Þjóðviljinn - 22.12.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.12.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. desember 1982 Karpov að tatti - 69 Eftir að hafa sigrað Taimanov í 1. umferð sveitakeppninnar mætti Karpov Spasskí. Þá var tæpt ár liöiö frá því er Spasskí tapaði heimsmeistaratitlinum fyrir Fischer og almennt álitið aö hann væri í lægð þó annað kæmi í Ijós þegar líða tók á árið. Spasskí og Karpov höfðu mæst einu sinni áður í opinberri kappskák, en það var í Aljékín-mótinu í Mos- kvu 1971. Þess utan herma fréttir að þeir hafi teflt eina kappskák sem ætluð var sem æfing fyrir Spasskí fyrir einvígið viö Fischer. Úrslit í þeirri skák liggja ekki á lausu. Sumar heimildir greina frá því að Karpov hafi sigraö, aðrar að Spasskí hafi unniö eftirað hafa gjórtapaö tafl um tíma. Viöur- eign þeirra félaga í sveitakeppn- inni var um margt merkileg. Karpov hafði hvítt og tefldi snilldarvel: abcdefgh Karpov - Spasskí 25. a4l! (upphafið að djúphugsaðri skipt- amunsfórn.) 25. .. c4 26. Ba2 Bc6 27. a5 Ba4 28. Dcl! (Hvítur beinir spjótum sínum aö h6 - peöinu). 28. .. Rc8 29. Bxh6 Bxdl 30. Hxdl Rd6? (Eini leikurinn var 30. - Ha7, en eftir 31. Bxg7 Kxg7 32. Dxc4 er hvítur nteð tvö peð fyrir skipta- muninn og mikla sóknarmögu- leika). 31. Bxg7 Kxg7 32. Dg5! (Þessi fallegi leikursetursvartan í mikinn vanda. Hvítur notfærir sér út í ystu æsar ólánlega stöðu riddaranna á d-líiiunni. Eftir 32. - I lac'iS 33. 1 Ixdó! Dxg5 34. Rxg5 Rf6 35. Re2 c3 36. Bxf7 vinnur hvítur auðveldlega. Spasskí valdi því aðra leið sem dugar þó skammt). 32. .. f6 33. Dg4 Kh7 (Hótunin var að sjálfsögöu 34. Hxd6 Dxd6 35. Rf5+ og drottn- ingin fellur). 34^ Rh4! - Spasskí gafst upp og kom það mörgum á óvart. Vinningsleiö hvíts er þó tiltölulega einföld: 34. - HgS 35. Bxc4! I lg7 36. Hxd6! Dxdó 37. Rhf5! o.s.frv. eða 34. - RfS 35. Rxg6! o.s.frv. Gætum tungunnar Rétt er að segja: Hvorttvcggja er gott, og af hvorutveggja er nóg. Kvikmyndablaöiö hefur göngu sína að nýju eftir árssvefn „Söknuð- um þess” Loks hefur hið langþráða Kvikmyndablað aftur litið dags- ins Ijós. Nýir eigendur eru komnir að hlaðinu eða nýr öllu heldur, sjálfur Fjalakötturinn. Tveir af ritstjórnarmeðlimum blaðsins og félagar í Fjalakettinum, þeir Arn- aldur Sigurðsson og Gunnar Smári Fgilsson litu við hér á rit- stjórnarskrifstofunum á dög- unurn. Það var búið að gefa út 4 eintök af Kvikmyndablaðinu þegar við keyptum útgáfuréttinn í surnar og nú hefur 5. tölublaðið loks litið dagsins ljós. - Eru einhverjar verulegar breytingar á efnisinnihaldi frá því sem var? Ætlið þið að brjóta hlaðið upp? - Ekki til að byrja með, svarar Gunnar. Þetta fyrsta blaðerekki ólíkt hinum fyrri, komið víöa við bæöi innanlands sem utan. - Hver er helsti innmaturinn? - Blaðiö er alls 52 síður og nær ekkert um auglýsingar, þannig að þaö er af ýmsu að taka, segir Arn- aldur. Meðal annars eru greinar um Godard og Einstein. Við fjöllum einnig um kvikmynda- tónlist Nino Rotha og kvikmyndir myndlistarmanna. Þá fjöllum við m.a. um nýjustu íslensku kvik- myndina ..Með allt á hreinuog fróðlegt viðtal er við Vilhjálm Knudsen kvikmyndagerðar- mann. Þar fyrir utan er nokkuð fjallað um videoið, og þá einkum tæknihliöina á því fyrirbæri. - Hvernig blað á Kvikmynda- blaðið að vera, l'réttablað eða umsagnarmiðill? - Við viljum að þaö sé tímarit um kvikmyndir líkt og bókmennta- rit eru fyrir áhugamenn um bókmenntir. Ytarleg og gagnrýn- in umræða um kvikmyndalist fremur en liráa framleiðslu. - Hvernig stóð á því að Fjala- kötturinn tók að sér útgál'u Kvik- inyndablaðsins? - Við söknuðum útkomu þess. - Hvernig er hlaðið þá unnið Arnaldur t.v. og Gunnar Smári eru meðal þeirra sem stýra nýju Kvikmyndablaði sem Fjalakötturinn getur út. núna? - Eins og er þá erum við fjórir í ritstjórnen öllum félögum í Fjala- kettinum er velkomið aö taka þátt í því starfi með okkur. - H vernig er áhuginn hérlendis á kvikmyndum, er videoið að drepa alveg bíóferðir landans? - Eg held að það sé ekki gott að svara þessu af eða á, segir Gúnn- ar. Það á eftir að reyna á hvað úr verður. Ég held að videosýn- ingar í heimahúsum geti aldrei komið í stað bíósýningar á breið- tjaldi. - Já og svo er það alltaf allt önn- ur stemmning að fara í bíó, vera innan unt fjölda fólks. - Jú það er þaðóneitanlega, allt- af eitthvað sérstakt við það að fara í bíö. - Framboðið er það kannski með lélegra móti núna? - Já því miður. Ég held að hér vanti gífurlega inikið gott kvik- myndasafn þar sem hægt er að ganga að góðum og gildum myndum. - Hvað með Fjalaköttinn, hvernig er aðsóknin þar? - Því miður er hún heldurdræm, áhuginn ekki nógu mikill - Hvað veldur, er það aðstaðan? - Nei örugglega ekki. Við erum búnir að fá nýjar sýningarvélar og búum vel. Hins vegar hefur sú þróun orðið að skólafólk hefur mjög minnkað komur sínar í klúbbinn, en hinn ahnenni áhorf- andi er uppistaðan í okkar hóp. - Og hverjar eru næstu myndir hjá ykkur? - Við sýnum núna um áramótin „Forget Venice" eftir Brusatti, frumsýnum nýjustu inynd Tann- ers og einnig ungverska mynd „Another way “ sem hefur hlotið dómnefndarverðlaun. Og þar með kvöddum við þessa heiðursmenn. - lg. Forsíðumvnd hins afturgengna kvikmyndablaðs er úr kvikmynd- inni „Með allt á hreinu", Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Stuðmaður Olafsson í hlutverk- um sínum. Bólar á bæjarstjórn Á árinu 1836 má segja að bólað hafi á fyrsta vísinum að bæjar- stjórn Reykjavíkur. Upphaf þess var það að Stefán Gunnlaugsson, land- og bæjarfógeti, lagði það til við Krieger stiptamlmann, að liann gæfí út erindisbréf fyrir bæjarfulltrúa. Varð stiptamt- maður við því og var erindis- bréfið í 18 greinum. Þremur miss- erum síðar var það staðfest af kansellíinu, með smávægilegum breytingum. Samkvæmt erindisbréfinu skyldu bæjarfulltrúar vera fjórir. Væru þrír af þeim kosnir af hús- eigendum og úr þeirra hópi, en einn af þeint tómthús- mönnum, er hæfir teldust til þess að hafa kosningarétt. Og sá, sem dæma skyldi um hæfni tómthús- manna til kosningaréttarins, var landfógeti sjálfur. En ekki nóg með það. Hann skyldi einnig velja frambjóðendur af hálfu tómthúsmanna. Bar honunt að tilnefna einhverja þá þrjá. er hann teldi hæfasta og tómthús- menn svo að velja um þá. Nú höfðu áður verið kosnir tveir menn er vera skyldu eins- konar ráðunautar landfógeta um málefni kaupstaðarins. Voru það þeir Einar Helgason og Th. H. Thomsen faktor. Þótti eðlilegt að þeir sætu í bæjarstjórn en til við- bótar þeim voru kosnir þann.17. okt. Jón Thorsteinsen, landlækn- ir, með 12 atkv. og Jón Sölvason, tómthúsmaður á Sölvhóli, með 18 atkv. Enginn kjörfundur var haldinn, enda erindisbréfið ekki komið út. í þess stað var gengið með umburðarbréf til kjósenda, annað til borgara, hitt til tómthús- manna, undirskrifað af fógeta. I þeim var tekið fram hverjir væru í kjöri. Atkvæðaseðlum skyldi síð- an skilað til fógeta. lokuðum og innsigluðum, að 8 dögum liðnum. Þessu fyrirkomulagi var þó að nokkru breytt með erindisbréf- inu frá amtmanni, sem kom út þann 4. nóv. Kosningaréttur borgaranna skyldi vera frjáls en tök fógeta á tómthúsmönnum voru áfram óbreytt. - mhg Hundamerki Hundaræktarfélagið hefur lát- ið slá falleg hundamerki úr silfri og kopar. Merkin eru á stærð við gamla tveggja krónu peninga. Þau eru með hundshaus á frarh- hlið en á bakhlið er pláss til að grafa á nafn viðkomandi hunds. Merkin kosta 100 krónur og er innifalið í verðinu að grafa nafn hundsins á bakhliðina, símanúm- er eígandans og hverfisnúmer. Ef fólk vill láta grafa eitthvað annaö og meira á merkin þá kostar slíkt 6 krónur fyrir hvern staf. Þessar upplýsingar er að finna í nýjasta tbl. Sáms tímarits Hunda- ræktarfélagsins, auk þessarar myndar af nýju hundamerkj- unum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.