Þjóðviljinn - 16.11.1982, Síða 16
DJOÐV/Um
Þriðjudagur 16. nóvember 1982
ASalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Aðalsími Kvöidsími Helgarsími afgreiðslu 81663
Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348
Framsóknarþingið:
Stefnan
tapaðlst
Uppákoma varð á 18. flokks
þingi Framsóknarmanna síðdegis
í gær, þegar t Ijós kom að drög að
stjórnmálaályktun þingsins höfðu
tapast á leiðinni frá flokksskrifstof
unni við Rauðarárstíg að Hótel
Sögu.
Framkvæmdastjóri, ráðherrar,
starfsmenn þingsins og aðrir þing-
fulltrúar hófu víðtæka leit í þing-
salnum, undir borðum og stólum
en allt kom fyrir ekki.
Formaður flokksins lýsti því þá
yfir að prenta yrði drögin upp
aftur, þetta væri allt í lagi, stefnan
hefði ekki tápast því hann væri með
hana á hreinu í kollinum.
-•g-
Framsóknarmenn ræddu þjóðmálin og stjórnmálin á 18. þingi flokksins um helgina og létu sér í léttu rúmi
liggja þótt stefnan hefði tapast um tíma. Þeir voru þó alltént í Bændahöllinni. Mynd - eik.
Ráðstefna um friðar-
og afvopnunarmál
Efnahags-
lögsagan
verði friðuð
Á ráðstefnu um friðar- og af-
vopnunarmál sem haldin vár á Hó-
tel Loftleiðum sl. laugardag var
einróma samþykkt að heita á ríkis-
stjórn og Alþingi að beita sér fyrir
að kjarnórkuvopn verði aldrei
leyfð á íslandi, að Álandseyjar,
Danmörk, Finnland, Færeyjar,
Grænland, ísland, Noregur og Sví-
þjóð verði lýst kjarnorkuvopna-
laust svæði, sem njóti alþjóðlegrar
viðurkenningar, og að íslensk efna-
hagslögsaga verði friðuð fyrir
kjarnorkuvopnum, umferð kjarn-
orkuknúinna skipa og losun kjarn-
orkuúrgangs.
- ekh
Löndunarbið og sfld
in ígúanó
Afli tveggja báta í Vestmannaeyjum
fór í gúanó í gær
Afli tveggja reknetabáta fór í gú-
anó í Vestmannaeyjum í gær. Þess-
ir bátar komu að landi á fimmtu-
daginn var, en fengu ekki löndun
fyrr en í mánudag, og þá var síldin
orðin ónothæf til annars en
bræðslu. Þjóðviljinn hefur öruggar
hcimildir fyrir því að víðar hafi
orðið að setja síld í bræðslu vegna
þess að ekki var hægt að taka við
henni, þegar bátarnir komu að
landi, en hér er um að ræða síld
sem fara á í frystingu eða flökun,
þar sem söltun er fyrir nokkru
hætt.
Helsta síldarveiðisvæðið er út af
Austfjörðum, en síðan sigla bát-
arnir með hana til Faxaflóahafna
og allt vestur á Snæfellsnes og til
Norðurlandshafna. Þegar til þess-
ara hafna kemur er síldin orðin 2ja
til 3ja sólarhringa gömul og þar
sem ekki er skylda að ísa hana í
kassa geta menn ímyndað sér
hvernig hún lítur út eftir að hafa
velst í lestum skipanna.
Markús Guðmundsson, hjá
veiðieftirliti sj ávarútvegsráðuney t-
isins sagði að það væri svolítið
gloppótt hjá síldveiðibátunum,
þegar svo langt væri siglt með farm-
inn. Hann sagði ennfremur að ein-
ungis þrír bátar ísuðu sfld í kassa.
Nokkrir ísa í bala eða trog, en al-
gengast væri að bátarnir flyttu sfld-
ina bara í lestum. Hann sagði enn-
fremur að hann vissi af tveimur
sfldarförmum, sem fóru í bræðslu,
vegna þess að of mikil áta var í
sfldinni og hún því ónothæf þegar
að landi kom.
Hér er greinilega brotalöm í
kerfinu, þar sem bannað er að
veiða sfld í bræðslu og greinilegt að
taka þarf upp stjórnun á löndun,
líkt og gert var á loðnuveiðunum,
því löndunarbið getur eyðilagt
heilu skipsfarmana.
- S.dór
Lokaumferð Olympíuskákmótsius í Sviss:
íslensku sveitirnar
sigruðu báðar í gær
Lokaumferð Ólympíumótsins í skák var tefld í gær og gekk vel hjá acker. í allt hlaut sveitin 30.5 vinn-
íslensku sveitunum. Karlasveitin sigraði Belgíumenn og kvenna- inga af 56 mögulegum og hafnar í
sveitin sigraði Sviss-B sveit 2:1. kringum 20. sæti en það var óljóst í
gær vegna biðskáka. Útkoma ís-
Guðmundur Sigurjónsson sigr- ize, Helgi og Bonuycker gerðu lensku skákmannanna er þessi:
aði Weemaez, Jón L. sigraði Def- jafntefli og Margeir sigraði Schum- Guðmundur hlaut 4 vinninga af 9,
Jón L. 7 af 11, Margeir 8 af 12,
Helgi 572 af 10 og Ingi R. 'h af 3.
Eins og áður hefur komið fram
sigruðu Sovétmenn bæði í karla og
kvennaflokki. í karlaflokki hlutu
þeir 42 vinning og áttu í gær eina
biðskák. Bandaríkjamenn og
Tékkar berjast um 2. sætið, Tékkar
hafa 3572 vinning og 1 biðskák en
Bandríkjamenn 34 og 2 biðskákir.
íslenska kvennasveitin hlaut 21
vinning af 42 mögulegum, en óljóst
var í hvaða sæti þær lenda vegna
biðskáka. Sovéska sveitin sigraði,
hlaut 31 vinning^ átti 2 biðskákir.
hól/S.dór
Forsætisráðherra undrandi á viðræðuslitunum
Veðrabrigði í
Alþýðuflokknum
en ekki í viðrœðunum sjálfum
- Mér hefur ekki borist nein
formleg tilkynning um viðræðu-
slit af hálfu Alþýðuflokksins,
aðeins heyrt um þau í fjölmiðlum,
sagði Gunnar Thoroddsen for-
sætisráðherra í samtali við blaðið
í gær. Ég vil sjá það svart á hvítu
áður en ég trúi því að Alþýðu-
flokkurinn hafi slitið viðræðun-
um. Fari svo að það sé staðreynd
hefur þó enginn vábrestur orðið.
Mitt viðhorf er óbreytt og við
munum reyna allar leiðir til þess
að koma brýnustu málum þings
og þjóðar í höfn.
Forsætisráðherra var spurður
hvort ríkisstjórnin hefði verið bú-
in að fallast á skilyrði Alþýðu-
flokksins, sem samþykkt voru á
flokksþingi hans, fyrir áfram-
haldandi viðræðum.
- Bráðabirgðalögin voru lögð
fram s.l. miðvikudag, degi eftir
að Alþýðuflokkurinn hafði sett
fram skilyrði þar um. Stjórnar-
skrárnefnd hraðar störfum eftir
mætti og er að ganga frá greinar-
gerðum til þingflokkanna.
Varðandi kjördag eru uppi á-
kaflega mörg álitamál sem þarf
að skoða áður en hann verður ná-
kvæmlega dagsettur. Ég hafði
gert ráð fyrir að um þau mál yrði
rætt sérstaklega. Af þeim fundi
gat ekki orðið fyrr en nú eftir
helgina m.a. vegna fjarveru fé-
lagsmálaráðherra sem sótt hefur
norræna ráðherrafundi. Kjartan
Jóhannsson hreyfði engum mót-
mælum við því að svona yrði.stað-
ið að málum og mér er kunnugt
um að Svavar Gestsson átti von á
því að viðræðum yrði haldið
áfram eftir helgina að loknu sam-
taii við formann Alþýðuflokksins
í s.l. viku. Hér hafa því orðið ein-
hver veðrabrigði í Alþýðuflokkn-
um en ekki í viðræðunum
sjálfum.
Aðspurður um framvindu
næstu vikna kvaðst forsætisráð-
herra ávallt hafa gert ráð fyrir því
að eftir að bráðabirgðalögin
kæmu frá efri deild upp úr næstu
mánaðamótum, þegar öll helstu
ákvæði þeirra væru i raun komin
til framkvæmda, myndu viðhorf-
in breytast og kyrrast. „Ég geri
ekki ráð fyrir að bráðabirgðalög-
in verði felld á þingi síðar í vetur
komi þau til framkvæmda 1. des-
ember og býst við að mál komist
meira á lygnan sjó þegar þar að
kemur.“
-ekh
Fargjöld SVR:
22% hækkun
Verðlagsráð samþykkti í gær
22% hækkun á fargjöldum Stætis-
vagna Reykjavíkur, en ráðið felldi
í síðustu viku beiðni um 40%
hækkun á fargjöldunum. Borgar-
ráð fjallar um þessa ákvörðun á
fundi sínum í dag en ekki er búist
við einhliða hækkun fargjaldanna
eftir þessa ákvörðun.
Gunnar Thoroddsen
f orsætisráðherra:
Tekur ekld þátt
í prófkjörmu
Gunnar Thoroddsen forsætis-
ráðherra hefur neitað að taka þátt í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, en það á að fara fram
28. og 29. nóvember n.k.
í bréfi sem hann ritaði formanni
kjörnefndar sl. laugardag lýsir
hann þeirri skoðun á þrengdum
prófkjörsreglum, að þær séu „einn
liður af mörgum til að þrengja val-
frelsi, lýðræði og auka fámennis-
veldi og flokksræði. Ég er andvígur
slíkum vinnubrögðum, tel þau
andstæð hugsjónum sjálfstæðis-
stefnunnar og flokknum skaðleg,“
segir í bréfinu. „Ég munekki ver$a
í framboði í prófkjöri sem þannig
er til stofnað."
Er Alþýðuflokk-
urinn að kiofna?
Vilmundur sér á báti
Það er auðvitað heljarmikill
missir fyrir flokkinn ef Vilmundur
yfirgefur hann, en hann er nú ekki
farinn úr honum ennþá svo ég vil
engu spá um framhaldið, sagði
Bjarni P. Magnússon, formaður
framkvæmdastjórnar Alþýðu-
flokksins í gær.
Um helgina varð endanlega ljóst
að VilmundUr ætlar ekki að taka
þátt í prófkjöri Alþýðuflokksins.
Hugðist hann halda blaðamanna-
fund í gær ásamt stuðningsmönn-
um sínum en honum var frestað á
síðustu stundu. Vilmundur hefur
ekki staðfest fregnir um að hann
hyggist fara í framboð á eigin
vegum.
-ÁI