Þjóðviljinn - 02.12.1982, Page 11
Fimmtudagur 2. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
1. deildar-
liðin unnu
Manchester United, Notting-
ham Forest og Tottenham tryggðu
sér í gærkvöldi sæti í 8-liða úrslitum
enska deilda/mjólkurbikarsins í
knattspyrnu. Öll léku á heimavelli.
United vann Southampton 2:0,
Forest sigraði 3. deildarlið Brent-
ford 2:0 og Tottenham náði að
leggja Luton Town að velli, 1:0.
Einn leikur er eftir í 4. umferð,
Notts County og West Ham mætast
á þriðjudag.
- VS
Haukar
sigruðu
Haukar sigruðu Skallagrím
83:66 í 1. deild karla í körfuknatt-
leik í gærkvöldi. Leikið var í Borg-
arnesi og var þetta einn fjörugasti
og besti leikurinn þar í vetur. Dak-
arsta Webster var besti maður
Hauka en hjá heimamönnum bar
mest á Birni Axelssyni.
- VS
Villa mætir
Penarol
Evrópumeistarar félagsiiða í
knattspyrnu, Aston Villa frá Eng-
landi, mæta Penarol frá Uruguay í
úrslitaleik heimsmeistarakeppni
félagsliða í Tokyo í Japan þann 12.
desember n.k.
í fyrrakvöld tryggði Penarol sér sig-
ur í Copa de Libertadores, keppni
sem í S-Ameríku jafngildir
Evrópukeppni meistaraliða. Pen-
arol mætti Cobreloa frá Chile á úti-
velli en liðin höfðu gert markalaust
jafntefli í Uruguay. Allt stefndi í
sömu úrslit í Santiago en 30 sek-
úndum fyrir leikslok skoraði Fern-
andez Morena sigurmark Penarol.
Núverandi „heimsmeistarar“ eru
Flamengo frá Brasilíu sem í fyrra
unnu Liverpool í úrslitaleik í
Tokyo 3:0.
- VS.
Scirea
meiddur
Gaetano Scirea, varnarmaður-
inn snjalli i heimsmeistaraliði Itala
í knattspyrnu, verður ekki með
liðinu gegn Rúmenum á laugardag
vegna meiðsla. Leikurinn er liður í
Evrópukeppni landsliða. Tveir
aðrir varnarmenn, Bergomi og
Gentile, eru einnig meiddir og óvíst
hvort þeir geti leikið.
- VS
Lands
keppnl
við Skota
Lovísa Einarsdóttir var endur-
kjörin formaður Fimleikasam-
bands Islands en ársþing sam-
bandsins var haldið um helgina.
FSI verður 15 ára á næsta ári og þá
verða farnar keppnis- og sýningar-
ferðir til Norðurlanda og annarra
Evrópulanda.
Landslið pilta og stúlkna í fim-
leikum eru á förum til Skotlands
þar sem háð verður landskeppni
við Skota í Edinborg þann 12. des-
ember.
íþróttir
Umsjón:
Víðir Sigurðsspn
Viggó Sigurðsson skorar fyrir Víking gegn ÍR í gærkvöldi. - Mynd: - AA
/
Ovæntur Stjörnusigur
á FH í Hafnarfirði!
Nýliðar Stjörnunnar úr Garða-
bæ halda áfram að koma á óvart í 1.
deild karla í handknattleik. í gær-
kvöldi léku þeir við efsta lið
deildarinnar, FH, í Hafnarflrði og
herjuðu út fjögurra marka sigur,
24-20, í fjörugum og spennandi leik
þar sem úrslit réðust á lokamínút-
unum. Eftir tapið gegn Fram á dög-
unum reiknuðu sennilega flestir
með að nú færi að harðna á dalnum
í stigasöfnun Stjörnunnar eftir gott
gengi en piltarnir úr Garðabænum
sýndu það og sönnuðu í gærkvöldi
að þeir verða með í baráttunni um
fjögur efstu sætin.
Stjarnan skoraði tvö fyrstu
mörkin en FH jafnaði fljótlega. FH
náði yfirhendinni, 6-4, en Stjarnan
breytti stöðunni fljótlega sér í hag á
ný og leiddi í leikhléi, 12-10.
Framán af síðari hálfleik virtist
FH vera að ná tökum á leiknum í
eitt skipti fyrir öll og var komið
tveimur mörkum yfir, 16-14, eftir
13 mínútur. En þá kom kaflinn sem
gerði útslagið. Stjarnan skoraði sex
mörk gegn einu næstu átta mínút-
urnar og var allt í einu þremur
mörkum yfir, 20-17. FH lagaði í
20-19 en Stjarnan svaraði tvívegis,
22-19. Pálmi Jónsson skoraði fyrir
Staðan:
Staðan í 1. deild karla í hand-
knattleik eftir leikina í gærkvöldi
KR...............10 7 0 3 226:190 14
FH...............10 7 0 3 262:218 14
Víkingur.........10 6 2 2 205:194 14
Stjarnan.........10 6 0 4 210:205 12
Þróttur..........10 5 0 5 205:210 10
Valur............ 9 3 2 5 172:178 7
Fram............. 9 3 1 5 200:214 7
ÍR...............10 0 0 10 180:271 0
Fram og Valur leika í Laugar-
dalshöllinni í kvöld kl. 20.
FH, 22-20, þegar hálf önnur mín-
úta var eftir og FH freistaði þess að
leika „maður-á-mann“. Það gekk
ekki upp, Eyjólfur Bragason
skoraði úr vítakasti, 23-20, 45 sek.
fyrir leikslok og innsiglaði síðan
sigurinn með marki á lokasekúnd-
unum, 24-20. Óvæntur en sann-
gjarn sigur var í höfn og hinir fjöl-
mörgu stuðningsmenn Stjörnunn-
ar fögnuðu gífurlega.
Varnarleikur Stjörnunnar og
frábær markvarsla Brynjars Kvar-
an í síðari hálfleik voru þýðingar-
mestu þættirnir á bak við sigur
Stjörnunnar. í sókninni lék Guð-
mundur Þórðarson aðalhlutverkið,
þar sem Eyjólfur var tekinn úr um-
ferð lengst af, og átti stórleik.
Ólafur Lárusson var einnig góður
og Guðmundur Óskarsson kom
mjög á óvart. Magnús Teitsson var
drjúgur á línunni og í vörninni var
Eyjólfur Bragason tryggði Stjörn-
unni sigur á lokamínútunni.
hver öðrum betri. Guðmundur Þ.
skoraði 7 mörk, Guðmundur Ó. 5,
Ólafur 4/1, Eyjólfur 4/2, Magnús
Teitsson 2, Gunnlaugur Jónsson og
Sigurjón Guðmundsson eitt hvor.
FH náði aldrei að sýna sitt rétta
andlit gegn ákveðnum Stjörnu-
mönnum og meðalmennska var
ríkjandi í leik liðsins. Hans Guð-
mundsson átti bestan leik og mark-
verðirnir, Haraldur Ragnarsson og
SVerrir Kristinsson vörðu ágæt-
lega. Kristján Arason var mjög
mistækur og lítið bar á öðrum.
Hefði liðið ekki notið góðrar að-
stoðar dómaranna hefði það hlotið
enn verri útreið. Kristján skoraði
7/5 mörk. Hans 6, Pálmi Jónsson 3,
Þorgils Óttar Mathiesen 2, Guð-
mundur Magnússon og Sveinn
Bragason eitt hvor.
Dómgæsla Björns Kristjáns-
sonar og Karls Jóhannssonar,
manna sem eiga að vera okkar
bestu dómarar, var slök og talsvert
„lituð“, svo ekki sé meira sagt, FH
„Aðeins” fimm marka
sigur Víkinga á ÉR
Lcikur Islandsmeistara Víkings
og botnliðs ÍR í 1. deild karla í
handknattleik í gærkvöldi var með-
al þeirra slökustu sem sést hafa í
vetur. Á pappírnum hefðu að
minnsta kosti 15 mörk átt að skilja
þessi lið að í getu en þau urðu ein-
ungis flmm. Víkingar sigruðu 28-
23.
Þeirri fimrn marka forystu náðu
þeir fljótlega og leiddu 14-9 í hálf-
leik. Munurinn hélst fimm til átta
mörk í síðari hálfleik, 20-15, 25-17,
28-21, en ÍR átti tvö síðustu
mörkin.
Mörk Víkings skoruðu Steinar
Birgisson 7, Ólafur Jónsson 6,
Guðmundur Guðmundsson 5,
Árni Indriðason 4, Þorbergur
Aðalsteinsson 3, Hörður Harðar-
son 1 og Viggó Sigurðsson 1.
Mörk fR: Björn Björnsson 6,
Guðjón Marteinsson 5, Andrés
Gunnlaugsson 3, Atli Þorvaldsson
3, Einar Valdimarsson 3, Gunnar
Kristófersson, Ólafur Vilhjálms-
son og Tryggvi Gunnarsson eitt
hver.
- VS
Dýrmæt
stig til
HK-manna
HK úr Kópavogi náði í dýrmæt
stig í fallbaráttu 2. deildar karla í
handknattleik í gærkvöldi er liðið
lék við Aftureldingu úr Mosfells-
sveit í íþróttahúsinu í Garðabæ.
HK vann 24:21 eftir að hafa leitt
13:12 í hálfleik. Leikurinn var jafn
og spennandi lengst af en skömmu
fyrir leikslok náði HK að síga fram-
úr og tryggja sér sigurinn.
- VS