Þjóðviljinn - 24.11.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.11.1982, Blaðsíða 2
2 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. nóvember 1982 Sturtur við Jórdaná Kristnir feröamenn sem heim- sóttu Landið helga í sumar, sáu aö búið er að byggja aðstöðu fyrir skírendur og skírnþega við Jórdan á þeim stað sem talið er að Jesús hafi látið skírast niðurdýfingar- skírn. Það er ferðamálaráðu- neyti ísraels og kirkja ein í Kalif- orníu sem að þessum fram- kvæmdum stóðu. Byggðir voru búningsklefar, steypiböð og sal- erni. Verslun selur minjagripi og hvíta skírnarsloppa, sem skírn- þegar klæðast og geta síðan átt til minja um athöfnina. Á sloppun- um stendur „Yardenit", það út- leggst vera hebreskt heiti ár- innar. Hver er þetta? Þessi mynd hér að ofan er talin vera sjálfsmynd af Jónasi Hall- grímssyni. Hún var teiknuð á spássíu í einu af ljóðahandritum hans ásamt fleiri slíkum teikningum. Myndin var fyrst prentuð í út- gáfu Hannesar Péturssonar á ljóðum Jónasar „Kvæðafylgsni“. Blökkumenn trúfastir Umfangsmikii könnun Gallup- stofnunarinnar gaf þá niðurstöðu að. blökkumenn eru trúaðastir allra þjóðfélagshópa í Bandaríkj- unum. Aðeins 11% þeirra, sögðust ekki vera trúaðir, og eng- inn kvaðst vera guðleysingi. Gætum tungunnar Sagt var: Hann réði þessu sjálfur. Rétt væri: Hann réð þessu sjálfur. Frá saltfiskverkun á Kirkjusandi á síðari hluta 19. aldar. Úr ritgerð Jónasar Hallgrímssonar „Um fiskverkun á íslandi“ í Fjölni 1845 OrS sem eiga við enn í dag „......þess vegna stendur það á mjög miklu, að fiskur fslendinga fái svo gott álit að hann verði ekki smátt og smátt öldungis út undan, eftir því sem meiri fiskur verður hafður á boðstólum. En hætt er samt við að svo illa kunni Stærsta loðnu- kastið? Norska loðnuveiðiskipið „Flömann“ fékk í byrjun sept. sl. rúmlega 2.400 tonna kast í Bar- entshafi og halda Norðmenn því fram að þetta sé stærsta kast sem fcngist hefur af loðnu í heiminum fram til þessa, að því er segir í tímaritinu Ægi. Með þessu risakasti fyllti „Flömann" þrjú önnur loðnu- veiðiskip. Skipstjórinn þakkar það nýrri nót með sexeggja möskvun að kastið náðist þar til að takast; því ég hefi oftar en einu sinni séð íslenskan fisk svo illa verkaðan, að enginn maður vildi eiga hann, eða þá varla fyrir hálfvirði; oft hefi ég líka heyrt kaupmenn kvarta yfir fiskverk- uninni, og ekki að orsakalausu, sem slíkar nætur séu allverulega sterkari en hinar hefðbundnu nætur sem fram til þessa hafa ver- iö notaðar og telur hann engan vafa leika á því að nót með fjög- og ekki er langt síðan menn sáu dæmi þess að fiskfarmar, er send- ir voru frá íslandi til Miðjarðar- hafsins, gengu ekki út, þar sem þó hjaltlenskur saltfiskur er kom- inn í svo mikið álit á Spáni, að hann flýgur þar jafnan út með hæsta verði, og Spánverjarnir sjálfir senda á hverju ári hér um bil 20 stórskip til Hj altlands, til að sækja þangað fisk og kaupa hann þar í höfnum heima. Það virðist því sem nóg sé til, sem draga mætti íslendinga til að leitast við að koma fiski sínum í gott álit; og allt er undir því komið að það geti orðið í tækan'tíma, því eftir því sem aflinn eykst annars staðar og aðdráttur til markaðanna, verður það ár frá ári örðugra, að koma upp aftur vöru, sem orðin er í litlum metum, og allra-torveldast verður það, þegar að því er kom- ið að afleiðingar þess óþokka, sem hún er komin í, eru orðnar almenningi berar og óþolandi...“ urra leggja möskvum hefði ekki ’ haldið þessum mikla afla. Nótin sem þetta mikla kast fék.kst í er 564 m. að lengd og 141.5 m. að dýpt. Vísindi á íslandi Færri deyja úr krans- æðarstíflu Fjöldi rannsókna sýnir, að kransæðastífla verður íslending- um búsettum á íslandi síður að fjörtjóni en öðrum þjóðum í Evr- ópu og Norður-Ameríku. Árið 1975 var dánartala íslendinga af völdum þessa sjúkdóms allt að því 40% Iægri en Bandaríkja- manna. Nýlegur samanburður á dánartölum frá íslendinga- byggðum í Manitoba og frá ís- landi sýnir að tíðni dauðsfalla af völdum kransæðasjúkdóma er allt að því helmingi hærri í byggð- um íslendinga í Kanada. Slökkvi- dæla og vatnsker Þótt vöxtur Reykjavíkur væri hægur framaf árum hélt bærinn þó alltaf áfram að stækka. En öll voru hús þar lengi vel óvátryggð fyrir eldsvoða. Krieger stiptamtmaður taldi að svo mætti ekki til ganga. Ritaði hans því rentukammerinu árið 1833 og fór fram á að ákvæði um brunamál og vátryggingu húsa í tilskipun frá 6. apríl 1832 „um brunamál hinna dönsku kaupstaða“ yrðu einnig látin gilda fyrir Reykjavík. Kansellíið saltaði málið á þeim forsendum að upplýsingar vantaði um stærð húsa og verðmæti í Reykjavík- urkaupstað. Við það sat næstu fjögur ár. Þá þóknaðist kansel- líinu fyrst að svara bréfi stiptamt- manns með ósk um að hann afli upplýsinga um þessi atriði. I framhaldi af þessu samþykkti svo borgarafundur í Reykjavík að keypt yrði ný slökkvidæla og vatnsker, sem tengt yrði dælunni. - mhg Fiskveiðar aukastí heirainum Samkvæmt bráðabirgðatölum sem FAO, Alþjóða matvælastofn- unin hefur tekið saman, hafa fisk- veiðar í heiminum aukist um 2% milli áranna 1980 og 1981, eða úr 72,2 milj. tonnum ■ 73,7 milj. tonn. Mest var aukningin í Suður Ameríku eða 6% og í Asíu 2.5% Þessar upplýsingar koma fram í nýjasta hefti Ægis. Þar segir einnig að heimsverslun með fisk hafi aukist um 3.6% milli sömu ára. Þróunarlöndin hafi aukið út- flutning sinn um 5.7% en þróuðu löndin aðeins um 2.2%. Stærstu innflytjendur á fiskaf- urðum eru sem fyrr. Japanir, sem fluttu inn á sl. ári fyrir 3.6 milj- arða Bandaríkjadala sem er 14.4% meira virði en þeir fluttu inn árið á undan. Bandaríkin flytja næst mest inn eða fyrir 3 miljarða dala og hefur innflutn- ingur hjá þeim aukist um 14% Mest var þó aukningin milli ára á innflutningi hjá Austurlöndum næreða 23.3% og 18.6% hjá Afr- íkuríkjum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.