Þjóðviljinn - 24.11.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.11.1982, Blaðsíða 16
DWÐVIIIINN Miðvikudagur 24. nóvember 1982 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382, 81482og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Flugleiðir h.f. snúast gegn lengingu orlofs: „Legði flug- og ferða- mannaþjóniistu í rúst! Flugleiðir hafa komist að þeirri niðurstöðu að ef frumvarp ríkisstjórn- arinnar um lengingu orlofs nær fram að ganga, hafi það í för með sér 15.5% hækkun launakostnaðar fyrirtækisins. Segja Flugleiðamenn að verði nú lögbundin hér á landi ákvæði sem hafa í för með sér lengingu orlofs og jafnframt verði fyrirtæki skyld að veita það á tiltölulega stuttu tímabili ársins, mundi það gera íslensk flugfélög ver í stakk búin til að mæta samkeppni frá erlendum félögum. í frétt frá Flugleiðum segir að lenging orlofsins eins og stjórnarfrum- varpið gerir ráð fyrir, þýði 16.154.000 króna kostnað á 1. ári vegna orlofslengingar 164 flugmanna og flugvélstjóra. Þyrfti af þeim sökum að ráða 19 flugliða til viðbótar. Viðbótarkostnaður félagsins vegna frum- varps Vilmundar og félaga um styttingu orlofstímabilsins um 17: mánuð hefði í för með sér viðbótarkostnað upp á 51.032.000 krónur á fyrsta ári og að þess vegna yrði að ráða 60 aukaflugliða. í lok bréfs sem Flugleiðir hafa sent Vinnuveitendasambandinu segir: „Ef ekki á að leggja innlenda flug- og ferðamannaþjónustu í rúst með vanhugsuðum aðgerðum verður að gera breytingar á umræddu lagafrum- varpi. Félagið treystir því að VSÍ komi þessum sjónarmiðum áframfæri og vinni að minnsta kosti að því að 1) heimilt verði að skipta orlofi og taka hluta þess utan orlofstímabilsins, slíkt verði fastbundið í lögum og 2) að einungis 4 laugardagar teljist sem viðbótarorlof og heimilt sé að veita þá utan orlofstímabilsins”. -v. Dag- og ferðapeningar fræðslustjórans á Vestfjörðum þykja háir: Rfldsendurskoðun sendi Ríkiscndurskoðun hefur gert at- hugasemd við rcikninga Fræðslu- skrifstofu Vestfjarða og hcfur farið þess á leit við Kannsóknarlögreglu rikisins að hún afli frekari upplýs- inga um málið. Þessi athugasemd Ríkisendurskoðunar kemur í beinu framhaldi af fjórðungsþingi á Suðureyri. Heildarútgjöld fræósluskrifstof- unnar, sem þá lágu fyrir, námu RLR málið tæplega 550 þús. króna þar af fóru 150 þús. í stofnkostnað. I frétt þann 18. nóvember síðastliðinn í Vestfirska fréttablaðinu, segir að sá partur rekstrarútgjalda sem snúi að dag- og ferðapeningum fræðslustjórans hafi vaxið mönnum í augum: „Af þeim tæp- um fjögur hundruð þúsund krón- um sem fara í rekstrargjöld fara um 160 þúsund í ferðakostnað og dag- peninga fræðslustjórans”, segir blaðið. Erla Jónsdóttir deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins hefur með málið að gera fyrir hönd emb- ættisins. Sagði hún í samtali við Þjóðviljann í gær, að málið væri að komast á lokastig að því er snerti RLR. Staðfesti hún að á léki grun- ur um fjárdrátt. Að öðru leyti vildi hún ekki láta neitt eftir sér hafa. Starsmenn í turni Hallgrímskirkju koma fyrir speglum, en þeir vörpuðu mynd og hljóði frá umræðum á Alþingi heim í stofur landsmana. Ljósm. eik. / I fyrsta sinn í gærkvöldi: Beint sjónvarp frá Alþingi í gærkvöldi var beint sjónvarp frá umræðum á Alþingi um tillögu Alþýðuflokksins um vantraust á ríkisstjórnina. Var þetta í fyrsta skipti sem sjónvarpað var beint frá alþingishúsinu. Fylkir Þórisson hjá Sjónvarpinu kvað stofnunina hafa keypt tækni- búnað frá danska sjónvarpinu sl. sumar, sem gerði beinar útsending- ar af þessu tagi mögulegar. Hefðu þessi tæki verið notuð við beina út- sendingu frá jarðarför dr. Kristjáns Eldjárns og einnig frá ýmsum íþróttaviðburðum. Starfsmenn byrjuðu strax í gær- morgun að koma fyrir speglum sem endurkasta mynd og hljóði eftir beinni sjónlínu frá sendingarstað til móttökustaðar. Var einum slík- um skerrni komið fyrir í þinghús- inu, tveimur uppi í klukknaporti Hallgrímskirkju og svo var mót- tökuskermi komið fyrir á þaki Sjónvarpshúsinu við Suðurlands- braut. Störfuðu urn 10 manns við þessa beinu sendingu frá Alþingi. - v. iRáðstefna um orkunotkun í fiskveiðum: JKramílan” mun hverfa með tilkomu olíueyðslumælanna í gær gekkst orkusparnaðar- nefnd fyrir ráðstefnu um orkunotk- un og orkusparnað í fiskveiðum. AIIs voru flutt 14 erindi um þetta mál á ráðstefnunni og öll hin fróð- legustu. Óhætt mun að fullyrða að erindin um olíueyðslumælana hafl vakið hvað mesta athygli, enda er þar um að ræða tæki sem hægt er að setja í öll skip og spara olíu- eyðslu um 10% til 30%, semer ekk- ert smáræði, þegar fullyrt er að olían sé orðin um 30% af út- gerðarkostnaði. í erindi Jóhanns Fannbergs verkfræðings urn olíueyðslu- mælana frá Tæknibúnaði kom fram m.a. að hin svo nefnda „dýra míla“ geti verið úr sögunni ef olíueyðslu- mælar eru notaðir. Nefndi hann sem dæmi könnun, sem fór fram um borð í togaranum Vigra RE að þegar hraðinn var minnkaður úr 13 hnútum í 11 hnúta minnkaði olíu- eyðslan úr 317 lítrum á klukku- stund í 220 lítra. Og þegar tonnið af svartolíu er komið í nærri 2700 krónur, þá er hér ekki um smápen- inga að ræða. Fyrir utan olíusparnað hefur komið í ljós með olíueyðslumælana séu þeir notaðir af skynsemi og forðast að keyra vélar skipanna á fullu álagi, minnkar viðhald þeirra og þær endast betur. Nefndi Jó- hannes sem dæmi skipið Vest- mannaey, sem brennir svartolíu, að áður en olíueyðslumælir kom í skipið þurfti að skipta um útblást- ursventla á 1500 klukkustunda fresti. Eftir að olíueyðslumælir var settur um borð var vélin keyrð á sömu ventlum í 3.000 klukkustund- ir. Þá voru þeir skoðaðir en það sá ekki á þeim og þeir settir í aftur. Mjög margt fleira fróðlegt kom fram á ráðstefnunni sem Þjóðvilj- inn mun gera grein fyrir síðar. -S.dór Happdrætti Þjóðviljans 1982: Gerið skil sem fyrst Dregið verður í happdrætti Þjóðviljans 1. desember næstkom andi, og eru þeir sem fengið hafa heimsenda iniða vinsamlega beðnir að gera skil hið fyrsta. Happdrætti Þjóðviljans hefur löngum verið ein af helstu undir- stöðunum fyrir útgáfu blaðsins, en nú stendur blaðið á tímamótum. Blaðaprent, þar sem Þjóðviljinn hefur verið settur og prentaður undanfarin ár hefur liðast í sundur og á fyrstu hæð Þjóðviljahússins, Síðumúla 6 hefur blaðið nú komið sér upp eigin aðstöðu til setningar og umbrots. Slíkt hefur vitaskuld mikinn kostnaðarauka í för með sér, þannig að nú er brýnna en oft áður að velunnarar blaðsins bregðist vel við happdrættinu. Gera má skil á afgreiðslu Þjóð- viljans, Síðumúla 6 og á Grettis- götu 3. Síminn er 17500 og 81333.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.