Þjóðviljinn - 24.11.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.11.1982, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 24. nóvember 1982 ÞJóÐVILJINN — StÐA 3 Franska kvikmyndavikan: Nokkrir aðstandendur ráðstefnu Lífs og Lands, ræðumenn og stjórnendur. Fremstir á myndinni eru þeir Heigi Helgason og Sigurður Blöndal. Ljósm.: -eik. Samtökin Líf og Land munu standa fyrir sinni áttundu ráðstefnu frá stofnun samtakanna fyrir fjórum árum. Yfirskrift ráðstefnunnar er Maður og Vísindi og stendur hún í tvo daga laugar- daginn 27. nóvember og sunnudag- inn 28. nóvember. Þar munu sam- tals 21 ræðumaður flytja erindi um hin aðskiljanlegustu efni sem falla undir heiti ráðstefnunnar. Fundar- stjórar verða þrír, Helgi Helgason, Björg Eianrsdóttir og Júlíus Sólnes. Samhliða ráðstefnunni munu nokkur stórfyrirtæki á íslenskan Framlengd um nokkra daga Vegna þeirra fjölmörgu áhorfenda sem ekki gátu séð allar myndirnar á 7du Frönsku kvikmyndavikunni í Reykja- vík, hefur Menningardeild sendiráðsins ákveðið að fram- lengja kvikmyndahátíðina um nokkra daga í einum sala Regn- bogans. Þær fjórar myndir sem vinsælastar voru á kvikmynda- vikunni verða því sýndar áfram í þessari viku (í C-sal eða D-sal Regnbogans). Þær myndir sem hér er um að ræða eru: „Stór- söngkonan" (Diva), „Hreinsunin" (Coup de Tor- chon), „Moliere" og „Surtur" (Anthracite). Til að fá nánari upplýsingar vinsamlegast hringið í síma 17621 eða 17622 og biðjið um Menningar- deildina. Maður og vtsfndi er yfirskriftin en ráðstefnan fer fram að Kjarvalsstöðum um næstu helgi mælikvarða sýna ýmsan búnað, gamlan og nýjan á sviði flugtækni, tölvuvæðingar, símatækni og skip- akosti. Þetta eru Flugleiðir, IBM fyrirtækið á íslandi, Eimskipafélag íslands og Póstur og Sími. Þeir sem flytja erindi á ráðstefnunni eru eftirtaldir: Jón Óttar Ragnarsson, Sturla Friðriksson, Björn Sigfús- son, Sveinbjörn Björnsson, Ingi Sigurðsson, Þórólfur Þórlindsson, Olafur Björnsson, Jón Steffensen, Vilhjálmur Lúðvíksson, Guð- mundur Magnússon, Þorsteinn Vilhjálmsson, Guðmundur Einars- son, Einar K. Guðfinnsson, Gunn- ar Kristjánsson, Sigurður Blöndal, Jóhann Már Maríusson, Björn Da- gbjartsson, Björn Sigurbjörnsson, Gylfi Einarsson Ágúst Valfells, Magnús Magnússon, Margrét Guðnadóttir, Páll Theodórsson, Jónas Haralz, Sigmundur Guðbjarnason og Kristinn Ragn- arsson. Að vanda verða erindin gefin út á bók. Ráðstefnan hefst að Kjarvals- stöðum kl. 10 á laugardagsmorgni og stendur til kl. 17 með matar- og kaffihléum. Á sunnudeginum hefst ráðstefnan kl. 13 og stendur sleitu- laust allt til loka sem verða um kl. 18. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis. -hól. Jean-Paul Sartre Frönsk leiksýning í Tónabæ í kvöld Leikhópur frá París, kenndur við Claude Beauclair, sýnir í kvöld kl. 20.30 leikrit Jean-Paul Sartre, Huis-Clos eða Luktar dyr - sem fjallar um erfiðleika mannlegra tjáskipta: „helvíti það eru hinir". Sýningin fer fram í sal Tóna- bæjar, Skaftahlíð 24 og eru aðgöngumiðar seldir við inn- ganginn. Alliance Francaise gengst fyrir þessum gestaleik. Úrdráttur úr leikritinu verður fenginn hverjum þeim sem þess æskir. Flokksráð Alþýðubandalagsins: Efnahagslögsagan veröi fríðlýst Efnt til ráðstefnu um umhverfismál „Það er ótvíræð skylda opinberra aðila að tryggja skynsamlega nýtingu auðlinda og verndun þeirra lífsgæða sem felast í óspilltri náttúru landsins og sjávarins umhverfis það,“ segir m.a. í ályktun flokksráðsfundar Al- þýðubandalagsins um umhverflsmál. ,Jafnframt ber opinberum aðilum að tryggja óheftan umgengnisrétt um landið og hafa frumkvæði að bættri umgengni við það. Hér þarf að koma til stóraukin fræðsla um náttúru landsins og umhverflsmái á öllum stigum skólakerfisins og með almennri útgáfustarfsemi.“ Á flokksráðsfundinum var á- kveðið að efna til ráðstefnu á veg- um Alþýðubandalagsins um umhverfis- og skipulagsmál. Verð- ur ráðstefnan haldin í Reykjavík fyrstu helgina í desember. Fundur- inn hvatti til þess að frumvarp til laga um stjórnun umhverfismála verði lagt fyrir alþingi nú þegar en áréttaði „að Álþýðubandalagið lítur svo á að með frumvarpinu sé aðeins um að ræða fyrsta áfanga í allsherjar endurskoðun á löggjöf um umhverfismál og framkvæmd þeirra mála.“ Þá var hvatt til endurskoðunar á núgildandi skipu- lagslögum og þess að mörkuð verði heildstæð landnýtingarstefna. Flokksráðsfundurinn ítrekaði samþykktir landsfundar 1980 um atvinnuþróun og umhverfismál, m.a. að atvinnuþróun í landinu byggist á grundvelli skynsamlegrar auðlindanýtingar, - að forræði landsmanna yfir auðlindum lands og sjávar verði tryggt og erlendri stóriðju hafnað, - að gerðar verði áætlanir og skipulag varðandi nýt- Ný þjónusta í Þjóðviljanum: Flóa- markaður! Á hverjum fimmtudegi birt- ist í Þjóðviljanum dálkur undir heitinu Flóamarkaður, þar sém lesendum gefst kostur á að auglýsa sér að kostnaðar- lausu og birta allar tilky nning- ar um hvaðeina sem þá lystir. Þurfirðu að kaupa eða selja, hafirðu fundið eða týnt, þá er Flóamarkaðurinn rétti vet- tvangurinn. Viðskiptaaðilar geta einnig fengið inni í Flóamarkaðin- um, en fyrir þá er tekið 100 kr. gjald. Hringið í síma 81333. Augiýsingarnar þurfa að hafa borist f.h. á miðvikudag. ingu lands, orkulinda og auðlinda hafs og hafsbotns og þar tekið mið af rannsóknum og umhverfisvernd og að sameinaðir verði í einu ráðu- neyti helstu málaflokkar sem varða umhverfismál. Þá varaði flokksráðsfundurinn við þeirri hættu sem búsetu í landinu stafar af síauknum vígbún- aði í hafinu umhverfis landið og krafðist þess að efnahagslögsagan verði friðuð fyrir kjarn- orkuvopnum, umferð kjarnorku- knúinna skipa og losun kjarnorku- úrgangs. I ályktuninni er varað við því að íslensk stjórnvöld mótmæli banni við hvalveiðum og störf hringormanefndar eru átalin. Um það segir: „Ákvarðanir um veiði hvala og sela mega ekki vera í höndum beinna hagsmunaaðila í sjávarútvegi heldur verða þær að byggjast á niðurstöðum ítarlegra rannsókna sem miða að því að kanna raunverulegt ástand við- komandi stofna. Skammsýni í þess- um efnum getur leitt til útrýmingar éinstakra tegunda, auk þess sem hún skaðar markaðsaðstöðu og álit íslendinga meðal þjóða heimsins." Ennfremur er fjallað um aukna umferð ferðamanna um hálendið og varað við því að það verði á- troðningi og sölumennsku að bráð. „Aukin ferðalög um hálendið kalla á stóraukið eftirlit og markvissar aðgerðir til að hlífa hinu viðkvæma lífríki þess og einstæðum náttúru- minjum. í hverjum ferðamanna- hópi þarf að vera íslenskur leiðsög- umaður sem hefur til þess menntun og vald að leiðbeina mönnum og varna átroðningi á viðkvæmustu og vinsælustu ferðamannastöðum há- lendisins," segir þar. - AI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.