Þjóðviljinn - 24.11.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.11.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Miðvikudagur 24. nóvember 1982 Guðmundur og Þórarinn sigruðu: Stórglæsilegur sigur Þórarinn Sigþórsson og Guð- mundur Páll Arnarson urðu sigur- vegarar í Reykjavíkurmótinu í tví- menning, sem háð var um síðustu helgi. Þeir báru ægishjálm yfir önn- ur pör, er upp var staðið. Loka- staðan varð þessi: stig Guðm. P. Arnarson - Þórarinn Sigþ.sson 1724 Sigurður Sverriss. -* Valur Sigurðsson 1622 Jón Baldursson - Sævar Þorbj.sson 1611 Ólafur Lárusson skrifar um bridge Ásmundur Pálsson - Karl Sigurhj.sson 1607 Rúnar Magnússon - Ragnar Magnúss. 1552 Eiríkur Jónsson - Jón Alfreðsson 1526 Guðl. R. Jóhannsson - Örn Arnþórss. 1500 Guðmundur Sveinss. - Þorgeir P. Eyjólfss. 1480 Jón Ásbjörnss. - Símon Símonarss. 1479 Hörður Arnþórss. - Jón Hjaltason 1463 Ef við rekjum aðeins gang móts- ins sem á tímabili leit út fyrir að vera einstefna hjá Jóni Bald., og Sævari, þá var staðan þessi eftir 4 umferðir: Guðmundur-Þórarinn 50 Jón-Sævar 47 Ásmundur-Karl 42 Eiríkur-Jón 39 Eftir 10 umferðir var staðan þessi: Jón-Sævar 137 Guðmundur-Þórarinn 109 Eiríkur-Jón 64 Ásmundur-Karl 58 Jón-Símon 58 Eftir 18 umferðir var staðan þessi: Jón-Sævar 221 Ásmundur-Karl 172 Guðmundur-Þórarinn 163 Eiríkur-Jón 104 Það má segja að eftir þessa um- ferð hættu Jón og Sævar að skora, en Guðmundur og Þórarinn tóku við sér. Eftir 21 umferð: Jón-Sævar 220 Guðmundur-Þórarinn 212 Ásmundur-Karl 176 Sigurður-Valur 154 Eftir 24 umferðir var staðan þessi: Guðmundur-Þórarinn 261 Jón-Sævar 223 Sigurður-Valur 172 Ásmundur-Karl 166 Eftir 26 umferðir (fyrir síðustu umferð) var staðan þessi: Guðmundur-Þórarinn 295 Jón-Sævar 215 Sigurður-Valur 205 Ásmundur-Karl 201 Og'lokaúrslit urðu einsog fyrr sagði. Sigur þeirra Þórarins og Guðmundar er óvenju glæsilegur, ogsegjamá aðskor4efstuparasé geysigóð. Til marks um haar skorir efstu para má geta þess, að par sem hafði um 55 stig í mínus (undir meðalskori, sem var 1404) hafnaði í 13-14. sæti. Sú sætistala er viðun- andi, þó stigaskorunin gefi ekki til- efni til þess. Umsjónarmaður verður að viður- kenna, að þó nokkur pör önnur hefðu frekar komið til greina sem sigurvegarar, áður en mót hófst. Reykjavíkurmeistarar í tvímenningi 1982, Guðmundur Páll Arnarson og Þorsteinn Sigþórsson En vonandi er þetta aðeins byrjun- in hjá Tóta og Gumma Palla. Til hamingju með stórglæsilegan sigur, félagar. Fjölmiðlun í bridge Á ’nýafstöðnu Bridgesambands- þingi nrðu nokkrar umræður um fjölmiðlun. Kristófer Magnússon forseti B.í. sagði m.á., að greini- legt væri að hljóðvarpið væri búið að meðtaka bridge og læsi upp allar fréttirsem því væru sendar. Ánnað mál gegndi með sjónvarpið. Hann hefði ítrekað farið fram á viðræður við ráðamenn þar, en ekkert svar fengið. Reynt hefði verið að koma inn fréttum frá bridgemótum og einnig að fá sjónvarpið til að mynda setningarathafnir móta og annað þvíumlíkt, en það ekki geng- ið. Kristófer minntist einnig á gíf- urlega vinsælan breskan bridge- sjónvarpsþátt „The Grand Slam“ sem hefði notið mikilla vinsælda í BBC og haft mikiðhærri áhorf- endatölu en samsvarandi skák- þættir. Svo mörg voru þau orð for- setans. Og að sönnu. Ekki er skot- ið langt yfir marki hjá honum hvað varðar þann vísa fjölmiðil, sjón- varp. Sú fræga afsökun þeirra ráða- manna á þeim bæ, að skortur á hinu og þessu (sb. féleysi, tækja- leysi, mannaleysi eða bara áhuga- leysi...) er löngu úrelt. Staðreyndin er sú að steinaldar- sjónarmið ráða ferðinni í 80% til- vika, 10% má skrifast á öll þessi .. leysi(?) og hin 10. eru tilfallandi og tilviljunarkennd. Ef við hugsum málið út frá sjón- armiði sjónvarpsins, gæti þetta litið þannig út: Hvað eigum við að vera að flengjast út um allar jarðir til að ná einhverjum fótógröfum af sjálf- umglöðum sportistum, sem halda að þeir séu að framkvæma eitthvað sérstakt? Kannski rétt. En hvað eru þá þessar 20 milljónir manna í USÁ að gera? Eða þessar 2-3 mill- jónir í Bretlandi? Eða þessi 10-20 þúsund á íslandi? í kaffitímum, á kvöldin og um helgar, í skipu- lögðum mótum og skólum lands- ins. í öllum 40 bridgefélögum um allt land. Hvað er allt þetta að meina með þessu? Sennilega hefur þetta einhvern veginn farið hjá sjónvarpsgarði, líkt og margt annað. Kannski vant- ar okkur bridge-Bjarna Fel., til að tryggja framgang mála, eða annan innanbúðarmann. Sá ávani hjá sjónvarpi, að miða allt við útlagðan kostnað, án tillits til útbreiðslu og áhrifa, er orðinn hvimleiður með afbrigðum. Gæði þurfa ekki endilega að kosta mikið, né heldur tryggir mikið fé gæði, en einhversstaðar þarna á milli liggur hundurinn grafinn. Atyinnumál Framhald af bls. 5 það er alveg ljóst að þar erum við að byrja á stóru verkefni, því þegar hafa komið inn mun fleiri umsókn- ir en við getum sinnt í þessum áfanga.“ Einhver önnur stórverkefni á döfinni? „Þau eru mörg og margvísleg í bæjarfélagi eins og okkar. Til við- bótar við þau sem ég hef hér nefnt eru málefni unglinganna mér ofar- lega í huga. Starf fyrir þá hefur al- gerlega verið vanrækt á liðnum árum, en nú erum við með í bygg- ingu íþróttavöll og höfum hug á að hefja á kjörtímabilinu fram- kvæmdir við íþróttahús. Þá má nefna brýnt hagsmunamál sem er betra neysluvatn fyrir Stokks- eyringa. Við búum nú við slæmt neysluvatn og við ætlum okkur að takast á við þann vanda og bæta úr því ástandi sem allra fyrst. En það verður að segjast eins og er að atvinnumálin eru brýnust að koma í betra horf og í því sambandi vil ég nefna að við eigum á að skipa góð- um iðnráðgjafa fyrir sveitirnar hér sem er Þorsteinn Garðarsson á Selfossi og við bindum miklar vonir við uppbyggingu ýmiss konar iðnaðar þar sem treyst væri á aukna samvinnu þéttbýlisstaðanna, Stokkseyrar, Eyrarbakka og Þorl- ákshafnar,“ sagði Margrét Frím- annsdóttir oddviti á Stokkseyri að lokum. - v. ALÞÝÐUBANDALAG3Ð Alþýðubandalagsfélag Selfoss og nágrennis Viðtalstímar Baldur Óskarsson verður með viðtalstíma n.k. laugardag, 27. nóvember kl. 14 að Kirkjuvegi 7, Selfossi. Stjórnin. Baldur. Hádeglstónlelkar í Norræna Sjöundu hádegistónleikarnir á tónleikaárinu verða haldnir í Nor- ræna húsinu miðvikudaginn 24. nóvember 1982, klukkan 12:30. Á efnisskránni er svíta fyrir klassíska flautu, jazz píanó, bassá og trommur eftir Claude Bolling. Flytjendur: Arngunnur Ýr Gylfa- dóttir (fl), Snorri Sigfús Birgisson (pf), Richard Korn (bs) og Eggert Pálsson (tm). Claude Bolling, tónskáld, útsetj- ari og hljómsveitarstjóri er einn at- hafnamesti og fjölhæfasti tónlistar- maður í Frakklandi í dag. í svítu hans fyrir flautu og píanó leitast hann við að fá fram mismun í túlkun hljóðfæranna. Einmitt þess- ar andstæður gera verkið mjög áhugavert. Hér er orðið svíta ekki notað í hefðbundnum skilningi heldur táknar það öllu fremur verk fyrir mismunandi hljóðfæri, hvert fyrir sig andstæða hvers annars. í verkinu gætir einnig verulegra svift- inga sem samspil jazz og klassíkur hefur í för með sér. Svíta þessi er samin 1973. opnir fyrir- lestrar um skóla- söfn og bókaverði Þessa dagana dvelst hér á landi í boði skólasafnvarða, Félagsvís- .indadeildar HÍ og Menningarstofn- unar Bandaríkjanna, Dr. Jean E. Lowrie, sérfræðingur á sviði skóla- safnsmála. Dr. Jean Lowrie er fyrrverandi skólastjóri bókavarðaháskólans við Western Michigan University, Kalamazoo Michigan. Hún er vel þekkt um heim allan fyrir framlag sitt til skólasafnamála, en hún er m.a. stofnandi og nú framkvæmda- stjóri Alþjóðaskólasambandsins IASL. Hún mun halda tvo fyrirlestra hérlendis. Sá fyrri verður haldinn í Kennaraháskóla íslands, miðviku- daginn 24. nóv. kl. 17.00 og nefnist School libraries in educational ex- cellence. Fjallar hann einkum um hlutverk skólasafnsins í kennslu og verksvið bókavarðarins í skólum. Síðari fyrirlesturinn verður hald- inn í Borgartúni 6 fimmtudaginn 25. nóv. kl. 20.30. Kallast hann New ideas in school librarianship. Fyrirlestrarnir eru opnir öllum áhugamönnum. Barnaeyjan Framhald af bls 8. sprenghlægileg og það þó hann sé í stöðu sem er fjarri því að vera nokkurt grín s.s. hugsanir hans í bíl raggaranna, bls. 212-213. Það er ekki hægt að kvikmynda fárán- legt hugflæði af þessu tagi. Ekki heldur fjölmargar aðrar hugmynda- og bókmenntalegar tengingar drengsins sem gera það að verkum að maður getur ekki annað en hrifist af hæfileika hans til að ýkja, yfirfæra, skopgera, flýja eða glíma við ytri Veruleika sinn í hinum fjörlega, frjóa innri veru- leika sínum. Vegna þessa hæfi- leika stráksins endar bók Jersild á bjartsýnan hátt, finnst mér. Opinn umræöufundur Alþýðubandalagiö í Kópavogi heldur opinn umræðufund miðvikudaginn 24. nóv. kl. 20.30 í Þinghól Hamraborg 11 Kópavogi. FUNDAREFNI: íslensk orkunýting og nýiðnaður. FRUMMÆLANDI: Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra. Allt áhugafólk velkomið Alþýðubandalagið í Kópvogi Hjörleifur Guttormsson Pollock kvikmyndar hins vegar barn sem er einmana, soltið, skítugt, grátandi; barn sem upp- lifir hrottalega reynslu, stöðuga höfnun og tilfinningalega frávís- un. Nöturleikinn í þessu sumri Hlyns Sveinssonar verður alls- ráðandi í myndmálinu og bjart- sýnisendir væri óhugsandi og út úr takt við alla stefnu myndarinn- ar. Einkum eftir að Nóra, síðasta hálmstrá Hlyns, bregst honum (nokkuð sem hún gerir alls ekki í bókinni). Pollock sagði í áður- neífidu viðtali að hann hafi ekki ætlað að enda myndina um Hlyn á svartsýnan hátt og hann gerði lokaatriði myndarinnar aftur og aftur af því að unglingarnir sem hann prufusýndi kvikmyndina túlkuðu endinn alltaf á sama veg - sem dauða Hlyns. Og það fannst mér líka að hlyti að vera merking þessa lokaatriðis þegar ég sá myndina. Kvikmyndin var afar áhrifamikil, að mínu mati, en svo hræðilega tragísk að ég var ekki með hýrri há í lengri tíma á eftir. Og ég get ekki annað en orðið hissa á því að sama at- burðarás með sömu persónum geti orðið að svo gagnólíkum verkum eftir því hvort úr henni er unnið með penna eða myndavél. Þýðing Guðrúnar Bachman á bók Jersild er alveg sérstaklega áferðarfalleg á íslenskunni og oröaleikir smellnir og vel gerðir. Bókin er rándýr- en mér er óhætt að segja að hún er svo sannarlega krónanna virði. Dagný

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.