Þjóðviljinn - 16.11.1982, Page 10
14 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Þriðjudagur 16. nóvember 1982
Minningarorö
Hafþór Helgason
kaupfélagsstjóri
Fæddur 12.1 1945 - Dáinn 26.10. 1982
Deyr fé, deyja frœndr,
deyr sjálfr it sama;
en orðstirr deyr aldregi,
hveim er sér góðan getr.
(Hávamál)
í dag fer fram í ísafjarðarkirkju
minningarathöfn um Hafþór Helg-
ason kaupfélagsstjóra, sem fórst af
slysförum með einkaflugvél sinni,
„TF-MAO", út af Bjargtöngum að
morgni þriðjudags 26. október sl.
Með Hafþóri er góður drengur
genginn, langt um aldur fram -
aðeins 37 ára gamall - vinur og
samherji, sem ég vildi minnast
nokkrum orðum.
Hafþór var fæddur í Reykjavík
þann 12. janúar árið 1945 og var
næstyngstur sjö systkina. Foreldrar
hans voru þau Helgi J. Hafliðason
bifvélavirki, sem látinn er fyrir all-
mörgum árum, og eftirlifandi kona
hans Sigurbjörg Jónsdóttir, Hall-
dórssonar, bónda að Framnesi í
Rangárvallasýslu.
Hafþór lauk gagnfræðaprófi frá
verknámsdeild í Reykjavík árið
1962, og það sama ár hlaut hann
skipstjómarréttindi til að fara með
stjórn á allt að 30 tonna fiskibátum.
Þrem árum seinna, eða árið 1965,
lauk hann einkaflugmannsprófi í
Reykjavík, en atvinnuflugmanns-
prófi með blindflugsréttindum
árið 1976.
Átti flugið ávallt hug hans meir
en hálfan og skilaði það honum að
síðustu á drottins fund.
Árið 1963 steig Hafþór mikið
gæfuspor og trúlofaðist þá eftirlif-
andi eiginkonu sinni og jafnaldra,
Guðnýju Kristjánsdóttur - en þau
giftust 1968 - og eignuðust þau
þrjá syni, Alexander, 16 ára, fædd-
an á afmælisdag móður sinnar, 7.
mars 1966, Erling Friðrik, 9 ára,
fæddan 8. október 1973 og Vést-
ein, fæddan í Reykjavík þann 25.
maí 1980. Sjá þau nú öll á bak elsk-
uðum eiginmanni og föður -
stórvirkum ágætismanni, sem
-J—J frá
mánudegi
f&studags.
Afhendum
vörunaá
byggingarst
viöskipta 1
mönnum aö
kostnaðar
iausu.
Hagkvœmt verö
og greiðsluskil
málar við flestra
hœfi.
einangrunar
■Mplastið
frarníeiösíuvoriir I
pipueinangrun I
^íT^pg skrúfbutar I
lorgarptast I h/f
Borgafncti [ iimi n rm
X* Skm kwötd og heigarsimi 93 7355
vænst var að ætti eftir að leggja
áfram gjörva hönd á svo margt sem
til framfara horfði.
Hafþór dvaldist við nám og störf
í bifvélavirkjun í Þýskalandi árið
1967, en fyrir vélum og vélfræðslu
stóð hugur hans löngum opinn. Ár-
ið 1969 starfaði Hafþór að gæða-
mati á rannsóknarstofu fsals hf. og
síðar við eignaumsýslu hjá Þórisósi
hf. á árunum 1970-73, en á árinu
1973 tók hann við framkvæmda-
stjórn í flugfélaginu Vængir hf. og
rak það af mikilli ósérplægni og
dugnaði til ársins 1976, þegar
eigendaskipti urðu þar og hann
seldi eignarhluta sinn í félaginu.
Það var laust eftir þessi tímamót,
sem leiðir okkar Hafþórs lágu fyrst
saman, því að árið 1977 var hann
ráðinn kaupfélagsstjóri að Kaupfé-
lagi Saurbæinga að Skriðulandi.
Því starfi gegndi hann til miðs árs
1980.
Á árunum þeim, eins og raunar
enn, steðjaði mikill vandi að
dreifbýlisversluninni og vandséð
með hvaða hætti smærri reksturs-
einingar gætu séð sér farborða, þar
sem eftirtekjan stóð ekki undir
dreifingarkostnaðinum. Við þær
aðstæður ráðlagði ég ýmsum góð-
um forystumönnum smærri
kaupfélaganna að skoða mögu-
leikana á að efna til samstarfs við
stærri nábúa, því að undan af-
leiðingunum yrði vart vikist með
öðrum hætti. En hér réði sem áður
sterkur vilji til sjálfræðis, og fengu
bændur hinn 32 ára gamla
Reykvíking til kaupfélags-
stjórastarfe - og hófet hann
þegar handa.
Gamalt íslenskt orðtak segir að
„veldur hver á heldur“ og sú varð
raunin á f þessu tilviki. Með atorku
sinni, útsjónarsemi og ráðdeild
grundvallaði Hafþór enn betur en
áður þau félags- og verslunarlegu
tengsl sem kaupfélagið átti í hér-
aði. Fyrr en varði voru þeir
Saurbæingar búnir að endurbæta
verslunarreksturinn og jafnframt
byggja nýtt frystihús; en um þá
framkvæmd höfðu menn ekki þor-
að að hugsa sem mögulegan val-
kost nokkrum mánuðum fyrr.
Það sem olli straumhvörfunum í
Saurbæ var sleitulaus vinnusemi
kaupfélagsstjórans að hagsmun-
amálum félagsmanna sem allir
urðu vitni að í hinni fámennu
byggð. Við þá atorku leystist úr
læðingi vilji margra til að verða að
gagni og með vinnuframlagi
margra sveitunganna reisfrysti-
húsið, sem um mörg ókomin ár
kemur til með að bera bændum
þar, og dugmiklum kaupfélags-
stjóra þessara ára, órækt vitni.
í Sambandinu var fylgst með
þessum þróttmikla nýliða í sam-
vinnustarfinu, og enn betur eftir að
hann fór að sækja ráðstefnur sam-
vinnumanna, taka þar þátt í um-
ræðum og leggja gagnlegt til mála.
Því var það, þegar ísfirðinga
vantaði kaupfélagsstjóra snemma
árs 1980, og ég var beðinn ufn að
aðstoða við þá ráðningu, að Haf-
Þór varð mér strax ofarlega í sinni.
Ég vissi reyndar að bæði hann og
Blikkiðjan
Ásgarði 7, Garöabæ
Önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verðtilboð
SIMI 53468
fjölskyldan kunnu vel við sig vestur
í Dölum og að þar var margt enn
ógert, en á Isafirði biðu samt miklu
stærri verkefni úrlausnar, sem ekki
var allra að leysa.
Þegar ég lýsti erfiðleikum þeirra
ísfirðinga og dró lítið undan glotti
vinur minn Hafþór við tönn og
sagðist skyldu hugsa málið um sinn
og svara málaleitan minni handan
helgar. Er við kvöddumst sagði
hann mér þó að skaplyndi sitt væri
þannig að hann kynni betur við að
byggja upp og endurreisa en að
halda bara í horfinu. Vissi ég þá
strax hvert lokasvar hans yrði.
Á ísafirði hefir Hafþór unnið
hvert þrekvirkið af öðru, og nú
röskum tveim árum síðar er hagur
kaupfélagsins og álit með allt öðr-
um hætti en um fjöldamörg undan-
gengin ár. í rauninni finnst mér að
gamla álitið á kaupfélaginu okkar,
sem ég man eftir síðan ég var lítill
drengur á ísafirði, sé nú fyrst
endurvakið og að mikill þróttur sé
að færast í alla starfsemina.
Á sínum skamma starfstíma á ís-
afirði megnaði Hafþór að jafna
langvinnan lóðaágreining við
bæjaryfirvöld, endurskipuleggja
að verulegu leyti verslunarrekstur
og mannahald kaupfélagsins,
leggja fram áætlun um byggingu
sláturhúss á ísafirði, kaupa
Steiniðjuna hf. á ísafirði, sem er
viðamikið fyrirtæki á sviði
steinsteypu- og byggingarvöru-
sölu. Og loks tæpum mánuði fyrir
sviplegt fráfall sitt undirskrifaði
hann samning um kaup kaupfél-
agsins á vörumarkaðinum Ljón-
inu, sem er önnur stærsta smásölu-
verslunin í kaupstaðnum. Ef hon-
um hefði enst líf og heilsa er ekki
að efa að stórvirkni hans hefði gætt
víðar í atvinnusögu ísfirðinga,
bæði félagi og byggð til heilla.
Auk starfa sinna á ísafirði vann
hann með Sambandinu við kaup á
Fiskiðjunni Freyju hf. og út-
gerðarfélginu Hlaðsvík hf. á
Suðureyri. Sat hann fyrir hönd
Sambandsins í stjórnum beggja fé-
laganna, þar af fyrstu mánuðina
sem stjórnarformaður þeirra.
Lagði hann sig í framkróka við að
sinna þeim störfum af sömu alúð og
ábyrgð og öllum öðrum, en eins og
mörgum mun kunnugt gerðist
kaupfélagið einnig samkaupandi
að félögunum að fjórða hluta og
átti fulltrúa úr Suðureyrardeild
sinni í stjómum beggja félaganna.
Það var aðalsmerki þessa kæra
látna vinar míns að hann sinnti öll-
um störfum sem til féllu í kaupfé-
laginu, hvort heldur þau voru talin
til óþrifalegri verkanna eða skrif-
stofustarfans. Því gátu samstarfs-
menn hans eins átt von á honum
við kjöttilfærslu í frystiklefa eld-
snemma að morgni í sláturtíðinni,
við dæluviðgerðir í kyndiklefanum
eða við akstur á steypubflnum.
Eins og foringja er siður fór hann
fyrir liði sínu í öllum störfum, og
það kunnu samverkamenn hans að
meta.
Mér er minnisstætt lítið atvik
fyrir allmörgum mánuðum, þegar
kaup á Steiniðjunni voru afstaðin
og starfsfólkið var að halda hátíð í
tilefni þess að sláturtíð var nýlokið.
Þegar Guðný og Hafþór gengu þá í
veislusalinn klöppuðu viðstaddir
Íieim hjónum til heiðurs. Slíkt sýna
sfirðingar aðeins sínum bestu
mönnum.
Hann ávann sér tiltrú hjá
bændum - enda ræktarsamur við
hagsmuni þeirra - en líka virðingu
annarra, bæði í sveit og bæ, sem til
hans leituðu og höfðu af honum
kynni.
Ég minnist margra ferða okkar
yfir vestfirsk fjöll og heiðar, þegar
við tveir einir flugum erinda Sam-
bandsins og kaupfélagsins til Súg-
andafjarðar og víðar og einnig ann-
arra flugferða á vél hans TF-MAO.
Margt sýndi hann mér í þeim ferð-
um, sem ég geymi þakklátum huga
og á eftir að rjátla mér við í minn-
ingu hans þegar tímar líða. í þess-
um ferðalögum komst ég m.a. að
því að Hafþór var vel hagmæltur,
þótt ekki flíkaði hann því nema við
örfáa vini sína, en þeim gat hann
átt til að senda kveðjur í bundnu
máli við hátíðleg tækifæri.
Þótt ég hafi hér tíundað nokkuð
af starfsferli Hafþórs og atorku,
skal ekki svo við skiljast að láta
þess ógetið að hann átti góða konu
og sonu sem stóðu með honum í
öllum hans störfum. Þess þarf og
með í annasömu embætti, og það
brást ekki að konan og elsti sonur-
inn stóðu eins og eikur og gerðu
honum kleift a vinna svo langan
dag sem raunin varð á. Á því heim-
ili heyrði ég aldrei möglað þótt
seint væri komið heim frá dags-
verki, né um rætt þótt árla væri úr
rekkju risið.
A heimili þeirra var ávallt gott
að koma, svo gott að þá fannst mér
ég vera kominn fyrst heim á æsk-
uslóðir, þegar ég hafði gengið að
leiði föður míns og síðan til stofu
þeirra Guðnýjar og Hafþórs. í
þeirri stofu var kæst með góðum á
glaðri stundu.
En skjótt hefir sól brugðið
sumri, og miklu fyrr en ég hafði
vonað og beðið. Komið er að
leiðarlokum og kvaðst að sinni.
Hafþóri, eiginkonu hans og sonum
flyt ég alúðarþakkir Sambandsins
fyrir stórmikil og heilladrjúg störf
hans í þágu samvinnuhreyfingar-
innar, en sjálfur drúpi ég höfði í
minningu góðs vinar.
Eftirlifandi eiginkonu og sonun-
um ungu, sem misst hafa svo mik-
ið, móður hans, systkinum, ætt-
ingjum og venslafólki öllu flyt ég
dýpstu samúðarkveðjur á þessum
sorgartíma og bið þeim öllum Guðs
blessunar.
Drottinn minn, gef þú dánum ró,
en hinum líkn er Iifa.
Kjartan P. Kjartansson
Það gerist yfirleitt samtímis, að
harðnar á dalnum í þjóðarbú-
skapnum og upp spretta úrtölu-
menn, sem eygja ekki framtíðina
öðruvísi en varðaða eymdinni,
hæsta lagi volæðinu. Því er það
þakkarvert á úrtölutíð, þegar í lítið
byggðarlag kemur eldhress maður
að taka við kaupfélaginu og sér
tækifærin á hverri þúfu. Hafþór
Helgason kom vestan úr Saurbæ
ásamt fóki sínu og hafði starfað þar
við kaupfélagið nokkra hríð og
skilað því loðnu og lembdu til fé-
lagsmanna. Lá honum einatt vel
orð til Dalamanna og fannst gott að
hafa verið í Saurbænum.
Hugur Hafþórs Helgasonar stóð
hins vegar til stærri verkefna og
'meiri umsvifa en aðstæður buðu
upp á í Saurbænum og á Fells-
ströndinni. Kaupfélag ísfirðinga
vantaði forystu um þessar mundir
og hingað vestur réðst Hafþór í
endaðan maí 1980. Fljótlega var
ráðist í stóra hluti og hvergi af sér
dregið, nú síðast voru kaup fest á
stórum vörumarkaði í hinu nýja
Holtahverfi á ísafirði og nýbygging
sláturhúss var í sjónmáli. Aður
hafði kaupfélagið keypt
Steiniðjuna og gerst aðili að útgerð
og fiskvinnslu í Súgandafirði og var
Hafþór stjórnarformaður þess
fyrirtækis.
Úrtölumennirnir voru komnir í
felur.
Þegar maður virðir fyrir sér at-
hafnir manna eins og Hafþórs
Helgasonar, vaknar upp í hugan-
um þessi eilífa spurning um áhrif
einstaklingsins á gang sögunnar..
Væri hér hugsanlega allt í sama far-
inu á ísafirði, hefði Hafþór Helga-
son ekki tekið sig upp með sitt fólk
vestur í Saurbæ og haldið norður
yfir heiðar? Ef til vill hefði einhver
annar komið jafn atorkusamur,
mér liggur við að segja ófyrir-
leitinn, en það breytir ekki útkom-
unni. Það var akkúrat Hafþór
Helgason sem hingað kom og hafði
áhrif á gang mála svo um munaði.
Og það voru jákvæð áhrif á gang
sögunnar, sem Hafþór hafði, hann
var maður sem hugsaði í öðrum og
hærri stærðargráðum en við hinir,
þessir einföldu góðu hversdags-
menn hér við Djúpið. Hafþór sá í
hillingum mikið og blómlegt starf
félagshyggjumanna. Það var hvat-
inn að athöfnum hans, ekki hitt að
skara eld að eigin köku.
Undirritaður spurði hann eitt
sinn í blaðaviðtali, hverju þetta
gegndi með athafnasemina og
hann svaraði: „Ég held að lífs-
skoðun mín hafi mjög mótast af því
hversu þröngt var oft í búi hjá for-
eldrum mínum. Ég var alinn upp
við það, að mesta manngildið væri
fólgið í vinnunni." Þessi orð varpa
ef til vill einhverju ljósi á þá þætti
sem móta skaphöfn og persónu-
leika einstaklings, en segja þó
aldrei alla söguna. Kjarkur og
áræði er varla neitt sem mönnum
verður innrætt að gagni, þar hlýtur
upplagið að segja til sín. Spurning-
in sem upp var borin, er spurning
allra tíma og varðar alla dauðlega
menn, henni verður varla svarað
með orðum heldur athöfn þarfri,
en skammt er síðan Jónas Hall-
grímsson kvað til vinar síns og
varðar einmitt þetta mál:
Hlœgir mig nú það
er mig hrelldi áður
ungan of mjög,
þá er ég fór einn saman;
gott er að ganga
geði kvíðalausu
ófarið, örstutt
æviskeið. -
Hnífsdal á allrasálnamessu 1982
Finnbogi Hcrmannsson.
Að morgni þriðjudags 26. októ-
ber fréttist að leit væri hafin að
flugvél Hafþórs Helgasonar
kaupfélagsstjóra á ísafirði. Hann
hafði skroppið á vélinni til Súgand-
afjarðar kvöldið áður í ágætu veðri
í erindum kaupfélagsins. Á þriðju-
dagsmorgun fyrir birtingu fer hann
í Ioftið áleiðis til ísafjarðar, en
veður gekk mjög snögglega upp,
auk þess hafði flugvitinn á Þver-
fjalli bilað um nóttina. Hvergi hef-
ur verið lendandi, því snýr hann við
til að reyna að fljúga suður úr
óveðrinu, en það tókst ekki. Hafið
geymir nú flugmann og vél.
Hafþór Helgason var fæddur í
Reykjavík 12. janúar 1945. Foreldr-
ar voru Helgi Jóhannesson Haf-
liðason bifvélavirki Jóhannssonar
skipstjóra á Snæfellsnesi og móðir
SigOrbjörg Jónsdóttir Halldórs-
sonar bónda í Framnesi Rangár-
vallasýslu og fyrri konu hans
Guðbjargar Jónsdóttur. Eignuðust
þau Helgj og Sigurbjörg 7 böm,
3 syni og 4 dætur, var Hafþór næst
yngstur. Móðir hans og systkini em
öll á lífi, en faðir hans lést 1965.
Þann 12. okt. 1968 gengur Haf-
þór að eiga Guðnýju G. Kristjáns-
dóttur Soffamassonar frá Vík í
Mýrdal og konu hans Ingibjargar
Svöfu Guðjónsdóttur frá Akur-
eyri, eiga þau þrjá syni: Alexander
fæddur 1966, Érling Friðrik fæddur
1973 og Véstein fæddur 1980.
Hafþór lauk prófi úr Verknáms-
skólanum í Reykjavík 1962 og rétt-
indi til skipstjórnar á 30 tonna bát
hlaut hann sama ár. Einkaflug-
mannsprófi lauk hann 1965,
atvinnuflugmannsprófi með blind-
flugsréttindum 1976. Á yngri árum
stundaði hann sjómennsku á bát-
um og togurum. Um tíma rak
hann eigið bflaverkstæði í Garða-
bæ og árið 1967 dvaldist hann í A-
Þýskalandi við nám og störf í bfla-
verksmiðju. 1969 vann hann á
rannsóknastofu ísals 1970-1973
var hann starfsmaður hjá Þórisós.
Haustið 1973 gerðist hann
meðeigandi og framkvæmdastjóri
hjá Flugfél. Vængjum h/f og starf-
aði þar uns fyrirtækið var selt árið
1976.
Hafþór hafði rhikinn áhuga á
flugi, þegar hann var að læra flug
keypti hann í félagi við annan