Þjóðviljinn - 24.11.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.11.1982, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. nóvember 1982 Aöalfundur Samtaka grásleppu- hrognaframleiöenda verður haldinn sunnudaginn 5. desember 1982 kl. 14.00 í Félagsheimilinu Selfjarnar- nesi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarmál 2. Önnur mál Stjórnin Laus staða tull Fjármálaráðuneytið, fjárlága- og hagsýslu- stofnun óskar að ráða háskólamenntaðan fulltrúa til starfa við hagsýslustörf. Umsóknir sendist til fjármálaráðuneytisins, fjárlaga- og hagsýslustofnunar, Arnarhvoli, fyrir 5. desember n.k. Fjármálaráðuneytið, fjáriaga- og hagsýslustofnun 23. nóvember 1982. Blaöberar óskast Bárugata • Bræðraborgarstígur Öldugata • Túngata Skaftahlíð-Langahlíð Sörlaskjól DIOÐVIUINN sími 81333 Þýska bókasafnið Goethe-lnstitut Svissneski rithöfundurinn GEROLD SPÁTH les úr verkum sínum fimmtudaginn 25. 11. 1982, kl. 20.30 í stofu 102, Lögbergi Allir velkomnir FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR «i| Vonarstræti 4 - Sími 25500 Lausar stöður Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar við áfangastað fyrir konur sem átt hafa við á- fengisvandamál að stríða: Staða forstöðumanns, félagsráðgjafamennt- un og starfsreynsla áskilin. Starf iðjuþjálfa, sem einnig á að sinna öðrum áfangastöðum stofnunarinnar. Upplýsingar veitir yfirmaður fjölskyldudeildar . og áfengisfulltrúi í síma 25500. Umsóknarfrestur er til 10. desember n.k. Bróðir okkar, Kristinn Árnason frá Bakkastíg 7, lést 22. nóvember s.l. Guðrún, Stefanía, Margrét og Áslaug Árnadætur Áttræður i dag. Sigurður Rósmundsson Áttræður er í dag Sigurður Rósmundsson, Þrastagötu 3, hér í borg. Sigurður er Strandamaður að ætt og uppruna. Hann stundaði öll al- geng störf til sjávar og sveita eins og algengt var um menn hans kyn- slóðar. Sigurður er sérstæður um margt. Hann er hagyrðingur góður - í hon- um á ferskeytlan sér góðan liðsmann. Ekki er að efa að margir munu minnast hans á þessum merku tímamótum í ævi hans, ekki síst þeír sem stundum hafa orðið vegvilltir á berangri lífsins, því hj artahlýj a hans og hj álpsemi brást aídrei. Það er því heldur ekki neitt undrunarefni, að Sigurður er heill og óskiptur sósíalisti. Lifðu heill, Sigurður, og megi þér auðnast að lifa friðsælt ævi- kvöld. -Á.V. Ritsafn Nýtt stúdentablað: Þorgils gjallanda Skuggsjá hefur byrjað útgáfu þriggja binda ritsafns Þorgils gjall- anda. Þorgils gjallandi er skáld- nafn Jóns Stefánssonar, þingeysks bónda, sem var skilgetið afkvæmi þeirrar merkilegu menningar- og félagsmálabyltingar sem yfir Þing- eyinga gekk á seinni hluta síðustu aldar. Sögur hans, segir í kynningu, voru framlag hans til þeirrar hug- sjónar, að hamingja manna og dýra væri innan seilingar ef um- hverfi þeirra væri bætt. Jóhanna Hauksdóttir og Þórður Helgason hafa annast útgáfuna og Þórður ritar langa ritgerð með fyrsta bindi um ritferil Þorgils, stíl- einkenni og viðtökur samtíma- manna. Bindið geymir dýrasögur. greinar og erindi. Ritgerðlr Benedikts Gröndal Út er komið hjá Skuggsjá annað bindi rita Benedikt Gröndals, sem forlagið hóf útgáfu á s.l. ár. Gils Guðmundsson annast þessa Gröndals-útgáfu fyrir forlagið. í þessu öðru bindi er Gröndalsminn- ing, ritgerð um skáldið eftir Huldu skáldkonu, auk ritgerða-og bréfa Gröndals og skýringa og athuga- semda Gils Guðmundssonar. Ritgerðir Gröndals og blaða- greinar eru valdar á þann veg, að þær gefi sem gleggsta hugmynd um bókmenntir og stjórnmál, og einn- Reiðhjól blinda mannsins Súrrealistahópurinn Medúsa hefur gefið út bókina „Reiðhjól blinda mannsins" eftir Sjón en þetta er hans fimmta bók. Fyrri bækur eru t.d. „Hvernig elskar maður hendur" (í samvinnu við Matthías Magnússon) og „Birg- itta.“ „Reiðhjól blinda mannsins" hef- ur 29 ljóð á bögglaberanum og þrjár myndir eftir enska súrreal- istann Tony Pusey. Inngangsljóð ig eru hér alþýðlegar fræðigreinar. Þá eru bréfin ekki síður skemmtileg, mörg hver full af fjöri og gáska. bókarinnar er eftir Matthías Magn- ússon en kápumynd gerði Alfreð Flóki. Bókin er 40 síður, prentuð með rauðu og svörtu á gráan pappír í Letri. 10. helti Æskunnar komið Sæmundur, málgagn Síne Samband af Fjölni og Iceland Review Út er komið fyrsta tölublað Sæ- mundar, málgagns Sambands ís- lenskra námsmanna erlendis, SÍNE. Ritstjóri er Þröstur Haralds- son og er áætlað að í vetur komi fjögur tölublöð til viðbótar, 16 síð- ur hvert. Með útgáfu Sæmundar er lokið samstarfi SÍNE og Stúdentaráðs Háskólans um útgáfu Stúdenta- blaðsins en gamla Síne-blaðið og Stúdentablaðið runnu saman í eitt á árinu 1980. Eftir að hægri menn tóku við stjórn SHÍ og þar með Stúdentablaðsins 1981 ákváðu þeir að aðskilja efni frá SÍNE og SHÍ á síðum blaðsins, og niðurstaðan varð í raun tvö blöð sem fátt áttu sameiginlegt. í sumar var samning- urinn um útgáfu Stúdentablaðsins endurskoðaður Og lögðu SÍNE- menn upp með það vegarnesti vor- fundar að stefnt skyldi að sam- eiginlegri útgáfu á vegum SHÍ, SlNE og BISN, (bandalags sér- skólanema), en undirtektir við þá hugmynd voru dræmar. Að lokum fóru samningaviðræður út um þúf- ur og Sæmundur sá dagsins ljós. í grein sem Mörðúr Árnason for- maður Síne ritar í hið nýja blað segir hann m.a.: „Síne þarf að eiga sér sendiboða. Samtökin eru senni- lega víðlendasti félagsskapur frónskur, raunar viðlendari en nokkurt heimsveldi, spannar frá Lima til Tromsö, frá San Fransisco til Peking og til að tengja allt þetta fólk er ekki nóg að hafa skrifstofu með síma.“ í grein Marðar kemur ennfremur fram að Sæmundi er ætlað að treysta innviði Síne, virkja félaga og koma á traustu sambandi milli deilda og við stjórnina í Reykjavík. Einnig á Sæmundur að vera vopn í hagsmunabaráttu námsmanna, bera fréttir af íslandi og vera vettvangur umræðna um það sem kemur námsmönnum við í víðum skilningi. „Draumurinn er sumsé einhvers konar samsteypa af Fjölni og Iceland Review.“! í þessu tölublaði er m.a. fjallað um fjárlagafrumvarpið og framlög til Lín, sagt frá Landsstefnu sam- taka herstöðvaandstæðinga, kvennaathvarfi í, Reykjavík og nýrri reglugerð fyrir lánasjóðinn. Ennfremur eru í blaðinu viðtöl við Lárus H. Grímsson og Þorstein Vilhjálmsson auk styttri frétta- klausa. Meðal efnis 10. heftisins er eftir- farandi: Viðtal við Árna Einarsson, formann ísl. ungtemplara. Eva Lilja Sigþórsdóttir segir frá hjól- reiðaferð, sem krakkar úr Selja- skóla fóru um nágrenni Reykjavík- ur í sumar. Gengið á reka, nefnist frásögn eftir Sigríði Eyþórsdóttur. Rætt er við Arnór Guðjohnsen, knattspyrnukappa. Grein er um Lögþingið í Færeyjum. Svo er það auðvitað Róbinson Krúsó, leiðbeiningar um að leggja kabal, frímerkjaþáttur, fjölskylduþáttur, bókmenntagagnrýni, um hljóm- plöturog auk þess aragrúi ýmiss konar frásagna og ævintýra. -mhg - AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.