Þjóðviljinn - 02.12.1982, Síða 8

Þjóðviljinn - 02.12.1982, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. desember 1982 Vígbúnaðarkapphlaupið: „TH að hafa minna þarftu meira” Stefna Nato og Reagan- stjórnarinnar í afvopnunarviðræð- unum í Genf mætir nú harðari gagnrýni, ekki bara frá So- vétríkjunum, heldur einnig frá áhrifamiklum aðilum innan Bandaríkjanna og Nato. Viðræðurnar í Genf fara fram í tvennu lagi. Annars vegar eru það viðræður um langdræg flugskeyti, er fara á milli heimsálfa, hins vegar eru það viðræður er snúast um tak- mörkun meðaldrægra flugskeyta. í viðræðunum hafa Bandaríkin viljað takmarka sig við þau vopn sem eru staðsett á landi í Evrópu. Þau hafa með stuðningsyfirlýsingu Nato-ríkjanna frá því í desember 1979 boðið upp á þann valkost að Sovétríkin eyðileggi einhliða allar SS-20 eldflaugar sínar sem staðsett- ar eru á landi. Að öðrum kosti muni Bandaríkin koma fyrir 572 kjarnorkueldflaugum í V-Evrópu. í öðru lagi hafa Bandaríkin neit- að að taka vopnabirgðir annarra Nato-ríkja inn í dæmið þegar rætt er um vígbúnaðarjafnvægið. 9400 : 7500 Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa afstöðu Bandaríkjastjórnar í samn- ingunum eru öldungadeildarþing- mennirnir Edward Kennedy og Mark O. Hatfield. Þeir hafa bent á að hæpið sé að einangra sig við Evrópu þegar rætt er um jafnvægi í vígbúnaði. Þeir hafa bent á að nú eiga Bandaríkin um 9.400 sprengjuodda með kjarn- orkusprengjum í langdrægar eld- flaugar á meðan Sovétríkin eigi 7.500 eða um 1900 færri. Sovét- menn búa ekki yfir eins ná- kvæmum skotvopnum og því hafa þeir öflugri sprengjur í sínum lang- drægu eldflaugum. Þannig sam- svarar sprengjumáttur langdrægra eldflauga Bandaríkjanna 270.600 Hiroshima-sprengjum á meðan sprengjumáttur Sovétríkjanna í langdrægum eldflaugum samsvarar 495.000 Hiroshima-sprengjum. Bandaríkin, sem hafa 1900 fleiri langdræga kjarnorkusprengju- odda geyma aðeins 24% þeirra á landi, 50% í kafbátum og 26% í langfleygum sprengjuflugvélum. Sovétmenn geyma hins vegar 75% af sínum langdrægu vopnum á landi, 20% í sjó og 5% í lofti. Auðveldara er að eyða þeim vopn- um sem eru á föstu landi en hinum sem eru á sjó og í lofti. Þegar Reagan einangrar Evrópu í afvopnunarviðræðunum og ein- skorðar sig við meðaldrægar eld- Sú stefna Reagans, sem Nato inn- leiddi í desember 1979, að til þess að koma á afvopnun væri nauðsynlegt að auka við kjarnork- uvopnaforðann í Evrópu og Band- ríkjunum er „vúdú-trú“ að mati öldungardeildarþingmannanna Edwards Kennedy og Marks O. Hatfield. Myndin, sem er eftir Bandaríkjamanninn Allen A. Dutt- on, gæti verið frá ráðherrafundi Nato í desember 1979, þegar vúdú- trúin var innleidd. flaugar og neitar að taka bresk og frönsk kjarnorkuvopn inn í dæmið og þau vopn sem eru í kafbátum á sjó er að mati margra gagnrýnenda augljóst að honum er ekki alvara með viðræðunum. í Genf. Áróður Raymond Garthoff, sem tók þátt í SALT-I viðræðunum fyrir Bandaríkin hefur kallað hina svo- kölluðu núlllausn Reagans áróður og sagt að hún bjóði ekki upp á neina lausn. „Hvers vegna ættu Sovétríkin að fallast á að eyðileggja eldflaugar sínar á landi þegar samningurinn á að miðast við það að Bandaríkin geti sniðgengið hann og sett sömu eldflaugar upp á hafinu þar sem þær geta náð sömu skotmörkum í Sovétríkjunum?" segir hann. „Hvers vegna skyldu Sovétmenn skuldbinda sig til að fjarlægja þær eldflaugar, sem beint er gegn Bret- landi og Frakklandi á meðan þess- um löndum er gefin frjáls og tak- markalaus heimild til uppbygging- ar meðaldrægra eldflauga?“, spurði Garthoff og benti á fjar- stæðuna í að útiloka vopnabúnað Breta og Frakka á meðan innan Nato gilti sú regla að árás á eitt ríkið jafngilti árás á þau öll. Vúdú-kenningin Þeir Edward Kennedy og Mark O. Hatfield hafa kallað þá kenn- ingu Reagans að koma verði upp langdrægum MX-eldflaugum í Ameríku og Pershing og stýriflaug- um í Evrópu til þess að koma á afvopnun „vúdú-kenninguna eftir hinum afrísku trúarbrögðum: þú verður að eignast meira til þess að hafa minna. „Aukning bandarísks vígbún- aðar er líklegri til þess að fá Sovét- menn til þess að auka við sínar birgðir heldur en til þess að halda aftur af þeim. Og þeirra aukning á vígbúnaði hefur sömu áhrif á okk- ur. Þegarþvíer íalvöru haldiðfram að fleiri vopn séu leið til þess að fœkka vopnum og þegar snúið er út úr orðinu „frysting“ þannig að það er látið merkja vígbúnaðarkapp- hlaup nú og stöðvun í einhverri ó- skilgreindi framtíð, þá hafa verið höfð endaskipti á skynseminni og þá erum við farin að nálgast spá- dóm Georges Orwell fyrir árið 1984.“ Bilun í kerfínu Þeir Kennedy og Hatfield benda á í bók sinni að vígbúnaðarkapp- hlaupið að samanlagt eigi Bandarík- in og Sovétríkin nú um það bil. 47.000 eldflaugaodda með kjarn- orkusrpengjum. Þeir benda jafn- fram á að á sl. 20 mánuðum hafi varnarviðbúnaður Bandaríkjanna gefið 147 sinnum fölsk merki um að kjarnorkuárás væri hafin. Það tekur flugskeytið hálftíma að fara yfir Atlantshafið en 15 mínútur að ná til London frá Sovétríkjunum. í 4 af þessum 147 skiptum var allur varnarbúnaður Bandaríkjanna settur í skotstöðu. 1 eitt siciptið hafði eftirlitsbúnaðurinn tekið feil á kjarnorkuárás og rísandi tungli. Við þessar aðstæður verða vúdú- trúarbrögðin fyrst hættuleg. Bók þeirra Kennedys og Hatfield er eins og ákall til skynseminnar í vit- firrtum heimi. Danskir og norskir jafnaðar- menn virðast nú hafa áttað sig á vitfirringunni og hafa neitað að styðja fjárveitingu til herts vígbún- aðarkapphlaups í Evrópu. Er þess að vænta að fleiri munu fylgja dæmi þeirra eftir því sem nær dreg- ur þeirri stundu að ríkisstjórnir Nato-ríkjanna í Evrópu þurfa að réttlæta „vúdú“-kenninguna gagn- vart kjósendum sínum. Hver gerði sér grein fyrir því í desember 1979 að með sameiginlegri ákvörðun sinni þá hefðu ríkisstjórnir Nato- ríkjanna tekið upp þessi nýju trúar- brögð fyrir Evrópu: til þess að hafa minna þarftu meira? _ ójp Happdrætti Þjóðviljans, sem dregið verður í n.k. mánudag 6. desember býður í vinninga m.a. fimm utanlandsferðir með ferðaskrifstofunum Samvinnu- ferðir Landsýn og Úrval, samtals að verðmæti tæplega 80 þúsundir króna. Fjórði vinningurinn í happdrættinu er ferð með Samvinnuferðum-Landsýn að verðmæti 19.170, krónur, fimmti til áttundi eru ferðir að eigin vali fyrir 15 þúsund krónur tvær með Samvinnuferðum Landsýn og tvær með Úrvali. Tveggja vikna ferðir nú kosta frá 6 þúsund krón- ' um, þannig að næsta sumar duga þessir ferðavinningar ábyggilega fyrir góðu sumarleyfi 12-3 vikur. . En hvert er hægt að komast? Sumaráætlun er nú í undirbún- ingi hjá báðum ferðaskrif- stofunum, en hjá Samvinnu- I ferðum Landsýn fengum við þær | upplýsingar að Rimini á Ítalíu væri einn vinsælasti ferða- mannastaður íslendinga um þess- ar mundir. Þaðan er hægt að fara í skoðunarferðir m.a. til Rómar, Florens, San Marino og Feneyja og á Rimini hefur verið sérstakur „barnafararstjóri" sem gerir þessar ferðir mjög vinsælar með- al fjölskyldufólks. Samvinnuferðir Landsýn bjóða einnig upp á ferðir til Port- oroz í Jógóslavíu, þar sem er gull- falleg strönd og hrífandi náttúru- fegurð. Þá er Grikkland meðal nýrra áfangastaða ferðaskrifstof- unnar, baðströndin við Vouliaq- meni er ákaflega fallegt og aðeins steinsnar frá Aþenu. Þaðan má korpast í ævintýrasiglingu um Eyjahafið og einnig til Delfí og Argolis, svo eitthvað sé nefnt. I samvinnu við Dansk Folke Ferie hefur ferðaskrifstofan boðið leiguflugsferðir til Danmerkur með gistingu í glæsilegum sumar- bústöðum í Karlslunde og Karrebæksminde. Þangað flykk- ist fólk á öllum aldri og nýtur lífs- ins á friðsælum baðströndum og skoðar Kaupmannahöfn. Ferðaskrifstofan Úrval býður m.a. upp á hinn sívinsæla gisti- stað Islendinga, ævintýraeyna 5 glæsilegir ferðavinningar Með Samvinnuferðum— Landsýn eða Úrvali, að eigin vali || Frá Rimini Feneyjar Kaupmannahöfn Ibiza Mallorka. Hana þarf vart að kynna meðal landans, enda er, eyjan margrómuð fyrir fegurð og gestrisni íbúanna. Önnur eyja, skammt undan ströndum Spánar nýtur sívaxandi vinsælda, Ibiza, en Úrval býður upp á fjölbreytta gististaði þar. Þangað leggur ungt fólk og listamenn einkum leiðir sínar og skemmtanalífið ku vera fjörugt. En það er ekki aðeins hægt að komast suður á bóginn í hitann og sólina, Urval býður upp á fjölbreyttar ferðir um megin- land Evrópu og til Bretlands. Þannig gefst tækifæri til að gista heimsborgirnar, London, París, Kaupmannahöfn njóta landslags og skóga Evrópu og kynna sér aldagamla menningu Evrópu- þjóðanna. Það er því ekki amalegt valið sem fimm vinningshafar Happ- drættis Þjóðviljans fá úr að moða þegar dregið verður á mánudag- inn kemur. Látið nú ekki happ úr hendi sleppa, og gerið skil í Happ- drættinu fyrir helgina.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.