Þjóðviljinn - 16.11.1982, Síða 15

Þjóðviljinn - 16.11.1982, Síða 15
Þriðjudagur 16. nóvember.1982 ÞJÓÐVIUINM -r SlflA 19 RUV <9 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Árna Böðvarssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Forustugr. dagbl. (útdr.). 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Kysstu stjörnurnar“ eftir Bjarne Reuter Ólafur Haukur Símonarson les þýðingu sína (11). Olga Guðrún Árnadóttir sýngur. 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir 10.30 „Áður fyrr á árunum“ Ágústa Björnsdóttir sér um þáttinn. Karl Guð- mundsson leikari les kafla úr ritgerðinni Reykjavík um aldamótin 1900 eftir Ben- edikt Gröndal. 11.00 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja 11.30 Gæðum ellina lífi Umsjón: Dögg Pálsdóttir. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Þriðjudagssyrpa - Páll Þor- steinsson og Þorgeir Ástvaldsson. 14.30 Á bókamarkaðinum Andrés Björns- son sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 15.00 Miðdegistónleikar Tom Krause syngur lög eftir Jean Sibelius. Pentti Koskimies leikur með á píanó/Norska kammersveitin leikur Holbergsvítu op. 40 eftir Edvard Grieg; Terje Tönnesen stj. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregn- ir. 16.20 Lagið mitt Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 17.00 „SPÚTNIK“. Sitthvað úr heimi vís- indanna Dr. Þór Jakobsson sér um þáttinn. 17.20 Sjóndeildarhringurinn Umsjónar- maður: Ólafur Torfason (RÚVAK). 19.00 Kvöldfréttir 19.45 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Frá Zukofsky-námskeiðinu 1982 Tónleikar í Háskólabíói 21. ágúst s.l. Sinfóníuhljómsveit Zukofsky- námskeiðisins leikur; Paul Zukofsky stj. Sinfónía nr. 5 í cís-moll eftir Gustav Ma- hler. 21.45 Útvarpssagan: „Brúðarkyrtillinn“ eftir Kristmann Guðmundsson Ragn- heiður Sveinbjörnsdóttir les (18). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Flest er til. Þáttur um útivist og fé- lagsmál. Umsjónarmenn: Benjamín Axel Árnason, Jón Halldór Jónsson, Jón K. Arnarson og Erling Jóhann- esson. 23.15 Oní kjölinn Bókmenntaþáttur í um- sjá Dagnýjar Kristjánsdóttur. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. * 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Sögur úr Snæfjöllum. Tékknpsk barnamynd. Þýðandi Jón Gunnarsson. Sögumaður Þórhallur Sigurðsson. 20.45 Þróunarbraut mannsins. Lokaáttur. Framtíð mannkynsins. Leiðsögumaður- inn, Richard Leakey, lítur fram á veg í ljósi þeirrar vitneskju sem mannfræðin býr yfir um eðli mannsins í fortíð og nútíð. Þýðandi og þulurJónO. Edwald. 21.40 Lífið er lotterí. Þriðji þáttur. í síð- asta þætti urðu ræningjarnir fyrri til en lögreglan að finna John Hissing en neyddust til að gerast bandamenn hans. Þýðandi Hallveig Thorlacíus. 22.30 Á hraðbergi. Viðræðuþáttur í um- sjón Halldórs Halldórssonar og Ingva Hrafns Jónssonar. Gestir þáttarins verða Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins og Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknar- flokksins, en flokksþingum beggja þess- ara flokka er nú nýlokið. 23.25 Dagskrárlok. Stj ór nmálamenn á hraðbergi Sjónvarp kl. 22.30 Viðræðuþátturinn Á hrað- bergi, í umsjá þeirra Halldórs Halldórssonar og Ingva Hrafns Jónssonar, er á dag- skrá Sjónvarpsins kl. 22.30 í kvöld. Svo er ráð fyrir gert, að við- mælendur þeirra félaga verði Kjartan Jóhannsson, formað- ur Alþýðuflokksins, og Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokks- ins. Meginástæða þess, að fyrirhugað er að taka einmitt þessa menn tali er sú, að þeir eru formenn flokka sinna og flokksþing beggja flokkanna nýafstaðin. Bæði eru þessi þing verðug viðræðuefni og vekja ýmsar spurningar. Þing- Halldór Halldórsson Ingvi Hrafn Jónsson. Lokaþáttur þróunarbrautar Lokaþáttur „Þróunar- brautar mannsins“ er í sjón- varpinu kl. 20.45 í kvöld. Nefnist hann Framtíð mann- kynsins. Leiðsögumaðurinn í þessari vegferð, Richard Leakey, lítur nú fram á veginn í ljósi þeirrar vitneskju, sem mann- fræðin býr yfir um eðli mann- kindarinnar í fortíð og nútíð. - mhg flokkur Alþýðuflokksins er ákveðinn í því að bera fram vantraust á ríkisstjórnina. Jafnframt hafa farið fram við- ræður milli Kjartans og ráð- herra um hugsanlega aðstoð Alþýðuflokksins við að koma í gegnum þingið málum, sem ríkisstjórnin leggur áherslu á að fá samþykkt. Svo skilst manni nú, að nokkrar viðsjár séu í Alþýðu- flokknum, og kunna þau mál að hafa skýrst eitthvað fyrir þriðjudagskvöld. Gætu þær hræringar jafnvel leitt til þess, að viðmælendur okkar yrðu að einhverju leyti aðrir en nú er fyrirhugað, sögðu þeir Halldór og Ingvi Hrafn. - mhg Leikari með grímu Sjónvarp kl. 20.45 Útvarp kl. 17.30 Helgir menn og dýrlingar Sjóndeildarhringurinn cr á dagskrá Útvarpsins frá Akur- eyri kl. 17.20 í dag. Er þáttur- inn nú sem áður í umsjá Ólafs Torfasonar. - Við látum nú tunglið eiga sig að þessu sinni, sagði Ólafur, en í þess stað verður rætt um heíga menn og dýrð- linga og er viðeigandi nú að nýafstaðinni Allra heilagra messu, þann 1. nóv. Það er nú svo með dýrling- ana, að hver þeirra á sinn á- kveðna dag. Eg mun ræða um fjóra, hverra dagur er einmitt þessi sem nú er að líða, 16. nóv. Þvínæst vík ég að Þorláki helga, sem einn íslenskra dýr- linga hefur komist á dýrlinga- skrá og er. að því leyti þeirra frægastur. Svo er það heilög Barbara, sem var mjög vinsæl á íslandi. Er það vissulega at- hugandi að gera sér grein fyrir því hvert og þá hvaða hlut- verki kvendýrlingar hafa gegnt í réttindabaráttu kvenna. Kvendýrlingar voru nefnilega gjarnan konur, sem risu upp gegn ríkjandi á- standi. Er hugsanlegt að for- vígismenn kvennabaráttunnar hafi að einhverju leyti sótt sér fyrirmyndir þangað? Heilög Barbara var dýr- lingur námumanna og málm- bræðslumanna. Hún átti sér kapellu í Kapelluhrauninu við Hafnarfjörð, skammt þar frá, Ólafur Torfason sem álverið stendur. Kannski heilög Barbara líti til með málmbræðslumönnunum þar? - Kristján heitinn Eld- járn gróf í Kapelluhraunið ár- ið 1950 og fann þar smá- líkneskju af heilagri Barböru. Eftir henni hefur verið gerð stærri stytta. - mhg Útvarp kl 23.15 Barna- bók- menntir í kjölnum - Þú ert nú heldur snemma á ferð, sagði Dágný Kristjáns- dóttir,' þegar við spurðum hana um hvað hún fjallaði í þætti sínum „Oní kjölinn", sem er á dagskrá Útvarpsins kl. 23.15 í kvöld. - Ég get að vísu sagt þér það, að fjallað verður um barnabókmenntir og nemend- ur mínir í Háskólanum vinna með mér að gerð þáttarins. Öllu meira er ekki hægt að segja nú, því að enn er þáttur- inn að mestu ómótaður. En hvað um það, viðfangs- efni Dagnýjar verður barna- bókmenntir. - hhg frá lesendum Fannst brauðið hvergi? P.S. skrifar: Og nú ætlar Davíð okkar blessaður að fara að lækka á okkur fasteignagjöldin. Ekki skortir þann mann hugul- semina við fátæklingana. Davíð segist vera að efna kosningaloforð. Jú, mikið rétt. Og aldrei er það nema fallegt. En fyrir kosningarnar sagði Davíð okkur líka að ekkert væri auðveldara en að lækka fasteignaskatta án þess að það komi nokkursstaðar niður nema á einhverju óskil- greindu bruðli í borgarkerf- inu. Þóttu það góðar fréttir, en sumir drógu þó nokkuð í efa áreiðanleik þeirra. Og nú hefur það gerst, að Davíð „konungur" boðar niðurskurð framkvæmda svo að hægt sé að standa við kosn- ingaloforðið. Hvað hefur gerst? Fannst ekki bruðlið í borgarkerfinu? Eða var að minna en Davíð reiknaði méð, svo að niðurskurður á því nægir ekki? Eða á það kannski bara að halda áfram? Eða reyndist eftir allt saman rétt, sem andstæðingar Dav- íðs héldu fram í kosninga- baráttunni, að fasteignagjöld yrðu ekki lækkuð að því marki, sem um var talað, án þess að það kæmi niður á nauðsynlegum og aðkallandi framkvæmdum í borginni?

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.