenskra rafveitna. Verðjöfnun á raforku Verulegur árangur hefur náðst í verðjöfnun á raforku til almennra heimilisnota á undanförnum árum, þannig að mestur munur hjá ein- stökum rafveitum er að jafnaði ekki yfir 25%, og víðast mun minni, en var áður hátt í 90%. Með útfærslu Landsvirkjunar verður tryggt það mikilsverða at- riði frá næstu áramótum, að sama gjaldskrá gildi fyrir raforku í heild- sölu á afhendingarstöðum í öllum Samkvæmt lögum um jöfnun og lækkun húshitunarkostnaðar, sem sett voru 1980, er mönnum skylt að breyta frá olíuhitun yfir á inn- lendan orkugjafa strax og aðstæður leyfa. Á meðan raforkuskortur var í landskerfinu 1980-81 var ekki sér- staklega eftir því rekið að þessu ákvæði væri framfylgt, en nú er framundan skipulegt átak til að af- nema olíuhitun hvarvetna þar sem hægt er að fá rafmagn og jarðvarma til húshitunar. Á sama tíma og við lítum til baka og fögnum þeirri þróun, að inn- lendir orkugjafar leysi hina er- lendu af hólmi í upphitun húsnæðis í landinu, horfum við fram á þá Kaflar úr ræðu Hjöridfs Guttormssonar á SlR-þingi landshlutum. Þetta er veruleg trygging fyrir notendur um allt land og skiptir einstök veitufyrirtæki eins og Orkubú Vestfjarða strax miklu máli. Á sviði húshitunar er ójöfnuður hins vegar enn gífurlegur milli ein- stakra svæða og landshluta, þrátt fyrir margháttaðar aðgerðir til að draga úr honum. Þannig hafa á undanförnum árum verið greiddar verulegar fjárhæðir úr ríkissjóði til að draga úr kostnaði þeirra sem hita hús sín með olíu og jafna þann- ig upphitunarkostnað í landinu. Stærsta átakið, sem gert hefur ver- ið í þessu efni, er þó það verkefni, sem unnið hefur verið að varðandi nýtingu á innlendum orkugjöfum í stað olíu. í september 1978 hituðu 55 þúsund íslendingar hús sín með olíu, en í september 1982 hafði þeim fækkað niður í 14 þúsund. Stærstur hluti þeirra hefur fengið jarðhita í stað olíunnar eða tengst fjarvarmaveitum, en aðrir hafa beina rafhitun. bláköldu staðreynd, að vegna hinna miklu raforkuverðshækkana Landsvirkjunar til almennings- veitna, er óhjákvæmilegt að grípa til niðurgreiðsluaðgerða á inn- lendum orkugjöfum til þess að of- bjóða ekki heimiium, sem nota þennan orkugjafa til upphitunar. Rafmagn til hús- hitunar greitt niður um 20% Á aðalfundi SÍR 10. maí sl. gerði ég grein fyrir ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um að beita sér fyrir jöfnun húshitunarkostnaðar, einn- ig, að því er varðar innlenda orku- gjafa, með það að markmiði að slíkur kostnaður verði yfirleitt ekki meiri en gerist hjá nýjum og hag- kvæmum hitaveitum. Þetta hefur verið talið svara til um 60% af olíuhitunarkostnaði, en það hlut- fall sveiflast að sjálfsögðu til eftir verðlagi olíu. Þann 1. október sl. kom til fram- kvæmda fýrsti áfangi að þessu markmiði með niðurgreiðslu raf- orku til húshitunar hjá 5 veitu- fyrirtækjum. Miðað viðáætlað gas- olíuverð kr. 5,60 á lítra svaraði þetta til lækkunar úr 80% í 66% af olíukyndingarkostaði 1. október sl. og við gjaldskrárákvörðun 5. nóv- ember sl. var stigið annað skref sem lækkar rafhitun niður í 64% af olíukyndingarkostnaði miðað við sama olíuverð. Þar sem um fulla niðurgreiðslu er að ræða eins og hjá Rafmagnsveitum ríkisins og Orkubúi Yestfjarða, nemur hún 14,4 aurum á kílóvattstund á al- gengasta húshitunartaxta, en ó- niðurgreidd raforka samkvæmt þeim taxta næmi 71,3 aurum á kíló- vattstund. Sérstök nefnd fulltrúa frá öllum þingflokkum vinnur nú að því að undirbúa tillögur um tekjuöflun vegna þessara aðgerða, og starfshópur á.vegum iðnaðar- ráðuneytis kannar nú stöðu þeirra hitaveitna, sem hæstar hafa gjald- skrár og eiga við sérstaka erfiðleika að etja. Auðvitað má það teljast furðu- legt að grípa þurfi til slíkra niður- greiðslna á raforku til hitunar til að draga úr sárasta misrétti, en ég hef hér á undan rakið ástæður fyrir því að þetta er óhjákvæmilegt eins og nú háttar málum um verðlagningu til almenningsveitna. Eftir stendur vaxandi tilkostaður atvinnufyrirtækja og fleiri við raf- orkunotkun, bæði vélanotkun og upphitun. Bitnar þetta m.a. tilfinn- anlega á útflutnings- og samkeppn- isiðnaði sem ætti, ef allt væri með felldu, að njóta hagræðis af inn- lendum orkulindum. Einnig það dæmi þarf að hafa í huga, þegar teknar eru stefnumarkandi á- kvarðanir um verðlagningu orku. Sœkjum fram á orkusviðinu Bæði þessar og aðrar ótaldar framkvæmdir í raforkukerfinu kosta mikið fé. Því skiptir miklu að vel og skipulega sé að þeim staðið. Iðnaðarráðuneytið hefur nýlega gert drög að áætlun um fjárfesting- ar í orkumálum og iðnaði fyrir tímabilið 1983-1987, svo og athug- anir á orkuiðnaði allt til ársins 2000 miðað við að markaður verði þá fyrir allt að 6 teravattstundir af raf- orku á ári til viðbótar við þær 4 teravattstundir, sem nú eru fram- leiddar, eða samtals allt að 10 tera- vattstundir. Nú þrengir að á mörgum sviðum í þjóðarbúskap fslendinga, og í um- heiminum ríkir dýpsta efnahags- kreppa sem gengið hefur yfir frá því á fjórða áratug aldarinnar. Því þurfum við að halda vel á öllum fjárfestingum og vanda sem best til undirbúnings. Nauðsynlegt er að hafa sem mestan sveigjanleika varðandi framkvæmdahraða við raforkuöflun með tilliti til mark- aðar, sem að verulegu leyti ræðst af alþjóðlegum aðstæðum. Svo framarlega sem ekki verður áframhaldandi langvinn kreppa á mörkuðum fyrir orkufrekar iðnaðarvörur, hljótum við íslend- ingar að freista þess að nýta orku fallvatna og jarðvarma til eflingar íslensku atvinnulífi og til að bæta almenn lífskjör í landinu. Lög hafa verið sett um kísil- málmverksmiðju og unnið er að framkvæmdaundirbúningi. Á veg- um iðnaðarráðuneytisins hefur þess utan verið staðið að víðtækum athugunum á þeim kostum, sem til álita koma í orkufrekum iðnaði. Athuganir þessar eru sumar hverj- ar á lokastigi og vænti ég að þær geti orðið grundvöllur ákvarðana á næstu árum. Ég legg hins vegar ríka áherslu á, að rannsóknir á orkunýtingu þurfa stöðugt að vera í gangi, bæði hagrænar og tækni- legar, þar sem þróunin er ör og nýir möguleikar geta opnast fyrr en var- ir. A þessu sviði er afar mikilvægt að taka á málum út frá forsendum íslensks þjóðarbúskapar og land- kosta í heiíd og hér þurfa innlendar rannsóknarstofnanir, Háskólinn og atvinnulífið að taka sameigin- lega á málum. Þeir erfiðleikar sem steðja að iðnaðarsamfélögum Vesturlanda um þessar mundir og hafa óhjá- kvæmilega áhrif á hag íslendinga eiga í senn að hvetja til aðgæslu og sóknar. Við getum ekki gert ráð fyrir því að hagvaxtarskeið síðustu þriggja áratuga endurtaki sig í við- líka mæli. Því skiptir mun meira máli en fyrr, að menn leiti sem hag- kvæmastra kosta í atvinnumálum og gæti að forsendum fyrir efna- hagslegu sjálfstæði og öryggi sam- félagsins. Hagnýting orkulindanna er snar þáttur í því samhengi. Innlendar orkulindir eru síst þýðingarminni en lífrænar auðlindir lands og sjáv- ar. Þær eiga að geta rennt stoðum undir traustan efnahag og hagsæld í landinu,, ef við nýtum þær af for- sjálni og eftirlátum ekki öðrum að hirða afrakstur þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.