Þjóðviljinn - 24.11.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.11.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. nóvember 1982 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis Utgefandi: Útgáfufélag Pjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Álfheiður ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. GíslasonrÓlafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elíasson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síöumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaðaprent h.f. Hvaða frelsi? • Það hefur vakið nokkra athygli, að í stjórnmálaályktun flokksráðsfundar Alþýðubandalagsins er til þess hvatt, að hér verði teknar upp um sinn beinar eða óbeinar takmark- anir á innflutning til landsins. • Með þessari samþykkt er Alþýðubandalagið ekki að leggja til neitt allsherjar haftakerfi, þar sem sækja verði um sérstakt innflutningsleyfi fyrir hverju smáræði sem til landsins er flutt. Fjarri því. • En flokkurinn telur að við núverandi aðstæður séu vissar tímabundnar hömlur í þessum efnum nauðsyn- legar. • Á árunum 1980 og 1981 jókst almennur vöruinnflutn- ingur til Iandsins um samtals hvorki meira né minna en 22% að magni til og minnast þó fáir þess, að hér hafí verið einhver skortur á erlendum vörum á árinu 1979. Á fyrri hluti þessa árs jókst innflutningur á neysluvörum enn um 14% að magni til miðað við sama tíma í fyrra, og þótt eitthvað hafi dregið úr innflutningi á síðari hluta þessa árs þá nær það skammt í baráttunni .við þann ógnvænlega viðskiptahalla, sem við nú stöndum frammi fyrir. • Þjóðhagsstofnun spáir, að í ár verði hallinn á okkar utanríkisviðskiptum nær 3.200 miljónir króna; en það er um 10,5% af allri okkar þjóðarframleiðslu. I fyrra var hallinn um 5% af þjóðarframleiðslunni, og spáð er að á næsta ári verði hallinn á utanríkisviðskiptunum ekki minni en 6% af þjóðarframleiðslu. - Gangi þetta eftir, þá verður hallinn samtals þessi þrjú ár um 6.500 miljónir króna, eða um 112 þús. krónur á sérhverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. • Svona geta málin auðvitáð ekki gengið lengur. Trúlega eru allir sammála um það, að æskilegar væri að vinna bug á viðskiptahallanum með því að auka verðmæti okkar útflutningsframleiðslu, og sjálfsagt er að gera allt sem unnt er í þeim efnum. En við skulum samt vera raunsæ. Við íslendingar framleiðum fyrst og fremst matvæli og á tæplega tveimur árum, þá hefur kauphallarverð á matvæl- um og hrávörum til matvælaframleiðslu, fallið að jafnaði í markaðslöndunum um hvorki meira né minna en 38%, mælt í dollurum. Við höfum enn sloppið tiltölulega vel í þessum efnum, en þó hefur hrammur kreppunnar einnig náð til okkar og það í verulegum mæli. - Hér er reyndar vert að taka sérstaklega fram, að það eru ekki bara mat- væli, sem hafa fallið í verði, heldur er t.d. söluverð á álinu um það bil helmingi lægra en það var fyrir fáum árum. • Auðvitað gerir það enginn að gamni sínu, að setja meiri eða minni hömlur á innflutning til landsins, en hverju barni ætti hins vegar að vera ljóst, að til lengdar er ekki hægt að eyða meiri erlendum gjaldeyri heldur en við öflum. Ef gjaldeyristekjurnar dragast saman vegna minnkandi afla og markaðserfiðleika af völdum krepp- unnar, þá getum við ekki látið eins og ekkert sé, og haldið áfram að moka út gjaldeyri úr tæmdum sjóði. Þá verða menn að velja og hafna. • Að svo mikiu leyti, sem aukin útflutningsframleiðsla dugar ekki til að vinna bug á viðskiptahallanum, þá er aðeins um þrjár leiðir að ræða: • Sú fyrsta er erlend skuldasöfnun, sem fyrr en varir teflir efnahagslegu sjálfstæði okkar í hættu, og veltir byrðunum yfír á framtíðina. • Önnur leiðin er meiriháttar skerðing almenns kaupmáttar í landinu í því skyni að draga úr eftirspurn eftir erlendum vörum. • Þriðja leiðin er síðan sú að setja beinar eða óbeinar takmarkanir á vissa þætti innflutnings um skamman tíma, meðan verið er að ná jafnvægi í utanríkisviðskiptunum, og beina þannig neyslunni í meira mæli að innlendri framleiðslu. • Þeir sem heimta gjaldeyrissjóðinn upp á gátt, þótt hann sé þurrausinn eru í raun að krefjast meiriháttar kjara- skerðingar og erlendrar skuldasöfnunar. • Ákvæði í samningum við EFTA og við Efnahags- bandalagið banna að vísu allar hömlur á innflutning, en þau ákvæði geta ekki verið okkar æðsta boðorð, á hverju sem gengur. - k. klippt Svo mælir Svarthöföi Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Þýðingarmikið prófkjör f Reykjavík Siri)NIN(iSMi:.N\ GIT»MI'\DAK II. (iAKllAKSSO.VAK « vtmd IvilruáMi^ru ^ljómartiálla « i fliiig kr-Klni <>g kirkju fr-jálsl ulvinrritlif uðiltl uA vrslratiu vamursumslarfi jufnixlli • lifvyrismáluai frjúls fJwlaiAlun Nú er glatt í hverjum hól. Það er alltaf jafn skemmtilegt að lesa prófkjörsauglýsingar og horfa framan í þann einarða, glaðværa og jákvæða svip, sem þingmannsefnin láta fylgja örv- andi hvatningarorðum. Sá sem vill ungakonu á þing, hann kjósi Bessí. Þeir sem kunna að meta hugkvæmni, kjark og dugnað kjósa Elínu Pálmadóttur. Björg Einarsdóttir hefur sýnt það að hún á erindi á alþing. Guðmund- ur H. Garðarson kýs margbrotn- ari formúlu sér til trausts og halds: hann minnir á að hann sé sérstakur vinur bæði einkaút- varpsstöðva, Nató og kristin- dóms. Miðað við þá skrautlegu formúlu eru stuðningsmenn Jóns Magnússonar eins og hverjir aðrir dauðans hugsjónaleysingj- ar: þeir bara flenna út nafn Jóns og mynd og geta um kosninga- skrifstofuna. Frambjóðendur Svarthöfða Þegar val á forystumönnum og þingmannsefnum er á döfinni heyrist jafnan hljóð úr horni þar sem Svarthöfði er, Vísisson, og gerir hann jafnan sitt besta til að koma sínum mönnum að. Stund- um verður val hans að vísu hið undarlegasta og ber einhverja firnaþverstæðu í sjálfu sér. Til dæmis að taka hefur Svarthöfði til skamms tíma mælt ótt og títt með bæði Jóni Baldvin og Vil- mundi til metorða í Alþýðu- flokknum, en svoleiðis tilætlun- arsemi er víst nokkurnveginn jafn torveld í framkvæmd og að finna kvaðratrót hringsins. Eldur og vatn Meðmæli Svarthöfða í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins eru einnig hin fróðlegustu. Hann mælir nefnilega alveg sérstaklega með tveim þingmannsefnum, Ragnhildi Helgadóttur og Albert Guðmundssyni. Þessir kandídat- ar eiga það reyndar helst sam- eiginlegt, að hafa lagt hina mestu fæð hvor á annan, eins og marg- sinnis hefur komið fram. En Svarthöfði, sem er opinberlega utan flokka, tekur að sér það guðfræðilega hlutverk að sam- eina það sem manneskjurnar hafa sjálfar sundrað - hann er sá mildi og allstaðar nálægi faðir sem mun leiða börn sín á réttan veg. Ragnhildi vill hann í þingstól setja vegna þess að hún sé „sterk- ur og heilsteyptur einstaklingur sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda á erfiðleika- og umróts- tímum“. (Það eru víðar auglýs- ingar en þær sem borgáðar eru í Mogganum). Og Albert vill hann halda á þingi og það í virðulegu sæti á listanum til þess að forðast það, að Gunnarsmenn geti bent Albertsmönnum á að hlutur þeirra sé fyrir borð borinn og kannski fengið þá til liðs við sig á sérstökum aukalista Sjálfstæðis- manna, merktum DD. Svart- höfði ber ekki beinlínis í brjósti . þann kærleika til Alberts sem hann ber til Ragnhildar Helga- dóttur. En hann beinir til Sjálf- stæðismanna svipuðum tilmælum og þeim sem Ketill skrækur hefur uppi í Skugga-Sveini: Ekki espa ólukku manninn! Óheppileg að- ferð? Vangaveltur Svarthöfða byrj- uðu reyndar á sérkennilegri ang- urværð, þar sem efast er um próf- kjör sem slík. Þar segir: „Prófkjörum fylgir kosninga- bajátta innan flokkanna og geta deilur af þeim risnar orðið erfiðar og hafa raunar leitt til umtals- verðs sundurlyndis. Það er því álitamál hvort prófkjör sé heppi- legasta aðferðin við að ákveða uppröðun á lista. Það er líka nokkuð breytilegt með hvaða hugarfari fólk tekur þátt í próf- kjöri, hvort það berst einvörð- ungu fyrir eigin hag, eða hvort það hefur flokkshagsmuni í huga“.... Þetta er fróðlegt nokkuð svo. Eins og menn vita hafa Alþýðu- bandalagsmenn jafnan haft van- trú á því, að prófkjör væru „heppilegasta aðferðin við að á- kveða uppröðun á lista“. Þetta hafa Svarthausar og margir aðrir dálkahöfundar sem og leiðara- höfundar ekki þreyst á að rekja til þess að Allaballinn sé einræðis- klíka með Kremlarsiðgæði og samsærisáráttur. En þegar þeim sjálfum dettur eitthvað svipað í hug um prófkjör, þá láta þeir náttúrulega stjómast af umhyggju fyrir lýðræði og óvefengjanlegum þjóðarhag. Jón er nefnilega ekki séra Jón -áb. Tati er látinn Nýlátinn er sérstæður franskur meistari gamanmynda, Jacques Tati, sem í myndum sínum sagði á eftirminnilegan hátt margan sannleika um heimskulegar upp- ákomur streitu- og framfaralífs okkar tíma. í minningargrein um Tati í Le Monde segir á þessa leið: „Hulot (persónan sem Tati skapaði) hafnar ekki tæknilegum framförum, eins og margir halda. Hann er í andstöðu við útjöfnun- areinkenni framfaranna og sáir í kringum sig óreiðu og rugli til þess að halda í frelsi sitt og kom- ast hjá því að missa sínar mennsku eigindir. Þessir heimsskilningur leiddi m.a. til myndarinnar Playtime (1967) Á undan öðrum í þessari mynd verður stíll Tat- is nokkuð líkur Kafka. í því völ- undarhúsi sem hann skapar í Playtime glutra allir niður sínum frjálsa vilja — ferðamenn, íbúarn- ir, allir nema Hulot sjálfur, sem tekur upp vörn fyrir „sönn gæði lífsins" með því að koma öllu úr lagi í kringum sig - og löngu áður en það komst í tísku að setja slíka hluti á oddinn. Tati notaði alla nýjustu tækni til að skapa sinn litla heim í miðju því ómennska skipulagi sem nútímamenningin hafði fætt af sér. Á árinu 1967 voru menn enn ölvaðir af fram- förum iðnaðarþjóðfélaga- en hin hnyttna skopgáfa Tati skerpist aðeins við að taka fyrir þennan sótthreinsaða, vélræna og sér- kennum svipta heim“... Jacques Tati var 74 ára þegar hann lést. Hann var sonur rúss- nesks hershöfðingja og hét upp- haflega Tatischeff. Um 1932 tók hann að skemmta í kabarett, gerði nokkrar stuttar kvikmyndir fyrir stríð, en það var ekki fyrr en 1949 að hann gerði sína fyrstu mynd af fullri lengd - „Frídagar". -áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.