Þjóðviljinn - 02.12.1982, Side 4

Þjóðviljinn - 02.12.1982, Side 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. desember 1982 DIOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaös: Guðjón Friðrlksson. Auglýsingastjórl: Sigríður H. Sigurbjömsdóttir: Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason Handrita-og prófarkalestur: Elías Mar, Gfsli Sigurðsson, Guðmundur Andri Thorsson. Augíýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir. ólafur Þ. Jónsson Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Kristín Pétursdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaðaprent h.f. Frjáls verslun eða stýrð • Fríverslunin er ekki mikið meira en goðsögn. Um 48% heimsverslunar á sér stað undir einhverskonar hömlum öðrum en tollum. OPEC-ríkin möndla með olíuverðið, auðhringarnir gera herramannasamkomu- lag um markaðssvæði, alþjóðleg verktakafyrirtæki semja sín i miílí um hvemig bjóða skuli í verk, og ríkisstjómir iðnríkja keppast við að finna leiðir til þess að ganga á svig við fríverslunarákvæði. • Eftir stofnun GATT - alþjóðasamkomulagsins um tolla og viðskipti - 1948 hefur tekist að lækka tolla í viðskiptum milli landa um 75%. Á þrjátíu ára tímabili eftir stríð fram að olíukreppunni 1973 óx heimsverslun hraðfara og vilja margir þakka það frjálsari verslun. Aðrir eins og svokallaður Cambridge-hópur breskra hagfræðinga telja að uppbyggingarstarfið eftir stríðið og jafnvægi í alþjóðlegum peningamálum hafi ekki síð- ur átt hlut að þessari þróun. • Enda þótt 900 fulltrúar frá 88 ríkjum hafi talað mikið um gildi fríverslunar á Genfarfundinum í sl. viku var ljóst að orðunum myndu ekki fylgja efndir. Franski ráðherrann Jobert sagði opinskátt að fríverslunarþankinn væri ákaflega óraunsær meðan ójafnvægi ríkti á peninga- mörkuðum og dollarinn væri of hátt skráður. • Það er ljóst að ekkert lát verður á verslunarhömlum á næstunni. Bandaríkjamenn hafa þegar sett á tíma- bundna innflutningskvóta á stál, bíla, litasjónvörp, syk- ur, tau og skó. Haftafrumvarp njóta nú mikils fylgis á Bandaríkjaþingi og bandaríski sendiherrann á Islandi hefur varað íslensk stjórnvöld við því að innan fárra ára kunni Bandaríkjastjórn að gera gagnkvæmniskvöð að skilyrði fyrir innflutningi á Bandaríkjamarkað. Evrópu- ríkin greiða bændum mismun á háu framleiðsluverði búvara og lágu heimsmarkaðsverði. Japanir halda uppi gífurlegu styrkjakerfi fyrir sinn iðnað. Það fer í vöxt að ríki leggi sjálfviljug á sig útflutningshömlur til þess að loka ekki markaðsmöguleikum í viðskiptalöndum sín- um. Vestur-Þjóðverjar eru frægir fyrir stöðugar staðla- breytingar, Frakkar krefjast innflutningsskýrslu á i frönsku og láta allan innflutning myndbanda fara um landlukta tollstöð, o.s.frv. • O tempora, o mores - ó tímar, ó siðir - getum við hér sagt með Morgunblaðinu. En til eru þeir sem vilja gera dyggð úr þessum frávikum frá fríverslunarhugsjón. Cambridge-hópurinn áðurnefndi segir að fríverslun við núverandi aðstæður leiði til kreppuefnahags og atvinnu- leysis. Fríverslun sé hugmyndafræði hinna sterku á markaði, og um leið og t.d. þróunarríkin fara að geta keppt við iðnríkin loki þau fyrrnefndu að sér. Þeir segja að aukning heimsverslunar sé ekki einhlítt fagnaðar- efni þegar atvinnuleysi eykst á sama tíma hraðfara í iðnríkjunum. Þeir telja að bæði þróunarríkin og stöðnuð iðnveldi eins og Bretland þurfi á því að halda að ala upp sinn iðnað á skýldum heimamarkaði. Þeir mæla með stýrðri verslun í stað frjálsrar verslunar, og samkomulagi milli þjóða um skynsamlegar verndar- aðgerðir. Þeir telja að tilraunir flestra ríkisstjórna til þess að draga úr innflutningi og innanlandsneyslu í því skyni að ná hagstæðum viðskiptajöfnuði leiði til sjálf- skapaðrar kreppu og atvinnuleysis. Nær sé að beita verndartollum, ríkisstyrkjum til aukningar iðnaðar- framleiðslu og verðlagshömlum til þess að halda aftur af verðbólgu. • Skoðun þeirra Cambridge-manna er sú að mark- aðirnir eigi að vera þjónar en ekki herrar. Viðhorf þeirra höfðu lítil áhrif áður, en ríkisstjórnir eins og ' stjórn sósíalista í Frakklandi hafa tekið mið af þessum hugmyndum. Og það er alveg ljóst að þau ríki sem ' berja vilja höfðinu við steininn og ríghalda sér í fríversl- unarkenningu hinna sterku munu bíða mikið tjón á næstu misserum. -ekh klippt Hvílíkir tímar! Einhver véfréttarlegasta rit- smíð sem dagblaðalesendur hafa augum litið um Iangan tíma er leiðari Morgunblaðsins í gær um úrslit prófkjörsins í Reykjavík um helgina. Leiðarinn ber yfir- skriftina „Örlagaríkt prófkjör“ og tónninn er allur á þann veg, að höfundum leiðarans hefur ber- sýnilega fundist sem sjálf hjarta- slög sögunnar skylfu milli fingra þeirra við þau ógnartíðindi að Geir Hallgrímsson lenti í sjöunda sæti. Þeir verða að hlaupa til Rómaveldis til að fá meiri súg undir vængi og hrópa með Cicero mælskusnillingi þegaf hann var að hirta skálkinn Catilinu: O tempora, o mores - hvílíkir tímar, hvílíkir siðir! Munu brœður berjast En hver er þá Catilina hins ís- lenska lýðveldis? Það er ekki svo gott að vita. Annarsvegar er talað um „þau upplausnaröfl sem nú setja hvað sterkastan svip á póli- tíska baráttu í landinu“ og hafi þau lagt sig fram um að sverta Geir Hallgrímsson. Ekki meira um þá skálka. En það er athyglis- vert, að leiðarahöfundar Morg- unblaðsins eru eiginlega sam- mála Svarthöfðatúlkun á málinu í DV í gær, en það segir á þá lund, að allar óskir andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins hafi „ræst til fulln- ustu fyrir tilverknað flokks- manna sjálfra“. En í þá átt ganga þau ummæli Morgunblaðsins- leiðarans að „hin pólitíska bar- átta er miskunnarlaus og það sannast jafnt í kosningabaráttu innan flokka og á milli flokka að Örlagaríkt prófkjör þar er enginn annars bróðir í leik.“ Uppskera Ógjörningur er fyrir textarýn- endur að sjá það af leiðaranum, hvort Geir Hallgrímsson ætlar að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í sjöunda sæti listans hér í Reykja- vík eða bregða á önnur ráð. Leiðarinn segir: „Hann (Geir) hefur leitt flokk- inn í gegnum erfiðasta skeiðið í sögu hans. Uppskeran kann hins- vegar að lenda öðrum í skaut, það er meginniðurstaða þessa ör- lagaríka prófkjörs". Með öðrum orðum: fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá - en túlki menn annars orðin „kann hinsvegar að“ eftir því sem hann hefur skarpskyggni og innræti til. Vafasöm aðferð Nokkru skýrar verður það af leiðaranum, að úrslitin um helg- ina hafa heldur aukið á andúð á prófkjörum, einnig meðal þeirra sem hafa lengi lofað þau og skammað aðra flokka fyrir að vera ekki nógu „opna“ í þeim efnum: „Niðurstað- an í prófkjörinu sýnir enn einu sinni að þessi aðferð við að skipa framboðslita hefur ekki í för með sér endurnýjun á mönnum í efstu sæti listans" - heldur aðeins , breytingar á röð, eins og síðar segir. Niðurstaðan er líklega sú, að prófkjör gefi í reynd ekki tæki- færi til breytinga (t.d. í þágu kvenna) en geri annars mikinn óleik (enginn er annars bróðir í leik). Fundinn Catilina? Eitt er þó skýrast í leiðaranum, en það er andúðin á efsta manni í prófkjörinu, Albert Guðmunds- syni. Hún er þeim mun greinilegri sem orðalag allt er í sjálfu sér mjög varfærnislegt. Þar segir á þá leið, að þótt Albert hafi veitt ríkisstjórninni brautargengi í upphafi hafi hann snúist gegn henni á liðnu sumri og skipað sér í fylkingu með stjórnarandstöðu- þingmönnum flokksins. Svo segir: „Þessi ganga Alberts Guðmundssonar er vafalaust dæmigerð fyrir margan manninn, enda sýnist hann hafa næma til- finningu fyrir því, hvernig hinir pólitísku vindar blása hverju sinni“. Öllu lengra er ekki hægt að ganga í því að segja Albert Guð- mundsson marklítinn tækifæris- sinna - án þess að segja það. Kannski er hann hinn sanni Cati- lina leiðarans sem ávarpaður er með frægum orðum Ciceros? AB. Hverfasamtök og borgarstjóm kost á þvi aö koma á framfæri vift sig óskum og ábendtngum við gerð fjár- hagsáætlunar borgannnar. Fresturinn sem hann gaf var 13 dagar. Þessi aug- lýsing er sem utfærsla meirihlutans á tillögu kvennaframboðskvenna sem viö fluttum á borgarstjómarfundi 21. okLsl. og ég mun rekja nánar hér á eft- ir. Fyrst ætla ég að rífja upp mál sem lýsa samskiptum nokkurra hverfa- ar, aö minu fnati: annars vegar hve rakiö i þessu blaöi og þaö nyjasta i þvi samtaka og borgaryfirvalda siöustu erfitt er aö fylgja baráttumálum eftir i er aö lögfræðingur fvrín■ - arin. TUlaga okkar er tUkomin vegna borgarkerfinu og hins vP.<«r h." þeirra. „Viöhorf borgaryfirvalda gagnvart w hverfasamtökum hafa oftast veriö nei- kvæö. Réttmætum ábendingum og óskum hef- uroft veriömættmeöhroka. . Hverfasamtök Guðrún Jónsdóttir, borgarfull- trúi Kvennaframboðs skrifaði fróðlega grein um „Hverfa- samtök og borgarstjórn“ í Dag- blaðsvísinn á dögunum. Þar sagði hún farir sínar ekki sléttar af við- skiptum við borgarstjórnar- meirihluta íhaldsins. Guðrún rekur skilmerkilega nauðsyn þess að bæta stöðu hverfasamtaka og segir í fram- haldi af því frá tillögu, sem Kvennaframboðið bar upp í borgarstjórn um að „borgarráð leitaði eftir hugmyndum hverfa- samtaka um hvaða verkefni væri brýnast að vinna að í hverju hverfi fyrir sig á komandi fjár- hagsári“. Hún segir að í slíkri málsmeðferð hefði verið fólgin óformleg viðurkenning á hverfa- samtökunum sem eðlilegum tals- manni íbúanna og með nokkrum hætti styrkt starf þeirra ef hún hefði náð fram að ganga. Guðrún segir, að það hefði mátt búast við því að þessi tillaga yrði samþykkt fyrirhafnarlítið: hún kostaði hvorki fjárútlát né heldur hefðu kjörnir fulltrúar með henni afsalað sér neinu af rétti sínum. En, segir Guðrún, reyndin varð önnur. Aðrir minnihlutaflokkar lýstu yfir stuðningi við tillöguna, en borg- arstjóri talaði fyrir meirihlutann sinn. Hann lýsti því yfir að „hann mundi ekki samþykkja okkar til- lögu heldur bera fram sína eigin“. Var svo gert - en heldur þykir Guðrúnu Jónsdóttur sú útkoma klén sem úr tilskipan Davíðs varð. Valdníðslan Guðrún kallar þetta hroka og valdníðslu að vonum. Og það er rétt að minna á það, að hér er ekki um neina nýjung að ræða, þótt Kvennaframboðsfulltrúar hafi af eðlilegum ástæðum ekki smakkað þessa tegund af tillögu- dauða í borgarstjórn fyrr. Sessu- nautur Guðrúnar, Adda Bára Sigfúsdóttir gæti sagt henni marg- ar sögur fróðlegar af þessum plagsið íhaldsins: að fella nyt- samar tillögur minnihlutans - en taka þær upp aftur skömmu síðar í einhverri afskræmdri eða stýfðri mynd. Hrokinn og valdníðslan fædd- ist ekki með Davíð. Þau fyrirbæri hafa fylgt íhaldsmeirihlutanum svo lengi sem hann hefur setið. Og þótt skömm sé frá að segja: þá skiptir ekki máli hvort í þessum meirihlut er ein kona, þrj ár - eða fleiri. íhald er íhald. áb.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.