Þjóðviljinn - 22.12.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.12.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN, Miðvikudagur 22. descmber 1982 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigrlður H. Sigurbjðrnsdóttir Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvik Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson. Iþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atlj Arason Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ölafur Þ. Jónsson Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Kristín Pétursdóvtir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaðaprent h.f. Gjöldum þeim skuld okkar • Frumvarp um málefni aldraðra, sem Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra hafði forgöngu um að undrrbúa er orðið að lögum. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi s.l. laugardag. • Það fór vel á því, að l júka afgreiðslu þessa máls á þinginu nú fyrir jólahlé og þar með áður en baráttuár í málefnum aldraðra rennur sitt skeið á enda. • í hinum nýju lögum er að finna fjölmörg ákvæði, sem stuöla eiga að áframhaldandi sókn fyrir bættum hag þeirra þjóðfélagsþegna, sem lokið hafa sínum starfsdegi. Með lögum þessum er leitast viö að tryggja öldruðum sem besta heildbrigöis;þjónustu, svo og hvers kyns félagslega þjónustu og öryggi. I athugasemdum með frumvarpinu segir m.a.: • „Fitt af meginmarkmiðum þessa frumvarps er að stuðla að því að aldraðir geti sem lengst búið eðlilegu heimilislífí. Ein aöalforsenda þess að þetta markmið náist er sú að um allt land veröi rekin virk heimilisþjónusta fyrir aldraða. Slík þjónusta myndi gera öldruðum kleift að vera heima lengur en elia hefði verið unnt. Þessi heimaþjónusta er tvíþætt, annars vegar heilbrigðisþátturinn, þ.e. heimilislækningar, heimahjúkrun og endurhæfing í heimahúsum og er gert ráð fyrir að þessi þáttur þjónustunnar yröi í höndum starfsliðs heilsugæslustöðva. • Hins vegar er félagslegi þátturinn, þ.e. aðstoð við heimil- isstörf, félagsráðgjöf og heimsending matar. Þessi liður þjónustunnar yrði í höndum starfsmanna félagslegrar þjón- ustu viðkomandi sveitarfélaga. Þá er lagt til að ráðherra geti ákveöið með reglugerö að fleiri þjónustuþættir geti faliið undir heimaþjónustu, svo og að aðrir en aldraðir geti notið þjónustunnar.“ • í lögunum er cinnig fjallað um fjölmörg atriði er varða málefni aldraðra, og í fyrstu grein segir að markmið laganna sé, að aldraðir fái þá heilbrigðis- ogfélagslegu þjónustu, sem þeir þurfa á að halda og að hún sé veitt á því þjónustustigi, scm er eðlilegast og hagkvæmast miðað við þörf og ástand hins aldraða. Þar segir ennfremur: „Lögin miða að því, að aldraðir geti svo lengi sem verða má búið við eðlilegt heim- ilislíf, en að jafnframt sé séð fyrir nauðsynlegri stofnana- þjónustu, þegar hennar er þörf“. • Lögin gera ráð fyrir sérstakri tekjuöflun í Framkvæmda- sjóð aldraðra, en verkefni sjóðsins verði að reisa dvalar- stofnanir og annað húsnæði fyrir aldraða. • Tekna í sjóðinn skal samkvæmt Iögunum aflað fyrst og fremst með þessum hætti: 1. Beint framlag ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum hverju sinni. Á fjárlögum næsta árs eru þetta 40 miljónir króna. 2. Tekjur af sérstöku gjaldi, sem skattstjórar skulu leggja á mcnn sem skattskyldir eru samkvæmt lögum um tekju- skatt og eignaskatt. Skal gjaldið nema kr. 300,- á hvern mann á árinu 1983. Þó skulu börn innan 16 ára aldurs á tekjuárinu og þeir sem eru 75 ára og eldri undanþegnir gjaldinu, svo og þeir sem hafa tekjuskattsstofn undir kr. 60.000,-. Fleiri undanþágur eru frá gjaldinu. • Verði lögum þessum fylgt myndarlega eftir bæði af hálfu ríkisvaldsinsogsveitarstjórna, þá má vænta að framundan sé á næstu árum betri tíð hjá gömlu fólki á íslandi og „ár aldraðra" hafi því skilað árangri sem að gagni mun koma. • Við kennum okkar þjóðfélag stundum við velferð, og víst má siíkt til sanns vegar færa, sé til samanburðar tekið mið af kjörum meginþorra alþýðu heimsins, eða þeim lífskjörum, sem íslenskur almcnningur bjó við fyrir ekki ýkja löngu. - En við skulum muna það vel, að gæðunum er ekki réttlátlega skipt, - ekki heldur hér. í sérhverju því þjóðfélagi, þar sem allur almenningUr má kallast bjargálna, þá hljótum við að spyrja um aðbúnað þeirra, sem ekki geta með góðu móti séð sér farborða af eigin rammleik, - áður en við svörum þeirri spurningu, hvort með réttu inegi kenna viðkoinandi þjóðfé- lag við velferð eða ekki. - Þar er mælikvarðinn, gleymum honum ekki í kapphlaupi daglegs lífs. - k. klippt Skattalœkkanir og verðbólga Bandaríkjamenn eiga ekki sjö dagana sæla undir ríkisstjórn Re- agans. í þau rúmlega tvö ár hefur atvinnulausum fariö fjölgandi jafnt og þétt og nú eru atvinnu- leysingjarnir orðnir nær tólf mill- jónirmanna. Margirsegjaaö þeir séu miklu fleiri, sem ekki komast á opinberar skrár. Þetta þýöir nær 11% atvinnuleysi. Samtímis hefur „tekist" að ná veröbólgunni niöur og er ekkert tækifæri látið ónotað til að gorta sig af þeinr ávinningi. En auk atvinnuleysisins fjölgar þeim fyrirtækjum sem verða gjald- þrota, og stöðnun er viðkvæðið í flestuni atvinnugreinum. Þetta er sú efnahagsstefna sem Sjálfstæðisflokkurinn prédikar hér og kollegar þeirra í öllum löndum eru annað hvort að fram- fylgja eða hyggjast gera það. Skattar hvers konar á fyrir- tækjum og fólki eru lækkaðir eða felldir niður. Kenningin er sú að ríkissjóður fái fjármagnið til baka með því að fyrirtækin sem þurfi að greiða lægri skatta, hafi nú efni-á því að fjárfesta og auka við framleiðslu sína. Þetta gerðist hins vegar ekki eftir kokkabókununi frekar en fyrri daginn. Umsvif fyrirtækj- anna minnkuðu og minni velta þýddi enn minna en áður í skatt- tekjur fyrir ríkissjóð. Horfið frá kenningunni? Nú gætu einhverjir haldið að reynslan hafi kennt þessum Fri- edmönnum eitthvað. En því er nú ekki alltaf að heilsa. Ronald Reagan segir oft á dag að ástand- ið fari nú bráðum að skána, þó nær flestir sérfræðinga haldi hinu gagnstæða fram. Reagan hefur þó orðið að éta ofan í sig eitthvað af slagorðun- um frá fyrri tíð. Þannig hélt hann því fram að banna ætti skuldir ríkissjóðs með stjórnarskrárá- kvæði. Enn hann hefur nú orðið að taka fleiri lán heldur en nokk- ur fyrirrennara hans. Ástæðan er auk efnahagshrunsins, vopn- væðing eins og á stríðstímum. Það nýjasta af þessum vígstöð- um er „atvinnubótavinna" fyrir 320 þúsund atvinnulausa við við- gerð á brúm og vegum og félags- legum verðmætum í Bandaríkj- unum. Kunnugir segja þetta prógranim vera eins og sniðið eftir kenningum Keynes, sem hingað til hefur ekki átt uppá pallborðið hjá hagfræðingum republikana í Bandaríkjunum. Vinstri sigur í Hamborg Sósíaldemókratar í Hamborg í V-Þýskalandi unnu meirihluta- sigur í kosningunum þar í borg sl. sunnudag. Þetta er í annað sinn á árinu sem kosið er en enginn einn flokkur fékk þá meirihluta. Reyndar er Hamborg mikið vígi sósíaldemókrata og hefur lengst- um verið undir vinstri stjórnum. Borginni var m.a.s. einnig stjórn- að af verkamanna- og hermanna- ráðum um skeið áður en byltingin fór út unt þúfur 1921. Græningjar sem hafa staðið í samningum við krata í borginni frá því í kosningunum fyrr á árinu fengu 6.8%, sem er frábær árang- ur við þessar aðstæður. Flokkun- um tveimur hafði tekist að ná samkomulagi um fjárhagsáætlun, svo ekki var um annað að ræða en kjósa aftur. En einmitt þessir samningar hafa valdið því að sá möguleiki þykir nú nær en áður að græningjar og kratar fari í víðtækara samstarf á þinginu í Bonn. Frjálsjr demókratar hlutu hlálega útreið fyrir framkomu sína að undanförnu, en þeir stigu i íhaldssængina fyrr á árinu. íhaldið í Þýskalandi fór einnig illa út úr þessum kostnaði (þó Morg- unblaðið segi í gær að Kohl kanslari sé bjartsýnn). Almenn- ingur hefur lítillega fengið að kynnast stefnu kristilega íhalds- ins í raun - og Hamborgarar hafa gefið einkunn sína. Af þessu má nokkurn lærdóm draga hérlend- is. Auglýsingarnar fyrir jólin Nú eru blessuð jólin að nálgast og auglýsingaflóðið að ná há- marki. í hljóðvarpinu hefur auglýsingaflóðið flætt yfir liefð- bundna dagskrá og dagblöðin eru spikfeit af auglýsingum þessa dagana. I verðkönnun Verðlagsstofn- unar hefur komið í ljós að marg- faldur munur er á verði sömu vörutegundar í hinum ýmsu verslunum. Á samdráttartímum skiptir þetta neytendur mjög miklu máli, enda fátt betur fallið lil þess að vekja verðskyn neytenda en einmitt birting á könnununt af þessu tagi. Niðurstöður verðkannana.gefa einnig ótvírætt til kynna, að fram- leiðslukostnaður og kostnaður við þjónustu er ótrúlega mismun- andi, eða er verðlagning máske eftir geðþótta? Þá mætti álykta sem svo, að kaupmaður, sem yerðleggur sína vöru í sæmilegu skapi setji á þær kristilega prísa meðan sá skapvondi sem fékk víxilinn í hausinn í gær er vísast að verðleggja sína vöru nreð tilliti til dráttarvaxta næsta mánaðar. Auglýsinga- kostnaðurinn bœtist við vöruverð Því má heldur ekki gleyma í auglýsingaflóðinu að inní vöru- verðinu er allra handa kostnaður sem neytendur gera sér almennt ekki grein fyrir. Þannig er til dæmis allur auglýsingakostnaður af öllum vörum lagður á vöru- verð. enda einn þáttur þess kostnaður sem felst í því að flytja vöruna á markað. Það ert þú neytandi góður, sem borgar fyrir auglýsingarnar í sjónvarpinu og útvarpinu sem og í dag- blöðunum. - óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.